Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Síða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Það var mikil viðhöfn í Frankfurt þegar dregið var í riðla í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu 1986-1988. Drættinum var sjónvarpað beint til fjölmargra landa. Island lenti - að allra áliti i erfiðasta riðlinum, þeim þriðja, ásamt Evrópumeisturum Frakklands, Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi og Noregi. í september leika Evrópumeistararnir við ísland á Laugardalsvellinum, þann tíunda, og Sovétríkin einnig, 24. september. í októberlok verður leikið við Aust- ur-Þýskaland ytra. Myndirnar að ofan voru teknar þegar dregið var. Ellert Schram, formaður KSÍ, og varaforseti UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, við háborðið og það sést betur á litlu myndinni í vinstra horninu. Ellert fyrir miðju, þriðji frá hægri. Barcelona í úrslvt eftir vítaspymukeppni: Leikmenn Gautaborgar mis- notuðu tvö síðustu vftin Urslit Evrópu- leikjanna Úrslit urðu þessi á Evrópumótun- um þremur í knattspyrnu í gær- kvöldi: Evrópukeppni meistaraliöa í Búkarest: Steaua (Rúmeníu)- Anderlecht (Belgíu) 3-0 (2—0). Mörk Steaua: Victor Piturca 4. og 72. mín- útu, Gavrilla Balini 23. mín. Steaua sigraði, samtals 3-1. Ahorfendur 30 þúsund. í Barcelona: Barcelona (Spáni)- Gautaborg (Svíþjóð) 3-0 (1-0). Barce- lona vann 5-4 á vítaspyrnum. Mörk Barcelona: Pichi Alonso 9., 63. og 70. mínúta. Áhorfendur 90 þúsund. Evrópukeppni bikarhafa I Krefeld: Bayer Uerdingen (V- Þýskalandi)-Atletico Madrid (Spáni) 2- 3 (0-2). Mörk Atletico: Rubio 16. mín, Gabrera 28. mín. og Prieto 58. mín. Mörk Uerdingen: Matthias Herget 55. mín og Lárus Guðmunds- son 64. mín. Atletico sigraði 4-2 samanlagt. Ahorfendur 25 þúsund. I Prag: Dukla Prag (Tékkóslóvak- íu)-Dynamo Kiev (Sovétríkjunum) 1-1 (0-0). Mark Dukla: Kriz 64. mín. Mark Dynamo: Belanov, víti, 71. mín. Dynamo vann samanlagt 4-1. Evrópukeppni félagsliða í Madrid: Real Madrid (Spáni>- Inter Milano (Ítalíu) 5-1 eftir fram- lengingu. (hálfl. 1-0. Eftir 90. mín. 3- 1) Mörk Real: Hugo Sanches 43. mín. víti, 75. mín. víti. Rafael Gor- dillo 64. mín., Carlos Santillana 92. mín. og 107. mín. Mark Inter: Liam Brady 65. mín. víti. Real vann 6-4 samanlagt. Áhorfendur 100 þúsund. í Waregem: Waregem (Belgíu)- Köln (V-Þýskalandi) 3-3 (0-2). Mörk Waregem: Dadi Mutombo 52. og 59. mín, Armin Goertz 79. mín. Mörk Köln: Klaus Allofs 26., 34. og 68. mín. Köln vann 7-3 samanlagt. Áhorfendur 15 þúsund. -fros Frá Atla Hilmarssyni, fréttamanni DV í Þýskalandi. „Atletico var betra liðið allan leik- inn en við brotnuðum eftir annað mark Spánverjanna. Við fengum þó mörg færi, sem ekki tókst að nýta, í leiknum,“ sagði Feldkamp, þjálfari Uerdingen, eftir að Atletico Madrid hafði slegið lið hans út í Evrópu- keppni bikarhafa í Krefeld í gær- kvöldi. Sigraði, 3-2, og því samanlagt 4-2. Lárus Guðmundsson skoraði síð- ara mark Uerdingen í gær. Fór síðan skömmu síðar af velli. Atli Eðvalds- son Iék allan leikinn. Byrjaði í vörninni en síðustu 25 mínúturnar Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV í Svíþjóð. Leikmenn IFK Gautaborg voru lék hann sem miðheiji. Spánska liðið lék mjög sterkan varnarleik og var stórhættulegt í skyndisóknum. Mikið um gróf brot, oft gífurleg harka. Atletico náði for- ustu á 16. mín. Rubio skoraði úr vítaspyrnu, sem dæmd var á Dámg- en, mjög klaufalegt hjá honum. Kastaði sér fram og kom við knöttinn með hendinni. Á 28. mín. komst At- letico í 2-0. Cabrera fékk knöttinn á miðju, lék upp og skoraði af stuttu færi. Þannig var staðan í hálfleik. í byrjun síðari hálfleiks átti Lárus skot í stöng áður en Herget minnk- aði muninn í 1-2 á 55. mín. Skoraði miklir klaufar að komast ekki í úr- slitaleikinn í Evrópubikarnum í Barcelona i gærkvöldi. Það þurfti beint úr aukaspyrnu af 20 metra færi. Það stóð ekki lengi, Prieto skoraði þriðja mark Atletico á 58. mín. Ná- kvæm eftirlíking af öðru marki liðsins. Skyndisókn. Á 64. mín. skor- aði Lárus eftir hornspyrnu. Mark- vörður Atletico missti knöttinn og Lárus var á réttum stað. Potaði knettinum í markið af stuttu færi. Hann fór skömmu síðar af velli. Nokkuð öruggur sigur hjá spánska liðinu. Þjálfari Bayer Uerdingen vildi alls ekki kenna þreytu hjá leik- mönnum sínum um tapið þótt þeir hafi þurft að leika mikið að undan- fömu. hsím vítaspyrnukeppni til að fá úrslit og Gautaborg komst í 4-2 í