Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Síða 7
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. 7 Fréttir Félagsmálaráðheira: „Bara til að ragla fólk“ „Pétur Blöndal er greinilega mikill loftfimleikamaður í staerð- fræði. Ég get ekki séð að hann geti haft möguleika á að fjalla um þetta því hann veit ekkert hvemig þessum málum er og verður háttað hjá Húsnæðis- stofiiun þessa stundina. Það heftir ekki verið fiallað endan- lega um hversu mikið íjármagn verður til skiptanna á næsta ári. Þetta tal í Pétri er því bara til að rugla fólk,“ sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra í viðtali við DV. Pétur Blöndal, formaður Landssambands lífeyrissjóða, hefur slegið því fram að biðtími eftir nýju húsnæðislánunum verði mjög langur. Vegna þess hve margir sæki um geti þeir sem eru að sækja um í fyrsta sinn átt von á að bíða í allt að eitt ár. Og þeir sem eru að sækja um í annað sinn í allt að tvö ár. Alexander sagði að útlit væri fyrir að lífeyrissjóðimir verðu allt að 3,5 milljörðum króna til byggingarsjóðanna á næsta ári. Ekki væri endanlega frágengið hvert framlag ríkissjóðs yrði en það yrði þó ekki lægra en 1,3 milljarðar króna. „A þessari stundu er ekki hægt að gera sér grein fyrir hversu mikil aðsóknin verður í nýju lán- in. Og það' vakti ekki fyrir ríkisvaldinu né aðilum vinnu- markaðarins að búa til einhverja byggingarsprengingu þegar þessi lög vom samþykkt. Stefnan var að hækka lánin en ekki að fjölga þeim,“ sagði Alexander og bætti við að hann yrði að lýsa furðu sinni á ummælum Péturs Blönd- al -APH Fram- kvæmda- staða Lána- sjóðsins auglýst Staða framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur verið auglýst laus til um- sóknar. Rennur umsóknarfrestur út 19. september. Að sögn Reynis Kristinssonar í menntamálaráðuneytinu var núvemndi framkvæmdastjóri, Hrafh Sigurðsson, aðeins ráðinn tímabundið í kjölfar breyting- anna á Lánasjóðnum fyrir rúmu hálfu ári. Staðan var þá ekki auglýst, en Hrafri vann hjá Hag- vangi og var færður tiL í samtali við DV sagðist Hrafn ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann myndi sækja um stöðu framkvæmdastjóra eða hverfa á ný til starfa hjá Hag- vangi. -KÞ Upplýsingabyttingin rædd á landsþingi sveitaifélaga: Sjónvarpskapall inn í hvert hús „Fyrirsjáanlegt er að ýmsir aðilar, þar á meðal bæjarfélög, hafi áhuga á að hafnar verði framkvæmdir fljót- lega við fjölrásasjónvarp, meðal annars vegna ótta við fjöldauppsetn- ingu diskloftneta. Er því knýjandi nauðsyn á að áðurgreindar reglur verði settar," sagði Ólafur Tómas- son, póst- og símamálastjóri, í erindi sem hann flutti á landsþingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Ólafur hafði framsögu um samstarf sveitarfélaga og Pósts og síma um uppbyggingu staðbundinna sjón- varpsdreifikerfa. Kom fram í máli hans að nefnd, skipuð af samgöngu- ráðherra, með fyrrverandi póst- og símamálastjóra sem formann, er að endurskoða fjarskiptalög, meðal annars með tilliti til rekstrar sjón- varpsdreifikerfa með strengjum, svonefndra kapalkerfa. Greindi hann þingfulltrúum frá breiðbandskerfi með ljósleiðara- strengjum, nýrri gerð símastrengja, sem auk þess að flytja mikinn fjölda talrása milli símstöðva geta einnig flutt fjölda útvarps- og sjónvarps- rása. Hægt að senda margar sjón- varpsdagskrártil Hvolsvallar á þessu ári „Á þessu ári verður lokið við að leggja slíka ljósleiðarastrengi milli allra aðalsímstöðva á höfuðborgar- svæðinu og sem langlínukerfi milli Reykjavíkur og Hvolsvallar. Og á næsta ári er áætlað að leggja fyrsta áfanga leiðar til Akureyrar. Með kerfinu til Hvolsvallar opnast til dæmis