Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1986, Blaðsíða 29
DV. LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986.
*
slysalega af sér skiptamun rétt
áður en tímamörkunum var náð.
I skákþættinum fyrir viku sáum
við hvernig Margeir lagði spænska
stórmeistarann Bellon að velli. Þar
var öruggt handbragð á ferðinni
en vitanlega hafði Margeir einnig
heppnina með sér á stundum.
Þannig munaði minnstu að skák-
drottningin Pia Cramling héldi
jöfnu en á endanum lék hún af sér
og varð að sætta sig við fjórða
ósigurinn í röð gegn Margeiri og
alltaf með hvítu. Þá hafði Margeir
vonda stöðu um tíma gegn Argent-
ínu-Braga sem spillti henni með
ótímabærum aðgerðum.
Margeir taldi skákina við góð-
kunningja okkar íslendinga, Eng-
lendinginn Jim Plaskett, vera sína
bestu. Plaskett er einkum frægur á
íslandi fyrir að hafa tapað sjö
fyrstu skákum sínum á alþjóðlega
mótinu í Vestmannaeyjum í júní
en hann bætti ráð sitt á móti i
Helsinki strax í næsta mánuði og
krækti sér í það sem upp á vantaði
til stórmeistaratitils. Síðan hefur
honum ekki vegnað sem skyldi og
fór úr 2480 skákstigum niður í 2435
stig um áramótin (þess má geta að
skákstig keppenda í mótstöflunni
hér á síðunni eru stig fyrir áramót).
En Plaskett er ætíð varasamur við
skákborðið.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Jim Plaskett
Drottningarindversk vörn.
1. Rf3 b6 2. c4 Rf6 3. d4 e6 4. g3
Ba6 5. b3 d5 6. cxd5
Margeir stýrir framhjá flækjun-
um eftir 6. Bg2 dxc4!? 7. Re5 Bb4 +
8. Kfl Rfd7!? sem leiðir til mikilla
sviptinga.
6. -exd5 7. Bg2 Bb4 + 8. Bd2 Bd6
Nú er í tísku í drottningarind-
versku vörninni að skáka fyrst á
b4 með biskupnum og draga hann
svo til baka. Leikurinn hefur þann
annmarka að hvítur kemur mönn-
um sínum fyrr úr borðinu en svart-
ur telur sig hagnast af þvi að nú
er biskupinn fyrir skotlínu drottn-
Bridgedeild Breiðfirðinga,
barómeter
Staðan -12. umferðin:
1. Halldór Jóhannsson- Ingvi Guðjónsson 245
2. Sveinn Þorvaldsson- Hjálmar Pálsson 223
3. Guðjón Sigurðsson- Birgir ísleifsson 217
4. IngibjörgHaildórsdóttir-
Sigvaldi Þorsteinsson 213
5. Jón Stefánsson- Magnús Oddsson 211
6. Guðmundur Aronsson-
Sigurður Ámundason 186
7. öm Scheving- Steingrimur Steingrímsson 153
8. Þorsteinn Laufdal- Þröstur Sveinsson 116
9. Sveinn Sigurgeirsson- Baldur Árnason 90
10. Guðmundur Thorsteinsson-
Gísli Steingrímsson 84
Frá Bridgedeild Skagfirðinga
Sl. þriðjudag var spilaður eins
kvölds tvímenningur með þátttöku
24 para. Spilað var í tveimuT riðlum
og urðu úrslit þessi:
A)
Arnar Ingólfsson-Magnús Eymundsson 207
Guðlaugur Sveinsson-Magnús Sverrisson 178
Hulda Hjálmarsdóttir-Þórarinn Andrewsson 178
Hildur Helgadóttir-Karólina Sveinsdóttir 173
B)
Jakob Kristinsson-Júlíus Siguijónsson 139
Eyjólfur Magnússon-Þorvaldur Pálmason 121
Böðvar Magnússon-Þorfinnur Karlsson 115
Ámi Már Björnss.-Guðmundur A. Grétarss. 114
Vió f ramleióum
KEDJUR
SNJÖKBDJU
markaöunnn
Smiðjuvegi 30 E-götu, Kópavogi. Sími 77066
Skák
Jón L. Ámason
ingarinnar og kemst heldur ekki
til a3 við tækifæri.
9. 0-0 0-0 10. Rc3 He8 11. Hel Bb7
12. Dc2 Ra6 13. Hadl Re4 14. Re5!
Rb415. Db2 c5
Svartur leggur mikið á stöðuna.
Vitanlega gengur ekki 15. -Rxd2
16. Hxd2 Bxe5 17. dxe5 Hxe5 vegna
18. Rxd5! Hxd5 19. Bxd5 Rxd5 20.
e4 og vinnur skiptamun.
16. Rxe4 dxe4 17. Bxb4 cxb4 18. Rc4
Bc7?
Traustara og betra er 18. Bd5.
