Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Side 15
FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986.
15
Þarf afruglara á Morgunblaðið?
Nýju ljósi er varpað á afstöðu
ungs fólks í húsnæðismálum í
nýbirtri skýrslu Félagsvísindastofh-
unar er gerð var meðal framhalds-
skólanema að tilhlutan „framtíðar-
nefndar" forsætisráðherra. Þessar
niðurstöður afsanna hæpnar og
fljótfæmislegar ályktanir sem ýmsir
hafa sett fram um yfirgnæfandi
stuðning íslenskrar æsku við svo-
nefiida sjálfseignarstefnu.
Könnunin sýnir nefnilega mjög
mikinn stuðning við félagslegar leið-
ir í húsnæðismálum, þar á meðal
búseturéttarformið. Slíkar lausnir fá
þegar á heildina er litið meiri
stuðning en séreignarformið.
Oft er vitnað til alkunnrar setning-
ar í upphafi Islendingabókar Ara
fróða: „Hvatki er missagt er í fræð-
um þessum, þá er skylt at hafa þat
heldr, er sannara reynist." Þeir aðil-
ar, sem keppa nú hver við annan
um glannalegar túlkanir á skoðana-
könnunum, ættu sérstaklega að
huga að þessum vamaðarorðum.
Um 60% styðja félagslega
valkosti!
Alls reyndust 42% framhalds-
skólanema telja auknar einkabygg-
ingar brýnasta markmið okkar í
húsnæðismálum. Morgunblaðið
(dagblað í Reykjavík er hóf göngu
sína árið 1913) dregur þá ályktun í
leiðara þann 22. ágúst sl. að ungt
fólk á framhaldsskólaaldri (17-22
ára) sýni með þessu „mjög eindreg-
inn stuðning við sjálfseignarstefhu í
húsnæðismálum".
Þama er leiðarahöfundur hins
aldna blaðs heldur betur að syndga
gegn vinnureglu Ara hins fróða
Þorgilssonar.
Könnunin leiddi nefhilega líka í
ljós að fleiri, eða samtals 43% svar-
enda, settu auknar byggingar leigu-
íbúða á oddinn. Þar af settu 22%
„venjulegar" leiguíbúðir í fyrsta sæti
og 21% töldu byggingar leiguíbúða
með búseturétti langmikilvægasta
markmiðið í húsnæðismálum þjóð-
arinnar.
KjaUaiinn
Jón Rúnar
Sveinsson
félagsfræðingur
Að auki vildu 16% svarenda leggja
mesta áherslu á byggingar verka-
mannabústaða. Alls styðja þvi 59%
svarenda félagslega valkosti í
húsnæðismálum. Samt sem áður
túlkar leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins þessar niðurstöður - án
þess að blikna - sem stórkostlegan
stuðning unga fólksins við áfram-
haldandi einokun einkaeignar-
formsins!
Mikil gróska er nú í hinum
„fijálsá* fjölmiðlaheimi. Þar á meðal
er einn í burðarliðnum sem nota
verður á þar til gerðan „afruglara"
svo skilja megi það efni sem fram
verður reitt. I ljósi reikniaðferða
leiðarahöfunda Moggans hlýtur sú
spuming að vakna hvort lesendur
verði einnig að útvega sér „;af-
ruglara" fyrir öldunginn í Aðalstræti.
Mikill stuðningur við búsetu-
réttinn
Búseturéttaríbúðir voru efstar á
blaði hjá 21% framhaldsskólanema.
Samkvæmt könnun Félagsvísinda-
stofnunar á húsnæðismálum ungs
fólks, er gerð var fyrir rúmi ári, töldu
14% byggingu búseturéttaríbúða
vera brýnasta markmið þjóðarinnar
í húsnæðismálum. Þessi hækkun
hlutfallstölunnar endurspeglar lík-
lega fyrst og fremst meiri stuðning
þeirra sem yngri em við búseturétt-
inn (framhaldsskólanemamir vom á
aldrinum 17-22 ára, Húsnæðiskönn-
un unga fólksins 1985 náði til fólks
á aldrinum 18-29 ára).
