Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Qupperneq 16
16
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
Spunungin
Ferðu oft til kirkju?
Ema Thorarensen skrifstofu-
maður: Nei, því miður.
Ingimundur Steindórsson eftir-
litsmaður: Já, ég fer alltaf annað
slagið, svona nokkrum sinnum á ári.
Birgir Grímsson nemi: Nei, ekki
núna, ég gerði það þegar ég var lítill.
Gunnar Hill nemi: Já, stundum, þó
aðallega um hátiðar.
Guðjón Bjarnfreðsson garðyrkju-
maður: Nei, aldrei nema við jarðar-
farir.
María R. Gunnarsdóttir banka-
starfsmaður: Já, ég fer af og til í
kirkju, bara þegar mér dettur í hug.
Lesendur
Húseigendur ættu að geta komið sér
saman um lit húsa.
Mislit
hús
Málari skrifar:
Þar sem starf mitt sem húsamálari
er mikið fólgið í því að velta fyrir mér
litum, verður mér að sjálfsögðu oft lit-
ið á það hvemig hús eru máluð og þá
sérstaklega í hvemig litum. Ég set nú
ekki mikið fyrir mig litaval fólks því
mér finnst hús geta verið í alla vega
litum, en það sem mér hefur fundist
áberandi og fremur ósmekklegt er þeg-
ar sama hús er málað með fleiri en
einum lit. Þá á ég við þegar til dæmis
veggir tvíbýlishúss em í tveimur eða
fleiri litum. Greinilegt er að þama er
um að ræða ósamkomulag íbúðaeig-
enda, þeir geta ekki komið sér saman
um í hvaða lit eigi að mála hiisið og
endirinn er sá að báðir fá vilja sínum
framgengt og útkoman er marglitt og
ósmekklegt hús.
Þetta er ekki háalvarlegt mál en
lýsir því vel hvað íslendingar geta
verið þrjóskir. Ég tel að við getum oft
þekkt þessa þrjósku frá hinum, bara
með þvi að líta á hvemig þeir mála
húsin sín.
Húseigendur, reynið að taka ykkur
á og sýnið að til er í ykkur sveigjan-
leiki, það er leiður ávani að geta ekki
komið sér saman um neitt.
Skrtug
sundlaug
í Garðabæ
Garðbæingur hringdi.
Ár eftir ár hefur okkur Garðbæing-
um verið lofað að snyrt verði í kring-
um einu sundlaugina sem er i
Garðabæ. Ekkert hefur gerst og em
margir óánægðir með þetta ástand.
Upp að sundlauginni liggur malar-
vegur og þegar keyrt er um hann
þyrlast yfir sundlaugargesti bæði skít-
ur og skömm. Þetta er ekki það eina
því að alls konar framkvæmdir, sem
valda mengun, eiga sér stað í ná-
grenni sundlaugarinnar. Við Garð-
bæingar vonumst til að þetta ástand
breytist sem fyrst.
„Þakka sjónvarpinu
fyrir Nana Akoto“
Eggert skrifar.
Það er ekki ósjaldan sem sjón-
varpinu er álasað fyrir val á lélegu
eíhi. Alltaf eru einhverjir sem aldrei
gera sig ánægða með neitt, svo virð-
ist það líka vera í tísku að gagnrýna
sjónvarpið. Getum við ekki reynt að
skilja að á meðan við höfum aðeins
eina sjónvarpsstöð þá verður sjón-
varpið að velja efni við allra hæfi,
fyrir unga og gamla, konur og karla.
T.
Fyrir stuttu sýndi sjónvarpið
þýsk-ganíska sjónvai'psmynd sem
heitir Nana Akoto. Vil ég þakka
sjónvarpinu sérstaklega fyrir sýn-
ingu þessarar myndar. Við íslend-
ingar þykjumst nú oft vita margt og
stundum er kannski sannleikskom
í því en mér fannst mikil þörf á því
að sýna þessa mynd, víðast hvar í
Afríku em lifnaðarhættir fólks gjör-
ólíkir og á íslandi og auðvitað á
flestum vesturlöndum. Ég held það
sé hollt fyrir okkur að kynnast þessu,
þó ekki sé nema í gegnum sjón-
varpið.
Stjómendur sjónvarps, haldið
áffam að vera frumlegir.
Bréfritara finnst dagskrá sjónvarpsins ekki svo slæm.
Þvoið ykkur vel
Sundkona hringdi:
Ég stunda mikið sund og fer yfirleitt
á hverjum degi. Mér verður oft óglatt
að sjá hvað fólk er hirðulaust með að
þvo sér og er þetta hirðuleysi engu
síður hjá fullorðnu fólki en bömum.
Þó að baðverðir reyni auðvitað að
fylgjast vel með að fólk þvoi sér dugir
það ekki. Það em alltaf einhveijir sem
sleppa, sérstaklega útlendingamirsem
vita hreinlega ekki að það á að þvo
sér áður en farið er ofan í laugina.
Finnst mér hart þegar fólk er nú að
reyna að stunda heilsusamlega hreyf-
ingu að það. eigi á hættu að fá alls
kyns sveppasjúkdóma, svo dæmi sé
nefnt, bara út af óþrifum. Vil ég því
benda þeim á sem fara í sundlaugar
að skrúbba sig vel áður en ofan í er
farið.
i ,,,!H!ii II
■&***'■*'■
Allir eiga að sjá sóma sinn i þvi að þvo sér vel áöur en þeir fara ofan í laugarnar.
Lánin ekki of há
Námsmaður skrifar:
Það er ekki ósjaldan að bæði
stjómmálamenn og almenningur
setja út á það að námsmenn hafi það
allt of gott. Get ég með engu móti
skilið hvemig hægt er að halda því
fram að í námsmenn sé ausið allt
of miklu af peningum. Oft eru þeir
sem skammast mest fyrrverandi
námsmenn sem fengu gömlu lánin,
eða réttara sagt styrkina. Fæ ég
þetta engan veginn skilið.
Er það ekki aílri þjóðinni í hag ef
einhveijir vilja læra; hvar værum
við stödd ef námsfölki væri gert
ókleift peningalega séð að stunda
nám? Eins og lánamálum er háttað
nú greiðir námsmaður allt til baka
eftir að námi er lokið, að vísu á löng-
um tíma, en allt skilar þetta sér í
lokin. Ég er ekki að kvarta út af
þessu fyrirkomulagi, það sem ég er
óánægður með eru umræður fólks
um að námsmenn lifi lúxuslífi. Ég
sem námsmaður veit að það er ekki
rétt. Ég vil benda fólki á, og sérstak-
lega þeim sem eiga böm, að vera
ekki að skattyrðast út í námsmenn
því þið vitið ekki fyrr en ykkar böm
þurfa á aðstoð að halda.