Plaskett reiknar framhaldið
skakkt.
19. d5?b5
Ekki 19. -Bxd5 20. Re3 og leppun-
in eftir d-línunni ræður úrslitum.
20. Re3 Be5 21. Dbl Bc3
22. Bxe4!
Plaskett hefur ugglaust aðeins
gert ráð fyrir 22. HH? De7 ásamt
23. -Had8 með góðri stöðu á svart.
Skiptamunsfórnin er byggð á
stöðumati fremur en á nákvæmum
útreikningum. Hvítur fær sterka
peðakeðju, fimm peð gegn þremur
á kóngsvæng og miðborðinu og
svartur á erfitt með að virkja menn
sína.
22. -Bxel 23. Hxel
Fuglinn í skóginum er bragð-
vondur: 23. Bxh7 + ? Kh8 24. Hxel
29
g6 og nú vantar hvíta menn í sókn-
ina.
23. -h6 24. Bf3 Dffi 25. Hdl Hed8 26.
h4 Hac8 27. h5 a5 28. Kg2 De5 29.
Rg4 Dc3 30. Df5!
Þetta hefur Margeir lært af
Kasparov. Drottningin á undan
biskupnum.
30. -He8 31. Be4 Hcd8 32. Hd3 Db2
33. Dh7+ Kf8 34. He3 Dd4 35. Kh3
Hd6
Hótunin var 36. d6! með ógnun á
h8 og b7. Nú væri 36. Dh8+ Ke7
37. Bf5 + ? glapræði vegna 37.
Dxe3. Margeir finnur snjalla leið.
36.BÍ3! Hxe337.Rxe3g6
Um annað er ekki að ræða. Hót-
unin 38. Rf5 var of sterk.
38. Dxh6+ Dg7 39. Df4 Df6 40. hxg6
Dxf4 41. gxf4 Hxg6 42. f5 Hd6 43. Kg3
Með öll þessi peð í endataflinu
stendur hvítur með pálmann í
höndunúm. Framhaldið þarfnast
ekki athugasemda.
43. -a4 44. Kf4 Ha6 45. Rc2 Ha8 46.
Ke5 Hc8 47. Be4 f«+ 48. Kd6 Hc3 49.
Rd4 Hcl 50. Rc2 Hbl 51. Kc7 Bxd5
52. Bxd5 Hb2 53. Rxb4 Hxe2 54. f3
He5 55. Be4 axb3 56. axb3 Ke8 57.
Rd5 Og svartur gafst upp.
Fjölmennt
Skákþing Reykjavíkur
Að loknum fimm umferðum á
Skákþingi Reykjavíkur voru
Hannes Hlífar Stefánsson og Ægir
Páll Friðbertsson efstir og jafnir
með fullt hús vinninga, fimm
stykki. Næstur kom Bjarni Hjart-
arson með 4 1/2 v. Sjöttu umferð
átti að tefla í gærkvöld en úrslit
voru ekki kunn er blaðið fór í
prentun. Teflt er á sunnudögum og
miðviku- og föstudagskvöldum.
Þátttakendur eru 88 og tefla í
opnum flokki, 11 umferðir eftir
Monráðskerfi. Athygli vekur gífur-
leg þátttaka í unglingaflokki þar
sem teflt er á laugardögum. Skráðir
til leiks eru 95 unglingar og hafa
sjaldan eða aldrei verið fleiri.
í opna flokkinn vantar flesta
okkar sterkustu skákmenn, þar er
Haukur Angantýsson einn alþjóð-
legra titilhafa. Flestir stigahæstu
skákmennirnir eru ungir að árum
og eiga framtíðina fyrir sér. Hann-
es Hlífar er aðeins 13 ára gamall
og Ægir Páll rétt um tvítugt.
Hér er fjörug skák úr 2. umferð.
Hannes Hlífar leggur að velli
margreyndan landsliðsflokks-
mann.
Hvítt: Hannes HlífarStefánsson
Svart: Lárus Jóhannesson
Frönsk vörn.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5
Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 b6 7. Re2 Ba6
8. Rf3 Bxd3 9. Dxd3 Rc6 10. 0-0 Be7
11. Bd2 Hc8 12. b3 0-6 13. Rel Ra5
14. f4 c4 15. Dbl f5 16. b4 Rc6 17. a4
a6 18. Rf3 De8 19. Kf2 Dh5 20. Kel
Kf7 21. Kdl Ke8 22. Kc2 Kd8 23. Del
Kc7 24. h3 h6 25. Kb2 g5? 26. fxg5
hxg5 27. h4 g4 28. Rf4 Df7 29. Rgl
Rdb8 30. Rge2 Hh8 31. g3 Kb7 32. Rg2
Hc7 33. Re3De8 34. Rf4Rd8
35. Rexd5! exd5 36. Rxd5 Dd7?
I skiptum fyrir manninn fær hvít-
ur tvö peð og það þriðja er dauðans
matur. Meiri mótspyrnu veitti þó
36. -Hd7 og eftir að riddarinn víkur
sér undan, 37. -Dg8! og reyna að
hamla framrás peðanna.
