Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Side 15
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986.
15
Coppola
- leikstjórinn sem getur leyft sér allt
Gamalt spakmæli í Hollywood
segir að þegar leikstjóra hafi
mistek- ist tvisvar þá fari hann að
leita að starfi hjá öðru kvikmynda-
veri; hafi honum mistekist þrisvar
fari hann að leita að nýrri vinnu.
Það verður því að líta svo á að
Hollywood hafi verið óvenjulega
góð við Francis Ford Coppola.
Lítill hagnaður í tíu ár
Um tíu ár eru nú síðan Coppola
gerði mynd sem hlaut mikið lof
gagnrýnenda og skilaði miklum
hagnaði. Það var Guðfaðirinn II.
Mynd hans um Vietnam, Opin-
berunin, kostaði þrjátíu milljónir
dala (1200 milljónir króna) en skil-
aði aðeins óverulegum hagnaði.
Næstu íjórar myndir hans, One
From the Heart, The Outsiders,
Rumble Fish og The Cotton Club
kostuðu samtals 89 milljónir dala
en þeir sem lögðu fram féð til gerð-
ar myndanna fengu aðeins um
helming þess aftur. Þá fengu One
From the Heart og The Cotton Club
lélega gagnrýni (þó ekki í Evrópu)
og sýningum þeirra var fljótlega
hætt í Bandaríkjunum.
Hefur samt nóg að gera
Það hefúr því valdið mörgum
heilabrotum hvers vegna Francis
Ford, sem er ekki lengur talinn
ungur töframaður, vinnur nú sam-
tímis að undirbúningi gerðar
margra mynda hjá Zoetropekvik-
myndaverinu. Þá vekur það lika
furðu að honum skuli berast ný
tilboð nær vikulega. Og ekki vekur
það minnsta furðu að hann skuli
fá meira fyrir að leikstýra mynd
en frægir leikstjórar eins og Mark
Rydell, Norman Jewison og Alan
Pakula eða um tvær og hálfa millj-
ón dala (um 100 milljónir króna).
Er svörin að finna
í fortíðinni?
f byrjun fyrra mánaðar hófst
vestanhafs kvikmyndavika þar sem
tækifæri gafst til að sjá margar af
þeim myndum sem Coppola hefur
gert. Svarið við spumingunum hér
að framan er sennilega að finna í
fortíð hans eins og hún birtist þá
á hvíta tjaldinu. Hafi Coppola ve-
rið veginn og léttvægur fundinn
af fjármálamönnum og ýmsum
gagnrýnendum þá má ekki horfa
fram hjá því að myndir hans hafa
alltaf vakið athygli. Hann hefur
fitjað upp á ýmsu nýstárlegu og
jafnvel byltingarkenndu og hann
verður að teljast standa framarlega
í gerð „listrænna" kvikmynda vest-
anhafs þótt hann hafi ekki alltaf
fengið hlýjar móttökur hjá þeim
sem leggja til fé til kvikmyndagerð-
ar.
Líkur Welles
Irwin Yablans, kvikmyndafram-
leiðandi sem hefur unnið með
Coppola að gerð nokkurra kvik-
mynda, segir að hann líkist á
ýmsan hátt Orson Welles. „Hann
tekur of mikið af myndum, hann
er of hugaður og hann eyðir of
miklu,“ segir þó Yablans. „Hann
er líka sá síðasti af stóru gömlu
leikstjórunum eða að minnsta kosti
sá eini þeirra sem komið hefur fram
í seinni tíð. Sum af mistökum hans
eru betri en bestu verk sumra ann-
arra leikstjóra."
Fullkominn tækjabúnaður
í aðalstöðvum Coppola, Ze-
otropekvikmyndaverinu, sem er í
stóru húsi sem byggt var um alda-
mótin, eru nýjustu og fullkomnustu
kvikmynda- og myndbandstæki
sem völ er á. Og þar stjómar mað-
urinn með skeggið öllu og minnir
mjög á unga og áhugasama mann-
inn sem varð fyrstur allra sem
útskrifast höfðu úr kvikmynda-
skóla Kaliforníuháskóla til þess að
fá leikstjórastarf. Þó gengur ekki
allt samkvæmt áætlun.
Coppola vinnur nú að gerð
tveggja kvikmynda og undirbýr
töku tíu annarra, en allt er á eftir
áætlun.
Mynd með Turner
Þannig hefur gengið nokkuð er-
fiðlega með gerð myndarinnar
Peggy Sue Got Married með Kat-
hleen Turner í aðalhlutverkinu.
Myndin fjallar um fertuga konu
sem fær tækifæri til þess að verða
átján ára aftur og fer í mennta-
skóla en nýtur þar allrar reynslu
fullorðinsáranna. Sá sem fyrst tók
að sér að leikstýra myndinni gekk
frá verkinu eftir að hann lenti i
deilu við yfirmenn kvikmyndavers-
ins. Þá hætti sú leikkona, Debra
Winger, sem fara átti með aðal-
hlutverkið, tvisvar sinnum við það.
Nú er liðið að lokum gerðar mynd-
arinnar og Turner, sem er nú
eftirsóttasta leikkona í Hollywood,
segist hafa tekið við hlutverkinu
um leið og henni bauðst það af því
að hún hafi metið það svo mikils
að fá tækifæri til að starfa með
Coppola.
Og önnur með
Michael Jackson
Hin myndin sem nú er verið að
taka er Captain Eo en það er stutt
ævintýramynd sem gerist úti í
Kathleen Turner leikur i mynd sem Coppola er nú að Ijúka við að
leikstýra.
