Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986.
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Samstarf A-flokkanna eftír kosningar?
Nánara samstarf fram
að Alþingiskosningum
•skiptar skoðanir um kosningabandalag
í ljósi þess að A-flokkamir unnu á
í kosningunum er ekki óeðlilegt að
þessir tveir flokkar hugsi gott til
glóðarinnar í næstu kosningum; Al-
þingiskosningunum. Skemmst er
þess að minnast að ó síðasta aðal-
fundi verkalýðsfélagsins Dagsbrún-
ar var samþykkt áskorun til þessara
tveggja flokka um að íhuga alvar-
lega kosningabandalag fyrir Alþing-
iskosningamar.
„Ég tel fráleitt að þessir tveir
flokkar fari í kosningabandalag
núna. Hins vegar held ég að það sé
nauðsynlegt að þessir flokkar reyni
að eiga samleið um einhverja póli-
tíska valkosti sem grundvallast á
félagshyggjunni," sagði Össur
Skarphéðinssson, ritstjóri Þjóðvilj-
ans, er hann var spurður um hvort
þessir flokkar ættu að stofna kosn-
ingabandalag. Starfsbróðir hans,
Ámi Gunnarsson ritsjóri Alþýðu-
blaðsins, vill ekki tjá sig um þetta
mál.
„En ég hef ekki farið leynt með
þá skoðun að jafriaðarmenn og
verkalýðssinnar eigi að hafa miklu
nánara samstarf í þeim tilgangi að
auka styrk verkalýðshreyfingarinn-
ar og jafnaðarstefinunnar sem ég tel
reyndar vera tvær greinar á sama
meiði,“ segir Ámi.
Kjósendur vilja samstarf
„Mér finnast úrslit kosninganna
benda til þess að kjósendur vilji slíkt
samstarf. Þessir tveir flokkar vinna
á nánast alls staðar. Það er því mik-
ilvægt að menn setjist niður hver í
sínum flokki og ræði þessi mál,“ seg-
ir Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Dagsbrúnar, sem hefúr verið
einn helsti hvatamaður samstarfs
A- flokkanna í næstu kosningum.
Þröstur bendir reyndar á að þessir
Fréttaljós
Arnar Páll Hauksson
flokkar hafi verið í skotgröfum ó
ýmsum sviðum og einnig að hreppa-
pólitík gæti hindrað samstarf sem
þetta.
Sighvatur Björgvinsson, fyrrver-
andi þingmaður Alþýðuflokksins og
ráðherra, bendir einnig á þetta. „Það
eru enn mörg mál óútkljáð milli
þessara flokka. Ástæðan fyrir því að
þessir flokkar em tveir er einmitt
klofhingur í afstöðunni til lýðræðis-
legra vinnubragða," segir Sighvatur.
Hann segir að annars vegar sé lýð-
ræðisjafhaðarstefna og svo kom-
múnismi. Og innan -Alþýðubanda-
lagsins hafi menn ekki enn gert það
upp við sig hvorri stefnunni eigi að
fylgja. „Þeir vilja bæði sleppa og
halda,“ segir Sighvatur.
Pólitískt tómarúm
Össur Skarphéðinsson segir að eft-
ir þessar kosningar hafi myndast
pólitískt tómarúm þar sem frjáls-
hyggjan sé ó undanhaldi. Kosning-
amar sýni að mikil eftirspum sé eftir
einhverju nýju. „Nú er því gmnd-
völlur fyrir Á-flokkana að setja fram
grundaðan félagshyggjuvalkost. Og
það er nauðsynlegt að þessir flokkar
ræði málin en það er algerlega út í
hött að ræða kosningabandalag á
þessari stundu," segir Össur.
Sighvatur Björgvinsson tekur í
sama streng. „Mér finnst ekki koma
til greina að ræða kosningabandalag
við þessar aðstæður. Samt er nauð-
synlegt að íhuga nánara samstarf.
Til dæmis á sviði launamála. Hann
nefhir hugmynd um að setja lög um
lágmarkslaun eins og gert hefur ver-
ið í Frakklandi og Bandaríkjunum.
Það sé mikilvægt fyrir þessa flokka
að koma sér saman um stefhu sem
getur útrýmt því launamisrétti sem
ríkir.
Skiptar skoðanir
Af þessu má ráða að mjög skiptar
skoðanir em um hvort A- flokkamir
eigi að fara út í kosningabandalag.
Hins vegar virðast flestir vera sam-
móla um að þessir flokkar eigi að
stefha að auknu samstarfi á ýmsum
sviðum.
APH
Er ráðherrastóll á næsta leiti hjá Svavari Gestssyni?
Pólitísk bylting
í Bolungarvík
Bolungamkursamningamir ekki kosningamál
Kosningar 14. júní:
Kosið í 162 hreppum
Bolvíkingar lifa nú breytta tfma í
bæjarmálapólitíkinni. Forysta Sjálf-
stæðisflokksins er ekki lengur ótvi-
ræð, eins og hún hefur verið langa
lengi, og allt eins víst að Alþýðu-
bandalagið nái forystu í meirihluta
bæjarstjómar eftir kosningasigur.
Sá flokkur var einn í minnihluta síð-
asta kjörtímabil með einn fulltrúa. í
meirihluta vom Sjálfstæðisflokkur
með fjóra, Framsóknarflokkur með
tvo og jafiiaðarmenn og óháðir með
tvo. Samtals vom því níu í bæjar-
stjóm. Nú var bæjarfulltrúum fækkað
í sjö. Sjálfstæðisflokkurinn missti sæti
og hefur þijú og Framsóknarflokkur-
inn tapaði báðum sínum sætum.