vítunum. Hins vegar misnotuðu þeir tvö síð- ustu vítin og Barcelona stóð uppi sem sigurvegari i lokin, 5-4, í vítakeppn- inni. Hvort félag fékk sex vítaskot, jafnt eftir fimm fyrstu spyrnurnar. Leikmenn sænska liðsins tóku vítaspyrnurnar á undan. Skoruðu úr þremur fyrstu en Carrasco misnotaði þriðja víti Barcelona. Grét mikið. Síðan skoraði Stig Fredriksson fyrir Gautaborg, 4-2. Barcelona skoraði en markvörður liðsins varði svo frá Roland Nilsson, slakt skot. Barcel- ona jafnaði í 4-4 og áfram var haldið. Norðmaðurinn Mort, nýliði hjá Gautaborg, spymti yfir markið en Victor skoraði fyrir Barcelona og fögnuður á leikvanginum var hreint ótrúlegur. Barcelona leikur til úr- slita við Steaua í Sevilla 7. maí. Leikmenn Gautaborgar voru hræddir fyrir leikinn. Miðvörðurinn sterki, Hysen, gat ekki leikið og mynduðust oft geigvænleg göt í vörn Gautaborgarliðsins. Það nýtti Pichi Alonso sér vel. Skoraði þrisvar fyrir Barcelona í vengjulegum leiktíma. Fyrst á 9. mín. Þriðja markið á 70. mín. Gautaborg skoraði mark í leiknum, sem dómarinn dæmdi fyrst gilt. Leikmenn Barcelona mótmæltu ákaft. Dómarinn fór þá og ræddi við línuvörð og eftir rúma mínútu var markið dæmt af. Línuvörðurinn hafði sett upp flagg sitt, síðan strax tekið það niður. Þetta var mikið áfall fyrir leikmenn Gautaborgar. Þeir höfðu sigrað, 3-0, í Gautaborg og því þurfti að framlengja. Ekkert mark skorað þá og lokin gífurlega spennandi í vítakeppninni. Bernd Schúster lék með Barcelona þó fyrir leikinn væri gefið í skyn að hann mundi ekki leika. Hins vegar gat Skotinn Steve Archibald ekki leikið vegna meiðsla. 25 ár eru frá því Barc- elona lék í úrslitum Evrópubikars- ins. Tapaði í úrslitum i Bern 1961 fyrir Benfica, 3-2. hsím Nýr þjátfari hjá Þór Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni DV á Akureyri. Gunnlaugur Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Þórs i knattspyrnunni í stað Guðmundar Svanssonar, sem hætt hefur störfum. Guðmundur hefur þjálfað kvennalið- i ið undanfarin ár. Gunnlaugur hefur áður verið þjálfari hjá KA i yngri flokkunum. hsím Lárus skoraði þegar Bayer Uerdingen féll - tapaði á heimavelli fyrir Atletico Madrid UVERPOOL A T0PPINN A NY Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV á Englandi. „Leikmönnum Liverpool heppnað- ist það sem þeir komu hingað til að gera. Skora snemma leiks og leika síðan sterkan varnarleik. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa,“ sagði Brian Butler, fréttamaður BBC, eftir að Liverpool hafði skotist á topp 1. deildarinnar ensku á ný eftir sigur á gervigrasinu í Luton, 0-1. Eina mark leiksins skoraði Craig Johnston á 17. mín. eftir undirbúning Dalglish og mistök í vörn Luton. Luton sótti mun meira en tókst varla að skapa sér færi. Þó átti Steve Foster skot í þverslá marks Liverpool. Við þennan sigur í gærkvöldi komst Liverpool í efsta sætið. Hefur 76 stig eins og Everton en með betri markamun. Everton hefur leikið ein- um leik minna. Loks fór Man. Utd að skora á ný, sigraði Newcastle, 2-4, í Newcastle. Bryan Robson skoraði fyrsta markið á 3. mín úr vítaspyrnu eftir að Stapleton hafði verið felldur. Staple- ton var þó ekki miðherji heldur framvörður. Colin Gibson miðherji með Hughes en Gibson slasaðist í leiknum og kom Daninn Sivebæk í hans stað. Hughes skoraði annað mark Un- ited. Síðan minnkaði Ian Stewart muninn í 1-2. Þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik komst liðið í 1-4. Hughes og Whiteside skoruðu en undir lokin skoraði Cunningham frábært mark fyrir Newcastle. • Aston Villa er að komast af mesta hættusvæðinu. Sigraði Ips- wich, 1-0, á Villa Park. Steve Hodge skoraði eina mark leiksins. Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni DV á Akureyri. Ómar Guðmundsson markvörður mun leika með KS á ný í sumar, verð- • Sheff.Wed. vann öruggan sigur á Arsenal á Hillsborough, 2-0. Ster- land og Shutt skoruðu mörkin. Þá vann Tottenham Birmingham á White Hart Lane, 1-0. Mark Falco skoraði. • í skosku úrvalsdeildinni tapaði Aberdeen enn á heimavelli. Nú fyrir Dundee Utd, 0—1. hsíiti ur markvörður Siglfirðinga í 2. deildinni. Ómar var hjá Þór hér á Akureyri sl. sumar og lék tvo leiki með liðinu í 1. deildinni. hsím ÍBR_________________________KRR REYKJAVIKU R M ÚT MEISTARAFLOKKUR i kvöld kl. 20.30 FYLKIR - ÞRÓTTUR Á GERVIGRASINU I LAUGARDAL Ómar markvörður með KS á ný

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.