Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Side 19
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
31
Iþróttir
liirus ur leik
. b i ' : U i
-sleitinnra liðbandí
„Þetta sýnir þá gífurlegu sam- us liggur nú á sjúkrahúsi í Ásu verður Lárus að vera einn við hann um stöðu í liðinu sem
keppni sem er um stöðumar hjá Vestur- Þýskalandi. og hálfan mánuð í gifsi og annan slasaði hann á umræddri æfingu.
Uerdingen. Okkui- hefði gengið eins tíma mun taka fynr Lárus
betur að sætta okkur við orðinn Láms var í gær skorinn upp að koma sér í æfingu. Þá er eftir Varla þarf að taka fram að
hlut ef þetta hefði átt sér stað í vegna alvarlegra meiðsla sem að komast í liðið og eins og þetta þetta er gífurlegt áfall fyiir Lárus
leik. Það er fullgróft að svona hann varð fyrir á æfingu hjá atvik sýnh- getur ýmislegt þurft en hann var á síðasta keppnis-
lagað skuli koma fyrir á æfing- Bayer Uerdingen fyrir nokkrum að ganga á áður en menn ná að tímabili markahæsti leikmaðm-
um,“ sagði Ása Baldursdóttir, dögum. Lárus lenti í samstuði við tryggja sér sæti í liðunum í Bayer Uerdingen. Þetta er því
eiginkona Lámsar Guðmunds- einn félaga sinn með þeim dapur- Þýskalandi. Samkvæmt heimild- einnig mikið áfall fyrir lið Láms-
sonar knattspymumanns, í legu afleiðingum að innra lið- um DV var það leikmaður hjá ar.
samtali við DV í gærkvöldi. I.,ár- bandið í hné slitnaði. Að sögn Uerdingen sem lengi hefur barist -SK.
i markið 1611 mmutur og
i tap Vals síðan 20. maí
jngar rufu sigutgöngu Valsmanna og skrtust upp í annað sæti 1. deildar
ir að ÍBK hafði sigrað Val á Hlíða-
rendavelli með einu marki gegn engu.
Það var Óli Þór Magnússon sem skor-
aði sigurmarkið á 36. mínútu fym
hálfleiks.
Fram að marki Keflvíkinga höfðu
Valsmenn ekki fengið á sig mark í 1.
deild i heilar 611 mínútur. Síðast skor-
aði Framarinn Guðmundur Torfason
mark hjá Valsmönnum í leik Fram og
Vals þann 6. júní. Þetta var fyrsti tap-
leikur Vals síðan 20. maí en þá töpuðu
Valsmenn öðrum leik sínum í röð á
íslandsmótinu fyrir Blikunum.
Hörmulega lélegt
Leikur Vals og ÍBK í gærkvöldi var
því miður mjög slakur og hreinlega
hörmulega lélegur knattspymulega
séð. Gríðarleg barátta hjá leikmönn-
um beggja liða en lítið sem ekkert um
marktækifæri. Mikið öskrað og
skammast og aðstandendur liðanna
utan vallar gáfú leikmönnum lítið eft-
ir í þeim efnum. Lengst af var leikur-
inn miðjuhnoð og kýlingar og á óvart
kom hve Valsmenn virtust lítið fyrir
að nýta sér breidd vallarins. Sókna-
raðgerðir þeirra voru mjög einhæfar
og framlínan er greinilega veikari
hluti liðsins. Hvort þessi ósigur hefur
einhver áhrif á framhaldið skal ósagt
látið en víst er að liðið verður ekki
meistari ef það sýnir ekki meiri getu
í komandi leikjum.
Keflvíkingar í annað sætið
Ófi Þór Magnússon skoraði sigur-
mark leiksins í gær og var það sérlega
glæsilegt. Hann fékk knöttinn frá Sig-
urði Björgvinssyni í utanverðum
vítateig og skaut fallegu skoti efst í
markhomið, óverjandi fyrir Guðmund
Hreiðarsson í Valsmarkinu. Keflvík-
ingar börðust af miklum krafti og vom
nærri búnir að bæta við öðm marki á
37. mínútu síðari hálfleiks en Guð-
mundur Hreiðarsson varði þá slakt
skot Ingvars Guðmundssonar eftir að
hann hafði komist einn inn fyrir vöm
ÍBK.
Með þessum sigri skutust Keflvík-
ingar í 2. sæti 1. deildar og hafa nú
24 stig en Fram 26 í efsta sæti og leik
inni. Valsmenn duttu niður í þriðja
sætið, höfðu sætaskipti við Keflvík-
inga.
Liðin: Valur. Guðmundur Hreiðars-
son, Þorgrímur Þráinsson, Ársæll
Kristjánsson, Guðni Bergsson, Magni
Pétursson, Hilmar Sighvatsson, Ing-
var Guðmundsson, Siginjón Kristj-
ánsson, Valur Valsson, Ámundi
Sigmundsson(Guðmundur Kjartans-
son), Bergþór Magnússon(Jón Grétar
Jónsson).
