Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Page 13
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986.
13
Stokkið á bólakaf í Sogíð við Steingrímsstöð, en þar er vatnið ákaflega tært og hentar því ágætlega til æfinga.
Jakob og Páll búa sig undir að kafa. Þeir fara báðir til Bandarikjanna í sept-
ember til þess að afla sér kennararéttinda i sportköfun.
sem vélaverkfræðingur á Vellin-
um, en hafði staðið fyrir kafara-
námskeiðum þar í frístundum
sínum.
Þegar Greg var sagt hvemig
ástandið væri hér, og frá öllum
slysunum meðal íslenskra kaf-
ara, var hann strax tilbúinn til
að hjálpa, af hugsjónaástæðum
einum saman. Hann gat að vísu
ekki haft nema þetta eina nám-
skeið, þar sem hann fór alfarinn
til síns heima í vikunni, en hefúr
lagt metnað sinn í að aðstoða
Sportkafarafélagið við að koma
þessum málum í almennilegt
horf. Meðal annars fara fynr
hans tilstilli að minnsta kosti
tveir íslenskir sportkafarar á
kennaranámskeið hjá NAUI í
september og hann hefur skrifað
í NAUI-tímarit um reynslu sína
hér, og boðist til að hafa milli-
göngu vilji menn koma hingað
og kenna köfun.
Langt á eftir öðrum
„ísland er fimmtán til tuttugu
árum á eftir öðrum þjóðum í
þessum efiium. í veiflestum vest-
rænum löndum gilda strangar
reglur um köfún. Raunar má
segja að ástandið á íslandi sé
mjög svipað því sem var í Banda-
ríkj unum fyrir tuttugu og fimm
árum. Þá var hver að bauka í
sínu homi og slys voru mjög tíð.
Eini staðurinn þar sem menn
gátu lært köfun var í hemum.
Og það voru einmitt menn þaðan
sem stofnuðu fyrstu kafaraskól-
ana, því þeir sáu þörfina á
almennilegri kennslu. Smám
saman komst síðan skipulag á
þetta, menn samræmdu þekk-
ingu sína og settu reglur til að
tryggja öiyggi kafara. Nú getur
enginn kafað nema hafa skírteini
frá einhverjum hinna tíu kafara-
kennarasambanda sem starfa í
Bandaríkjunum.
Meö öltu vegur útbúnaður kafara
30-40 kíló. Kafarínn firmur þó ekk-
ert fyrir því i vatninu.
í dag eru um það bil átta millj-
ónir virkra kafara í Bandaríkj-
unum. Engu að síður er mjög
sjaldgæft að heyra um slys á
köfurum.
Einkennisorð NAUI er öryggi
gegnum fræðslu, því við trúum
því að með því að fræða kafara
sé hægt að fækka slysum nánast
niður í ekki neitt. Fólkið á þessu
námskeiði var allt góðir kafarar,
sumir hveijir búnir að kafa næst-
um jafnlengi og ég, en þau gerðu
öll mistök. Höfðu öll slæmar
venjur.“
Hver sem er getur hoppað út í
„Vandamálið er að hér geta
allir keypt sér búning og hoppað
út í,“ sagði Jakob Kristjánsson,
einn þeirra sem sótti námskeiðið
hjá Greg. „Það fylgja því gífur-
legar breytingar að kafa. 011
líffræðileg lögmál breytast. Ef
menn ekki kunna skil á þessu
er mjög auðvelt að verða ofsa-
hræddur, og þá er stutt í slysin.
Sé hins vegar öllum reglum fylgt
er köfun mjög öruggt sport. Níu-
tíu og níu prósent af öllum
slysum sem verða við köfun eru
vegna mannlegra mistaka, það
er að segja ekki er farið eftir
öryggisreglum."
Jakob, eins og reyndar fleiri af
þessu námskeiði, er enginn byij-
andi í köfún. Hann hefur kafað
í nokkur ár. Engu að síður taldi
hann sig hafa lært mikið og und-
ir það tóku hin samstundis.
„Það er markmið allra sem
voru á þessu námskeiði,“ sagði
Jakob, „að gera þessa íþrótt ör-
uggari og efla virðingu manna
fyrir þessu sporti. Við sem vorum
á þessu námskeiði komum til
með að smita út frá okkur og
getum miðlað öðrum af okkar
reynslu og þekkingu. Þannig
munu þessi mál smám saman
þokast í almennilegt horf. Allir
kafarar ættu að taka höndum
saman frá og með deginum í dag
og sameinast um að gera sport-
köfun að öruggri íþrótt. En fyrsta
skilyrðið er náttúrlega að geta
boðið upp á námskeið. Það þýðir
ekkert að vera að banna mönn-
um að kafa án þess að hafa
réttindi, ef ekki er hægt að bjóða
upp á námskeið til þess að öðlast
þessi réttindi “
„Köfun er í sjálfu sér ekkert
mál, menn þurfa bara að anda
eðlilega,“ sagði Greg. „Málið er
hvemig á að bregðast við ef eitt-
hvað fer úrskeiðis, ef til dæmis
loftið klárast eða ef kafarinn er
of blýjaður, of þungur og byijar
að sökkva. Um það snýst þetta
námskeið.
