Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 30
-M2 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. SM4 sHí Uppáhald vikunnar Owen Paul - My Favorite Waste of Time (EPIC) Ef menn fá þetta lag ekki á heilann hafa þeir hreint engan sans fyrir léttum smellum og ættu að snúa sér að öðru. Grínlaust er þetta ein besta dægurfluga sumarsins: engin stórbrot- in tónsmíð, en hefur allt sem góður smellur þarf að hafa til brunns að Sera. Önnur áhöld Big Country - The Teacher (MERCURY) Það var kominn tími til að gamli Bonanza-gítarinn yrði tekinn í gagnið aftur - hann ljær (flott orð?) þessu lagi hugljúfan sjarma. Skriðjöklar - Hesturinn (JIÐSKRÖKLAR) Þeir eru hreint ekki af baki dottnir þessir akureyrsku skriðjöklar. Lagið könn- umst við við við við síðan í vetur og það hefur ekkert versnað síðan þá. Þeir eru léttir og skemmtilegir þess- ir strákar og ódýrari plötur fást ekki. Pétur og Bjartmar - Fimmt- án ára á föstu (STEINAR) Sveitamennskan svífur hér yfir vötunum, lagið erlent sveitalag en textinn eftir Bjartmar og ekki beint á sveitalínunni þó hann hefj- ist í útilegu uppí sveit. Þetta sómir sér vel á sveitaböllu'num og á eflaust eftir að heyrast víða í sumar. Steve Winwood - Higher Love (ICELAND) Gömlu brýnin í rokkinu hafa verið að sanna sig að undanförnu og bara gengið vel. Mér er til efs að Steve Winwood hafí samið létt- ara lag í áraraðir. Það örlar á smá Phil Collins keim af laginu en það er ekki verra. Einfaldlega stórgott lag. Rod Stewart - Love Touch (WB) Roddi kallinn kemur alltaf aftur hvað sem allar hrak- spár segja; hér með dágott lag úr einhverri kvikmynd og það verður ekki af Rodda skafið að hann er með betri rokksöngvurum þegar honum tekst vel upp. Vonleysi Vikunnar Modern Talking - Atlantis Is Calling (SOS FOR LOVE) (HANSA) Þessir þýsku súkkulaði- drengir eru eitthvert það j afnleiðinlegasta fyrirbæri sem heyrst hefur í á undan- förnum árum. Væmnari vælukjóum er leitun að og sendi ég þýsku þjóðinni hugheilar samúðarkveðjur fyrir að þurfa að sitja uppi með þetta. En hver hefur sinn djöful að draga. -SþS- Bubbi Morthens - Blús fyrir Rikka Ævisagan öll? Vitur maður sagði eitt sinn: „Ævi- sagan er endapunkturinn.“ Honum skjátlaðist. í Bubba tilviki er hún tví- punktur. Hér segir hann skilið við tímabil sem valdið hefur hvað mestum usla í tón- listarlífi íslendinga. í upphafi var ísbjamarblús, í dag er róið á önnur mið. Blús fyrir Rikka segir viðburða- ríka sögu. Plötumar geyma alls tuttugu og þrjú lög og þar kennir ýmissa grasa. Mest ber á baráttu- söngvum með eða á móti hinum ýmsu þáttum jarðlífsins: her, kjamorku, ást, eiturlyfjum, lífsgæðakapphlaupi, Guð- mundi J... Bubba er ekkert heilagt. Lögin em ýmist tekin upp á tónleikum eða í stúdíó Sýrlandi. Undantekning frá þessu em þó Eins og gengur, sem tekið var upp 1980. Það er eitt besta lag plötunnar og textinn napurt háð á ímyndað æðmleysi sæfara. Tvennt má tína til sem varpar skugga á þessa einstöku útgáfu. Ann- ars vegar er hún sundurlaus. Lögin á plötunum tveim em sitt úr hverri átt- inni, ýmist af tónleikum eða úr stúdíói. Þeim er engan veginn raðað nógu skipulega á hliðamar. Hins vegar má lengi um það deila hvort lagavalið gefúr nægilega góða mynd af því sem Bubbi hefur verið að gera á þessum árum. Ég sakna að minnsta kosti sár- lega Paranoiunnar. Efhorft er fram hjá þessu er ljóminn skær. Það sjást engir skuggar