Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Page 19
DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. 19 Menning Menning Menning Helgi Þorgils Friðjónsson - Stefnumót, oliumálverk. tveggja listamanna verði ævinlega heldur torráðnar þar sem þeir gera beinlínis í því að myndgera þversagnir og endurtaka sig helst ekki. Það sem hægt er að segja um' Helga er að honum hefur tekist að varðveita og beinlínis rækta með sér bláeyga, jafnvel bemska afstöðu til alls sem er. Ekkert er honum heilagt, allt getur skeð. I verkum hans erum við stödd í skringilegum Edensgarði þar sem ber- rassaðar manneskjur, jafnsaklausar og Adam og Eva, em sífellt að lenda í óþægilegri aðstöðu eða meiri háttar hremmingum. Listamaðurinn sjálfur leikur Guð almáttugan sem stendur til hliðar og leggur alls kyns þrautir á þessar mannskepnur sem hann hefur skapt. Þó erfitt sé að fjölyrða nánar um tildrög og tilurð margra þessara verka er hægt að segja sitt af hverju um vinnubrögð málarans. Helgi hefur aldrei haft áhuga á fág- aðri málaralist. Honum hefur nægt að gera hugdettur sínar nógu skýrar og áþreifanlegar á striga eða blaði. En nú er meiri málarametnað að finna í verkum hans en áður, myndefn- ið hlítir oft klassískum reglum um massa í rými, litir eru kænlega sam- stilltir. Fílingur Kristinn Guðbrandur er mesta ráð- gáta þeirra þremenninga og sá sem kemur mest á óvart með skúlptúrum sínum. Hann hefur í viðtölum sagst vera að draga upp myndir af tilfinningum eða „fíling“. Hann teiknar sínar eigin útgáfúr af banölum auglýsinga- og fréttaljós- myndum, endurgerir ýmis „vinsæl“ mótíf í klossuðum teiknistil, málar risastórar „landslagsmyndir tilfinn- inganna" - og gerir tilfyndna skúlp- túra. 011 eru þessi verk einkennilega ásækin, einkum þó hin þrívíðu, jafnvel þótt maður sé ekki alveg með á nótun- um. En það sem er kannski mest heill- andi við verk hans er hvemig þau vega salt milli heimsmennsku og sveitarómantíkur, grafalvöru og kerskni, fúsks og fágunar. Slík jafnvægiskúnst er næsta sjald- séð. Daði heldur svipuðum kúrs og á undanfomum misserum, lætur gamm- inn geisa í skrautlegri pensilskrift. Út af fyrir sig er það áræðni af honum að leyfa eðlilegri skrautfíkni sinni að njóta sín - listamenn gera of mikið að því að bæla hana niður - en eftir skoðun tæplega fimmtíu verka, sem öll ganga út á yfirborðsskraut, líður áhorfandanum eins og eftir kappát á páskaeggjum. -ai sé Sérverslun með SKRIFSTOFUHÚSGOGNI A. GUÐMUNDSSON ~ 9 4 Sími 731 00 „Allt fyrir kylfinga“ Ódýr golfsett með poka Barna og unglingasett, kr. 5.450,- Fullorðinssett, kr. 5.950,- Golfboltar, kr. 50,- og 80,- Hanskar/húfur. Glæsibæ - Sími 82922. Æfinganet, tilvalið í garðinn, kr. 6.800,- Golfpokar í úrvali, verð frá 1.000,- til 4.600,- Gönguskór í úrvali GLÆSIBÆ Simi 82922 LETTIR - ÞÆGILEGIR - VATNSHELDIR BÍLATORG Til sölu Ford Bronco torfærutröll með öllum útbúnaði fyrir fjallaferðir. BÍLATORG NÓATÚN 2 - SÍMI621033 TILKYNNING UM LÓÐAHREINSUN í REYKJAVÍK V0RIÐ 1986 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar er lóðar- eigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir sem óska eftir sorptunnum, hreinsun eða brott- flutningi á rusli á sinn kostnað tilkynni það í síma 18000. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóðum hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Meistaravelli, Vatnsmýrarveg (gamla Laufásveginn), Grensásveg, Kleppsveg, við Súðarvog, Stekkjarbakka, Rofabæ og Breiðholtsbraut. Eigendur og umráðamenn óskráðra, umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á göt- um, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borg- inni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma en síðan fluttir á sorphauga. Úr- gang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: mánudaga-föstudaga kl. 08-21 laugardaga kl. 08-20 sunnudaga kl. 10-18 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Hreinsunardeild.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.