37. Rxc7 Kxc7 38. e6 Dxe6?! 39.,Bf4 +
Kb7?
Nauðsynlegt var 39. - Bd6
40. Bxb8 Kxb8 41. Dxe6
Svartur gaf. Eftir 41. -Rxe6 42.
Hel tapar hann manni. JLÁ.
Á þriðjudaginn kemur er einnig á
dagskrá eins kvölds tvímenningur
en síðan hefst barómeter-aðaltví-
menningskeppni deildarinnar.
Allt spilaáhugafólk er velkomið.
Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35
og hefst spilamennska kl. 19.30.
Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson.
Reykjavíkurmótið i sveita-
keppni
Eftir 8 umferðir af 23 (1/3 af spila-
mennsku lokið) í Reykjavíkurmótinu
í sveitakeppni er staða efstu sveita
þessi:
1. Jón Hjaltason 156 stig
2. Sveit Delta 153 stig
3. Sveit Samvinnuferða/Landsýnar 153 stig
4. Sveit Úrvals 152 stig
5. Stefán Pálsson 143 stig
6. Páll Valdimarsson 142 stig
7. Magnús Torfason 140 stig
8. Kristján Blöndal 137 stig
9. Sigurður B. Þorsteinsson 128 stig
10. Hermann Lárusson 127 stig
Næstu tvær umferðir verða spilaðar
næsta miðvikudag í Hreyfli.
Framhaldsskólamótið i
sveitakeppni
Ákveðið hefur verið í samráði við
Ármúlaskóla í Reykjavík að fram-
haldsskólamótið í sveitakeppni verði
spilað helgina 15.-16. febrúar nk. í
Armúlaskóla. Rétt til þátttöku hafa
allir framhaldsskólar á landinu. Það
er Bridgesamband íslands sem stend-
ur fyrir þessu móti. Þátttöku skal
tilkynna til skrifstofu BSÍ, s. 91-
18350, fyrir 10. febrúar nk.
Fyrirkomulag verður með svipuðu
sniði og síðasta ár, þ.e. allir v/alla,
og ræðst fjöldi spila í leik af þátttöku.
Verði mikil aðsókn má búast við að
spilað verði eftir Monrad-fyrirkomu-
lagi, með 16-20 spilum í leik.
Hver skóli má senda allt að 3 sveit-
ir í mótið og má hver sveit vera
skipuð allt að 6 mönnum (hámark).
Þátttökugjaldi verður stillt í hóf og
vanur keppnisstjóri mun annast
stjórnun.
Svefnpokapláss er fyrir hendi í
Ármúlaskóla og eru þeir sem vilja
notfæra sér það beðnir um að hafa
samband við Skúla Pétursson í
Ármúlaskóla, í gegnum nemendaráð
(þeir hafa eigin síma í skólanum).
Tafl- & bridgeklúbburinn
Fimmtudaginn 16. jan. sl. var hald-
in sveitakeppni á vegum T.B.K. og
sigraði sveit Gunnlaugs Óskarsson-
ar, hlaut 73 stig. Auk Gunnlaugs
voru í sveitinni þeir Sigurður Stein-
grímsson, Anton R. Gunnarsson og
Þorsteinn Erlingsson.
Næstkomandi fimmtudagskvöld,
þann 23. jan., verður haldin tvímenn-
ingskeppni í Domus Medica og hefst
keppnin kl. 19.30. Spilað verður
aðeins þetta eina kvöld vegna mik-
illa anna hjá bridgeáhugamönnum
um þessar mundir vegna Reykjavík-
urmóts og stórmóts á vegum Bridge-
sambandsins. c
Fimmtudaginn 30. jan. hefst svo
aðaltvímenningskeppni T.B.K. og
verður spilað í Domus Medica kl.
19.30. Skráning þátttakenda hefst
fimmtudaginn 23. jan. nk. Öllu
bridgeáhugafólki er heimil þátttaka.
Keppnisstjóri er Anton R. Gunnars-
son.
Nýtt og glæsilegt létt bifhjól
frá Honda í „Chopper“stíl.
MCX50 hefur frábæra
aksturseiginleika og mjúkan
fjaðrabúnað.
MCX50 er búið steyptum ál-
felgum, vökvadiskabremsum
að framan, ferhyrndri fram-
lukt, stóru fullkomnu mæla-
borði, bögglabera og ýmsu
öðru.
Hagstætt verð og greiðslu-
skilmálar.
HONDA-UMBOÐIÐ
VATNAGÖRÐUM 24
SÍMAR: 38772, 82086
4
i
i
!
\
5
I
|
I
5
í
i
i
i
1
i