Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Page 4
4 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Skiptafundur í þrotabúi Hafskips: Yfir 300 andmæli komu gegn afstöðu bústjóra Skiptafundur hefur verið haldinn í þrotabúi Hafskips á vegum skipta- ráðandans í Reykjavík. A fimdinum kom fram 321 andmæli gegn afstöðu bústjóra þrotabúsins til einstakra krafoa í þrotabúið. Ef teknar eru með þær kröfur sem bárust eftir að kröfúfresti lauk eru alls gerðar 965 kröfur í búið að upp- hæð tæplega 2,5 milljarðar kr. en bústjórar viðurkenna kröfur að upp- hæð einn milljarður og níu milljónir kr. Ragnar Hall skiptaráðandi setti fundinn og stjómaði honum. í máli hans kom fram að forgangskröfúr yrðu að fullu greiddar en síðan las hann upp andmæli gegn afstöðu bústjóra. Alls höfðu 288 slík and- mæli borist fyrir fundinn og rúmlega 30 komu fram á fundinum sjálfum. Að þessu loknu boðaði Ragnar nýjan skiptafúnd þann 3. júlí nk. þar sem fjalla á um andmælin þar sem kraf- ist er forgangsréttar. Skilyrði er að viðkomandi sé búsettur hérlendis eða hafi lögmann hérlendis. Er Ragnar hafði lokið máli sínu tók til máls Gestur Jónsson hrl. og greindi hann frá skýrslu bústjóra til skiptafundar. Eftir skýrslu Gests vom sömu bústjórar og verið hafa kosnir aftur og tekin vom til með- ferðar ýmis málshöfðunarmál sem þeir telja að búið eigi að fara í en slík mál em nú 15 talsins. Að lokum var svo veitt opin heimild til handa bústjórum til fieiri slíkra málshöfð- ana ef tilefoi þykir til. -FRI Hrein eign er 680 milljónir Samkvæmt skýrslu bústjóra er hrein eign þrotabús Hafskips nú 680 milljónir kr. og em þá ekki taldar með hugsanlegar inneignir þrota- búsins hjá dótturfélögunum i Evrópu sem öll em gjaldþrota. Jafaframt hefur ekki verið gerð tilraun til þess að meta til fjár hugs- anlegar kröfur sem þrotabúið kann að eiga á hendur aðilum erlendis, ýmist beint eða í gegnum dótturfé- lögin. Af þessum 680 milljónum er stærst- ur hluti söluverð eigna til Eimskips, eða 307,7 milljónir. Greiddar inn- lendar viðskiptakröfur nema alls 128,4 milljónum kr. og sérgreind verðmæti háð ætluðum handveðrétti Útvegsbanka Islands nema' 105.3 milljónum kr. Meðal útgjalda þrotabúsins em laun og launatengd gjöld að upphæð 18 milljónir kr. -FRI DV-mynd PK. Séð yfir salinn þar sem skiptafundurinn var haldinn. Inneignir hjá umboðs- mönnum erlendis Þrotabú Hafekips telur sig eiga inn- eignir hjá nokkrum umboðsmönnum sínum erlendis. Þeim var öllum sent bréf á sínum tíma þar sem óskað var eftir skilagreinum og uppgjöri til þrotabúsins. Ágreiningur er um lokauppgjör í nokkmm tilvikum og unnið að máls- höfðun vegna þess. Að mati bústjóra er eðlilegt að telja þrotabúinu til eignar á þessu sviði kröfur þess á hendur finnska umboðsmanninum John Nurminen að fjórhæð 753.115 fm og kröfu á Lindblom & Co AB í Svíþjóð að upphæð 105.661 skr. Báðum fyrrgreindum aðilum hefur verið ritað bréf þar sem krafist er greiðslu á þessum upphæðum en í báðum tilvikum er ágreiningur um uppgjör. -FRI Skaftá verður boðin upp í júlí Á skiptafundinum kom fram að bústjórum þrotabúsins hefur borist telex frá Belgíu, þar sem ms. Skaftá var kyrrsett í fyrra, þess efais að fyrra uppboðið á skipinu fari fram í júlí en hið síðara í september. Ekki var nánar greint frá dagsetningum. Ms. Skaftá er eign þrotabúsins og sú ákvörðun var tekin af bústjórum, að höfðu samráði við skiptaráðendur og fulltrúa Útvegsbankans, að leggja fram beiðni um uppboð á skipinu í Antwerpen og er þrotabúið þá upp- boðsbeiðandi. Þetta var gert því sýnt þótti að kostnaður þrotabúsins við að losa skipið úr kyrrsetningu var meiri en nam hugsanlegum ávinningi þrota- búsins af slíku. Bústjórar líta svo á að kostnaður við vörslu skipsins í Belgíu og kostn- aður við uppboðið komi til greiðslu af uppboðsandvirði áður en nokkuð greiðist til veðhafa. -FRI Málshöfðun gegn umboðsmanni í Eyjum - ágreiningur um 8 milljónir í Keflavík Alls störfuðu 10 umboðsmenn á vegum Hafekips innanlands og hefur þrotabúið gengið fiá fullnaðarsam- komulagi um uppgjör samkvæmt umboðssamningi við 8 þeirra. Ekki hefur náðst samkomulag við umboðsmennina í Vestmannaeyjum og í Keflavík. Hefur þrotabúið höfð- að mál gegn umboðsmanninum í Vestmannaeyjum. Er krafan í því máli upp á 1,7 milljón kr. og hafa eignir umboðsmanns verið kyrrsett- ar til tryggingar greiðslu. Verulegur ágreiningur er við um- boðsmanninn í Keflavík um rétt uppgjör. Samkvæmt bókum þrota- búsins er útistandandi krafa á hendur umboðinu yfir 8 milljónir kr. en umboðsmaður telur sig skuld- lausan. Viðræður hafa ekki leitt til neinnar lausnar og má telja víst að enginn samkomulagsgrundvöllur sé í þessu máli. -FRI Fundarpúltið borið inn í húsakynni skiptaráðandans í Reykjavík við Skógarhlíð. DV-mynd PK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.