Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Síða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKU R H F. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Skríf Þjóöviljans Stoðir Alþýðubandalagsins hrikta. Stjórn Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, alþýðubandalagsmenn, samþykkja vítur á skrif málgagns síns, Þjóðviljans, um nýgerða kjarasamninga. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins og einnig formaður útgáfustjórnar Þjóðviljans, segir, að þetta séu vissulega alvarleg tíð- indi. Hann kallaði ritstjóra Þjóðviljans þegar á fund sinn. Alþýðubandalagsmaðurinn Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, tekur undir gagnrýni Dags- brúnarmanna. Stjórn Dagsbrúnar fordæmir fréttaflutning og upplýs- ingaþjónustu Þjóðviljans vegna nýgerðra kjarasamn- inga verkalýðshreyfingarinnar. Stjórnin segir, að um- fjöllun blaðsins um efni og niðurstöður samninganna hafi verið bæði röng og villandi, frá því að samningavið- ræður hófust fyrir alvöru. Stjórn Dagsbrúnar harmar, að blað, sem kennir sig við verkalýðshreyfingu og sósíal- isma, sýni íslenzkri verkalýðshreyfingu í reynd slíkt virðingarleysi með hlutdrægum og röngum fréttaflutn- ingi, eins og þar segir. Össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, vísar þessu á bug. Hann segir, að Þjóðviljinn hafi að vísu ekki lostið upp neinum sérstökum fagnaðarópum vegna þessarar samningsgerðar. Bent hafi verið á kosti og lesti varðandi samningsgerðina. Það sé af og frá, að Þjóðviljinn taki þátt í gagnrýnislausum dýrðaróði sumra annarra fjölmiðla. Þótt einstökum foystumönn- um getist illa að ritstjórnarstefnu Þjóðviljans, sé fráleitt af þeim að nota það til þess að fordæma þá einstaklinga, sem hafi staðið fyrir fréttaskrifum blaðsins. Hið rétta í þessu er, að Þjóðviljinn hefur stillt upp hverri lituðu fréttinni, frásögninni og fyrirsögninni af annarri, sem hafa þann tilgang að fá lesendur blaðsins til að trúa, að samningarnir hafi verið slæmir. Agrein- ingur hefur verið mikill um þessa samninga í Alþýðu- bandalaginu. Auðvitað voru það helztu verkalýðsfor- ingjarnir úr röðum alþýðubandalagsmanna, sem ásamt öðrum bera ábyrgð á þessum samningum. En ritstjórn Þjóðviljans og ýmsir aðrir flokksforystumenn hafa allar götur barizt gegn því, að samið yrði á þessum nótum. Margir í forystunni gerðu sér vonir um, að til harðra átaka kæmi, svo að flokkurinn gæti uppskorið fylgi fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Þá ber þess að geta, að á síðasta landsfundi flokksins var samþykkt, að verkalýðshreyfingin ætti að freista þess að vinna aftur upp allan þann kaupmátt, sem hefur tapazt síðustu þrjú árin. Verkalýðsforingjum Alþýðubandalagsins er auðvitað miklu ljósara en forystumönnum flokksvélar- innar, hvert unnt er að komast í samningum. Nýju samningarnir vekja vonir um, að nú hefjist framfara- skeið, sem smátt og smátt muni skila verkafólki miklum ávinningi. Verðbólgan fer væntanlega langt niður. Það er í sjálfu sér einhver mesti hagur fyrir verkafólk. Auðvitað geta forystumenn á Þjóðviljanum haft sitt- hvað við þetta að athuga. Þeir um það. Þeir eru vanir að skrifa litaðar fréttir. Þeir halda því áfram. Engum kemur til hugar, að Þjóðviljinn sé óháð fréttablað, sem segi óhlutdrægt frá einu eða neinu. Foringjar Alþýðubandalagsins hafa ekki viljað, að Þjóðviljinn yrði óhlutdrægt fréttablað. Þeir vilja litaðar fréttir. Hið merkilega er, að nú koma þessar lituðu fréttir verkalýðsforystu flokksins í koll. Haukur Helgason. „Verkalýðsforystan samdi um það í vorblíðunni að láta löggilda á þingi þá 30% kjaraskerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir.“ Garðastrætis- samningamir - eða það að semja um ekki neitt Grettistök heita náttúrufyrirbæri sem standa einmana um landið. Nafngiftin er vitnisburður um auðnuleysi þeirra manna sem ekkert höfðu annað til brunns að bera en að geta lyft stórum steinum. Garðastrætissamningamir minna á þessi náttúrufyrirbæri, stórir um sig en gagnslausir. Verkalýðsfoiystan samdi um það í vorblíðunni að láta löggilda á þingi þá 30% kjaraskerðingu sem launa- fólk hefur orðið fyrir. Verkalýðs- forystan hugsar ekki í einstakling- um og fólki heldur í prósentum og meðaltölum. Þeir hugsa ekki í lágum launum og háum heldur í meðal- launum. Launafóik haft að fíflum Ef þú ert með laun undir 35.00C kr. þá færð þú 150-350 króna auk'n- ingu á mánuði til áramóta. Það breytir engu um það að þú verður að vinna yfirvinnu, eftirvinnu eða tvöfalda vinnu til að skrimta, og leigan þín heidur í við verðlag. Ef þú ert með 35-70 þús. kr. þá færð þú 350 -700 kr. á mánuði til viðbótar. Þú breytir ekki lífsmáta þínum fyrir þær upphæðir. Þeir sem eru með laun á bilinu 70-150 þús. verða reyndar varir við þær 700-1500 kr. sem bætast við laun þeirra. Rétt eina ferðina hefur verkalýðsforystan tekið höndum saman við atvinnu- rekendur og ríkisstjóm og haft launafólk að fíflum. Ríkisstjómin hefúr stýrt láglauna- stefnu fyrir atvinnufyrirtækin. Hér skal ríkja láglaunastefna áfram og undir það er verkalýðs- forystan búin að skrifa. Samtryggingarkerfi fjórflokksins gengur upp að venju. Sjálfstæðis- flokkurinn passar hag VSÍ. Frarn- sókn gætir hagsmuna SÍS og Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubandalag- ið segja já og amen af ótta við að missa annars tengsl við ASÍ. Fjórflokkurinn er enn eina ferðina sammála um að gera nú alls engar Kjallarinn STEFÁN BENEDIKTSSON 8. ÞINGMAÐUR REYKVÍKINGA kröfur til fyrirtækjanna. Áfram skulu launþegar þessa árs og fram- tíðar borga óráðsíu stjómkerfis sem engin tengsl hefur við lifandi fólk. Niöurgreitt atvinnulíf Áfram ætlar fjórflokkurinn að halda úti niðurgreiddum atvinnu- rekstri á íslandi í stað þess að gera þá einföldu kröfú að ef atvinnurek- andi hefúr ekki dugnað eða siðgæð- istilfinningu til að greiða minnst 35 þús. kr. laun á mánuði þá eigi hann ekki að standa í atvinnurekstri. Láglaunastefna er dekur við lélegan atvinnurekstur, í andstöðu við vilja almennings og því dæmi um ónýtt stjómkerfi. Nú hefur verið samið um kaup- máttarfrystingu og „mildandi að- gerðir" í formi neyslustýringar, þ.e.- a.s. ef þú vilt njóta kaupmáttarins verður þú að hafa greitt tekjuskatt, kaupa þér videó og sjónvarp, eldavél, bíl og dekk, borða grænmeti, drekka mikið af mjólk, borða súpukjöt og sjóða það ægilega lengi til að njóta rafmagnslækkunarinnar. Ef þú ekki getur þetta eða vilt þá verður þú sjálfur að sjá um þinn kaupmátt. Stíflugerð Svo eru það „frjálsu samningam- ir“. Þetta em frjálsustu samningar sem um getur. ASÍ og VSÍ gera samning sem bindur þá ekkert held- ur þriðja aðila, ríkissjóð. Ríkissjóður skal taka 1800 millj. króna lán og niðurgreiða laun. Hvar og hvemig veit enginn. Gengið á að festa. Það þýðir stíflugerð sem springur með holskeflu innan árs. Stjómkerfi, sem samþykkir þessi vinnubrögð, er vont, og Garðastræt- issamningamir, niðurlæging Al- þingis, em sönnun þess að stjóm- kerfið er ónýtt. Ónýtt vegna þess að það getur ekki framkvæmt vilja þjóðarinnar gegn vilja ASÍ, VSÍ og SÍS. Stefán Benediktsson. a „... ef þú vilt nj óta kaupmáttarins verð- ^ ur þú að hafa greitt tekjuskatt, kaupa þér videó og sjónvarp, eldavél, bíl og dekk, borða grænmeti, drekka mikið af mjólk, borða súpukjöt og sjóða það ægilega lengi til að njóta rafmagnslækkunarinnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.