Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Qupperneq 16
16 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Dirty Dozen Brass Band beint frá New Orleans Skrúðgöngumarsar með sveiflu Það er ekkert lát á stóratburðum á jasssviðinu hér á landi því sífellt fleiri merkisberar jasstónlistar láta svo lítið að staldra við hér á landi á ferðalögum sínum um heiminn. Dag- ana 11. til 15. maí mun ein merkileg- asta jasslúðrasveit heirns dvelja hér á landi í boði Jazzvakningar og Jazz- klúbbs Akureyrar fyrir milligöngu Menningarstofnunar Bandaríkj- anna. Sveitin kallast Dirty Dozen Brass Band og kemur frá New Or- leans, sjálfri vöggu jassins. Hljóm- sveitin mun halda tónleika í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudag- inn 12. maí og í Broadway í Reykja- vík miðvikudaginn 14. maí. Fæðingarborg jassins Það er alkunna að jassinn á djúpar rætur í New Orleans. Án þess að hægt sé að færa sönnur á það er því jafnan haldið fram að hann sé í raun réttri upprunninn í New Orleans þar sem lúðrasveitir blakkra léku jarðar- farar- og skrúðgöngumúsík sína á strætum úti. Þessi tónlistarhefð hef- ur haldist í New Orleans svo til óbreytt í u.þ.b. 90 ár og upp úr þessu umhverfi spratt sjálfur Louis Arm- strong. í seinni tíð hefur annar ágætur trompetleikari frá New Or- leans heillað jassgeggjara um allan heim, nefnilega hinn ungi Wynton Marsalis. Þessi ungi blásari er ein- mitt af kynslóð new-orleanskra hljófæraleikara sem standa með ann- an fótinn í gömlu lúðrasveitahefð- inni og hinn fótinn í nútímanum. Meðlimir Dirty Dozen Brass Band eru flestir á svipuðum aldri og Wyn- ton Marsalis. Strákar sem byrjuðu að blása í kazoo-flautur árið 1977 um leið og þeir eltu einhverja hinna rót- grónu lúðrasveita sem marseraði um götur og stræti borgarinnar. En fljót- lega bættust fleiri tónlistarmenn í hópinn og fyrr en varði var Dirty Dozen hópurinn vaxinn úr þriggja manna kazoo-blásarasveit í átta manna lúðrasveit. Hljóðfæraskipan- in var að hætti gömlu sveitanna: tveir trompetar, bassatromma, sner- .iltromma, túba, básúna og síðan tveir saxófónar. Eitthvað hljómaði tónlist þeirra öðruvísi en gömlu mennimir áttu að venjast. Strákarnir átta í Dirty Dozen leyfðu sér að blanda einstaka bebop-lögum inn á milli gömlu jarðarfararsöngvanna, mars- anna og gleðisöngvanna. Og gömlu mennirnir sögðu jafnan. Nei, þetta er ekki hægt að leyfa sér að gera. Þið brjótið hefðina." En fólkið sætti sig fullkomlega við þessi nýju lög og marseraði í takt við hljómfallið. Hefðin brotin Dirty Dozen Brass Band gengur lengra en gert hefur verið um nokk- urra áratuga skeið í New Orleans. Þeir sveigja gömlu hefðina að nútím- anum og þess vegna hafa þeir náð að opna eyru fólks um allan heim fyrir þessari gamalgrónu tónlist. Þeir benda réttilega á að þegar fyrstu New Orleans hljómsveitimar vom að leika jarðarfararmarsana eða á. dansleikjum, í erfidrykkjum og þess háttar samkomum, fyrir nærri því einni öld, var sífellt verið að brjótá hefðimar. Menn eins og Buddy Bold- en, King Oliver og Louis Armstrong bættu allir einhverju nýju við hið gamla. Það sem var nýtt þá er orðið hefðbundið í dag. Þessir frumkvöðlar voru að þróa nýja tegund tónlistar, sem þótti heldur betur byltingar- kennd í eyrum hvítra manna. Þess vegna er hið nýja líf sem Dirty Dozen Brass bandið hefur blásið í tónlist- ina, og þó sérstaklega gamla formið, eins og vítamínsprauta. Nýir straumar Dirty Dozen notar áhrif frá Miles Davis, Thelonious Monk, Duke Ell- ington, Charlie Parker og jafnvel Michael Jackson til að fríska upp á tónlistina. Það má greina fönkáhrif, avant-garde blæ, rythmablúshljóm, og þó ef til vill einna helst afrísk taktáhrif, í söngvum Dirty Dosen sveitarinnar. Allt er þetta gert með þeim hætti að New Orleans blærinn er ríkjandi en ferskir vindar blása sterklega um tónana. Tónlistin er lifandi. Dirty Dozen er ekki að herma eftir gömlu