Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Síða 19
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. 19 Sigurður G. Tómasson og Vilborg Halldórsdóttir að loknum fyrsta þættinum á Bylgjunni. DV-mynd PK -sagði Sigurður G. Tómasson eftirfyrstu útsendinguna Með Sigurði við hljóðnemann þennan fyrsta morgun var Vilborg Halldórsdóttir sem í framtíðinni á eftir að koma meira við sögu á Bylgj- unni. Hún hefur tekið að sér kvöld- þætti þannig að eldraunin hennar í útsendingunum bíður þess að dag- skrá stöðvarinnar nái fullri lengd nú eftir helgina. „Hún var bjargvætturinn minn í þættinum," segir Sigurður. „Mér finnst líka betra að hafa tvær raddir í svona þætti og hafa þá karlrödd og kvenrödd. Það hljómar betur. En ég veit ekki hvort þetta er karlrembu- sjónarmið eða einfaldlega kven- semi.“ Fyrsti gestur Sigurðar var Davíð Oddsson borgarstjóri, sem ræddi stemmninguna á afmælisári borgar- innar og valdi lög við hæfi. „Svona fínir gestir setja jafnlítillátan og feiminn mann og mig út af sporinu. Ég týndi fóninum í eins og fimm mínútur sem er heil eilífð í útsend- ingu.“ „Það koma alltaf fram hnökrar, Sigurður," grípur Einar útvarps- stjóri fram í. „Við skulum ekki gera okkur grillur. Málin verða að fá að þróast. Það er útilokað að allt geti gengið snurðulaust á fyrsta degi.“ Og útvarpsstjórinn er rokinn með það sama. - En Sigurður, nú hefur þú verið kenndur við vinstrimennsku en nýj- ungamar í fjölmiðluninni eigna menn hægri mönnum. Ert þú ekki á rangri hillu? „Ef við vinstrimenn ætluðum að útiloka okkur frá öllum kapítalisma gætum við ekki einu sinni farið út í búð. Það er fáviska að ætla sér að loka augunum fyrir því sem er að gerast. Við verðum að vera með. En hér vinn ég sem dagskrárgerðarmað- ur og gegni ekki öðrum skyldum en að vinna mín verk af fagmennsku. Það eru einu skilyrðin sem mér eru sett.“ - Þú ert þekktastur fyrir að gagn- rýna fjölmiðlamenn fyrir vont málfar. Öttastu ekki að nú vilji margir hefna sín? „Ég á fátt mér til afsökunar en ég hef margoft sagt að það gildir ekki það sama um talað mál og ritað. En Við eigum 40 ára afmæli mánudaginn 1. september og ætlum að bjóða gestum og gangandi að njóta með okkur veitinga og léttrar tónlistar í Samvinnutryggingahúsinu Ármúla 3, í tilefni Veitingar verða einnig á boðstólum á stærstu umboðsskrifstofum okkar úti á landi. Sjáumstámánudaginn „Það er ef til vill mont að líkja útsendingu í útvarpi við lífsháska en þessir fyrstu tveir tímar voru mesta martröð lífs míns,“ sagði Sigurður G. Tómasson, stjórnandi morgun- þáttarins á Bylgjunni. „En það er gaman að þessu,“ bætti hann við um leið og hurðin að hljóðstofunni féll að stöfum. „Ég sé strax að það eru hundrað hlutir sem þarf að endurbæta og það verður gert. Það er meira en að segja það að vera í tveggja tíma beinni útsendingu og stjórna öllu,“ sagði Sigurður. Það er nýmæli hjá Bylgj- unni að hafa ekki tæknimenn við útsendingar heldur sjá dagskrár- gerðarmenn einnig um þá hlið mála. „Það er erfiðara að hafa ekki tæknimann sér til halds og trausts," segir Sigurður, „en fyrir utan spam- aðinn fyrir stöðina í mannahaldi þá þýðir þetta að dagskrárgerðarmenn- irnir verða miklu nákomnari hlust- endum.“ Ætlar þú að leggja áherslu á per- sónulegan stíl í þáttum þínum? „Ég hef aldrei hugsað mér að stillinn verði persónulegur í því sem ég hef áður gert fyrir útvarp en hver maður hefur sinn stíl og hann kemur fram hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Fyrirmyndir mínar eru Jón Múli og Pétur Pétursson. Þeir hafa talað við hlustendur eins og fólk. Ég vil endilega ná því.“ ég er orðinn það sjóaður að ég er ekkert hræddur við gagnrýni," sagði Sigurður G. Tómasson. GK SAMVINNU TRYGGINGAR „Mesta martröð lífs míns‘ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.