Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. Utlönd Fjöldi flóttamanna marg- faldast á einum áratug TóH milljónir flóttamanna hírast nú við illan leik í flóttamannabúðum víös vegar um heim eftir að hafa orðið að flýja heimkynni sín sökum stríðsátaka og náttúruhamfara. Tólf milljónir flóttamanna hírast nú við illan leik í flóttamannabúðum um allan heim eftir að hafa orðið að flýja heimkynni sín sökum stríðsátaka, borgarastyijalda og hungursneyðar, samkvæmt nýjustu tölum alþjóðlegra hjálparstofaana er haft hafa málefai flóttafólks á sinni könnu. í kjölfar stofaunar Sameinuðu þjóðanna eftir síðari heimsstyrjöld tók sérstök stofaun S.Þ., fyrirrennari núverandi Flóttamannastofaunar samtakanna, að sér málefai yfir þrjá- tíu milljóna flóttamanna um heim allan er hvergi áttu höfði sínu að að halla eftir hildarleik heimsstríðs- ins. Frá árinu 1947 tókst stofauninni að búa yfir einni milljón flóttamanna öruggt heimili á fjórum árum. Vandamálið breyst Á síðasta áratug hefur eðli flótta- mannavandamálsins töluvert breyst frá fyrstu árum efitir síðari heims- styrjöld. Hefúr áratugurinn ein- kennst af milljónum flóttamanna er flýja heimalönd og leita hælis í fjar- lægum ríkjum, oft í öðrum heimsálf- um. Er þar skemmst að minnast bátafólksins svokallaða frá Víetnam er í tugþúsundatali hefur flúið kommúnistastjómina í heimalandinu og nú á síðustu vikum á annað hundrað tamílskra flótta- manna er bjargað var undan strönd Nýfundnalands á bátkænum í tví- sýnu veðri. Á síðasta áratug hefur fjöldi flótta- manna í heiminum margfaldast. Mesti flóttamannastraumurinn er til kominn vegna stríðsátakanna í Afganistan, eftir innrás Sovétmanna i landið árið 1979. Á skömmum tíma neyddust milljónir Afgana til að flýja föðurland sitt vegna harðnandi stríðsátaka í heimahémðum. Flóttamannastraumur Afgana er mestur til nágrannalandsins, Pakist- an, er orðið hefúr að leita aðstoðar alþjóðlegra hjálparstofaana við að hýsa og vista þær þijár milljónir Afgana sem talið er að flúið hafi til Pakistan á síðustu sjö árum. Afganir hafa einnig flúið yfir til Iran og áætla þarlend stjómvöld að rúmlega tvær milljónir Afgana hafi nú varanlegt aðsetur í Iran. Annað meginverkefai alþjóðlegra flóttamannastofaana er vandamál Palestínumanna er barist hafa fyrir stofaun sjálfetæðs ríkis Palestínu- manna í áratugi. Frá stofaun ísraels- ríkis árið 1949 hefur þjóð Palestínu- manna ekki fundið sér griðastað og hefur haft aðsetur í fjölmörgum ríkj- um fyrir botni Miðjarðarhafe. Hjálparstofaanir áætla fjölda heimilislausra Palestínumanna að minnsta kosti tvær milljónir. Palest- inuvandamálið er meginorsök þeirra átaka og spennu er ríkt hefur í Mið- austurlöndum frá stofaun Ísraelsrík- is í landinu helga, landsvæði er Palestínumenn telja sitt og stofaa vilja þjóðríki sitt á. Af öðrum svæðum veraldar, er átt hafe við alvarleg flóttamannavanda- mál að stríða síðustu ár, má nefaa Mið-Ameríku þar sem hundruð þús- unda hafa orðið að flýja heimili sín sökum stríðsátaka. Hjálparstofaun- um hefúr ekki orðið eins ágengt með aðstoð við heimilislausa í Mið- Ameríku sökum ótryggs ástands í heimshlutanum og þeirrar stað- reyndar að flóttamannavandamálið er útbreitt í flestum ríkjum álfunnar og þar af leiðandi ekki um marga griðastaði að ræða fyrir þá íbúa álf- unnar er flúið hafa ástandið í heimahéruðum. Hjálparstofaanir áætla að aðeins hafi tekist að aðstoða um 120 þúsund flóttamenn Mið-Ameríku frá þvi borgarastríðið í Nicaragua braust út af alvöru árið 1979. Alltlagtað veði Langvarandi þurrkar í Afríku, sér- staklega í Eþíópíu undanfarin þijú ár, hafa skapað miklar hörmungar í heimsálfunni. Milljónir hafa látist úr hungri og enn fleiri orðið að flýja harðindi heima fyrir. Hjálparstofa- anir áætla að aðeins í nágrannarík- inu Súdan, er einnig hefúr orðið illa úti sökum langvarandi þurrka, séu nú rúmlega 700 þúsund flóttamenn frá Eþíópíu. í Austurlöndum fjær bíða tug- þúsundir flóttamanna eftir að komast úr landi og hefja nýtt líf í