Coppola þykir djarfur.
geimnum. Með aðalhlutverkið fer
Michael Jackson og verður myndin
einungis sýnd í Disneylandi og
Disneyheimi. Um ár er nú síðan
gerð myndarinnar hófst þótt hún
sé aðeins um tólf mínútur. Jackson
fær að syngja lög sem hann hefur
samið og dansa að eigin höfði en
myndin verður sýnd á nýja Imaxtj-
aldinu og í þrívídd. Sögusagnir
herma að hver mínúta kosti þegar
rúma milljón dala (um 40 milljónir
króna).
Viðurkennir erfiðleika
„Ég á við ýmsa erfiðleika að
etja,“ segir Coppola „en það eru
ítalsk-bandarískir erfiðleikar sem
eru í rauninni jákvæðir.“
Coppola er ekki ríkur. Að vísu
varð hagnaðurinn af Guðföðurnum
um þrjú hundruð milljónir dala (um
12 milljarðar króna) og því varð
hans eigin hlutur góður eða sjö
milljónir dala (240 milljónir króna).
Hann lagði féð hins vegar strax í
gerð annarra mynda og varð meira
að segja að veðsetja húsið sitt og
Zeotropekvikmyndaverið til þess
að geta lokið við gerð myndarinnar
One From the Heart sem stórtap
varð svo á.
Óvenjuleg fjölskylda
Margir í stóru, ítölsku fjölskyld-
unni hans hafa komið við sögu
gerðar mynda hans. Fjölskyldufað-
irinn, Carmine, er hljómlistarmað-
ur og lagasmiður (hann var einu
sinni fyrsti flautuleikari NBC-sin-
fóniuhljómsveitarinnar og lék þá
meðal annars undir stjórn Toscan-
ini) og lögin sem hann lagði til
Guðföðurins II þóttu svo góð að
hann fékk óskarsverðlaunin. Hann
er mjög stoltur af syni sínum og
þegar hann tók á móti verðlaunun-
um sagði hann: „Án hans væri ég
ekki hér,“ en svo bætti hann við:
„Það væri hann heldur ekki án
mín.“
Móðirin, Italia, er komin af ætt
í Napólí sem er þekkt fyrir hljóm-
listargáfu og rithöfundarhæfileika.
Faðir hennar var þekktur leikrita-
höfundur og sum af atriðum hans
voru notuð í Guðföðurnum í
breyttri mynd. Þá er systir Copp-
ola, Talia, kunn leikkona sem var
eitt sinn tilnefnd til óskarsverð-
launa og var einn af framleiðend-
um síðustu James Bond-myndar-
innar sem Sean Connery lék í,
Never Say Never. Loks má nefna
að eldri bróðir Coppola, August,
er skáldsagnahöíúndur. Hann er
þekktur fyrir bækur sínar en þykir
no ;kuð sérvitur. Sóttist Jerry
E; jwn, fyrrum ríkisstjóri Kalifor-
ru'u, eftir hor.um á sinum tíma til
að taka við stjórn íylkisháskólanna
í Kaliforniu.
Fjölhæfur
Coppola er fjölhæfur leikstjóri. Á
yngri árum fékkst hann við gerð
mynda sem sýndu meðal annars
naktar stúlkur en um sama leyti
vann hann að gerð handrita fyrir
Reflections in a Golden Eye (John
Huston/Marlon Brando) og Patton
en fyrir þá mynd fékk hann óskars-
verðlaun 1970. Voru það fyrstu
óskarsverðlaun af fimm sem hann
hefur fengið. Og lengst af hefur
Coppola látið skiptast á stórmyndir
og myndir sem lýsa örlögum fólks
eins og The Rain People og The
Conversation.
Atriðinu fleygt
Eins og svo oft fyrr og síðar var
miklu af filmum flevgt þegar unnið
var að töku myndarinnar Opin-
berunin. Martin Sheen, sem fór
með hlutverk aðalsöguhetjunnar,
segir frá því að „mörgum kílómetr-
um“ hafi verið fleygt, þar á meðal
áhrifamiklu atriði með Marlon
Brando. Hafi það í rauninni skýrt
hvers vegna höfuðsmaðurinn í
myndinni var eins brjálaður og
hann var. „Þetta er sumt af því
besta sem Brando hefur gert,“ segir
Sheen. „Þetta var fjölskylduatriði
þar sem bæði hefð og heiður koma
við sögu en það tekst Coppola svo
vel að túlka.“
Það var hins vegar lagt hart að
Coppola að stytta myndina eins og
hægt var og því kom þetta atriði
aldrei fyrir augu kvikmyndahús-
gesta. „Það er varla hægt að skilja
persónuna sem Brando leikur án
þessa atriðis,“ segir Sheen.
Telur Rumble Fish besta
Sjálfur lítur Coppola svo á að
Rumble Fish (1983) sé besta mynd
sín. Hún var tekin í svarthvítu og
lýsir samkeppni tveggja bræðra. A
hún sinn þátt í því að gagnrýnend-
ur hafa viljað líkja Coppola við
Welles.
Og nú hefur Coppola verið boðið
að gera mynd um James Dean. Hún
á að heita Rebel James (Uppreisn-
armaðurinn James) og til gerðar-
innar á Coppola að fá 25 milljónir
dala (einn milljarð króna). Þessa
dagana er hann hins vegar að glíma
við að afla fjár til að gera Whore’s
Gold en það er vestri sem Coppola
segir að verði fyrsti og síðasti
vestrinn sem hann ætli að gera. Svo
er hann að íhuga mynd um töfram-
anninn Houdini og...
Þýð.: ÁSG.