Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Síða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍD 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Húsnæöislánakerfinu gjörbreytt: Greiðslubyrði létt og lánstíminn lengdur Samkvæmt nýja íbúðalánakerfinu geta þeir, sem eru að byggja sína fyrstu íbúð, fengið allt að 2.1 milljón króna lán. Frá og með 1. september nk. verða gerðar allmiklar breytingar á út- lánareglum Húsnæðisstoíhunar. Þær eru í samræmi við samkomulag aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjómarinnar um átak í húsnæðis- málum. Megininntak þessara breytinga er að framvegis verður lánað í hlutfalli við framlag lífeyris- sjóðanna til Húsnæðisstofnunar. Einnig verður lánstími húsnæðis- lána lengdur úr 31 ári í 40 ár. Lánað allt að 70% af ibúðar- verði Miðað er við að lán frá Bygginga- sjóði ríkisins verði aldrei hærri en nemur 70% af íbúðarverði eða kostnaðaráætlun húsnæðisins. Ef lífeyrissjóður kaupir skuldabréf af Húsnæðisstofnun fyrir 55% af ráð- stöfunarfé sínu eiga viðkomandi sjóðsfélagar rétt á hámarksláni úr Byggingasjóði ríkisins. Hæsta ný- byggingarlán til þeirra sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið í fyrsta skipti getur orðið 2,1 milljón krónur og er það um tvöfoldun frá núver- andi kerfi að ræða. Þeir sem em að byrja búskap og velja þann kostinn að kaupa sér notað húsnæði eiga kost á allt að 70% af nýbyggingar- láni eða 1,47 milljónir króna, sem er um þreföldun á núverandi lánum. Sama hámarkslán er til þeirra sem hafa áður keypt eða byggt og hyggj- ast breyta til og byggja sér nýtt hús. Þeir sem hins vegar eiga íbúð fyrir og kaupa notað fá 1,029 milljóna króna hámarkslán. í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að lánin skerðist ef húsnæðið er stærra en 170 fermetr- ar. Miðað er við að skerðingin verði 2% fyrir hvem fermetra umfram þessa stærð. Ef miðað er við að viðkomandi fjöl- skylda fái hámarkslán og 70 prósent af íbúðarverðinu getur sú fjölskylda, sem er að byggja í fyrsta sinn, byggt hús fyrir 3 milljónir króna. Sú sem kaupir sér notað húsnæði fær fullt lán fyrir 2,1 milljón króna íbúð. Segja má að lífeyrissjóðimir séu neyddir til að kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofhun því ef þeir verja minna en 20% af ráðstöfunarfé sínu til þessara kaupa fá sjóðsfélagar þeirra ekki eina krónu úr byggingar- sjóðunum! Sjóðsfélagar sætta sig líklega illa við það og þess vegna verða lífeyrissjóðimir að kaupa þessi skuldabréf hvort sem þeim líkar bet- ur eða verr. Eins og fýrr segir verða lánin í hlutfalli við þessi kaup lífeyr- issjóðanna. Enn hefur ekki verið gefin út reglugerð um hvemig þetta hlutfall verður nákvæmlega. I sam- komulagi sem fylgdi kjarasamingun- um var gert ráð fyrir að ef lífeyris- sjóðimir greiddu 20% af ráðstöfunarfé sínu til Húsnæðis- stofhunar yrði hámarksnýbygging- arlán til þeirra sem væm að hefja búskap 700 þúsund krónur, 30% pró- sent 1,1 milljón krónur, 40% 1,5 milljónir, 50% 1,9 milljónir og síðan ef varið er 55% þá verði hámarkslán 2,1 milljón krónur. Hverjir fá lán? Til að fá lán á að gilda almennt sú regla að viðkomandi þurfi að hafa greitt iðgjöld í sinn lífeyrissjóð síðustu tvö árin áður en sótt er um lán. Lánsréttur hjóna og sambýlis- fólks miðast við meðaltal lánsréttar þeirra eða meðaltal skuldabréfa- kaupa lífeyrissjóða þeirra. Ef