Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. Viðskipti Norðmenn með söluherferð í Japan Reykjavík Síðar i þessum pistli verður sagt frá söluherferð Norðmanna á Jap- ansmarkaði og hvað mikla peninga þeir nota til þessa verkefnis sem þeir nefha Japansáætlun. Það væri fróðlegt að fá að vita hvað háum upphæðum er eytt til auglýsinga á fiski í hinum ýmsu markaðslöndum okkar. Togaralandanir í Reykjavík síð- ustu viku, 10.-16. júlí. Bv. Jón Baldvinsson landaði 10. júlí ails 200 tonnum af blönduðum fiski, verð- mæti 2,7 milljónir króna. Bv. Ottó N. Þorláksson landaði 11. júlí 202 tonnum fyrir kr. 2,5 millj. Bv. Asþór landaði 131 tonni, aflaverðmæti kr. 1,8 millj. Bv. Engey landaði 15. júlí 370 tonnum. Afli hefur verið með ágætum fyrir austan og hafa húsin orðið að setja skorður við löndun á þorski, eins hefúr verið góður afli hjá togurum norðan og vestan. I síðasta þætti var sagt frá gangverði á afla innanlands. Grimsby Bv. Börkur landaði í Grimsby 10. júlí 163 tonnum og seldist aflinn fyr- ir kr. 9,8 millj., meðalverð kr. 54,34 kílóið. Bv. Otto Wathne landaði sama dag 137 tonnum fyrir kr. 8 milljj., meðalverð kr. 59 kílóið. Bv. Amár landaði 14. júlí 94 tonnum fyrir kr. 4,7 millj., meðalverð á þorski kr. 55,71 kg. Meðalverð á fiski var eins og hér segir: Þorskur kr. 58,71, ýsa kr. 58,25, ufsi kr. 23,63, karfi kr. 33,96, koli kr. 32,72. Þetta gildir fyrir Grimsby og Hull. Hull Bv. Krossanes landaði 10. júlí 96 Norðmenn ætla nú að reyna að selja fiskafurðir i Japan. tonnum fyrir kr. 5,2 millj. Bv. Staf- nes landaði einnig sama dag 48 tonnum fyrir kr. 1,5 millj. FiskmarkaðLmir Ingólfur Stefánsson tew York Lágt verð hefur verið á markaðn- um hjá Fulton að undanfómu. Helst mikill og fjöldi manns er út úr borg- má kenna því um að hiti hefur verið inni í sumarleyfum. Borið hefur við að framboð hefúr verið það mikið að menn hafa selt lax á nokkru lægra verði en skrásett hefur verið á mark- aðnum og hefur verðið verið allt niður í 300 kr. kg fyrir lax, 2-3 kg, og 350 kr. fyrir stóran lax, 6-7 kg. Eins og fyrr segir seldu menn á lægra verði til að losna við birgðir. Verð á þorski hefur verið lágt eða kr. 75. Ýsa kr. 136, ufsi kr. 40, karfi kr. 70, stór lúða kr. 242. Enginn íslenskur hörpuskelfiskur var á markaðnum, en kanadískur hörpuskelfiskur var á kr. 496 kg, skötuselur kr. 270. Rækjuverð er enn stöðugt eins og það hefir verið í allt vor og sumar. Verðið á laxi frá markaði Fulton er svipað og úr búð í Reykjavík. British Columbia Fiskeldi í British Columbia hefur orðið fyrir stórtjóni vegna sýkingar á eldisfiski, þó sérstaklega á regn- bogasilungi en þar hafa drepist um 200.000 fiskar, sem flestir vom 4 kíló að þyngd. Talið er að allt að 1 millj- ón fiska geti farist af þessari sýkingu sem er vegna sýktra þömnga sem setjast að í tálknum fiskanna og kæfir þá. Fyrir nokkm urðu eldisstöðvar fyrir nokkm tjóni af annarri veiki en þá var um að ræða kísilsvepp sem hagaði sér á svipaðan hátt. Talið er að hjá þessum skakkafóllum hefði mátt komast ef menn hefðu verið betur að sér í fiskeldi. Sjónvarps- þáttur var sýndur um það hvemig Japanir hefðu farið að í svipuðum tilfellum, en með þeirra aðferð varð tjón þeirra sárahf 3. í fiskeldi þurfa menn að taka mjög mikinn vara fyrir ýmsum sjúk- dómum. Nú em margir að hefjast handa um eldi og er gott að hafa í huga að það er viðsjál atvinnugrein. Noregur I norska blaðinu „Fiskaren" frá 3. júlí segir frá auglýsingaherferð sem ráðist hefur verið í af hálfu ríkis- ins og sölusamtaka norskra fisk- framleiðenda til að kynna norskan fisk fyrir Japönum. Japanska sjónvarpsstöðin FUJI TVs. hefur verið fengin til að annast þetta verkefni sem kallast Japansá- ætlun. Kostnaðaráætlun er 330 til 550 millj. íslenskra kr. Þegar hefur verið hafist handa um þetta verkefiii og hugmyndin er að taka 18 mynd- bönd, sem eiga að sýna framleiðsl- una allt frá því að aflanum er landað og þar til hans er neytt. I áætluninni er gert ráð fyrir að um 90 milljónir manna í Japan komi til með að sjá þessar upptökur. Meðal þess efnis sem sýnt verður er fiskmáltíð, sem útbúin er á hinu gamla gistihúsi Rökenes Gaard og Gestehús, þar veður ffamreidd máltíð úr stórlúðu. Einnig verður sýnd mynd af smokk- fiskmáltíð um borð í hraðferðaskip- inu sem gengur meðffam norsku ströndinni. Sýndar verða myndir af matarvenjum Norðmanna á heimil- um þeirra og frá veitingahúsum í Osló, Tromsö, Bergen og Lofoten auk mikiha fiskréttasýninga utan- dyra hjá ýmsum hótelum. Kynnt verður matreiðslubók með hinum ýmsu fiskréttum. Þetta er tilkynning ffá Norska útflutningsráðinu og nefnist Japansáætlun. í henni er gert ráð fyrir að tvöfalda útflutn- ingstekjur sjávarútvegsins, þó ekki verði um tvöfoldun að ræða í fiskút- flutningi. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,5% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningúr er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mán- uð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygg- ing auk~2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaöa tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 14% nafnvöxtum og 14,49% ársávöxtun eða ávöxtun 6ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 12,4%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður ^r gerður ið út.af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 8%, þann mánuð. Kaskóreikningur Verslunarbankans. Meginreglan er að innistæða, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, nýtur kjara 6 mánaða bundins óverðtryggs reiknings eða 6 mánaða verðtryggðs reiknings, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok hvers ársfjórðungs, hfai reikningur notið þessara „kaskókjara“. Reikningur ber kaskó- kjör, þótt teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar hafa verið á undangengnu og yfir- standandi ári. Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér segir: Við eina úttekt í fjórðungi reiknast almenn- ir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð, en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttektir fær öll innistæða reikningsins sparisjóðs- bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða annan virkan dag ársfjórðungs, fær innistæðan hlut- fallslegar verðbætur m.v. dagafjölda í innlegs- mánuði, en ber síðan kaskókjör úr fjórðung- inn. Reikningur, sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðsbókavexti en getur áunnið sér kaskókjör frá stofnadegi að uppfylltum skilyrðum. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnar- firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 er 8,16% á verðbættan böfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 826 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 1.052 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.233 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 2. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 413 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 207 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 526 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 263 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 617 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 309 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15 42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júlí 1986 er 1463 stig en var 1448 stig í maí og 1432 stig í maí. Mið- að er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1986 er 270 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3998 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01.86. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. Hlutabréfamarkaðurinn Kaupverð Kaupverð Söluverð Söluverð m.v. 100 kr. að lokinni m.v. 100 kr. að lokinni nafnverðs jöfnun nafnverðs jöfnun Eimskipafélag fslands 370 185 400 200 Flugleiðir Iðnaðarbankinn V erslunarbanki nn 390 125 124 130 91 90 421 135 134 140 98 97 VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 1.-10.07 1986 INNLÁN MEÐ SERKJÖRUM 1 SJA sérlista ll 1 x ■» 1111 1111 1111 Jllf INNLÁN ÖVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mðn. uppsögn 10.0 10,25 10,0 9.0 8.5 10,0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mðn.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12 mán.uppsögn 14.0 14.9 14,0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sparaö 3-5 mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10,0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mðn. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mðn.uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 7.0 7.0 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.0 Sterlingspund 11.5 10.5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.0 10.5 9,0 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Dansker krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 UTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15,25 15,25 15,25 15.25 15,25 15,25 15.25 VIÐSKIPTAVIXLAR3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉE 2) 15.5 15,5 15,5 15.5 15.5 15,5 15.5 15,5 15.5 VIOSKIPTASKULDABRÉE 3) kge kgc kge kge kge kge kge kgc HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF A621/2 ðri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lcngri cn 2 1/2 ðr 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJANEÐANMALS!) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2)Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.