Það sem skiptir hér mestu fyrir þá
ráðamenn sem fylgjast vilja sem
gleggst með hugsanagngi þjóðarinn-
ar er vitanlega sú staðreynd að
meðal þess unga fólks, sem koma
mun inn á húsnæðismarkaðinn á
allra næstu árum, er fyrir hendi
verulegur stuðningur við þetta
húsnæðisform. Um fimmtvmgur
þeirra aldurshópa, sem mestu máli
skipta á húsnæðismarkaðnum, setja
búseturéttaríbúðir í efeta sæti þrátt
fyrir að enn hafi ekki ein einasta
íbúð verið byggð með þeim hætti.
Búseturétturinn fær þannig mun
sterkari stuðning en verkamanna-
bústaðir sem þó eiga sér meira en
hálfrar aldar langa sögu.
Nýja lánakerfiö banabiti
sjálfseignarstefnunnar?
Nýtt húsnæðislánakerfi tók gildi
1. september sl. Þetta kerfi er ekki
gulltrygging „sjálfeeignarstefnunn-
ar“ heldur kirkjugarður hennar.
Ástæðan er einfaldlega sú að
fyrstu 10-15 ár lánstímans borga
menn samkvæmt nýja kerfinu nær
eingöngu vexti. Eignamyndun
samkvæmt „nýja kerfinu" er raunar
ekki tiltakanlega hraðari en gerist í
verkamannabústaðakerfinu eins og
meðfylgjandi tölur sýna. (Miðað er
við lán að fjárhæð 2,1 milljón kr.)
Eftir 20 ár, þ.e. þegar lánstíminn
er hálfiiaður, eru 70% lánsins enn
áhvílandi! Þess ber að gæta að í
verkamannabústaðakerfinu er
reiknað með 1% árlegum fymingum
sem dregst frá eignarhluta íbúðar-
hafans. Væri reiknað með 'A%
árlegum fymingum í „nýja kerfinu",
væri eignamyndunin slétt 100 þús.
kr. eftir 10 ár og 382 þús. kr. eftir
20 ár.
Eignamyndun „nýja kerfisins" er
hins vegar algerlega háð markaðs-
sveiflum fasteignamarkaðarins.
Verðsveiflur markaðarins geta því
feykt. burt eignarhluta fólks í einu
vetfangi. Slíkt gerist ekki í verka-
mannabústaðakerfinu þó svo að
eignamyndun þar sé hverfandi lítil.
Nýja kerfið „tryggir“ því framtíð
sjálfseignarstefnunnar með því að
grafa undan frumforsendu hennar,
sjálfri eignamynduninni. Þetta
minnir óneitanlega á stjómmála-
manninn sem lýsti því yfir að það
besta sem ein þjóð gæti gert til þess
að varðveita sjálfstæði sitt væri að
glata því!
Við hönnun hins nýja kerfis
gleymdu menn nefhilega því að lang-
tímalán henta miklu betur fjármögn-
un leiguíbúða en eignaríbúða.
Fyrstu 10-15 ár lánstímans greiða
menn að ca % hlutum eingöngu
vexti. Húseigendur framtíðarinnar
verða því lengi vel fyrst og fremst
leigjendur hjá Byggingarsjóði
ríkisins.
Jón Rúnar Sveinsson
„Alls styðja því 59% svarenda félagslega
valkosti í húsnæðismálum.
„Nýjakerfið" kr. Verkambúst. kr.
Eignam. eftir 5 ár 85 þús. 43þús.
Eftir 10 ár 247 þús. 143 þús.
Eftir 15 ár 439 þús. 259 þús.
Eftir20ár 668 þús. 393 þús.
Alnæmi, sjúkdómur
einmanaleikans
Landlæknir hefur á opinberum
vettvangi, m.a. í viðtali við Þjóðvilj-
ann 9. júlí sl., lýst áhyggjum sínum
yfir því hversu fáir einstaklingar úr
áhættuhópunum koma nú til mót-
efnamælinga. Út frá reynslu minni
í hópi homma langar mig til að varpa
ljósi á nokkra þætti sem þama gætu
legið að baki og ræða nokkuð hvað
stjómvöld gætu gert.