annar makinn hefur aðallega staðið í heim- ilisstörfum skal miða við lánsrétt þess maka sem hefur verið úti á at- vinnumarkaðinum. Þá er einnig gert ráð fyrir undantekingum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og þá sem hafa verið frá vinnu vegna veikinda. Fyrir þá sem hafa misst allt sitt í húsnæðisólgunni, sem geisað hefur hér, em góðar fréttir í þessu frum- varpi. Það er nefnilega gert ráð fyrir að umsækjandi geti talist vera að byggja eða kaupa í fyrsta sinn, þótt hann hafi áður fengið Ián úr Bygg- ingasjóði ríkisins, enda hafi hann misst íbúð sína eða hluta hennar vegna t.d. hjónaskilnaðar, greiðslu- erfiðleika eða gjaldþrots. Greiðsluáætlun I frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að áður en gengið sé frá lána- samningi liggi fyrir greiðslu- og kostnaðaráætlun umsækjanda og er þetta nýtt ákvæði. Lánsumsækjandi getur átt von á synjun ef Húsneeðis- stofhun sér fram á að hann geti ekki staðið undir greiðsluáætluninni. Mun lánakerfið sligast? Húsnæðislán verða lánuð með 3, 5% vöxtum, verðtryggð og til 40 ára. Hins vegar kaupir Byggingasjóður ríkisins skuldabréfin af lífeyrisjóð- unum núna verðtryggð og með 9% vöxtum. Þessi munur getur orðið þungbær fyrir ríkissjóð vegna niður- greiðslna vaxtakostnaðarins. í greinargerð með frumvarpinu segir að vaxtamunur meiri en 2 til 3% muni til lengdar sliga þetta lána- kerfi vegna þess að niðurgreiðslum- ar yrðu sífellt meiri og kölluðu á meira ríkisframlag og meiri lántökur hjá lífeyrissjóðunum. Niðurstaðan er því sú að þetta gæti aðeins staðið yfir skamma hríð og nauðsynlegt væri að endurskoða þessi mál fljót- lega. Enda hefur ríkisstjómin þegar boðað lækkun á ríkisskuldabréfum í maímánuði. Greiðslubyrði lántakandans minnkar hins vegar mikið miðað við að sömu lánsupphæðir séu teknar við núverandi ástand. Sá sem tekur núna húsnæðislán, lífeyrissjóðslán og bankalán upp á 2,1 milljón krón- ur verður að greiða af þeim árlega um 200 þúsund krónur fyrstu fimm árin. Samkvæmt nýja kerfinu verða ársafborganir fyrstu árin ekki nema um 73 þúsund krónur af hámarksl- áni en hækka upp í 100 þúsund á fimmta ári. Munurinn felst i skemmri lánstíma og hærri vöxtum á núverandi lánum. Lán hækkuð Gert er ráð fyrir ýmsum sérákvæð- um á meðan þessi breyting stendur yfir og lífeyrissjóðir eru að móta stefiiu sína í þessum málum. Sá sem hefur þegar sótt um og fengið hluta af láni getur átt von á því að seinni hlutar lánsins, sem greiðast eiga eft- ir 1. september, verði hækkaðir í samræmi við þessar nýju reglur og í samræmi við framlag síns lífeyris- I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Happdrættin fá vinningana íslendingar eru mikil happdrættis- þjóð. Hvergi á byggðu bóli eru fleiri happdrættismiðar seldir heldur en hér á landi ef miðað er við höfðatölu og raunar má segja það sama um bingóin og lotteríin og getraunirnar. íslendingar eru alætur á hvers konar áhættuspil og maður byði ekki i þjóð- ina ef hér væru starfrækt spilavíti. Nú er það þannig með happdrættin að einhver verður að hreppa vinn- inginn til að áhættan borgi sig og þegar til þess er tekið að möguleik- amir á bak við hvem miða em sennilega einn á móti hundrað þús- und eða einn á móti tvö hundmð þúsund, þá gegnir sú bjartsýni furðu hversu margir taka þátt. Meðan einn hreppir vinning sitja hundrað þús- und aðrir með sárt ennið. Samt