nýjum heimkynnum. Tugþúsundir hafa lagt líf sitt að veði og flúið land á yfirfullum smábátum og freistað þess að komast í var á erlendri strönd þar sem hægt væri að hefja nýtt líf. Aðeins í Thailandi eru nú 120 þús- und flóttamenn frá Víetnam er bíða eftir tækifæri til að komast til Evr- ópu eða Norður-Ameríku til að hefja þar nýtt líf. Að auki fjölgar nú flótta- mönnum stöðugt á Sri Lanka, er flúið hafa átök tamíla við stjómarher landsins, og í suðurhluta Afríku, er flosnað hafa upp frá heimilum sínum í kjölfeir átaka og vaxandi spennu í samskiptum Suð- ur-Afríkulýðveldisins og blakkra nágrannaríkja í norðri. Endalok Persaflóastríðs ekki fyrirsjáanleg Styijöldin við Persaflóa hefúr nú staðið í sex ár og segja sérfræðingar að litlar horfúr séu á því að þessi styijöld, sem sundrað hefúr aröbum, fái skjótan endi. Sáttatilraunir ýmissa aðila, allt frá Sameinuðu þjóðunum til samtaka múhameðs- trúarmanna og samtaka óháðra ríkja, hafe verið árangurslausar. Stjómvöld í Kuwait sögðu í síðast- liðnum mánuði að þess væri vænst að rætt verði um friðartilraunir á fundi stórveldanna síðar á þessu ári. Sendifulltrúar á staðnum draga í efa að stórveldin geti komið einhverju til leiðar, sérstaklega þar sem and- legur leiðtogi írans, ayatollah Khomeini, hefur eindregið hafaað hvers konar gerðardómi. Segir hann að baráttan haldi áfram þar til sigur hefúr unnist og fúllyrðir hann að það verði fljótlega. Skilyrði Friðarskilyrði íraks eru þau að íran afturkalli allt herlið sitt til landamæra sem em viðurkennd á alþjóðlegum vettvangi, að skipst verði á öllum stríðsfongum og að löndin skipti sér ekki af innanríkis- málum hvort annars. íran fer fram á að írak afturkalli allt herlið sitt, að Saddam Hussein forseti og stjóm hans fari frá völdum og að greiddir verði margir milljarð- ar dollara í viðgerðarkostnað. Arabaríkin við Persaflóa og flest önnur arabaríki styðja írak, en Líbýa og Sýrland, sem em óvinveitt stjóminni í írak, veita stjóminni í Iran stuðning sinn. Erfitt er að komast að raun um óánægju almennings með stríðið í báðum löndunum þar sem andstaða gegn því er ekki liðin. I íran er til dæmis litið á það sem vott um stuðn- ing við byltinguna þegar menn em fiísir til að berjast. Gamall fjandskapur Það hefúr löngum ríkt fjandskapur milli araba og Persa en aðalorsökina til stríðsins má rekja til óánægju íraks með samkomulag sem gert var 1975 um landamærin meðfram Shatt al-Arab simdinu. írak óttaðist einnig útbreiðslu múhameðstrúar og stjómmálaöngþveiti eftir byltinguna í Iran 1979. Er sagt að írak hafi talið það auð- veldan leik að ráðast á íran vegna ringulreiðar eftir byltinguna. En Persar sóttu á og 1982 hafði herlið íraks hörfað aftur til landamæranna. Hvomgur aðilinn hefúr gefið upp tölur yfir fjölda fallinna. Samkvæmt bandarískum heimildum er tala fall- inna í íran 235.000 og 400.000 hafa særst. írak hefur misst 80.000 her- menn og 170.000 hafa særst. Alþjóða Rauði krossinn segir að íran sé með 70.000 stríðsfanga í haldi og írak með milli 10.000 og 15.000. Allar sáttatilraunir til að binda enda á Persafióastríðið hafa verið árang- urlausar Hergögn erlendis frá írak notar erlend hergögn, sér- staklega frá Sovétríkjunum og Frakklandi, og hefúr þar með greið- an aðgang að mikilvægum varahlut- um en íran hefur þurft að reiða sig á það sem alþjóðlegur markaður hefur upp á að bjóða. Það hafa þó komið upplýsingar frá Bandaríkjun- um þess efais að Kína sjái íran fyrir vopnum. Sendifulltrúar í Asíu álíta að Norður-Kórea útvégi íran vopn. Báðir aðilar hafa beðið mikið fjár- hagslegt tjón og sömu sögu er að segj a um litlu ríkin í kring. Gj aldeyr- isforði íraks var 35 milljarðar dollara fyrir stríðið en er nú minni en 1 milljarður dollara. Skuldimar eru aftur á móti orðnar 40 milljarðar dollara. Iran hefur að miklu leyti getað komist hjá því að taka erlend lán en lækkun olíuverðs hefur gert ástandið verra. Umsjón: Hannes Heimisson og Ingiþjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.