Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1986, Síða 34
34
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1986.
O-
I s
Erlendir fréttaritarar Erlendir fréttaritarar Erlendir fréttaritarar Erlendir fréttaritarar
Sjóbleikjan, eldisfiskur
framtíðarinnar?
Lúðvík Börkur Jónsson, fréttaritari
DV í Tromsö:
Sjóbleikjan (salvelinus alpinus)
heíiir notið mikillar athygli síðustu
ár vegna eiginleika sem koma sér
vel í eldi. Rannsóknir á sjóbleikju
sem eldisfiski hófúst fyrir u.þ.b. 10
árum. Útkoman var mjög léleg í
fyrstu þar sem fiskurinn þoldi ekki
saltvatnið. Mikill hluti seiðanna
drapst fyrsta veturinn i eldinu.
Auknar rannsóknir á náttúrulegum
aðstæðum bleikjunnar hafa nú svar-
að ýmsum spumingum.
Stofn úr Víðidalsá reynist vel
1978 hófust sjóbleikjurannsóknir
við sjávarútvegsháskólann í Tromsö
sem standa enn. Hefur meðal annars
verið unnið að samanburði á stofn-
um úr mismunandi ám og vötnum.
fslenskur stofn úr Víðidalsá í Húna-
vatnssýslu hefur komið vel út. Nið-
urstöður hafa þó ekki verið birtar
nema yfir fyrstu æviskeiðin.
Við sínar eðlilegu aðstæður geng-
ur sjóbleikjan fyrst í sjó að sumri til
3 4 ára gömul, er þá 50 150 gr. að
þyngd. Þar vex hún vel enda sjórinn
mun fæðuríkari en vötnin. Dvölin í
sjónum er ca 2 mán. Þá er aftur
haldið á heimaslóðir. Eftir það er
göngufiskurinn í fei-skvatninu að
vetrinum en < sjó á sumrin. Er þannig
á þveröfugu róli við laxinn.
Ferskvatnsbleikjan deyr
Það hefur lengi verið ljóst að
bleikja er bæði göngufiskur og stað-
bundinn (þ.e. lifir allt lífið í fersku
vatni). Hvað veldur því hvaða fiskur
gengur í sjó og hver ekki er ekki
vitað. Samhengið þama á milli er
óljóst en kenningar fræðimannsins
H. Nordeng, sein rannsakað hefur
þetta í Salanger-vötnum í Norður-
Noregi frá 1961, em viðurkenndar
af flestum. Nordeng álítur að við
tæplega 2 ára aldur skiptist seiðin
annaðhvort í sjóbleikju ca 25% eða
staðbundna bleikju ca 75%. Seinna,
ca 6-7 ára, getur hluti af staðbundna
fiskinum tekið upp lifnaðarhætti
sjóbleikjunnar og telst þá til göngu-
hópsins. Hve seint er hægt að greina
á milli sjóbleikjunnar og ferskvatns-
bleikjunnar veldur erfiðleikunum í
eldinu og skýrir hinn mikla seiða-
dauða á fyrsta vetri í sjóeldinu.
Ferskvatnsbleikjan getur ekki
stjómað saltjafnvæginu og deyr eftir
ákveðinn tima en sjóbleikjan lifir
af ef rétt er að staðið.
Kynbætur.
Álitið er að kynbætur geti hér
breytt dæminu mjög. Með því að
„ekta“ sjóbleikjur pari sig í 2-3
kynslóðir telja þeir bjartsýnustu að
hlutföll sjóbleikjunnar aukist úr
25% í 90%. Reynist það rétt má með
sanni segja að sjóbleikjan verði
„gullfiskur" í eldislegu tilliti.
Hinir ákjósanlegu
eiginleikar bleikjunnar
sem eldisfisks
samanborið við lax
Sjóbleikjan er norðurheimskauts-
fiskur (lifir ekki fyrir sunnan 63°
n. br.) og kjörhitastig lægra en hjá
laxi. Bleikjan er harðgerðari og þolir
harkalegri meðhöndlun án þess að
missa hreistur eða láta á sjá að öðm
leyti. Margir telja að bleikjan hafi
meira mótstöðuafl gegn sjúkdómum.
Hægt er að ala bleikju mjög þétt í
kvíum eða kerum, ca 100 kg pr.
rúmmetra vatns á móti 15-20 kg pr.
rúmmetra hjá laxinum. Þ.e. ca 5
sinnum meira magn af fiski upp úr
ákv. keri sé ræktuð sjóbleikja.
Nýting á öllum útbúnaði verður
þannig til muna hagstæðari. Hve
fljótt lax getur orðið kynþroska
hefúr oft valdið erfiðleikum i laxeld-
inu. Sjóbleikjan verður kynþroska
mun seinna, þ.e. 4-8 ára gömul.
Sjóbleikja á íslandi
I fiskeldismálum höfum við íslend-
ingar aðallega haft í huga eldi i
landstöðvum þar sem við getum nýtt
okkur jarðvarmann. Eru þær hug-
myndir núna að verða að veruleika.
Spumingin er hvort ekki sé rétt að
hafa fleiri jám í eldinum, renna sem
flestum stoðum undir þessa atvinnu-
grein sem svo miklar vonir eru
bundnarvið.
Bleikja sem verið hefur þrettán mánuði í sjó.
Sjóbleikjueldi gæti hentað vel á
Norður- og Austurlandi. Þar em
skjólgóðir staðir og hið lága hitastig
yfir veturinn gerir lítið til, þótt vissu-
lega þurfi að hafa viðbúnað fari
hitastig niður fy rir ákv. lágmark.
Markaðskannanir em í fullum
gangi hérhjá Norðmönnum og menn
bjartsýnir á að hægt sé að vinna
markaði sem gefi gott verð.
Falleg eldis-sjóbleikja frá Simo havlax í Hammerfest.
Kraftaverk í blómarækt:
Fyrstisvarti
túlípaninn í heiminum
- ræktandi tryggir hann fyrir 22 mii|jónir
Gizur í. Helgason, fréttaritari DV,
Zúrich:
Blómaræktandi í Hollandi náði því
að kynbæta túlípana sína þannig að
út kom hinn langþráði draumur:
Fyrsti svarti túlípaninn í heiminum.
Hann er nú tryggður á um 22 millj-
ónir íslenskra króna og lögregluvakt
er um hann dag og nótt.
Þeasi svarti túlípani er nú til sýnis
á hinum ýmsu blómasýningum í
Hollandi. „Svarti túlípaninn" hefur
verið notaður í ýmsum tilvikum og
er þess m.a. að minnast að rithöfund-
urinn Alexander Dumas notaði hann
sem titil í einni af skáldsögum sínum
og einnig notaði Alain Delon Jxjtta
nafn nú nýverið í ævintýrakvik-
mynd.
Gert Hageman blómaræktandi
hefur þetta að segja um dýrasta blóm
veraldar: „I augnablikinu er þetta
eina eintakið en á næsta ári verða
þeir orðnir tveir og eftir átta ár þá
verður hér heill fkur með þessum
gersemum.
Með því að kynbæta hinn dimm-
bláa túlípana sem heitir „drottning
næturinnar" með öðrum sem ber
nafnið „vínarvalsinn" náðist þessi
árangur, en að loknum fjölda til-
rauna. Sá svarti hefur enn ekki
fengið nafn.
Fyrsti túlípanalaukurinn barst til
Hollands frá 'IVrklandi árið 1635. í
dag flytja Hollendingar út túlípana-
lauka fyrir um 10 milljarða ísl. króna
árlega.