Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Page 3
DV. FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1986. 3 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir „Á von um meiri pen- ing eriendis“ - segir Friðrik Þór Friðriksson sem fékk 5 milljónir úr Kvikmyndasjóði „Þetta ræður úrslitum um að ég geri myndina," sagði Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður sem hlotið hefur fimm milljónir í styrk úr Kvikmyndasjóði til að gera mynd sem hlotið hefur heitið Skytt- umar. „Við byrjum að taka myndina um mánaðamótin júlí/ágúst. Eg geri mér vonir um að geta selt erlendu dreif- ingarfyrirtæki sýningarrétt að myndinni fyriríram og fá þannig meiri pening. Eins og núna stendur þarf ég 40 þúsund áhorfendur til að myndin standi undir sér. Ég ætla að reyna að lækka þá tölu,“ sagði Frið- rik. Sömu upphæð og Friðrik fær Kvikmyndafélagið Umbi sf. til að gera mynd sem á að heita Stella í orlofi. Umbi hefur áður gert mynd- ina Skilaboð til Söndru. Alls komu 26 milljónir til úthlut- unar að þessu sinni eftir að fengist Friðrik þó Friðriksson fékk 5 millj- ónir úr Kvikmyndasjóði. hafði fjárveiting til viðbótar við þær 16 milljónir sem ætlaðar voru Kvik- myndasjóði á fjárlögum. Eyvindur Erlendsson fær 3,5 millj- ónir til að gera mynd sem hann nefnir Erindisleysuna miklu. FILM hf. fær tvær milljónir til að gera myndina Tristan og Isold. Hrafn Gunnlaugsson á að leikstýra þeirri mynd. Sömu upphæð fær Þráinn Bertelsson hjá Nýju lífi til að gera mynd sem á að heita Góðir íslend- ingar. Þá fær leikhópurinn Svart og sykurlaust 1,5 milljónir vegna sam- nefndrar kvikmyndar. Veittir voru fjórir styrkir til að gera heimildarmyndir að upphæð 300 - 500 þúsund krónur. Þá renna 4,3 milljónir til rekstrar Kvikmynda- sjóðs og kvikmyndasafris auk einnar milljónar sem ætluð er til síðari nota. Úthlutunamefhd skipuðu Knútur Hallsson, Jón Þórarinsson og Sveinn Einarsson. -GK Ágúst Guðmundsson er nú að semja handrit kvikmyndarinnar ásamt fleiri höf- undum. Ágúst gerir mynd í samvinnu við Breta Frá Sigurbimi Aðalsteinssyni, frétta- ritara DV i Bretlandi: „Málið er í biðstöðu á meðan reynt er að finna aðila til að styðja myndina fjárhagslega," sagði Ágúst Guðmunds- son leikstjóri sem nú er staddur í London vegna kvikmyndar þeirrar er hann vinnur að fyrir breska kvik- myndafélagið Dumbarton Films. Ágúst, sem kemur til með að leikstýra myndinni, sagði að fyrirtækið væri nú að leita til aðila á Norðurlöndunum um fjárstuðning. Fyrir utan peninga- mál er allt komið á hreint og þegar er einn maður, leikmynda- og bún- ingahönnuður, tekinn til starfa. „Handritið er ennþá í vinnslu en lík- legt er að næsta útgáfa þess verði sú endanlega," sagði Ágúst en hann vinnur sjálfur að handritinu ásamt öðrum höfundum. Viðræður eru þegar hafnar við ýmsa leikara og tækni- menn, sem margir hverjir eru vel þekktir í breska kvikmynda- og sjón- varpsheiminum. Að sögn Ágústs má búast við svörum frá fjármögnunarað- ilum upp úr næstu mánaðamótum og ef svör verða jákvæð verður myndin örugglega gerð, sú fyrsta sem íslensk- ur leikstjóri gerir í Bretlandi. Stríðsástand í flugtumi á ný Stríðsástand hefui- á ný skapast i flugturninum á Reykjavíkurflugvelli eftir að Matthías Bjarnason sam- gönguráðherra fór að tillögu Péturs Einarssonar flugmálastjóra, nokkurra yfirmanna Flugmálastjómar og meiri- hluta flugráðs um skipan í stöður vaktstjóra í flugstjómarmiðstöðinni. Félagsfundur flugumferðarstjóra samþykkti í framhaldi af skipan vakt- stjóranna að flugumferðarstjórar tækju ekki aukavaktir. Er ekki útilok- að að frekari mótmælaaðgerðir flug- umferðarstjóra fylgi í kjölfarið. Þegar hefur orðið nokkur röskun á flugumferðarþjónustu. Lendingaræf- ingar kennsluvéla hafa verið tak- markaðar á Reykjavíkm-flugvelli og blindflugsþjónusta féll niður einn dag- inn. Fámennt var í flugturninum í gær sökum veikindaforfalla en það kom þó ekki að sök. -KMU ERÞETTA EKKI , RÉTTA SPOLAN FYRIR ÞIG PANASONIC kynnir nýja VHS myndbandsspólu, PREMIUM STD, þá fyrstu sem hlotið hefur viöurkenningu japanska rafeindaeftirlitsins fyrir gæði.Kynningarverö á Sja tíma VHS spólu með upptökubónus, 3 spólur í pakka á aöeins A 595.- kr. spólan.---- MJAPIS BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.