í lögum eins og Rauðum fánum, Eins og geng- ur, Vilmundur, Haustið á liti, Giftu þig 19 og Blindskerinu. Þar er Bubbi eins og kóngur i ríki sínu. Svo maður tali nú ekki um þegar meistari Megas stígur fram. Þeir kumpánar taka brag- inn um byttuna Jónas og Siggu á borði 23 í ísbiminum (ég meina Granda). Sá flutningur er stórkostlegur. Nú er spumingin hvað taki við. Trúbadortímabilið er að baki segir Bubbi. Blús fyrir Rikka staðfestir það. En ævisagan er varla meira en hálfti- uð. Upphafekaflinn var svo sannarlega eftirminnilegur. Hvemig skyldi bókin enda? -ÞJV Madonna - True Blue Maradona poppsins Því er ekki að neita að stúlkukindin Madonna er einhver skærasta stjama poppheimsins sem fram hefur komið á síðustu árum. Hvert lagið á fætur öðm hefur náð toppsætum vinsældalista útum allan heim og siðasta breiðskífa maddömunnar - Like A Virgin - sat lon og don á breiðskífulistum um allan heim. Vegna alls þessa umstangs í kring- um jómfrúna, sem orðið hefur, var beðið eftir þessari nýju breiðskífu hennar með töluverðri eftirvæntingu: skyldi hún verða ein af þessum bólum sem verða blöðrur og springa svo, eða skyldi hún sýna og sanna að það var engin tilviljun og smart sölumennska sem gerði það að verkum að hún sló í gegn? Eftir að hafa hlustað á Tme Blue um nokkurt skeið er ég ekki í vafa um að Madonna er komin til að vera, og það leikur enginn vafi á því að við stöndum frammi fyrir nýju Madonnu- æði næstu misseri. Málið er nefnilega svo einfalt að Tme Blue er plata pökkuð smellum, sem bíða þess eins að vera gefiiir út á smáskífum og svo taka þeir flugið uppá toppinn. Án gríns held ég að í viðbót við þau tvö lög plötunnar sem þegar hafa náð toppnum, Live To Tell og Papa Dont Preach, muni lögin Open Your Heart, Where’s The Party, True Blue, La Isla Bonita, Jimmy Jimmy og Love Makes The World Go Round sömuleiðis ná toppnum eða að minnsta kosti fara langleiðina þangað. Það er aðeins eitt lag á plötunni sem ég er efins um að verði smellur, White Heat, en þó er aldrei að vita þegar Madonna á í hlut. En það er ekki nóg með að Tme Blue sé hlaðin smellum heldur em þetta allt saman gæðalög miðað við létta popptónlist yfirhöfúð. Madonna, sem semur öll lög plötunnar utan eitt, að vísu í samstarfi við aðra, fellur ekki í þá gryfju að gera alltof einfalda og leiðigjama smelli, heldur em lögin vel uppbyggð, vel útsett og yfir þeim einhver klassakeimur sem ekki margir lagasmiðir í þessari deildinni geta stát- að af. Tme Blue er einfaldlega góð popp- plata, án efa ein sú besta sem boðið verður uppá á þessu ári. -SþS- Genesis - Invisible Touch Virtir en staðnaðir Þegar Peter Gabriel yfirgaf Genesis fyrir nokkrum árum vom flestir á því að dagar hljómsveitarinnar væm tald- ir. Hann var sá sem hafði haft forystu og var söngvari hljómsveitarinnar. Svo var þó ekki. Þeir þrír sem eftir vora, Tony Banks, Phil Collins og Mike Rutherford, ákváðu að halda áfram án þess að bæta nokkrum við. Phil Collins tók við söngnum og kann- ast sjálfeagt flestir við eftirleikinn. Collins er orðinn eitt stærsta númerið í bransanum, er ásamt því að vera í Genesis eftirsóttur lagahöfundur og upptökustjómandi og sólóferill hans hefur hingað til verið með miklum glæsibrag. Það er því nokkuð ljóst að Phil Collins þarf ekki á Genesis að halda en ’hann hefur haldið tiyggð við sína gömlu félaga og hefur nú nýjasta af- kvæmi Genesis, Invisible