Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Síða 13
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. 13 Neytendur Lappaskómir eru mjög skrautiegir í útliti, barnaskórnir em með hælkappa, annars væri erfitt fyrir bömin að halda þeim á fætinum. DV-mynd BG ítölsk „Við kynntumst þessum skóm er- lendis fyrir nokkrum árum og urðum strax mjög hrifin af þeim. Okkur datt svo í hug að fá íslenskar tær til þess að stinga sér í þessa skó,“ sagði Þórð- ur Þórðarson í Hafnarfirði þegar hann hönnun - íslenskar tær sýndi okkur mjúka ítalska inniskó sem hann hefur hafið innflutning á. Skóm- ir hafa fengið nafnið „lappaskór," sem er nýyrði og dregið af því að „lappa skó“. Skómir em bæði úr ull og bóm- ull og sólinn úr frauðplasti. Þeir henta sérlega vel til þess að nota þar sem em trégólf, steinflísar eða parket, en auðvitað má eins nota þá á teppalögð- um gólfum. „Lappaskómir" em til bæði með al- veg sléttum botni en einnig með örlitlum hæl og er þá botninn eilítið stífari. Þetta em mjög þægilegir skór að bregða sér i og em bæði til á full- orðna og böm. Fullorðinsskómir kosta 350 kr. og bamaskómir 320 kr. Skómir vom kynntir á Heimilissýn- ingunni í Laugardalshöllinni en verða seldir í stórmörkuðum. -A.BJ. Langþráður bæklingur Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út upplýsingabækling þar sem safnað er saman á einn stað upplýsing- um um réttindi og þjónustu fyrir böm og ungmenni sem búa við fötlun eða langvarandi veikindi. Bæklingurinn á að spara foreldrum mörg spor við að afla upplýsinga. Hér er ekki um alveg tæmandi upplýsingar að ræða, en lögð er áhersla á að benda á hvar leita má frekari upplýsinga. Bæklingurinn er fáanlegur á skrif- stofu Þroskahjálpar, skrifstofum aðildarfélaganna og svæðisstjóma um landið. -Ró.G. Það fer lítið fyrir púðanum í tösku en hann er svo blásinn upp þegar á að nota hann. Púðinn styður vel við höfuðið, smáhádegisblundur á skrifstofunni verður ekkert mál. DV-mynd Óskar öm Slappað af með aðstoðarpúða Það er nú ekki beint þægilegt að dotta í bílnum. flugvélinni eða á tann- læknastofúnni. Eymsli í hálsi og önnur óþægindi gera líklega vart við sig. Nú er þetta „vandamál" leyst. Komnir em á markaðinn sérstakir púðar sem styðja við höfuðið einmitt þegar þú vilt hvila þig við annars óþægilegar aðstæður. Púðinn er kallaður „SleepOver" og er blásinn upp þegar á að nota hann en er annars mjög fyrirferðarlítill og þægilegt að taka hann með sér hvert sem er. Yrkir s/f flytur púðann inn. -Ró.G. Fiskflökunum rétt pakkað „Ég er svo rasandi að ég næ varla upp í nefið á mér vegna ósvífinnar framkomu stórverslunar í höfuðborg- inni,“ sagði kona nokkur er hún hringdi til neytendasíðunnar. „Ég pantaði 10 kg af ýsuflökum sem ég ætlaði að matreiða fyrir 100 manna veislu. Ég sendi eftir flökunum sem vom afgreidd þannig að þau vom lát- in í þrjá plastpoka og hnýtt fyrir. Þegar þannig er gengið frá fiskinum vilja stykkin brotna og fara illa þegar þau em matreidd. Mér finnst ósvffni að fara svona með fiskinn. Mér finnst það vera móðgun bæði við viðskipta- vininn og ekki síður við vömna sem verið er a.