Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Side 8
8
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
W . r ■ > fr'
mmwM
Þúsundir syrgjenda streymdu að staðnum þar sem Palme var myrtur strax og fréttin barst út. Lögreglan í Stokk-
hólmi hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að girða morðstaðinn ekki nægilega vel af þannig að hugsanlega
hafi mikil væg gögn glatast.
Hörð gagniýni á
sænsku lögregluna
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttarit-
ari DV í Lundi:
Sænska lögreglan sækir nú stöðugt
aukinni gagnrýni fyrir viðvaningsleg
vinnubrögð við leitina að morðingja
Olofs Palme.
Flest sænsku dagblaðanna skrifa
leiðara um málið í morgun.
Hvers vegna voru ekki settir upp
neinir vegatálmar í Stokkhólmi strax
eftir morðið? Hvers vegna liðu tveir
sólarhringar þar til þýska lögreglan
var látin vita um að hryðjuverka-
samtök rauðu herdeildanna í Vest-
ur-Þýskalandi höfðu, tveimur
klukkustundum eftir morðið, lýst því
á hendur sér?
Þannig spyrja gagnrýnendur lög-
reglunnar og benda auk þess á að
það hafi verið almenningur sem fann
báðar byssukúlurnar en ekki lög-
reglan og að gæslan við landamærin
hafi viða nær engin verið eftir morð-
ið, þrátt fyrir fullyrðingar lögregl-
unnar um annað.
Sænska lögreglan hefur einnig
verið gagnrýnd í fjölmörgum erlend-
umfjölmiðlum.
Hans Holmer, lögreglustjóri í
Stokkhólmi, átti mjög í vök að verj-
ast á fundi með blaðamönnum í gær
og baðst undan því að þurfa að hlusta
á gagr ,ýni svo hann gæti einbeitt
sér að lausn málsins. En allt kom
fyrir ekki, gagnrýnum spurningum
rigndi yfir lögreglustjórann.
Þjóðarleiðtogar fjöl-
menna til Stokkhólms
Gunnlaugur A. Jónsson, fréttarit-
ariDVíLundi:
Ljóst er að hundruð útlendra gesta
munu verða viðstödd útför Olofs
Palme í Stokkhólmi þann 15. mars
næstkomandi.
Sænska lögreglan verður með gíf-
urJegan viðbúnað enda er ljóst að
óvenjulegur fjöldi af leiðtogum
heimsins verður saman kominn í
Stokkhólmi þennan dag. Ekki er enn
ljóst hverjir verða fulltrúar stórveld-
anna við útförina en fullvíst er talið
að Mitterrand Frakklandsforseti og
Thatcher, forsætisráðherra Breta,
verði meðal viðstaddra.
Sænskir fjölmiðlar skýra frá því í
morgun að Rajiv Gandhi, forsætis-
ráðherra Indlands, og Nyerere, fyrr-
um forseti Tansaníu, muni tala við
útförina.
Af öðrum sem vitað er um að muni
verða viðstaddir eru WiIIy Brandt,
sem verður fulltrúi alþjóðasamtaka
jafnaðarmanna, og Daniel Ortega,
þjóðarleiðtogi í Nicaragua.
Hins vegar hefur komið fram að
fulltrúar frá Suður-Afríku og Chile
séu ekki velkomnir til Stokkhólms.
Að minnsta kosti eitt þúsund lög-
reglumenn munu sjá um öryggis-
gæslu gestanna og er viðbúnaður
lögreglunnar meiri en nokkru sinni
áður í Svíþjóð.
R-Ý-M-I-IM-G-A-R-S-A-L-A ANTIK
Afsýrð furuhúsgögn á ótrúlega góðu verði
VIÐ ERUM ALLTAF SVEIGJANLEG í SAMNINGUM
Búðarkot
Hringbraut 119
Sími 22340 mwas
Bothalofar
að afnema
neyðariög
P.W.Botha, forseti Suður-Afríku,
hefur lofað afnámi neyðarlaga er
komið var á í kjölfar óeirða í landinu
síðasta haust.
Forsetinn opinberaði ákvörðun
sína í þingræðu í gær og sagði þá
að búast mætti við afnámi neyðar-
laganna innan skamms.
Forsetinn sagði þó að stjórnvöld
áskildu sér enn fullan rétt til að
halda hluta neyðarlaganna i fullu
gildi ef yfirvöld teldu slíkt nauðsyn-
legt til að halda uppi lögum og reglu.
Botha sagði að ástandið hefði batn-
að mikið í landinu að undanförnu
og væri það meginástæða þess að
neyðarlögunum yrði aflétt.
Tveir blökkumenn létu lifið í nótt
í áframhaldandi róstum í Alexandr-
íu, úthverfi Jóhannesarborgar, og
nokkrir særðust.
Mikil sprenging átti sér stað í
miðborg Jóhannesarborgar í gærdag
við aðalstöðvar lögreglunnar við
John Vorstertorg og ljóst er að
nokkrir særðust.
Mikill viðbúnaður lögreglu og
öryggissveita setur nú svip sinn á
Alexandríu en þar er búist við þús-
undum blakkra syrgjenda í dag þegar
nokkur blökk fórnarlömb óeirðanna
að undanförnu verða borin til grafar.
Á síðustu tveim árum hafa yfir
ellefu hundruð manns látið lífið í
kynþáttaátökum í Suður-Afríku og
þúsundir særst.
Noregur:
Þrír
fórust
ísnjó-
flóðum
Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari
DV í Oslo:
Undanfarna sólarhringa hafa mörg
snjóflóð fallið víða í Noregi, flest í
Norður-Noregi. Að minnsta kosti
þrír menn hafa látið lífið í snjóflóð-
unum og stöðugt falla fleiri flóð sem
loka vegum og einangra jafnvel heilu
byggðarlögin.
í Norður-Noregi eru sextíu vegir
lokaðir vegna skafrennings, óveðurs
og snjóflóða og hætt er við að flestir
eða allir vegir i þeim landshluta
lokist ef veðrið batnar ekki fljótlega.
Fiskibátur með þremur mönnum
er týndur og eru menn vonlitlir um
að hann muni finnast.
í Tromsö eyðilögðust rafmagnslín-
ur í óveðrinu og þar hafa þrjátíu
þúsund manns verið rafmagnslausir
í rúman sólarhring.
Þrír látnir
Enginn veit hversu mörg snjóflóð
hafa fallið í Norður-Noregi og ekki
heldur hvort fólk hefur grafist undir
í flóðunum. í Ofoten, þar sem stærstu
flóðin féllu, hafa hundrað manns
leitað að fólki sem hugsanlega gæti
hafa grafist undir flóðunum. Þrjú lík
fundust í gær og í fyrradag. Einn
hinna látnu var skógarhöggsmaður
sem hafði orðið undir flóði á leið til
vinnu sinnar. Einnig létust tvær
tvítugar stúlkur sem voru í skóla-
ferðalagi ásamt kennurum og bekkj-
arfélögum. Ætlunin var að gista í
snjóhúsum sem skólakrakkarnir
byggðu sjálf en tvö snjóhúsannna
reif flóðið með sér. Margir af krökk-
unum grófust undir en það tókst að
bjarga öllum í tíma nema stúlkunum
tveim. Þær náðust ekki upp úr snjón-
r- ■ -1 ,s var nrðið ofseint.
Austurríki:
Vínútflytjandi í
erfíðleikum
Stærsti vínútflytjandi Austur-
ríkis - fyritækið Lenz-Moser, á í
fjárhagserfiðleikum. Þrátt fyrir
að fyrirtækið hafi ekki verið eitt
þeirra sem í fyrra urðu uppvís
að því að blanda vín sín frostlegi
hefur það hneykslismál engu
síður skaðað fyrirtækið því fjöl-
margir sneru sér alfarið frá aust-
urrískum vínum.
Giftist 119 ára
Draumur hins 119 ára gamla
fyrrum þræls, Walomiro Da
Silva, rættist um helgina í Rio
de Janero. Hann og hin 65 ára
gamla Iracema giftu sig og fengu
þar með blessun kathólsku kirkj-
unnar yfir átta ára gamalt ástar-
ævintýri. Da Silva, sem fæddist
1867, var ánauðugur fyrstu ár
ævi sinnar en þrælahald var ekki
afnumið í Brasilíu fyrr én 1888.
Ástarskóli
Ást, hjónaband og Qölskyldu-
siðfræði eru kennslugreinarnar í
nýstofnuðum skóla í Hong Kong.
í skólanum, sem er ætlaður ógift-
um stúlkum, stunda nú nám
hundrað og sjötíu stúlkur á aldr-
inum sautján til þrjátíu ára. Þær
geta valið úr sjö KÚrsum, þar á
meðal eru „hættur sem fylgja
kynlífi fyrir hjónband" og
„hvernig velja skal elskhuga“.
Áhrífameirisem
skemmtikraftur
Hinn þekkti söngvari, Harry
Belafonte, hefur hafnað boði um
að bjóða sig fram til bandaríska
þingsins fyrir demókrata. Sagðist
Belafonte telja að hann gæti haft
meiri áhrif á gang mála, til dæmis
í Suður-Afríku, sem skemmti-
kraftur en sem þingmaður.
Vildi afklæðast
fýrirdrottning-
una
Áströlsk kona var handtekin
þegar hún reyndi að bera brjóst
sin fyrir framan Elísabetu Eng-
landsdrottningu og mann hennar
sem eru í opinberri heimsókn í
Astralíu um þessa mundir. Kon-
an sagði tilganginn með athæfi
sínu vera að vekja athygli á
málstað kvenfrelsiskvenna.
UMSJON:
VALGERÐUR
JÓHANNSDÓTTIR
OG
HANNES
—HEIMISSON