Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Qupperneq 12
12
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
Neytendur
Kjúkl-
inga-
bitar
kannaðir
Það eru ekki mörg ár síða ’O
kallaðir skyndibitastaðir ruddu sér
til rúms hér á landi. Fyrst var um
að ræða hamborgarastaði en svo
fóru kjúklingastaðir að spretta upp
eins og gorkúlur. Kjúklingastaðir
og djúpsteiktir kjúklingabitar eru
það sem málið snýst um í dag því
við lögðum leið okkar einn daginn
í vikunni á átta helstu kjúklinga-
bitastaðina á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og keyptum tvo bita á
hverjum stað. Tilgangurinn var sá
að vigta hvem skammt sem við
fengum og bera saman verð en við
látum ykkur eftir að dæma um
bragðið.
Ódýrast á Kentucky
Við fórum eins og áður segir á
átta staði: Kentucky fried chicken,
Hjallahrauni 15, Hf., Westem fried
chicken við Vesturlandsveg, Am-
erican style, Skipholti 70, Chick
king, Suðurveri, Southem fried
chicken, Tryggvagötu, Royal fried
chicken, Nýbýlavegi, Kóp., Candys
fried chicken, Eddufelli 6, og
Sprengisand, Bústaðavegi 153.
Kjúklingabitamir reyndust ódýr-
astir á Kentucky fried chicken en
hver biti kostar þar 60 kr. Á veit-
ingastaðnum Chick King í Suður-
veri er bitinn dýrastur, eða á 70 kr.
Kjúklingaskammtur með tveim-
ur bitum kemur einnig best út á
Kentucky miðað við þyngd. Þar
vó skammturinn, sem við fengum,
225 g og kostar þá kílóið 533 kr.
miðað við uppgefið verð. Dýrast
kemur skammturinn út miðað við
þyngd á American style. Þar vó
skammturinn aðeins 185 g og kost-
ar þá kílóið 746 kr. miðað við verð
hvers bita þar en hver biti kostar
69 kr.
Alls staðar skjót afgreiðsla
Á öllum kjúklingastöðunum er
lagt upp úr hraðri þjónustu eins
og sönnum skyndibitastöðum
sæmir. Er við vorum á ferðinni var
frekar rólegt á öllum stöðunum
þannig að við fengum mjög skjóta
afgreiðslu á hverjum stað. Alls
staðar nema á Candys fried er
hægt að setjast niður og borða.
Aðstaðan var þó síst á Chick king
og Westem fried þar eð þar er
minnsta borðplássið og af þeim
sökum fólk minna út af fyrir sig.
Á Sprengisandi og Kentucky fried
er langmesta sætaplássið og einnig
sérlega snyrtilegt umhverfi. Á
American style er einna mest
„kósí, nýtískulegt og smekklegt
V\C10US
'esíem
/nerf
Flestir kjúklingastaðirnir leggja eins og sjá má mikið upp úr snyrtilegum og smekklegum umbúðum. Hviti einliti
kassinn var utan um bitana sem við fengum á Sprengisandi en í pokanum voru bitarnir frá Candy s fried.
Þetta eru skammtamir sem við fengum. í efri röð frá vinstrí eru bitar frá Kentucky fried, þá frá Westem fried, American style, Chick king, Southem fried, Royal fried, Sprengisandi og loks i neðra
homi til hægri bitar frá Candys fríed. Þið takið sjálfsagt eftir að bitamir frá Sprengisandi eru þrír en okkur voru gefnir þrír litlir bitar er við báðum um tvo. Þó að bitamir virki á Ijósmyndinni litlir
eöa stórir þá er það fyrst og fremst þyngdin sem gefur rétt til kynna hve matarmiklir þeir eru. Bitamir voru líka nokkuð misjafnir aö lit og er það kryddblandan sem ræður þvi sem og steikingartimi
og hiti. Kryddblandan er eins og gefur að skilja mjög misjöfn og er þar einmitt um leyndardóm kjúklingamatreiöslunnar aö ræöa.