Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1986, Qupperneq 32
44 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1986. Sviðsljós Ólyginn Tom Cruise átrúnaðargoði ungmeyja og kyntrölli yngri kynslóðarinnar í Bandaríkjunum brá heldur í brún þegar hann varð var við að fylgst væri með hverri hreyf- ingu hans. Honum varð Ijóst að einhverjir óprúttnir sátu í næsta húsi við hann uppi í háloftum New York borgar og horfðu á hann í gegnum sjónauka. Tom hringdi á lögregluna og lét hana vita af þessari ósvífni og gripu verðir laganna gluggagægjana glóðvolga. Reyndust þetta vera táningsstelpur sem lágu þarna í glugganum öllum stundum án vitundar foreldra sinna. Faðir þeirra hringdi fljótlega í Tom og bað hann afsökunar, sagði hann að stúlkunum hefði verið refsað og hann hefði í hyggju að byrgja fyrir glugga þeirra. Tom var farið að þykja nóg um öil lætin og til að allt félli í Ijúfa löð bauð hann stelpunum i mat - en auð- vitað ekki fyrr en þær höfðu lofað að hætta öllum gægjum í framtíðinni. Joan Collins er ekki beint vinsæl um þessar mundir. Þykir meðleikurum hennar hún heldur leiðinleg og mikil með sig. Nýlega fór fram golfmót á Hawaii og í hléi var háð kokkteildiykkjasamkeppni þar sem frægir leikarar voru dómendur. Voru dæmdir drykkir áhugamanna um kokkteil- drykkjagerð. Einn dómenda var John Forsythe, sá er leikur Blake Carrington í Dynasty. Hann tók sér sopa af glæsilega skreytum drykk sem hafði verið gefið nafnið „Tom Collins" og yggldi sig. „Úff, þetta bragðast miklu frekar eins og Joan Coll- ins," sagði leikaririn með viðeig- andi andlistfettum. Var mikið hlegið og klappað fyrir þessari einkunn og segja fróðir menn að drykkurinn hafi hafnað neðst í samkeppninni. Don Johnson svellkaldi harðjaxlinn úr lög- regluþáttunum „Miami Vice" tókst að skjótast í sumarfrí með kærustu sinni, Patti D'Araban- ville, og syni þeirra, Jesse, sem er ársgamall. Leiðin lá til Evrópu og var Donnsi alveg með lífið í lúkunum um að hryðjuverka- menn myndu hafa hann að skotspæni í orðsins fyllstu merk- ingu. Ákvað hann að nota byssumennt sína úr vinnunni og tók byssu með sér í farangur- inn. Lét hann flugfélagið síðan vita af því til að sleppa við vand- ræði en þar á bæ voru menn alls ekki samvinnuþýðir og fékk Donnsi ekki að hafa byssuna með sér. Nú voru góð ráð dýr en til að leysa málið leigði hann 2 lífverði, rakaði af sér skegg- broddana og dekkti Ijósu lokkanna. Tókst Evrópuferðin. án vandræða. Hér má sjá flykkið í allri sinni dýrð og bendir örin á manngreyið sem er að bardúsa við tennur þess. Maður étíirn lifandi Það varð heldur betur uppi fótur og fit við Cabazon í Kalifomíu þegar fólk varð vart við að uppi í forsögu- legri ófreskjunni sat maður á milli tannanna. Virtist sem hann væri að bursta tennurnar á ófreskjunni og una sér hið besta. Eitthvað af fínum frúm féll í öngvit og hugrakkir menn kölluðu upp til hans hvort allt væri ekki í hinu mesta lagi. Svo reyndist og vera. Ófreskjan var ekki lifandi eins og flesta hefur sjálfsagt rennt grun í enda búin að vera útdauð í milljónir ára og maðurinn sat þarna af fúsum og ffjálsum vilja. Reyndar var hann að vinna að viðgerðum á þessum 5 'A hæða tyrannosaurus rex og lauk hann þeim viðgerðum með því að mála tennumar á dýrinu svo allt liti nú raunvemlegar út. Þessi forsögulegi gripur var búinn til af 89 ára gamalli konu, hverri