Námskeiðið snýst um að kenna
mönnum að koma sér ekki í að-
stæður sem þeir geta ekki ráðið
við og að bregðast rétt við smærri
vandamálum. Langflest slys sem
verða við köfun stafa af fáfræði.
Menn em fáfróðir um eigið lík-
amlegt ástand, fáfróðir um þær
aðstæður sem þeir em að fara
að kafa við og j afiivel um út-
búnaðinn sem þeir ætla að nota.
Algengustu mistökin sem kaf-
arar gera er að verða loftlausir
sem stafar af því að menn skipu-
leggja köfun sína ekki nógu vel,
eða hafa ekki réttan búnað, til
dæmis loftþrýstimæli.
Flest slys á köfurum verða hins
vegar við yfirborðið, og þá eink-
um að lokinni köfun. Þá em
menn þreyttir, en eiga eftir að
synda nokkur hundruð metra í
land. Menn tíma ekki að losa sig
við neitt af útbúnaðinum, enda
dýrar græjur, og þekkja ekki
augnablikið þegar það verður
lífsspursmál að létta sig. Afleið-
ingamar em hræðilegar. Al-
gengt er að sj á hér kafara án
flotvestis, en í Bandaríkjunum
fær enginn kafari að kafa án slíks
vestis,“ sagði Greg.
Þrjátíu metrar eða minna
Nálnskeiðið tók átta vikur og
skiptist í bæði bóklegt og verk-
legt nám. Að loknum bóklega
hlutanum, þar sem meðal annars
var farið vel í köfunareðhsfræði,
tóku nemendumir próf sem þeir
urðu að standast til þess að vera
hleypt í verklega hlutann. Byrjað
var á æfingum í sundlaug, en síð-
an þarf lágmark sex kafanir með
kennara í opnu vatni eða sjó til
þess að fá NAUI-skírteinið.
Sportkafarar leggja áherslu á
að námskeið sem þessi veiti
mönnum einungis réttindi til að
stunda köfun sem sport, sjálfum
sér til ánægju, en ekki til að
vinna við köfun. Atvinnuköfun
og sportköfim er tvennt ólíkt
segja þeir. Atvinnukafarar em
þjálfaðir til að vinna á meira
dýpi og undir mun meira álagi.
Sportköfun er skilgreind sem
köftm á þijátíu metra dýpi eða
minna, sé farið dýpra er ekki
lengur um sportköfun að ræða.
Þessi viðmiðun er til komin af
því að sé kafaðá þrjátíu metra
dýpi eða minna getur kafari stig-
ið beint upp á yfirborðið hvenær
sem er, án þess að þurfa að hafa
áhyggjur af þrýstingsmun. Með
beinni uppstigningu er átt við að
kafari fari rakleitt til yfirborðsins
með hraða sem er átján metrar
á mínútu. F ari hann hraðar er
viss hætta á kafaraveiki vegna
of snöggrar þrýstingslækkunar.
Sé kafað á þrjátíu metra dýpi eða
minna kemst kafarinn upp á yfir-
borðið á innan við tveimur
mínútum, sem ætti í flestum til-
vikum að duga lendi hann í
vandræðum, verði loftlaus eða
eitthvað slíkt.
Gósenland kafara
Astandið í málefiium kafara er
ekki gott hér á landi, þó horfa
menn fram á bj artari tíma í þeim
efnum. En fá lönd bjóða upp á
skemmtilegri staði til að kafa á
en Island, segir Greg Davis.
„Vötnin hér eru fallegri heldur
en nokkrum öðrum stað sem ég
hef kafað á, og hef ég þó kafað
víða um allan heim. Vötnin hér
er tærari en nokkur sundlaug.
ísland er gósenland allra sport-
kafara. Strandlengjan og vötnin
hér eru með því besta og mest
spennandi sem sportkafari kemst
í. Hér er svo margt ókannað og
nýtt að sjá. Þótt ég kafaði hér
það sem efitir væri ævinnar væri
ég samt alltaf að uppgötva eitt-
hvað nýtt. Heima í Florida getur
maður farið eftir strandlengjunni
kílómetra eftir kílómetra án þess
að sjá nokkuð annað en sand.
Þar er sums staðar hreinlega
leiðinlegt að kafa. Hér verður
köfun aldrei leiðinleg,“ sagði
Greg.
Greg sagðist sannfærður um
það að ef aðstæður væru fyrir
hendi hér gæti ísland orðið vin-
sæll sumarleyfisstaður fyrir
kafara. Köfun er mjög vinsælt
sport, til dæmis í Bandaríkjun-
um, og hægur vandi, segir Greg,
að laða menn hingað þúsundum
saman, því leitun sé að meira
spennandi stað. En til þess að
slíkt væri mögulegt þarfmikið
að breytast, því hér er engin að-
staða til að taka á móti ferða-
mönnum sem hingað vildu koma
til að kafa, hvað svo sem síðar
verður.
„Annað sem er sérstakt við ís-
land,“ sagði Greg, „er hve skil-
yrðin hér eru erfið. Óútreiknan-
legt veðrið og ofsakuldinn sem
er hér, bæði í sjó og vötnum,
skapar auknar hættur sem kafar-
ar annars staðar þurfa kannski
ekki að horfast 1 augu við. Það
þýðir líka að kafarar, sem lært
hafa að kafa á íslandi, ráða við
að kafa hvar sem er.“
-VAJ