Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 40
 Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju um firétt - hxingdu þá í síma 687858. Fyrix hvert firéttaskot, sem bixtist eða er notað í DV, gxeiðast 1.000 krónux. Fyrir besta fxéttaskotið í s? I fio ★7Í ^8 | m í UO hvexxi viku gxeiðast 3.000 krónux. Fullxax nafiileyndax ex gætt. Frjálst,óháð dagblað 1 ■ Við tökum við fréttaskotum allan sólaxhxinginn. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. Okurmálið: Átta samstarfs- menn kærðir Átta mönnum var síðastliðinn mánudag birt ákæra í Sakadómi Reykjavikur vegna meints okurs. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa alls 22 sinnum veitt Hermanni Björg- vinssyni lán og tekið 75,5 prósent ársvexti í stað 18,5 sem voru lögleyfð- ir. Fyrir bragðið fengu þeir til skipt- anna samtals 663 þúsund krónur umfiram lögleyfða vexti. Þá eru tveir ''""’fúannanna sérstaklega ákærðir fyrir að hafa tekið hærri vexti en fyrr var greint frá. Ákærðu, sem eru samstarfsmenn hjá Flugleiðum, veittu Hermanni Björg- vinssyni lánin úr sameiginlegum sjóði sínum og deildu hagnaðinum. Þeir heita: Sverrir Jónsson, Karl Friðrik Schi- öth, Einar Helgason, Steindór Reynir Jónsson, Viggó Einarsson, Ásgeir Guðmundur Samúelsson, Birgir Ólafs- son og Páll Þorsteinsson. -EIR Kjötmálið: Rannsókn framkvæmd með leynd „Það verður ekki upplýst hvemig við í samvinnu við aðra aðila ætlum að rannsaka kýrkjötssölu í búðum. Við reiknum með að hægt verði að komast til botns í málinu og munum beita ákveðnum aðferðum við það sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Fólk í landinu hefur sannarlega tekið eftir umræðunni um ólöglega sölu á kýrkjöti. Það er alltaf verið að hringja til okkar og á hinum ýmsu fúndum víðsvegar um landið kemur þetta umræðuefhi upp. Það er mikið þrýst á að málið verði upplýst," sagði Jóhannes. -KB Geriö uerösamanburö og pantiö úr Borgin kaupir hijómflutningskerfi: TÆKIN KOSTA „Sú staðreynd lá fyrir að ekki hefði verið hægt að flytja dagskrá hátíðar- haldanna, sem stendur til að flytja á afmælisdegi borgarinnar 18. ágúst. nema almennilegt hljómflutnigskei-fí væri til." sagði Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri íþrótta- og töm- stundaráðs borgarinnar og starfs- maður afinælisnefhdarinnar. „Það eru til gömul tæki sem ískrar og vælir í. Þau eru í raun ónothæf. Það var því ákveðið að kaupa góð tæki. Búið er að ganga frá kaupum á tækjakerfi af bresku fyrirtæki sem hannaði það sérstaklega fyrir okkur. Kerfið kostar um 10 milljónir. Það er hægt að nota þetta tækjakerfi í ýmsum tilgangi, bæði innan dyra og utan, á popphljómleikum, útifúndum. og þess háttai4. Við vonumst til að kerfið verið komið til landsins fyrir jxipphátíð Listahátíðar, sem haldin verður 16. og 17. júní,“ sagði Ómar. Er þetta ekki óttaleg sóun á jien- ingum borgarinnar? „Sjálfsagt finnst mörgum þetta peningasóun, en kaup á slíku kerfi eru búin að vera til umfjöllunar lengi. Við erum ekki að kaupa ein- hvem lager af tækjum, heldur sérstaklega hannað keifi fyrir okk- ur, sem nýtast mun í ýmsum tilgangi í framtfðinni. Við munum ekki sitja á kerfinu, ætlunin er að leigja það út til aðila sem þurfa á svona tækjum að halda. Það má einnig geta þess að ýmsar erlendar hljómsveitir, sem koma hingað á Listahátíð, koma vegna þess að hljómflutningskerfi verður til fyrir þær. _kB Helgi Þór Jónsson, lengst til hægri, hóf fund með stjórn Arnarflugs klukkan níu í morgun. Aðrir á mynd- ini eru Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambandsins, Haukur Björnsson, stjórnarformaður Arnarflugs, og Agnar Friðriksson framkvæmdastjóri. Dv-myna kae. Beðið eftir að Heigi Þór sýni spilin Helgi Þór Jónsson, sem óvænt keypti 44 prósent hlut Flugleiða í Amarflugi í gær, settist á sinn annan fúnd með stjórn Amarflugs klukkan níu í morgun. Brennandi spurningar verða lagðar fyrir hann, svo sem hvort hann ætli að leggja fram fjár- magn til lausnar vanda Amarflugs. Helgi Þór hefur reyndar sagt að hann telji vanda Arnarflugs ekki eins mikinn og af er látið. Kveðst hann hafa mikla trú á framtíð félags- ins. Ástæðuna fyrir kaupunum hefur hann meðal annars sagt vera þá að tryggja hóteli því, sem hann er að reisa í Hveragerði, erlenda við- skiptavini. Með Helga Þór fóm á fundinn í morgun þeir Pétur Þór Sigurðsson og Þorsteinn Guðnason hjá Fjárfest- ingarfélaginu. Tilboð aðilanna níu í nýtt 60 millj- óna króna hlutafé rann út á hádegi í gær. Ekki er þó talið að þeir séu endanlega úr myndinni. Þeir bíða eftir því að Helgi Þór leggi spil sín á borðið. Allir stærstu hluthafar Amarflugs, nema Flugleiðir, höfðu í gærmorgun lýst sig reiðubúna til að selja níu- menningunum hlutabréf sín fyrir tíu prósent af nafnvirði. -KMU Veðrið á morgun: Kólnandi veð- ur og enn bið eftir vorkomunni Á morgun er spáð austlægri átt, víðast fjórum til 6 vindstigum með snjókomu eða slyddu á norðanverðu landinu. Á sunnanverðu landinu verður hæg, breytileg átt frameftir degi en síðan austan eða norðaustan kaldi og skýjað með köflum. Veður fer heldur kólnandi þannig að útlit er fyrir að vorið láti enn bíða eftir sér þótt sumardagurinn fyrsti sé í næstu viku. -A.Bj. Soífari AK 70 tek- inn á frið- uðu svæði Varðskipið Týr stóð 149 tonna bát, Sólfara AK 70 frá Akranesi, að ólög- legum veiðum á Breiðafirði. Báturinn var á þorskanetum um 0,8 sjómílur fyrir innan línu á friðuðu hólfi á Breiðafirði. Týr kom með bátinn til Reykjavíkur í gær og hófu menn frá rannsóknarlögreglu ríkisins þá strax rannsókn. Sólfari AK 70 var með 20 tonna afla þegar báturinn var tekinn og færður til hafnar. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.