Gífúrlegur þrýsingur er lagður á
þá einstaklinga sem telja sig þurfa
að vita fullvissu sína um hvort þeir
beri í sér smit alnæmisveirunnar.
Innri barátta er einnig mikil: Annars
vegar er hræðslan en hins vegar
þörfin fyrir fúllvissu. Það verður að
segjast eins og er að til em sorgleg
dæmi um einstaklinga sem sitja eftir
og ekki þora að undirgangast lækn-
isrannsókn í þessu skyni. Og enn
átakanlegri em dæmin þegar grunur
getur leikið á að viðkomandi þurfi
á hjálp að halda. Það er erfitt að
horfa upp á vini sína í þessari stöðu.
En ég skil þá. Það em þung spor
að undirgangast slíka rannsókn og
eiga á hættu að fá staðfest smit. Og
það er erfitt að takast á við lífið eft-
ir slíka vitneskju. Þessum hetjum
hversdagsleikans tileinka ég grein
mína.
Þögnin
Hræðslan við sjúkdóminn er tví-
þætt. í fyrsta lagi er auðvitað
hræðslan við dauðann. Hún er sá
þáttur sem er sterkastur. Hins vegar
er hræðslan við hina félagslegu ein-
angrun. Að vera dauðvona og einn
er óbærilegt.
Það er engin tilviljun að alnæmi
hefur verið kallað sjúkdómur ein-
manaleikans. Andstætt t.d. krabba-
meinssjúklingum eiga alnæmis-
sjúklingar, svo og þeir sem em
smitaðir en heilbrigðir, mjög erfitt
með að ræða eðlilega um aðstæður
sínar. Þeir eiga á hættu að þeim
verði mætt með höfnun. Að vera
haldinn krabbameini og smitaður af
alnæmisveirunni er þó á þann hátt
hliðstætt að dauðalíkur hafa aukist.
Að neyða einstaklinga til að þegja
í þeirri stöðu er andlegt ofbeldi og
ég lýsi ábyrgð á hendur stjómvöld-
um meðan það viðgengst.
Allt of lengi hefur það legið í þagn-
argildi og verið bundið einhverjum
undarlegum tilfinningum um sekt
að verða fómarlamb þessa sjúk-
dóms. f rauninni er það þó ekki
undarlegt þvi veiran berst í kynlífi
en kynlíf hefur í okkar menningu
löngum verið á valdi sektarkenndar-
innar, ekki síst kynlíf homma. En
með því að vera sjálfum sér sam-
kvæmir hafa hommar fyrir löngu
gefið sektarkenndinni langt nef og
hafnað því að verða fómarlömb and-
legrar kúgunar. Sá ásetningur getur
nú orðið lýsandi fordæmi fyrir þá
sem em smitaðir eða veikir.
Líkingin við holdsveikina
Oft heyrist að alnæmi sé holds-
veiki okkar tíma. Læknisfræðilega
er þetta út í hött en sé tekið mið af
hinni félagslegu hlið málsins hefur
slíkur samanburður nokkuð fyrir
sér. í staðinn fyrir að hafna saman-
burðinum langar mig því til að fylgja
honum svolítið eftir.
Fram á miðja þessa öld var holds-
veikum útskúfað úr mannlegu
samfélagi. Þá fannst lyf við veikinni
og hræðslunni létti. Vísindamenn
hafa seinna komist að því að holds-
veiki hafi verið afskaplega lítið
smitandi og litlar líkur á að þú smit-
aðir sjálfan maka þinn. Þetta vissu
forfeður okkar ekki og eftir að smit-
kenningin var sett fram á 16. öldinni
urðu hinir holdsveiku fómarlömb
ofeahræðslunnar. Vanþekkingin réð
ferðinni.