skemmtilegast þykir að lesa sér til um risaeðlur og líf á jörðinni á for- sögulegum tíma. Sú gamla, sem reyndar heitir Claude Bell, hefur ekki látið sér nægja að lesa bækur og láta ímyndunaraflið og teiknaðar myndir færa sig inn í heim risaeðl- anna heldur hefur sjálf staðið fyrir byggingu á þessum tyrannosaurus rex og áður að byggingu af bronto- saums. Segir hún að þannig verði áhugamálið meira „lifandi" og áhugaverðara auk þess sem hún geti leyft öðrum að njóta þess. „Jafnvel getur þetta orðið til þess að fólk fái áhuga á þessum tíma og kynni sér hann. Þá komast örugglega ein- hverjir að því hvað þetta er yndislegt áhugamál,“ sagði Claude Bell. Sá er hvergi banginn og passar sig að mála vel upp á milli tannanna. Stefanía við upptökur við eyjuna Mauritius. Stefeuúa fetar í fótspor móður sinnar Söngkonan, Ijósmyndafyrirsætan, fatahönnuðurinn og prinsessan Stefania, óneitanlega myndarleg og fjölhæf stúlka en eiga kvikmyndirnar við hana? Stefanía Mónakóprinsessa hefur átt einn af heitari smellum ársins á vinsældalistum í suðurhluta Evrópu. Plata hennar, Hurricane, hefur nú þegar selst í 1,2 milljónum eintaka og nú hefur hún í huga að olnboga sig inn á Ameríkumarkað. Á þessari velgengni hefur Stefanía þénað vel og einnig hefur hún þénað vel sem ljósmyndafyrirsæta en sem slík er hún mjög eftirsótt. Ekki versnaði staðan á bankareikningi hennar þeg- ar hún hannaði nýja línu í baðfötum og seldi. Nú fyrir skemmstu var hún á eyjunni Mauritius í Indlandshafi við upptökur á myndbandi við lagið „Irresistible" af áðumefndri plötu. Prinsessunafnið hefur hjálpað henni heilmikið en þrátt fyrir það vill hún alls ekki láta auglýsa sig sem slíka. „Ég er Stefanía og þó að ég sé prinsessa hefur það alls ekkert með hæfileika mína að gera. Sér- fræðingar hafa sagt mér að ég geti orðið góð söngkona og það yrði ég þrátt fyrir að ég væri ekki prins- essa,“ segir Stefanía, nýorðin 21 árs og hefur aldrei litið betur út. Hún segist elska að dveljast á Mauritius enda hefur hún komið þangað oft í fylgd yngissveina og Stefanía segist vilja ferðast um allan heiminn, hún elski að ferðast. „En það eru alltof margar öryggisráðstafanir sem þarf að gera þannig að það ér ekki mögu- legt. Aðdáendur mínir verða að láta sér nægja að sjá mig í sjónvarpi eða hlusta á plötuna mína,“ segir prins- essan. Myndbandiö fæi slæma dóma Sagan segir þó að myndband henn- ar hafi fengið slæma dóma gagn- rýnenda og evrópskar sjónvarps- stöðvar hafi lítinn áhuga á að sýna það. Stefaníu hefur alltaf dreymt um að feta í fótspor móður sinnar, Grace Kelly, og verða leikkona og hafði hugsað sér að nota myndbandið sem stökkpallinn inn í kvikmyndaheim- inn. Einu viðbrögð manna í þeim „bransa" hafa verið að segja henni að fara á leiklistamámskeið. Þrátt fyrir mótbyrinn hefur stúlkan ekki gefist upp og segist stefna ótrauð á frama í kvikmyndum. „Ég geri þetta í minningu móður minnar en hún sagði oft við mig þegar ég var lítil að ég væri sú eina í fjölskyldunni með leikhæfileika. Ég vil sanna að hún hafi haft rétt fyrir sér,“ segir Stefanía. „Hennar óheppni var sú að allir bjuggust við að sjá nýja Grace Kelly en sáu einungis nýja og óreynda leik- konu,“ sagði vinur prinsessunnar. Móðir Stefaníu, Grace Kelly, þótti afburðaleikkona. Hér sést hún ásamt Bing Crosby i kvikmyndinni High Society.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.