möguleiki á að flytja fleiri sjónvarpsdagskrár til Selfoss og Hvolsvallar og þaðan mætti brúa leiðina til Vestmannaeyja með ör- bylgjukerfi," sagði póst- og síma- málastjóri. „En landið verður ekki „kapal- vætt“ á skömmum tíma. Ennfremur er ýmissa breytinga í gerð kapal- kerfa að vænta á næstunni sem leiðir til þess að viturlegt er að flýta sér hægt og leita bráðabirgðalausna í sumum tilfellum. Ein slík lausn væri UHF-radíó- sendakerfi eða kanadískt kerfi, MMDS, fyrir eina til átta rásir á helstu þétthýlissvæðum landsins. UHF-radíósendalausnin, eða MMDS, virðast í mörgum tilfellum hagkvæmar fyrir aðaldreifingu í upphafi. En hafa skal í huga að ýmis kapalkerfi verða byggð á af- mörkuðum svæðmn vegna óska sveitarfélaga og á skuggasvæðum. Einnig kosta UHF-móttökuloftnetin töluverða fjárhæð þannig að í nýjum hverfum eða þéttbýliskjömum getur kapallausn verið mjög hagkvæm frá upphafi. Póstur og sími getur tekið að sér rekstur slíkra radíókerfa samkvæmt sérsamningi. Þessi kerfi yrðu rekin aðskilin frá símakerfinu. Hagkvæmt getur verið að nýta húsa- og mastra- aðstöðu Pósts og síma þar sem því verður við komið.“ Kerfiö byggt á 10 til 20 árum „Framtíðar breiðbandskerfið verð- ur lagt í jörðu og byggt í áfóngum á ef til vill 10 til 20 ára tímabili, með ljósleiðurum og sammiðjustrengjum og UHF-sendum, allt eftir því hvað er hagkvæmast á hverju svæði. 1 framtíðarbreiðbandskerfinu get- ur orðið um mikla samnýtingu að ræða á öllum símaþjónustugreinum, eins og tal- og gagnaflutningi, og jafnframt útvarps- og sjónvarpsrás- um, að minnsta kosti á öllum aðal- leiðum.“ Skýrði póst- og símamálastjóri frá viðræðum stofunarinnar við fulltrúa Reykjavíkur og annarra sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu um byggingu radíó- og strengjakerfa. „Markmiðið er að skapa hag- kvæma möguleika fyrir notendur á móttöku erlends sjónvarpsefriis, sem endurvarpað er frá gervitunglum, og á móttöku ýmiss konar innlends efn- is, meðal annars frá RÚV og einstök- um dagskrárgerðarfyrirtækjum fyrir bæði útvarp og sjónvarp. Jafnframt skapar þetta möguleika á fræðslusjónvarpi og móttöku ýmissa upplýsinga á sjónvarpsskjá- inn. Með þessari samræmingu væri stuðlað að fækkun loftneta á húsum. Þetta markmið takmarkar hins vegar ekki byggingu útvarpsstöðva á vegum einkafyrirtækja sem vilja fara eigin leiðir án aðstoðar sveitar- félaga eða Pósts og síma,“ sagði Ólafur. Rör fyrir sjónvarpsstrengi lögð í öll ný hverfi Setti hann fram þá hugmynd að stofrikerfið yrði í eigu Pósts og síma. Dreifikerfin gætu hins vegar verið i eigu Pósts og síma, sveitarfélaga, húsfélaga eða fyrfrtækja. „Til þess að stuðla að hraðari upp- byggingu strengjakerfisins mun Póstur og sími leggja og eiga rör á helstu leiðum og jafnvel að hveiju húsi. Stefiit er að því að hefja strax lagningu röra í öll ný hverfi og alls staðar þar sem götur verða grafnar upp vegna annarra framkvæmda. I þessi rör verður heimilað að draga útvarpsstrengi eftir þörfum. Greiðir þá strengjaeigandinn Pósti og síma fyrir afnot af rörunum,“ sagði Ólafur. -KMU „Jafnframt skapar þetta möguleika á fræðslusjónvarpi og móttöku ýmissa upplýsinga á sjónvarpsskjáinn," sagði Ólafur Tómasson, póst- og sima- málastjórl. Gagnavinnslubanki Jarðstöð Videostöð □e ■ -=a hht: u g 1111 U'B 3 Sjónvarps- og hljóð- varpsstöð Heimili Sjónvarp □9 L ■l Fjarljósriti (telefax) Heimilistölva Sjónvarpssimi LJ: • □ 1® 1 Simi • □ |j 1 Fjarljósriti Sjónvarpsráðstefnur W&ji (dagblöð og póstur) Dæmi um hvemig nýta má boðveitu. BÖRNIN VEUA ptaymobil Fæst í öllum betri leikfangaverslunum Studto-X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.