Vísindi okkar hafa sannað að al-
næmisveiran berst ekki í daglegri
umgengni en holdsveikin barst við
snertingu. Samt sem áður sjáum við
merki ofeahræðslunnar víða að úr
heiminum. Foreldrar skólabama í
Bandaríkjunum mótmæla því að
smituð böm njóti þeirra mannrétt-
inda að ganga í sama skóla og önnur
böm. Þó að landinn hafi að mestu
leyti haldið sig á mottunni hvað
varðar slík viðbrögð þá er ljóst að
slíkar fréttir síast inn í vitund fólks
og marka afstöðu þess til smitaðra
einstaklinga, svo og til einstaklinga
úr áhættuhópunum almennt. Nóg
er að tilheyra áhættuhópi til að
grunsemdimar vakni. Nægir í þessu
sambandi að minna á blaðamál fyrir
nokkm þegar virkum félaga i Sam-
tökunum ’78 var meinaður aðgangur
að sundlaug hér í borg.
Staða hinna holdsveiku var oft á
tíðum slík að þeir leituðu síst af öllu
til læknis. Þeir hurfú heldur undir
jörðina af hræðslu við stimplunina.
En þeir áttu að vonum erfitt með
að vara aðra við ástandi sínu af ótta
við að upp um þá kæmist. Þannig
breiddist veikin út. Á þennan ótví-
ræða hátt kennir sagan okkur að
ömggasta vömin við útbreiðslu er
að tryggja borgaraleg réttindi við-
komandi einstaklinga. Um leið
vitum við að engin ástæða er til
annars. Við lifum ekki í myrkri mið-
aldanna. Við vitum um smitleiðir
alnæmisveimnnar og fræðsla er hér
lykilorðið.
Málefnaleg umræða
Vert er að nefna annan þátt sem
hindrar homma og bisexúal karl-
menn í að leita í mótefnamælingar.
Það er hræðslan við að upp komist
um kynhneigð viðkomandi. Flestir
hommar lifa í felum. Og þar sem
hommar em stærsti áhættuhópurinn
er erfitt að dyljast sem slíkur ef aðr-
ir fá vitneskju um smit. Þannig má
segja að samfélagið sé að taka út
refsingu sína fyrir að hafa alið á
hommafyrirlitningunni. Erfiðara
verður fyrir bragðið að finna umfang
vandans og fá hann upp í dagsljósið.
Ráð við þessu væri auðvitað að beita
sér fyrir málefnalegri umræðu um
„En með því að vera sjálfum sér samkvæm-
ir hafa hommar fyrir löngu gefið sektar-
kenndinni langt nef og hafnað því að verða
fómarlömb andlegrar kúgunar.
Kjallaiiim
Einar Þorleifsson
félagsráðgjafi og félagi
i Samtökunum 78
samkynhneigð. Allavega ber að
forðast umræðu sem elur á neikvæð-
um viðhoríúm til samkynhneigðs
fólks. Heimskulegar athugasemdir
um alnæmi sem hommasjúkdóm sem
tengist lífemi þeirra er dæmi um
slíka umræðu.
Allir ættu nú að vita að alnæmis-
veiran gerir ekki mannamun. Tilvilj-
un ein réð því að hommar urðu fyrst
fyrir barðinu á veirunni á Vesturl-
öndum en í Afríku er veiran jafnút-
breidd meðal allra þjóðfélagshópa.
Lokaorð
Ég hef í þessari grein bent á nokk-
ur atriði sem auðveldað gætu
aðstæður þeirra sem lenda í þeirri
ógæfu að smitast. Fræðsla og borg-
araleg réttindi em þar aðalatriði.
Með fræðslu er hægt að komast hjá
galdrabrennuhugsunarhættinum og
ofeahræðslunni. En tilgangur
fræðslustarfeemi er einnig sá að
fómarlömbin verði ekki fleiri. Við
skulum ekki stinga höfðinu í
sandinn: Stöðugt fleiri smitast. I
nágrannalöndunum, m.a. Dan-
mörku, hefúr upplýsingabæklingum
verið dreift inn á hvert og eitt heim-
ili. Á íslandi kom út bækhngur fyrir
meira en ári og er úreltur og ófull-
nægjandi. Brýn þörf er á endumýjun
og mér er spum: Eftir hverju em
islensk stjómvöld að bíða?
Einar Þorleifsson.