mönnunum. Þetta er lif- andi sveit sem leikur lifandi tónlist. Takturinn er kannski dálítið hraðari en hann var í gamla daga. En þess ber að gæta að nú eru hljóðfærin betri, kunnáttan meiri og yfirferðin þess vegna í samræmi við það. Við lifum á tímum meiri hraða og það kemur ósjálfrátt fram í tónlist vorra tíma. Allt þetta skynja strákamir í Dirty Dozen Brass Band. 8 manna sveit En stöldrum nú við og skoðum fyr- irbærið Dirty Dozen Brass Band nánar. Þetta er átta manna sveit þrátt fyrir að nafnið gefi til kynna að hún rúmi 12 manns. Svo er ekki. Nafnið er runnið frá Dirty Dozen Social And Pleasure Club sem þeir voru og eru meðlimir í. Fyrstu með- limimir vom hinn 32 ára bassa- trommuleikari Benny Jones, sem fékk til liðs við sig tvo vini sína, hinn tvítuga Charles Joseph, sem var í rauninni básúnuleikari, og yngri bróður hans, hinn 16 ára Kirk Joseph sem lék á túbu. Það vom fyrst og fremst kazoo-flauturnar sem þeir notuðust við er þeir léku í skrúð- göngum og garðveislum ýmiss konar. Skömmu síðar bættist barítónleikar- inn Roger Lewis við sem starfað hafði lengi vel með Fats Domino. Enn stækkaði sveitin þegar trompet- leikarinn Gregory Davis gekk til liðs við þá og nú var kazoo-flautunum pakkað niður og tekið til við að leika alvörutónlist á ekta hljóðfæri. Enn átti sveitin eftir að stækka eftir að alvaran tók við og trompetleikarinn Efrem Towns bættist í hópinn. Ekki varð þó Dirty Dozen Brass Band full- skipað fyrr en tenórsaxófónistinn Kevin Harrís og sneriltrommuleik- arinn Jennell Marshall höfðu form- lega gengið til liðs við hina sex. Ein breyting varð síðan þegar stofhand- inn Benny Jones hætti og Paul Batiste tók við bassatrommunni. Nú tóku menn sig alvarlega og æfðu hefðbundna New Orleans tónlist í bland við ýmiss konar bebop-slagara, auk þess sem einstaka frumsömdu lagi var skotið inn í dagskrána. Dirty Dozen bandið fór að leika reglulega fyrir dansi á hinni vafasömu Glass House búllu þar sem slagsmál voru daglegt brauð. Fljótlega barst orð- rómurinn út og hvítir jassgeggjarar fóru að venja komur sínar í Gler- húsið og þá slípaðist framkoma fastagestanna nokkuð. Svo löng saga sé gerð stutt þá var sveitinni boðið að leika á Kool-jasshátíðinni árið 1984 og eftir það barst nafn sveitar- innar með vindinum um jassheiminn. Af götunni í hljómleikahallir Dirty Dozen Brass Band er svo til hætt að leika í skrúðgöngum og jarð- arförum enda lítið upp úr því að hafa. Þar að auki er hljómsveitin ákaflega eftirsótt til hljómleikahalds víða um heim. Þessi merkilegi oktett hefur gefið út eina stóra plötu sem kallast Feet Can’t Fail Me Now eftir samnefndu lagi þeirra félaga. Þetta lag er eins konar vörumerki sveitar- innar. Það er tilgangur Dirty Dozen Brass Band að skemmta fólki með tónlist sinni. Eins og nafnið á fyrir- greindu lagi gefur til kynna ætlast þeir til að tónlistin hlaupi beinustu leið í fætur þeirra sem á hana hlýða. Þeir sem kjósa fremur að hlusta og sitja með stóískan rósemdarsvip á andlitinu ættu að geta notið tónlistar Dirty Dozen Brass bandsins til jafns við þá sem fremur kjósa að hreyfa sig í takt við hljómfallið. Ýlfrandi stuð Það má a.m.k. gera ráð fyrir að allt verði vitlaust í Alþýðuhúsinu á Akureyri og í Broadway þegar þessi stórmerka lúðrasveit blæs af lífs og sálar kröftum þá tónlist sem varð- veist hefur í New Orleans, fæðingar- borg Louis Armstrong og jassins í heila öld. Það er ekki nema tæpur mánuður sína New Orleans-búinn Fats Domino gaf íslendingum færi á að kynnast rythmablúsnum eins og hann gerist bestur í New Orleans. Nú fær fólk tækifæri til að heyra þá tónlist sem hleypti þessu öllu af stað og hvemig hún hefur þróast í hönd- um Dirty Dozen lúðraflokksins. -jg Dirty Dozen Brass Band: Roger Lewis, Kirk Joseph, Efrem Towns, Greg Tate, Charles Joseph Jennell Marshall, Lionel Batiste og Kevin Harris.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.