Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Page 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Bömin fæðast for- fallnir eiturlyfjasjúklingar Örvæntingarfull angist „heróín-móðurinnar 4 Gizur í. Helgason, fréttaritari DV í Ziirich: Þau veina eftir eiturlyfi í Sviss fæðast árlega um 100 „heró- ín-böm“. Öll eiga þau það sameigin- legt að móðirin er forfallinn eiturlyíjasjúklingur og flestöll koma þau í þennan heim sem forfallnir eiturlyfjasjúklingar. Yfirleitt er hægt að hjálpa þeim á 2-6 vikum með þvi að smáminnka við þau lyfja- gjafir. Flestar mæður þessara bama vita um hættuna og flestar vona þær einnig að böm þeirra séu laus við þennan vágest. Ekki mitt bam - er viðkvæðið, en fæstum verður að ósk sinni. Hér á 'eftir kemur viðtal við eina slíka móður. Ég nefhi hana hér Yvonne, en það er ekki hennar rétta nafii. Hún á 6 mánaða gamla stúlku. Flestar gefa þær börn sín Þegar Yvonne tekur dóttur sína, Jasmin, varlega í fangið Ijóma bláu augun hennar. „Þegar ég fer með bamið mitt til kunningjanna í „klík- unni“ öfunda allar stelpumar mig,“ segir Yvonne. Enda þótt þær viti að fæstar þeirra séu ferar um að eign- ast bam hefðu þær allar óskað þess að svo væri ekki og hryggjast yfir því. Yvonne þekkir eina sem er for- fallin og sú var komin beint í strætið löngu áður en forsvaranlegt gat tal- ist, ef svo má að orði komast, og lét bamið eiga sig á feðingardeildinni. Henni var það ljóst að erfitt yrði fyrir hana að fara út ef hún hefði bamið með sér heim af deildinni og því fór sem fór. Flestar gefa þær samt böm sín eða foreldrar sumra þeirra taka bömin að sér. Svo var ekki um Yvonne, hún, ásamt eiginmanni sín- um, Rico, hefur tekið upp baráttuna gegn eiturlyfjunum. Við vildum eignast barnið, í þeirri von að það gæti hjálpað okkur í baráttunni við eiturlyfin Síðastliðið sumar fann hin 22 ára gamla Yvonne breytingar á líkams- starfsemi sinni og við læknisskoðun kom í ljós að hún var komin 5 mán- uði á leið. Konur, sem háðar em vfmugjöfúm, hafa oft óreglulegar blæðingar, svo að í sjálfu sér var þetta ekki svo óeðlilegt, eins og málum var háttað. Fóstureyðing kom ekki til greina þegar svo langt var liðið á með- göngutímann, a.m.k. ekki hér í Sviss, en það hvarflaði að Yvorvne að fara til Hollands og láta fjarlægja fóstrið. „Samt ákváðum við að eignast bam- ið í þeirri von að það myndi hjálpa okkur til þess að losna úr heróín- vítinu." Hin verðandi móðir reyndi síðan að taka sig á og hætti algjör- lega að neyta áfengis. „Það var hræðilegt. Ég fékk skelfilegar maga- kvalir og síðan komu alls kyns fráhvarfseinkenni." Þrátt fyrir ákaf- an vilja tókst henni ekki að losna frá heróíninu sjálfu, dró aftur á móti mikið úr magninu. Nýfætt bam eiturlyfjasjúklings getur dáið úr krampa sé það ekki undir stöðugu eftirliti fyrstu dagana. Þann 23. október fæddist Jasmin. Yvonna hafði látið leggja sig inn nokkrum dögrnn áður og var algjör- lega vímuefiialaus við feðinguna. „Ég var svo hrædd um að sú litla væri líka eiturlyfjasjúklingur." Dag- inn eftir fæðinguna fullvissuðu svo læknamir Yvonne um að bamið væri heilbrigt. „Ég var himinlif- andi.“ Fráhvarfseinkenni bams, sem háð er eiturlyfjafíkn móðurinnar, byrja yfirleitt um 24 tímum eftir fæðingu. Bamið grætur óeðlilega mikið, frem- ur mætti kalla það vein, hátt og skerandi. Það vill ekkert drekka, titrar og er á alla lund mjög óró- legt. Sé það ekki undir stöðugu eftirliti í marga daga er hætt við að það deyi úr krampa. Því er það að læknamir gefa bömunum róandi efni í smáminnkandi skömmtum til þess að koma í veg fyrir hættuleg fráhvarfseinkenni. „Heróín-börn“ seinni til í byrjun Rannsóknir sem gerðar hafa verið í USA og í Danmörku benda til þess að böm heróínsjúklinga séu vem- lega langt á eftir í öllum þroska, líkamlegum sem andlegum, þ.e. fyrstu árin. Þau em einnig yfirleitt fædd fyrir tímann - sem gæti átt sinn þátt í þessu. Þegar böm þessi hafa svo náð forskólaldri virðast þau hafa náð jafhöldrum sínum, jafht á and- lega sviðinu sem líkamlega. Amaud Carasson, yfirlæknir í Bem, hefur fullyrt að litningar bama, sem fædd em af eiturlyfja- sjúklingi, séu á engan hátt skaddað- ir. Yvonne byrjaði að reykja hass 15 ára og 18 ára „sniffaði“ hún í fyrsta sinn heróín og skömmu síðar kom sprautan 15 ára gömul byijaði Yvonne í hassi. Hún flæktist um í skólanum aðgerðalaus. Þessi miðstéttarmær, sem kom frá góðu heimili, flosnaði fljótlega upp frá námi eftir að hún byijaði að „sni£fa“. Hún vann hér og þar, ef vinnu var að fá, en það var ekki svo auðvelt fyrir unga stúlku sem enga framhaldsmenntun hafði fengið. „Ef ég átti í einhverjum vandræð- um reykti ég. Heima fyrir reyndu allir að rétta mér hjálparhönd og út í frá virtist allt vera í besta lagi. En fljótlega vildi ég sjálf fá að ráða mér og fór að heiman.