halda þeir áfram að spila af sama ákafanum eins og ekkert hafi í sko- rist. íslendingar hafa byggt Háskóla fyrir happdrættispeninga. Þeir hafa byggt dvalarheimili fyrir aldraða og berklasjúklingar og fatlaðir hafa fjármagnað starfsemi sína með happdrættisfé. Satt að segja þekkjast varla þau félagasamtök á Islandi sem ekki em rekin fyrir happdrætt- ispeninga og síðustu fréttir af þessum vettvangi em þær að búið sé að samþykkja lög um lottó fyrir íþróttahreyfinguna og öryrkja- bandalagið og hafi staðið um það mikið stríð í þinginu fram á síðustu stundu hvort ekki ættu einhveijir enn aðrir að fá að sitja að þessum fjársjóði. Sú hugmynd skaut jafiivel upp kollinum hjá snjöllum manni í þinginu að ríkið tæki sjálft yfir rekst- ur á lottó. Hver veit nema ríkissjóður hefði svo mikið upp úr krafsinu að skattar gætu lagst niður og þjóðin stæði undir rekstri á sjálfri sér með talnagetraunum? Margur maðurinn hefur undrast þetta happdrættisfyrirbæri, þessa spilafikn Islendinga, og dáðst að því snjallræði að halda menntun gang- andi og æskulýðs- og liknarmálum í horfinu og sjá fyrir gamla fólkinu með þvi að láta þjóðina kaupa happ- drættismiða. Þetta hefði engum dottið í hug nema íslendingum, segja þessir aðdáendur okkar og spyijast fyrir um vinningana. Þeir hljóta að vera háir og eftirsóknarverðir úr þvi svona grimmt er spilað. Jú, víst er það rétt að fínir og glæsi- legir vinningar eru auglýstir og í fljótu bragði mætti ætla að þeir væru í boði. En svo er ekki, aldeilis ekki. Happdrættið gengur nefnilega út á það að happdrættin hreppi vinning- ana sjálf. I þvi er galdurinn fólginn, enda halda happdrættismenn því fram sem heilögum sannleika að happdrætti geti engan veginn borið sig ef það slys hendi að afhenda þurfi vinninga. Það er þó afar sjaldgæft sem betur fer og satt að segja hafa likumar verið svo litlar að þess eru mörg dæmi að happdrætti hafa ekki séð ástæðu til að kaupa vinningana enda þótt þeir séu auglýstir. Annars er algengasta aðferðin sú að happ- drættin draga aðallega úr óseldum miðum, hreppa vinninginn sjálf og selja hann síðan á markaðnum fyrir tvöfalt það verð sem hann er upp- haflega keyptur á. Undanfarin ár hafa blómleg elliheimnili verið byggð fyrir vinningana sem ekki ganga út, enda engir smávinningar þegar heilu einbýlishúsin dragast á miða sem aldrei hafa verið seldir. Og ekki er þetta verra þar sem peningaupp- hæðir eru auglýstar í vinninga, stundum kannski heilu milljónirnar. Það er ekki dónaleg peningamaskina þegar heill háskóli getur rekið happ- drætti og selt miða fyrir milljónir og hirt síðan bæði miðakaupverðið og vinninginn þegar dráttur fer fram. Einhveijir kverólantar úti í bæ hafa verið að fetta fingur út í þetta kerfi sem happdrættin hafa komið sér upp, en í aðaiatriðum hefur þjóð- in gert sér þetta að góðu. Það er líka haft fyrir satt að fólk hafi alls ekki gott af því að vinna stóra vinninga í happdrætti og segir ekki máltækið að illur sé skjótfenginn gróði? Von- andi tekur þjóðin ekki upp á þvi að hætta að spila í happdrættum þó hún hreppi aldrei vinninga, þvi þá verður að leggja háskólann niður og enginn elliheimili verða byggð og hvað verð- ur þá um æskuna og gamla fólkið? Svo ekki sé talað um ef líka þarf að borga vinningana! Þá færi þjóðfélag- Dagfari U'. ■ WJ. U iWJHWIi! *'*l1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.