Alþýðuflokkurinn bauð nú fram sér
og náði einu sæti og Óháðir héldu einu
sæti. Alþýðubandalagið bætti við sig
sæti og hefur tvö. Að auki var það
næstum búið að ná Sjálfstæðisflokkn-
um að atkvæðatölu, fékk 217 atkvæði
móti 224.1982 fékk Alþýðubandalagið
85 atkvæði en þá fékk Sjálfstæðis-
flokkurinn 282 atkvæði.
Alþýðubandalagið hefur nú forystu
um meirihlutaviðræður með Alþýðu-
flokki og Óháðum. Ekkert liggur fyrir
um hugsanlega meirihlutamyndun.
Samkvæmt heimildum DV er ekki úti-
lokað að Óháðir myndi meirihluta með
Sjálfstæðisflokknum og jalhvel Al-
þýðuflokknum en sjálfetæðismenn
hafa ekki haft samband við neinn um
viðræður fram að þessu.
En hvers vegna urðu þessar bylting-
arkenndu breytingar í bolvískri pólib
ík? Viðmælendur DV á staðnum voru
sammála um að svokallaðir Bolungar-
víkursamningar hefðu ekki verið
kosningamál í neinum skilningi. Sigur
Alþýðubandalagsins er rakinn til
þeirrar aðstöðu hans að vera einn í
minnihluta síðasta kjörtfmabil. „Al-
þýðubandalagið eitt pólitísku flok-
kanna þorði að segja að það vildi
breytingar hér og það gat gagnrýnt
margt í stjóm bæjarins, raunar valið
sér umræðuefrii í kosningabarát-
tunni,“ sagði Jón Guðbjartsson
bæjarfulltrúi Óháðra.
í samtali við Benedikt Kristjánsson,
sem skipaði efeta sæti á lista Fram-
sóknarflokksins, sagði hann efsta
mann á lista Alþýðubandalagsins hafa
beitt sér persónulega gegn sér og ein-
um forystumanna Sjálfetæðisflokks og
Alþýðuflokks allt síðasta kjörtímabil.
Málefhi hefðu vikið. Rétt væri að ekki
hefði verið byrjað á neinum nýjum
framkvæmdum á síðasta kjörtímabili.
Hins vegar hefði verið lokið við fimm
mikilvæg verkefhi.
Þá sagði Benedikt um afhroð síns
flokks að margir flokksbundnir fram-
sóknarmenn og jafhvel sumir
meðmælendur listans hefðu svikið
flokkinn á kjördag, jafnvel þótt þeir
hefðu látist vinna fýrir listann fram á
síðustu stimd. DV hefur heimildir fyr-
ir því að innbyrðis átök í Framsóknar-
flokknum og milli efetu manna á
listanum hafi klofið flokkinn og fjöldi
framsóknarmanna hafi kosið Alþýðu-
bandalagið.
Um tap Sjálfetæðisflokksins sögðu
þeir Bolvíkingar sem DV talaði við
að einna helst væri um að ræða deyfð
og stöðnuð sjónarmið sem kjósendur
hefðu hafhað. HERB
Gengið verður til kosninga í 162
hreppum 14. júní. í kosningunum
31. maí var aðeins kosið í 24 kaup-
stöðum og 37 kauptúnahreppum. í
þeim hreppum sem kosið verður
núna búa fleiri en 3/4 íbúanna í
stijálbýli.
Almennt er um óhlutbundna
kosningu að ræða í þessum hrepj>
um. Það þýðir að allir ibúar á
kosningaldri erú í kjöri. Þó geta
þeir sem hafa verið í hreppsnefhd
eitt kjörtímabil eða lengur skorast
undan kjöri. Það verður þó að til-
kynna kjörstjóm íjórum vikum og
sex dögum fyrir kjördag.
Eftir því sem næst verður komist
Reglugerð um nýjar lánareglur Hús-
næðisstofnunar verður væntanlega
tilbúin í lok þessa mánaðar og birt í
Stjómartíðindum. Þegar hefur nefhd
á vegum stofhunarinnar unnið drög
að reglugerðinni sem nú em til at-
hugunar hjá stjóm Húsnæðisstofnun-
ar.
Sigurður E. Guðmundsson, forstöðu-
maður Húsnæðisstofiiunar, sagði að
greinilegt væri að mjög margir hu-
verða listakosningar í 19 hreppum.
Þessir hreppir em: Kjalames-
hreppur (3 listar), Laxárdalshrepp-
ur (Búðardalur, 3 listar),
Barðastrandarhreppur (3), Mýra-
hreppur (2), Ytri-Torfustaðahrepp-
ur (2), Ámeshreppur (3), Sveins-
staðahreppur (2), Svínavatns-
hreppur (2), Skútustaðahreppur
(3), Jökulsdalshreppur (4), Norð-
fjarðarhreppur (2), Breiðdals-
hreppur (2), Nesjahreppur (2),
Mýrdalshreppur (3), Rangárvalla-
hreppur (Hella, 2), Grímsneshrepp-
urhreppur (3), Hrunamannahrepp-
ur (2), Biskupstungnahreppur (3)
og Vestur-Landeyjahreppur (2).
-APH
gleiddu nú húsnæðiskaup vegna nýju
laganna sem ganga eiga í gildi 1. sept-
ember nk. Hann sagðist búast við að
þeir sem sæktu um lán núna fengju
lán samkvæmt nýja fyrirkomulaginu.
„Ég myndi samt persónulega hinkra
við og bíða eftir reglugerðinni. Þar á
að koma greinilega fram hver réttur
hvers og eins er og einnig tekinn allur
vafi af óljósum atriðum laganna,"
sagði Sigurður. -APH
Nýju lánareglumar:
Reglugerð væntanleg