ð selja. Ég neyddist til þess að nota þennan fisk, hafði ekki aðstöðu til þess að skila þessu aftur þvi ég ætlaði að nota fiskinn sama daginn og ég fékk hann. Síðan hef ég talað við afgreiðslufólkið í þessari verslun. „Afhverju skilaðirðu þessu ekki aftur?“ var ég spurð. Til allrar hamingju eru enn til fisksalar eins og Jón Ægir i Hafrúnu sem pakk- ar fiskinum inn eins og neytendur vilja fá hann. DV-mynd BG Ég hafði hreinlega ekki tíma eða tækifæri til þess og þótt mér hafi ve- rið boðið að koma í verslunina og fá eitthvað í sárabætur bætir það ekki úr þessu máli,“ sagði viðmælandi okk- ar. „Nú hef ég farið í verslunina og fékk þar mjög alúðlegar móttökur. Var mér endurgreiddur fiskurinn og er ég viss um að fiskurinn verður ekki seldur án viðeigandi innpökkunar í framtíð- inni i þessari verslun og er það vel,“ sagði viðmælandi okkar. Hún sagðist hafa veitt því eftirtekt að það væri alsiða nú orðið að selja fisk á þennan máta, láta flökin beint í plastpoka í stað þess að leggja utan um þau smjörpappír eða plast og vefja svo öllu inn í pappír. Sem betur fer er þetta ekki svo. Það em enn til „siðaðar" verslanir sem pakka fiskinum inn á „gamla“ má- tann, eins og t.d. fiskbúðin okkar, Hafrún í Skipholtinu. -A.BJ. Hvað um verðskynið? Gefið gaum að verðinu Við erum alltaf að hesna um mikinn verðmun á nákvæmlega samskonar hlutum. Við hvetjum alla til þess að athuga sinn gang vel áður en innkaup em gerð og hafa hugfast að það borga sig í mörgum tilfellum að skoða á fleiri en einum stað áður en kaup em gerð. A dögunum kom viðmælandi okkar í bamavagnaverslun efst á Klapparstíg og skoðaði grind und- ir bamavagn. Grindin kostaði 1200 kr., reyndar var til önnur sem kost- aði 2 þús. kr. - í annarri bama- vagnabúð. neðar í sömu, götu var til nákvæmlega samskonar grind og þessi á 1200 og kostaði hún 650 kr. Þama munaði 550 kr. sem er hvorki meira né minna en 84.6%! Þess má geta svona rétt í leið- inni að bamavagn sem kostar hér á landi 30 þús. kr. kostar 16 þúsund í framleiðslulandinu Þýskalandi. Þá var okkur sagt af verðmun á smellutöng. Hún fékkst í verslun- inni Zikk Zakk við Garðatorg og kostaði 265 kr. Nákvæmlega sams konar töng fékkst í Vogue í Hafn- arfirði og kostaði 182 kr. Þama numar 83 kr. eða hvorki meira né minna en 45,6%. Verðið hjá Zikk Zakk er sanit ekki það hæsta sem um getur á svona smellutöngum. Hjá Virku kosta þær kr. 700 en þá fylgja 25 smellur með í kaupunum. 1 Nafn- lausu búðinni kostar smellutöngin um 300 kr. Kaupmaðurinn í Zikk Zakk upp- lýsti að viðskiptavininum heföi verið boðin innleggsnóta er hann kvartaði vfir verðinu á tönginni, sem hann þáði ekki. vildi fá töng- ina endurgreidda. -A.Bj. Upplýsingaseðill i til samanburðar á heimiliskostnaði | Hvað kostar heimilishaldið? I Vinsamlega sendið okkur jiennan svarseðil. Þannig eruð j)ér orðinn virkur þátttak- I andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar I fjölskyldu af sömu staerð og yðar. I ! Nafn áskrifanda i Heimili Sími i Fjöldi heimilisfólks_________ i I Kostnaður í ágúst 1986. i i _________________________________ j Matur og hreinlætisvörur kr. I Annað kr. I Alls kr. I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.