Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986.
Utlönd
í Kína er fjöldi íbúa meiri en einn milljarður. Hjónum hefur verið bannað að eignast fleiri en eitt bam en nú eru yfirvöld farin að veita samþykki sitt til þess að fólk megi reyna að eignast son ef
fyrsta bam er stúlka.
Myrða stúlkuböm
vegna gamalla fordóma
Að eignast dóttur er í mörgum
löndum Asíu sú mesta ógæfa er fjöl-
skylda getur orðið fyrir. Þrátt fyrir
hraða efnahagsþróun og aðrar fram-
farir á sviði framleiðslu og þjónustu
tröllríða ennþá samfélögunum trú-
arforboð og siðvenjur frá því á
dögum Konfúsíusar.
I Kína hafnar stjómin opinberlega
aldagömlum fordómum gegn stúlku-
bömum en meðal 800 milljóna
bænda á löngunin eftir syni sér svo
djúpar rætur að stjómin er farin,
þrátt fyrir ofijölgunarvandamálið,
að falla frá þeirri stefnu sinni að
hjón megi aðeins eignast eitt bam.
I maí tilkynntu yfirvöld í Guang-
dong héraðinu að ef fyrsta bam
bænda væri stúlka mættu þeir gera
aðra tilraun til þess að eignast son.
Banna legvatnspróf
í Suður-Kóreu, þar sem verksmiðj-
ur af nýjustu gerð hafa ekki undan
að framleiða bíla og myndsegulbönd
fyrir bandarískan markað, berst
stjómin við arfleifð Konfúsíusar.
Vegna vaxandi fjölda fóstureyðinga
meðal þeirra kvenna er von eiga á
stúlkubömum hafa yfirvöld bannað
legvatnspróf er sýnir kyn fóstursins.
Kvenréttindafélög á Indlandi, og
önnur samtök er berjast fyrir mann-
réttindum, hafa farið þess á leit við
yfirvöld þar í landi að þau grípi til
svipaðra aðgerða en án árangurs.
Talsmenn samtakanna segja að
læknastofur í borgum og þorpum
landsins setji upp sérstakar stofúr
þar sem boðið er upp á legvatnspróf
fyrir 40 dollara. Er þá sérstaklega
höfðað til fiölskyldna sem ekki vilja
eignast stúlkuböm. Vilja samtökin
að legvatnspróf fari fram á sérstök-
um stofnunum undir eftirliti yfir-
valda.
Aðalritari kvennasamtakanna á
Indlandi, Sushila Gopalan, segir að
í landi þar sem fordómar gegn kon-
um séu ríkjandi séu þessi legvatns-
próf enn einn krossinn sem
indverskar konur þurfa að bera.
Bæði Kína, þar sem íbúafjöldinn
er meiri en einn milljarður, og Ind-
land, með 750 milljónir íbúa, hafa
lögleitt fóstureyðingu sem takmörk-
un við fæðingum. Árið 1984 vom
framkvæmdar tæplega 9 milljónir
fóstureyðinga í Kína. Nýjustu tölur
frá Indlandi em frá 1980-1981 en þá
vom framkvæmdar þar tæplega 2
milljónir fóstureyðinga.
Morð algeng
Morð á nýfæddum stúlkubömum
em algeng í norðurhluta Indlands
en ekki em til neinar tölur yfir fjölda
þeirra. Algeng morðaðferð er að
kæfa ungbömin með votu hand-
klæði.
Þó að yfirvöld í Kína hafi í fyrra
harðlega neitað fúOyrðingum um að
ungbamamorð séu algeng úti á
landsbyggðinni koma samt fréttir
um einstök tilfelli í opinberum fjöl-
miðlum þar.
Aldagamlir fordómar gegn stúlku-
bömum tröllríða ennþá mörgum
samfélögum í Asíu.
Sagt hefúr verið fiá manni frá
borginni Kaifeng sem var ásakaður
um að hafa reynt að myrða þriggja
mánaða gamla dóttur sína með því
að stinga pijónum og flísum úr
bambusreyr í höfúð hennar. Tók
hann til við þetta eftir að kona hans
hafði stungið upp á því að þau
reyndu að eignast son. Að því er
sagði í kínverska blaðinu sýnir þetta
viðhorf greinilega hversu djúpar
rætur fordómar gegn kvenkyninu
eiga sér.
En þetta viðhorf er ekki bara ríkj-
andi í samfélögum Konfúsíusar í
austurhluta Asíu og hjá hindúum á
Indlandi heldur einnig hjá múha-
meðstrúarmönnum í Pakistan.
Fyrirvinna
í Pakistan er frekar óskað eftir
drengjum þar sem gert er ráð fyrir
að þeir verði fyrirvinna fjölskyld-
unnar en stúlkur verða að gera sig
ánægðar með það að vera húsmæð-
ur. Konur til sveita, sem ekki hefur
tekist að fæða syni, leita til heilagra
manna og biðja þá um töfragripi ef
það mætti verða til þess að þær eign-
ist drengi.
í Pakistan hefúr ekki verið komið
á fót læknastofum er gera sér for-
dómana að féþúfu og fóstureyðingar
eru bannaðar.
Dagblöð skýra oft frá atvikum þar
sem ungaböm hafa verið yfirgefin
af mæðrum sínum.
Fyrir þrem árum var ungabam,
sem skilið hafði verið eftir fyrir utan
bænahús í Karachi, grýtt til dauða,
að tilskipan yfirmanns bænahússins.
Bað hann mannfjöldann að drepa
þetta afkvæmi djöfúlsins. Engar
handtökur fylgdu í kjölfar atburðar-
ins.
Dætrum mismunað
Margir réttrúaðir múhameðstrú-
armenn mismuna dætrum sínum
með því að neita þeim um æðri
menntun til þess að fullvissa sig um
að þær fari ekki út á vinnumarkað-
inn heldur haldi sig innan veggja
heimilisins.
í mörgum auðugri þjóðfélögum í
Asíu virðast þessir gömlu fordómar
vera að deyja út. í Hong Kong hafa
til dæmis betri lífcskilyrði og mennt-
un aðstoðað við að þreyta viðhorfi
foreldra til stúlkubama.
Margir Kínveijar, búsettir í Hong
Kong, lýsa því nú yfir að þeir taki
ekki drengi fram yfir stúlkur. Þó
eimir svolítið eftir af þörf þeirra fyr-
ir að ættamafni þeirra sé haldið við.
Að láta gera legvatnspróf til að
komast að því hvort konur gangi
með dreng eða stúlku er bannað í
Hong Kong en fóstureyðingar eru
leyföar þar.
Hækka stöðu kvenna
í Suður-Kóreu, þar sem velmegun
fer vaxandi, ætla yfirvöld að reyna
að hækka þjóðfélagslega stöðu
kvenna og veita þeim fleiri tækifæri
á vinnumarkaðinum. Vonast er til
að litið verði á konur sem dýrmæt-
ari þjóðfélagsþegna en nú er gert.
En það er þó langt í land í roörgum
hlutum Asíu. I fyrra komu vestrænir
fréttamenn að fatækum konum í
Kína, rétt við landamæri Hong
Kong. Buðu þær böm sín til sölu
og var verðið á drengjum 540 dollar-
ar en stúlkur vom seldar á 325
dollara.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir