Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 8
8 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál Skaftafell eða - gönguferðir, Um næstu helgi rennur upp fyrsta ferðahelgi sumarsins og munum við af því tilefni fjalla um ferðalög innan- lands. í Ferðafélagi íslands eru 8.200 félag- ar sem dreifðir eru um allt land og tilheyra 10 minni félögum sem aðilar eru að Ferðafélagi Islands. Um þessa hvítasunnuhelgi verður farið í 6 ferðir á vegum félagsins hér á höfðuborgar- svæðinu og hefjast þær allar á fóstu- dagsmorgni og komið verður heim á mánudegi, 19. maí. 1) Ferð á Öræfajökul og gengið á Hvannadalshnjúk. I þessari ferð verð- ur gist í tjöldum og þátttakendur verða því að hafa með sér góðan viðleguút- búnað. 2) Ferð í Skaftafell og farið í göngu- ferðir um þjóðgarðinn. I þessari ferð verður einnig gist í tjöldum. 3) Þórsmerkurferð. I þessari ferð verð- ur gist í Skagfjörðsskála, sæluhúsi Ferðafélagsins. 4) Ferð á Snæfellsnes og gengið á Snæfellsjökul. Gist verður á Amar- stapa og farin hringferð með viðkomu á Hellissandi, Malarrifi og fleiri stöð- um. 5) Ferð í Landmannalaugar. Þessi ferð er þó með þeim fyrirvara að hægt verði að komast stærstan hluta Ieiðarinnar á bíl. Ef það reynist fært verður gist í sæluhúsi félagsins. 6) Ferð í Skagafjörð og farið verður út í Drangey og Málmey. Gist verður í svefnpokaplássi á Sauðárkróki og famar skoðunarferðir um Skagafjörð. Ferðimar munu kosta 3000 krónur fyrir félaga, en 3.300 fyrir utanfélags- fólk. Skagafjarðarferðin verður þó um 1.000 krónum dýrari. Á vegum Ferðafélags Akureyrar verður farið í dagsferð laugardaginn 17. maí og verður gengið á Vatna- hjalla í Eyjafirði. Kostnaður verður á bilinu 100-200 krónur. Ferðafélag Ak- ureyrar kemur fram með nýjung í starfsemi sinni í sumar því ráðgerð er 8 daga ferð til Færeyja dagana 19. -26. júní. Keyrt verður frá Ákureyri til Seyðisfjarðar og farið með bílinn í Norrænu til Færeyja þar sem famar verða skoðunarferðir um eyjamar. Verð verður á bilinu 15.000 til 17.000 kr. og em í því innifaldar ferðir, gist- ing og morgunverður. Starfsemi ferðafélaga hefur eflst mjög hin síðustu ár og sífellt em fleiri sem taka þátt í skipulögðum ferðum félaganna, hvort sem er að sumri eða vetri. Kostnaði er yfirleitt stillt í hóf og menn þurfa ekki að vera þraut- reyndir göngu- eða fjallamenn til að vera með því sá síðasti er ávallt látinn ráða gönguhraðanum. -S.Konn. útMst og siglingar Sumarhús um altt land Stéttarfélög og launþegafélög hafa á undanfömum árum komið sér upp sumaibústaðaþyrpingum víða um land. Þangað geta félagsmenn leitað í sumarleyfum og einnig um helgar annan tíma ársins. En þeir sem ekki em í slíkum félags- skap vilja kannski einnig komast í sumarhús og geta þeir þá leitað til Ferðaþjónustu bænda sem hefur á sín- um snærum hús um allt land. „Það fylgir allur búnaður, einnig rúmföt. Fólk gengur bara inn og fær allt nema matinn. Bóndinn vill taka vel á móti fólkinu og býður upp á ýmislegt eins og veiði, hestaleigu og bátaleigu svo eitthvað sé nefht,“ sagði Oddný Björgvinsdóttir hjá Ferðaþjón- ustu bænda í samtali við DV. Um er að ræða sérhús, bæði sumar- bústaði og einnig eldri hús sem gerð hafa verið upp. Nefna má Húsafell, Kvemá í Grundarfirði og Ytri Tungu, Staðarsveit, Skálavík skammt frá Bol- ungarvík, Hnausa í Þingi, Vatnið, Þórðarströnd, Hraun í Fljótum, Syðri Haga, Árskógsströnd, Bláhvamm milli Húsavíkur og Mývatns, Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri, Skipalæk á Egils- stöðum, Bemfjörð, Brunnhól skammt frá Höfn í Homafirði, Sólheimum, en bóndinn þar býður upp á vélsleðaferð upp á Mýrdalsjökul. Þá er gistiaða- staða í sumarhúsi í Þrastarskógi og við mynni Þjórsár í Fljótshólum svo nefhdir séu flestir staðimir á landinu. Gisting kostar 9.500 kr. fyrir 3-5 manns í viku og 11.500 kr. fyrir 6-10 manns. Enn er hægt að fá gistingu um hvítasunnuna og kostar gisting þá um 1300 kr. á hús yfir sólahringinn. Þá er víða boðið upp á svefnpoka- pláss þar sem einnig er eldunar- og baðaðstaða og kostar það 350 kr. Loks er eftir að geta um gistingu á bónda- bæjum sem kostar 1500 kr. á sólahring fyrir manninn og það með fúllu fæði. Þessi starfsemi hefur öll mælst mjög vel fyrir og í fyrra var um helmingur gerstanna íslendingar. Nánari upplýsingar veitir Ferða- þjónusta bænda í síma 19200. -A.Bj. Ferðir tilSovét aftur- kallaðar afótta við geisla- virkni Ferðamenn hafa unnvörpum afl- urkallaðar pantaðar ferðir til Sovétríkjanna af hræðslu við geislavirkni eflir kjamorkuslysið í Chemobyl. Flestar em afpantan- imar hjá finnsku ferðaskrifstof- unni Finsov. f síðustu viku vom það nær eingöngu afþantanir sem komu upp á borð ferðaskrifstof- unnar. Þá hafa um 50% af bókuðum ferðum til vinsælla ferðamannastaða á Krímskaga hafa verið afturkallaðar eftir kjamorkuslysið, segir í frétt frá Eleutersfréttastofunni. Árið 1985 heimsóttu 330 þúsund Finnar Sovétríkin, en vinsælustu staðimir vom Moskva, Leningrad og Eystrasaltslöndin. Tjæreborg í Danmörku aflýsti öllum ferðum til Moskvu og Len- ingrad í sumar vega hættu á geislavirkni. Aðrar danskar ferða- skrifstofur hafa einnig afturkallað ferðir til Sovétríkjanna og Austur Evrópu Þeir sem ekki eiga aðgang að sumarhúsum á vegum stéttarfélaga eiga nú aðgang að sumarhúsum sem leigð em út á vegum Ferðaþjónustu bænda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.