“ Og vissulega réð hún sér sjálf, en aðeins í stuttan tíma, síðan tók „klíkan" yfirhöndina og síðar heróínið. Átján ára gömul prófaði hún í fyrsta sinn „sykur“. Hún tók sem sagt heróín í nefið.....1 upphafi fannst mér eitrið hræðilega vont.“ Það leið þó ekki á löngu áður en Yvonne þurfti á sínum skammti að halda daglega til þess að líðanin væri þolanleg. Ef skammturinn lét á sér standa' þá „fékk ég kuldahroll, titraði öll og svitnaði. Ég þoldi ekki birtu vegna þess að augasteinarnir þöndust út.“ Dag nokkum kom svo að því að hún lét tilleiðast, þegar ekkert heró- ín var til að „sniffa" og fékk fyrsta „kickið" (þ.e. fyrstu heróínspraut- una). „Þetta var ótrúlega yndisleg tilfinning sem færði mér hlýju og öryggiskennd." Þetta voru falskar tilfinningar, heldur Yvonne fram í dag. „Maður ántetjast samstundis. Það er eins og maður reyrist í fjötra heróínsins eftir að maður er byijaður og úr þessum fjötrum er illmögulegt að losna því að maður hefur það á tilfinningunni, á meðan á vímunni stendur, að allt sé í himnalagi, lukk- unnar velstandi, en vanti mann heróín er það vart til sem maður vill ekki gera til að fá sitt „kick“. Eitrið virðist drepa allar tilfinning- ar. Maður verður ískaldur og sjálfs- elskufúllur. Eini vinurinn sem maður á er „sykurinn" (heróínið)" Þurfti 10.000 kr. á dag fyrir heróínskammtinum Yvonne var heppin: f „klíkunni" kynntist hún 27 ára gömlum manni, Rico. Þessi fyrrverandi stúdent var einnig heróínsjúklingur. Eftir að þau höfðu sprautað sig niður í göturæsið í Zúrich lá leiðin til Bem. „Þar lent- um við í innkaupaparadís eiturlyfja- neytandans.“ Á meðan allt lék í lyndi, ef svo má að orði komast í þessu tilfelli, var dagskammtur þess- arar ungu konu um 'A gramm, en kostnaðurinn við þetta hálfa gramm var um 10.000 krónur. Peningana útvegaði Yvonne sér með því að færa öðrum heróínneytendum skammt sinn á hina ýmsu staði í Bem. Þama var hún að vinna fyrir skuggalega bakmenn en stundum stalst hún til þess að versla sjálf með heróínið, enda þótt það gæti orðið henni hættulegt því þama gilti einkarétturinn svo sannarlega. „Ég varð að, vinna fyrir skammtinum mínum. Til allrar hamingju fékk ég líka ýmsa aðra atvinnu en að bera út heróín sem var mér á móti skapi.“ Hjónaleysin sluppu einhvem veginn alveg við öll afskipti lögreglunnar og sem heróínsprautandi er Yvonne hvergi á skrá hjá yfirvöldunum. Týndist of lengi í heróínruglinu Bamið hefur hjálpað til þess að gera Yvonne að dágóðri húsmóður. Hún giftist Rico, foður Jasminar. Eftir að Rico hafði lifað í 4 mánuði á styrk frá því opinbera fékk hann vinnu. Þau búa nú í tveggja her- bergja íbúð í ónefndu hverfi hér í Zúrich. Enda þótt stundum þyrmi yfir Yvonne af vanlíðan reynir hún hvað hún getur til þess að láta það ekki bitna á öðrum og sýnir bami sínu alla þá ást og blíðu sem hún getur. „Sjálf óskaði ég mér oft að einhver sýndi mér ást og umhyggju, en síðan týndist ég um árabil í draumaheimi heróínsins," segir Yvonne heimspekilega. Fékk daglega „methadon" Hjónaband Yvonne og Rico geng- ur vel, þau eru afar samstillt í öllu sem þau taka sér fyrir hendur og tala opinskátt um hlutina. „Við þörfiiumst gagnkvæmrar hjálpar ef við eigum að komast í gegnum þetta tímabil." Stundum heimsækja þau gömlu kunningjana sem enn eru á götunni. í þijá mánuði urðu þau að vera á methadönkúr, þ.e. Yvonne fór dag- lega til ákveðinnar sjúkrastofú og fékk þar hjá lækninum skammt af methadoni. „Án þessa efnis hefði ég ekki getað uppfyllt móðurhlutverk- ið,“ fúllyrðir Yvonne. Hún lýsir samt sem áður yfir ótta sínum við met- hadon-efnið og telur það vanabind- andi eins og heróínið - sem það og er. „Þetta er engin lausn en aftur á móti vonast ég fastlega til að geta einhvem tímann komist út úr þess- um vítahring." Eva (fimm daga gömul) veinar á heróín. Hún er á sama hátt háð eiturlyfinu og móðir hennar. í dag hljóma þessi smábamavein æ oftar á feðingardeildum sjúkrahúsa um víða veröld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.