Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Síða 3
„Ég var heppinn og tapaði sem betur
fer engu. Fyrsta greiðsla mín vegna
sumarhúsakaupanna á Spáni komst
til skila en Páll stal þeirri síðari. Hann
þorði svo ekki annað en endurgreiða
mér Qárhæðina þegar ég ætlaði að
sýna hörku. Ég tók snemma eftir því
að ef hann fann linkind gekk hann á
lagið,“ sagði húsmóðir í Reykjavík
sem átti viðskipti við Umboðssölu
Páls Jónssonar.
Páll Jónsson hefur nú verið kærður
til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir
að hafa tekið við rúmlega 700 þúsund
króna greiðslu vegna sumarhúsa-
kaupa á Spáni og stungið í eigin vasa.
í gærmorgun höfðu ekki fleiri kærur
borist vegna starfsemi Páls þó svo 12
aðrir aðilar hafi sannanlegá sömu
sögu að segja og hafi samanlagt tapað
rúmlega 6 milljónum króna: „Ég skil
ekki hvað maðurinn hefur gert við
allt þetta fé. Ekki barst hann á,“ sagði
einn viðmælandi blaðsins.
Fómarlömb Páls Jónssonar eru bú-
sett víða um land:
- Forstjórafrú á Seyðisfirði tapaði 742
þúsund krónum er hún hafði greitt inn
á sumarhús á Spáni. Frúin var ekki
einu sinni á lista hjá spænsku seljend-
unum.
- Fiskverkandi í Sandgerði tapaði
680 þúsundum og rækjuverkandi á
Sumartiúsasvik Páls Jónssonar teygja sig um allt land:
„Ef hann fann linkind
gekk hann á lagið‘ ‘
sama stað 318 þúsund krónum.
- Stórkaupmaður er rekur verslanir
við Langholtsveg tapaði 147 þúsund
krónum.
- Hjón í Kópavogi töpuðu rúmlega
einni milljón.
- Bóndi á Kjalamesi tapaði 300 þús-
und krónum.
- Öryrki í Breiðholti tapaði 46 þús-
und krónum.
Þá hafði starfsmannafélag Garða-
bæjar greitt Páli 375 þúsund krónur
vegna sumarhúsakaupa og Iðnaðar-
mannafélag Sauðárkróks 556 þúsiind
krónur. Þessi félög munu þó hafa feng-
ið tiyggingar fyrir endurgreiðslu
fjárins. Mál annarra em í biðstöðu og
alls óvíst að fleiri kærur komi fram á
Pál vegna skilasvika á greiddum inn-
borgunum. Kaupendur munu óttast
að fjárfestingar þeirra í sumarhúsum
brjóti í bága við gjaldeyrislög og sætti
sig þvi betur við tapað fé en málarekst-
ur fyrir dómstólum. -EIR
1987
árgerðirnar á
nýju óg betra verði
F// A T
Uno
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986.
Fréttir
Stjóm stúdentaráðs:
Mótmælir
ákvörðun
stjómar
Háskólabíós
Stjóm stúdentaráðs Háskóla Islands
hefúr mótmælt ákvörðun stjómenda
Háskólabíós að fella niður ókeypis
aðgang stúdenta að sýningum bíósins.
í ályktun, sem stjómin hefúr sent frá
sér, segir meðal annars:
„Telja verður að stjóm Háskólabíós
hafi bmgðist full harkalega við, þar
sem ekki er fúllreynt, hvort hægt er
að leysa þetta mál á annan hátt, til
dæmis með því, að stúdentar greiði
þann hluta aðgöngumiðaverðs, sem
rennur til erlendra aðila.
Stjóm stúdentaráðs hvetur stjóm
Háskólabíós til þess að leita leiða til
lausnar þessa máls. Ennfremur lýsir
stjómin sig reiðubúna til samstarfs um
að finna lausn á þessu vandamáli."
-KÞ
Rækjubátur tekinn:
Dæmdur í
110 þúsund
kr. sekt
Felldur hefúr verið dómur í saka-
dómi Bolungarvikur yfir skipstjóran-
um á rækjubátnum Geir goða GK-220.
Var skipstjórinn dæmdur í 110 þúsund
króna sekt fyrir að hafa stundað ólög-
legar rækjuveiðar norður af Stranda-
grunni.
Landhelgisgæslan tók Geir goða á
þessu svæði um síðustu helgi en bátur-
inn reyndist ekki vera með tilskilin
leyfi firá sjávarútvegsráðuneytinu til
rækjuveiða. Var báturinn fluttur til
hafnar í Bolungarvík. í sömu ferð tók
LHG tvo aðra báta til hafiiar en yfir-
menn á þeim reyndust án tilskilinna
réttinda.
Dóminn í máli Geirs goða dæmdi
Ólafúr K. Ólafsson, settur bæjarfótgeti
í Bolungarvík. -FRI
Nú hafa FIAT- verksmiðjurnar samþykkt afgerandi verðiækkun
á ölium 1987árgerðum FIATbifreiða - GÓÐ VERÐIGÓÐÆRI
annn umboðið
SkeifunniS, Reykjavík Sími6888 50
páv