Keflavík. Þorsteinn Bjamason, Rúnar
Georgsson(Sigurður Guðnason), Einar
Ásbjöm Ólafsson, Valþór Sigþórsson,
Gunnar Oddsson, Sigurður Björgvins-
son, GísliGrétarsson,SigurjónSveins-,
son, Freyr Sverrisson(Skúli Rósants-
son), Óli Þór Magnússon og Ingvar
Guðmundsson.
• Þorvarður Bjömsson dæmdi leik-
inn. Var hann allt of linur í byijun
og missti leikinn svo að segja út úr
höndunum í lokin. Gul spjöld fengu
þeir Sigurður Björgvinsson, Sigurður
Guðnason og Siguijón Sveinsson, allir
ÍBK.
Maður leiksins: Óli Þór Magnússon,
ÍBK. -SK.
• Em ítalir strax farnir að njósna um
Valsliðið fyrir leik þess gegn Juvent-
us? Þessi ítalski Ijósmyndari var á
leik Vals og Keflavíkur í gærkvöldi
og myndaði leikmenn Vals í bak og
fyrir. DV-mynd Brynjar Gauti
Staðan
1. deild
Staðan eftir leikinn í gærkvöldi í
1. deild:
Valur-ÍBK..................0-1
Fram ....11 8 2 1 25-6 26
Keflavík.... ..12 8 0 4 15-14 24
Valur ..12 7 2 2 18-5 23
Akranes.... ..11 5 2 4 17-10 17
KR ..11 3 5 3 13-9 14
Þór ..11 4 2 5 14-20 14
FH ..11 4 1 6 17-20 13
Víðir ..11 3 2 6 7-14 11
UBK ..11 3 2 6 9-19 11
ÍBV ..11 1 2 Q 9-25 5
• Preben Elkjær.
Rosatilboð
í Elkjær
- Monaco býður 75 milljónir
Franska liðið Monaco, sem leikur í
l.deild, hefur boðið ítalska liðinu Hellas
Veróna 75 milljónir króna í danska
landsliðsmiðherjann Preben Elkjær
Larsen. Það er gríðarleg upphæð fyrir
leikmann sem er að verða þrítugur.
Forráðmenn ítalska liðsins hafa enn
ekki tekið ákvörðun um hvort þeir selja
Danann harðskeytta. Þeir hafa þegar
látið Þjóðverjann Hans-Peter Briegel frá
sér en hann og Elkjær áttu mestan þátt
í því að Hellas Verona varð ítalskur
meistari 1985. Briegel tók stöðu Skotans
Graeme Souness hjá Sampdoria. Verona
er að reyna að fá Thomas Berthold,
þýska landsliðsbakvörðinn, frá
Eintracht Frankfurt. Hann er aðeins 21
árs og stóð sig mjög vel á HM í Mexíkó.
Ef Preben Elkjær fer til Monaco, sem
miklar líkur virðast á, mun hann leika
þar með öðrum dönskum landsliðs-
manni, Sören Lerby, sem franska liðið
keypti í vor frá Bayem Múnchen.
hsím
Nýrstjóri
hjá Skotum
- hefur aldrei verið sfjóri áður
„Það að vera þjálfari landsliðsins
verður í raun ekki svo ólíkt því sem ég
hef verið að gera með unglingaliðunum.
Ég sat á Ázteca leikvanginum fyrir
framan 90.000 áhorfendur, sem hentu
flöskum og öðm lauslegu að okkur, og
stjómaði unglingalandsliðinu í heims-
meistarakeppninni þar. Sá sem þolir það
getur tekið öllu,“ sagði Andy Roxburgh
sem hefúr nú verið ráðinn landsliðs-
þjálfari Skota. Ráðning hans kemur
mjög á óvart en hann hefur aldrei verið
í framkvæmdastjórastöðu áður. Rox-
burgh hefúr séð um þjálfúnarmál hjá
unglingalandsliðum Skota að undan-
fömu. Hann var meðal annars tekinn
fram fyrir Billy McNeill, framkvæmda-
stjóra Manchester City, ogJim McLean,
framkvæmdastjóra Dundee United.
Roxburgh tekur við af Alex Ferguson,
firamkvæmdastjóra Aberdeen, sem hljóp
í skarðið þegar Jock Stein lést. Rox-
burgh, sem er 42 ára, tekur við ákaflega
erfiðu starfi en Skotar gera ávallt mikl-
ar kröfúr til landsliðs síns. -SMJ
Víðir-Akranes
Akumesingar bregða í kvöld undir sig
betri fætinum og leika gegn Víðismönn-
um í 1. deildinni í knattspymunni.
Leikurinn hefst kl. 20.00.
Á sama tíma leika KA og KS í 2. deild
á Akureyri. -SK.
V*
■r