Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Side 17
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. 17 Meiming Góð tónlist, hopp & hí Marknadsresan: En musikberáttelse frán gammeifartars tid Caprice - CAP 11301 Bland Ríddare, Mopsar & Troll: Saga, sanning & sáng med Torbjörn Lillieqvist Caprice - CAP 1299 Islenskir tónlistarútgefendur hafa verið tregir að gefa út tónlist eða annað efhi fyrir böm, nema þá ein- hverja snöggsoðna leiktexta og dáralæti, sem ekki kostar mikið að framleiða. Maður verður því reglu- lega glaður við að sjá hve mikla rækt Svíar leggja við efhi af þessu tagi. Nýlega bárust mér tvær vel heppn- aðar hljómplötur fyrir böm og unglinga, sem Capriceútgáfan stend- ur að. Raunar em þær svo vel úr garði gerðar að fullorðnir ættu að hafa af þeim jafnmikla ánægju og ungviðið. Hin fyrri nefhist Marknadsresan og snýst um það þegar afí gamli var ungur drengur og fékk að fara með fóður sínum í kaupstað fyrir 70 árum, á hinn árlega markað í Örebro, en hann var öldum saman eitthvert þekktasta kaupþing í Svíþjóð. Ferðasagan er sögð bæði í tali og tónum, aðallega í þjóðlögum og danstónlist sem vinsæl var á þessum tíma. Á leiðinni em ýmsar gerðir söngva og dansa kynntir fyrir hlustandan- um, polkar, rælar og valsar auðvitað, vögguvísur, vinnusöngvar, ferðalög og penar drykkjuvísur. Auk þess er áhersla lögð á að koma ungviðinu í kynni við þau hljóðfæri sem algeng- ust vom meðal alþýðunnar í lok 19. aldar: sekkjapipuna, gömlu, góðu nikkuna, gitarhörpu, gígju, fiðlu, flautur og handtrommur. Riddarar og tröll Plötunni fylgir svo skemmtilega myndskreyttur bæklingur, með söngtextum, teikningum, ljósmynd- um og öðru fræðandi efni. Skyldi ekki vera hægt að gera slíkt hið sama fyrir islensk böm? Hin hljómplatan heitir Bland Riddare, Mopsar & Troll og er saman tekin og sungin af Torbjöm Lillie- qvist, þekktum söngvara, leikara og æringja í Svíaríki. Lillieqvist hefur einfaldlega haft þann háttinn á að ganga í tónbókmenntimar og velja sér skemmtilega tónlist til flutnings, til yndisauka fyrir böm og fullorðna, en þó aðallega böm. „Að hugsa sér,“ segir Lillieqvist á plötuum- slagi, „að til skuli vera söngvar um nánast hvað sem er: flær, gamla ridd- ara, hús úr marsípani, steikta froska, hirðfífl, tröll, útfarir, fuglahræður, morð á kóngum, álfakónga, kós- akka...“ Söngur og tal Þama em ljóð eftir Gustaf Fröd- ing, Goethe, Bellman og fleiri skáldmæringa og tónlist eftir ekki ómerkari menn en Stenhammar, Beethoven, Schumann, Bartók, Mozart, Schubert, Rossini og svo auðvitað meistara Bellman. Eins og áður er getið syngur Lillie- qvist sjálfur lögin og rabbar um þau, en hann nýtur síðan aðstoðar lítillar kammersveitar undir stjóm hins sí- vinsæla tónlistarmanns, Gunnars Hahn. Hér er góður skáldskapur fram- reiddur með úrvalstónlist, þannig að allir eiga að geta haft ánægju og lúmskt gaman af, líka þeir sem ekki eru flugmælskir á sænska tungu. íslenskir hljómplötuútgefendur mega gjarnan taka nótís af þessari plötu lika. -ai En mttáikberðttcLc írán piMemin i-ívhm». ioi bam: Nátke BLAND RfDDARE, MOPSAR j &TROLL Saga.samiíng&sang mt-d j| Torbjóm J.íllícqvist Sendum í póstkröfu umallt land. Opið í öllum deildum til kl. 20 í kvöld. JI!l KORT 'A A ▲ A A , □ cös ii'iabrE U L C uifiij Q ■■ ■ 3 LMÍDDjrii-^^ uitritiuuuuiil «iku> Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 AUGLÝSING Hollustuvernd ríkisins hefur að höfðu samráði við Geisla- varnir rikisins, samkvæmt 2. mgr. 1. gr. auglýsingar frá 2. maí 1986 um bann við innflutningi matvæla frá Sovétríkj- unum, Póllandi, Búlgaríu, Rúmeníu, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu, veitt heildverslun Karls og Birgis sf. heim- ild til innflutnings á rússneskri jarðarberjasultu, uppskeru frá árinu 1985. Virðingarfyllst, Karl og Birgir sf. Kjötbúðin Borg Laugavegi óskar eftir starfs- krafti í eldhús og verslun. Upplýsingar á staðnum. Skóútsalan Hverfisgötu 89 hefur opnað aftur — sama lága verðið. Skósalan Hverfisgötu 89 Tilboð óskast í smíði póst- og símahúss í Keflavík. Útboðsgögn fást á skrifstofu umsýsludeildar við Austurvöll og hjá stöðvarstóra Pósts og síma Kefla- vík. gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýsludeildar miðvikudaginn 6. ágúst nk. kl. 11.00 árdegis. Póst- og símamálastofnunin Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms, Grettisgötu 18, sími 28705 Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið til að leiðbeina þér. VERIÐ VELKOMIN. ÁVALT HEITT Á KÖNNUNNI. Á5: &

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.