Touch, litið dagsins ljós. Ekki er hægt að segja að sú plata sé enn ein skrautfjöður í hatt Genesismanna. Lögin em í heild með- almennskan uppmáluð. Eitt og eitt lag sem grípur við fyrstu hlustun, eins og titillagið Invisible Touch sem hefur notið töluverðra vinsælda að undan- fömu. En það, eins og önnur lög á plötunni, skilur lítið eftir við frekari hlustun. Þó er ekki hægt að ganga fram hjá því sem vel er gert. Þremenningamir hafa greinilega reynt að brjóta ísinn í lögum eins og Tonight, Tonight, Tonight sem er sérkennileg tónsmíð, góð á köflum en í heild of langdregin, og The Brazilian sem er eingöngu spil- að. Lofar góðu í byrjun en endar eingöngu sem fingraæftngar fyrir með- limi hljómsveitarinnar. Áhrif Phils Collins em greinilega mjög sterk innan Genesis þótt þeir séu allir skrifaðir fyrir lögunum. Hann syngur öll lögin með sinni sérstöku og skemmtilegu rödd. Það er því svo að maður hefur það alltaf á tilfinning- unni að þetta sé aðeins enn ein platan með Phil Collins. Framtíðarhorfur Genesis em að mínu mati ekki bjartar. Frést hefúr að Mike Rutherford sé kominn af stað með hljómsveit og Collins er maður mjög upptekinn. Genesis mun því að líkindum fljótlega heyra fortíðinni til ef afraksturinn verður ekki betri en á Invisible Touch. -HK. POPP SMÆLKI Sæl nú!... George Michael hefur tiikynnt að hann ætli að taka sér mánaðarfri frá störfum á meðan hann skipuleggur fram- tíð sina sem tónlistarmanns, en hann er nú einn sins liðs einsog kunnugt er eftir að Wham! hætti. Einhvemtíma í ágúst er svo rneiníngin að hann hefji vinnu við væutanlega sóló- hreiðskifu sina. Sögusagnir hafa verió á kreiki þess efnis að Michael hygðist stofna nýja hljómsveit með David nokkrum Austín en þeim hefur verið neit- aö. Engu að siður telja fróðir að David þessi Austín nruni koma við sögu á sólóplötu Mic- haels... Fleiri sögusagnir. Allt síðan um áranrót hafa speking- ar leitt getum að þvi að Holly Johusou væri að yfirgefa Fraukie Goes To Hollywood og á þessu var breska slefpressan enn aó hnykkja i síðustu viku. Holly hefur nú sjálfur gefið út yfirlýsingu um að hann sé alls ekki á þeim buxunutn að hætta i Frankie Goes To Hollywood, allt sé þar með besta móti inn- anborðs, nýja platan Cathy Curse And The Livid Dick sé i burðarliðnum og smáskifan Rage Hard sé væntanleg innan tiðar... Julian Lennon má nú búa við þær hremmingar að fyrr- um sambýfiskona hans, Debbie Boyland, miglekur nú öllu um samlif þeirra hjónakorna i bresku slefpressuna sem sleikir útum af ánægju... Norsku drengirnir i A-Ha cru uú á heimsreisu og gera allt vitlaust Itvar sem þeir koma. Þaö er hreint ótrúlegt að þeir hafa að- eins gefið út eina plötu til þessa og er ég efins um að nokkur hljómsveit hafi fengið aðrar eins viðtökur með sinni fyrstu plötu. Og þessar víðtökur eru nú búnar að gera þessa huggu- legu drengi að múltimillum, til dæmis voru þeir að undirrita á dögunum auglýsingasamning við japanska tyrirtækið Canon, sem hljóðar uppá litla eina milfjón doilara og reikni nú hver sem betur getur... Hljóm- sveitin Propaganda, sem vakti fyrst á sér athygli í fyrra, hefur nú klofnað í tvennt. Söngkonan snjalla. Claudia. verður áfram á snærum ZTT hljómplötufyrir- tækisins en afgangur hljóm- sveitarinnar var látinn róa og rær nú á önnur miö... alltai má fá annað skip og annað föru neyti... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.