Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. Léleg þjón usta sjón- varpsins Spumingin Hefur þú hugsað þér að fá þér svokallaðan „afruglara" þeg- ar Stöð 2 tekur til starfa? Margrét Sigmundsdóttir nemi: Ég hef ekkert hugsað út í það. En það væri allt í lagi að hafa tvær stöðvar að horfa á. Það gæfi meiri fjöl- breytni. Björn Hjaltason: Nei, það hef ég ekki hugsað mér. Ég horfi lítið á sjónvarp og er því alveg sama hvort stöðvarn- ar eru ein eða tvær. Kristjana Barðadóttir: Ég hef nú ekkert hugleitt það mál - finnst reyndar alveg nóg að hafa eina sjón- varpsstöð. Guðbjörg Bjarnadóttir leigubílstjóri: Ég þarf þess ekki því ég bý í blokk. Það verður gaman að sjá hvemig þetta kemur út. Nú losnar maður líka við að kaupa video. Gunnlaugur Melsted bóndi: Ég hugsa að það komi ekki til því að ég bý vestur á íjörðum. En ef hún næst þangað fæ ég mér sjálfsagt slíkt tæki. Þráinn Agnarsson leigubílstjóri: Ég veit það ekki en það er sjálfsagt allt í lagi að hafa aðra stöð. Málvöndunarkona hringdi: Ég er ein þeirra sem vilja vemda okkar ágætu íslensku tungu. Það hefur því vakið undmn mína og hneykslan að nú hafa leigubílstjórai- okkar ágæta lands verið skyldaðir til að setja erlenda slettu á þak bif- reiða sinna. Mér þykir orðið leigubíll alveg ágætt og held ég að það sé notað íbúi í Kópavogi hringdi: Mig langar til að lýsa undrun minni á íyiirkomulagi við viðhald gatna í Reykjavíkurborg, það er að segja þeg- ar mestu umferðargötur borgarinnar eru malbikaðar á annatíma. Gott dæmi um þetta sást núna síð- astliðinn þriðjudag en þá var verið að malbika Kringlumýrarbrautina klukkan fimm til sjö síðdegis. Þannig af þorra íslendinga i daglegu máli. Skilti með þeirri áletrun ætti að sjálfsögðu að vera á leigubílum hér- lendis. Þó að útlendingar eigi kannski erfitt með að skilja það kæmust þeir sjálísagt fljótlega upp á lagið. Enda á ekki að vera að þjóna þeim örfáu erlendu ferðamönnum er hingað koma með slíkum málslettum. varð stór hluti íbúa í Kópavogi, Garðabæ og Hafoarfirði, sem vinna í Reykjavík, fyrir tilfinnanlegum töfum á heimleið úr vinnu. Þetta finnst mér alveg ótækt. Það hlýtur að vera hægt að finna rólegri tíma til að loka þessum götum, þær eru ekki svo margar. Einnig finnst mér að það mætti aug- lýsa, til dæmis í blöðum og/eða Hólmgeir Einarsson hringdi: Ég er mikill knattspymuunnandi og verð að segja að ég er afskaplega óánægður með þjónustu sjónvarps- ins. Þar á ég við þá fúrðulegu ákvörðun að sýna ekki landsleik Is- lands og Frakklands í beinni útsend- ingu síðastliðinn miðvikudag. Hvers eigum við knattspymuunnendur úti á landi að gjalda? Ég bara spyr. útvarpi, þegar loka þarf heilu götun- um vegna viðgerða. Ég lenti í því um daginn að ég þurfti að keyra heilmikla króka í Laugameshverfi og nágrenni vegna viðgerða. Þannig varð tíu mín- útna skottúr að hálftíma bíltúr sem hægt hefði verið að komast hjá ef upplýsingar hefðu verið fyrir hendi. Hefði ég vitað fyrr af þessari lélegu þjónustu hefði ég keypt mér flugfar suður til að sjá leikinn. Svo var maður ennþá svekktari út í íslenska sjónvarpið þegar maður vissi að leik- urinn var sendur í beinni útsendingu alla leið suður til Frakklands. Ég hvet íslenska sjónvarpið til að þjóna landsbyggðinni betur í fram- tíðinni en það hefúr gert hingað til. Rétt skal vera rétt 9240-3327 skrifar: Fyrst af öllu vil ég þakka DV fyrir greinar sínar um kvik- myndir sem birtast í helgarblaði ‘2. En undanfarið hef ég rekist á þrjár villur á stuttum tíma og vildi ég gjarnan ræða um það. Er DV skrifaði um myndina Highlander nefodu þeir einnig myndina Razorback og ekkert athugavert við það nema það að greinarhöfundur sagði að í myndinni (Razorback) væri bjöm sem hlypi um og slátraði fyrir áhorfendur. Þetta er þvæla því dýrið var ekki bjöm heldur risastór villigöltur. Önnur villan kom fram er skrifað var um hina stórgóðu þætti Masada. Sagt var að leik- konan Barbara Carrera léki eitt aðalhlutverkið, sem er alveg hár- rétt, en að hún léki líka i þátta- röðinni Síðustu dagar Pompei (sem Ione) er hin mesta vitleysa, það er allt önnur manneskja í því hlutverki (Olivia Hussey). Þriðju mistökin komu fram er B.H. skrifaði um myndina Top gun, sem sýnd er nú í Háskólabí- ói, og sagði að persóna ein í myndinni héti Kelly McGillis og væri leikin af Charlotte Black- wood. Þetta er einmitt öfúgt, Kelly McGillis er leikkonan en þessi umrædda persóna heitir væntanlega Charlotte Black- wood (hef ekki séð myndina). Til nánari útskýringa þá lék McGillis í myndinni Vitnið á móti Harrison Ford. Að lokum vil ég biðja DV að halda áfram með kvikmynda- gagnrýni sem virðist alveg hafa fallið niður, svo ég þurfi ekki að leita á náðir Morgunblaðsins eft- ir lýsingum á myndum kvik- myndahúsanna. Hvers eiga knattspyrnuunnendur úti á landi að gjalda? Spurning til aðstandenda lands- leiks Islendinga og Frakka Sigurður Gunnarsson, Fáskrúðsfirði skrifar: Hinn mikli sé lofaður, þvi ég fór á völlinn á miðvikudaginn. Veðrið var frábært, stemmingin sömuleiðis sem og leikur íslenska liðsins. Hvílík heppni að ég þurfti suður, af þessu vildi ég ekki hafa misst eins og félag- ar mínir austur á Fáskrúðsfirði. Fyrir leikinn hringdi ég í sjón- varpið og spurði hvort þeir ætluðu virkilega að loka á beina útsendingu. Eftir leikinn kom ég við í sjónvarps- bílnum og spurði hvort þeir hefðu svo ekki sýnt eftir allt saman. Svarið var: „Nei, það var ekki leyft.“ Hver er það eiginlega sem getur ákveðið að leyfa landsbyggðinni ekki að sjá stórlandsleik íslendinga í knattspymu sem sýndur er beint um alla Evrópu? Ef ég hefði verið fyrir austan væri ég nú niðurlægður og illa reiður yfir slikri frekju. Og svo vil ég að lokum benda á að dagskráin fyrir leikinn var sérstak- lega illa skipulögð. Maður skamm- aðist sín fyrir landann í stað þess að byggjast upp fyrir leikinn. Ef við fyr- ir austan skipulögðum svo illa tveggja manna fund þá skömmuð- umst við okkar. Ellert B. Schram, formaður KSÍ svarar: Knattspymusamband Islands hef- ur áhuga á því að sem flestir íslend- ingar geti fylgst með knattspymu- leikjum og þá ekki síst landsleikjum á þess vegum. Meðal annars í þeim tilgangi hefúr verið gerður samning- ur við Ríkisútvarpið sjónvarp um útsendingar. Og undanfarin ár hafa Frá landsleiknum í fyrrakvöld. allir landsleikir verið sýndir í sjón- varpi, flestallir samdægurs. KSÍ var fyrir sitt leyti búið að heimila sjón- varpinu að senda Frakkaleikinn út samdægurs og það er ekki rétt sem sagt er í bréfi Sigurðar Gunnarsson- ar að KSÍ hafi ekki leyft beina útsendingu. Sjónvarpið fór aldrei fram á slíkt. Ef Ríkisútvarpið Sjónvarp vill sýna beint frá leikjum og greiða sannvirði fyrir þær útsendingar, mun KSÍ ekki standa í vegi fyrir því. Hins vegar hljóta allir að skilja að á meðan fjárhagsafkoma KSÍ byggist að langmestu leyti á þeim tekjum er fást af aðgangseyri af landsleikjum, er ekki hægt að leyfa beinar útsendingar endurgjalds- laust. Á Islandi er allra veðra von í septembermánuði og hræddur er ég um að fáir legðu það á sig að borga sig inn á völlinn í roki og rigningu, ef hægt væri að sitja heima í stofu og horfa á leikinn í beinni útsend- ingu. En ég endurtek, KSÍ hefur ekki bannað sjónvarpinu að sýna lands- leiki samdægurs eða síðar. Að því er varðar óánægju Sigurðar með dagskrá fyrir leikinn get ég því miður lítið sagt. Hann verður að fá að hafa sína skoðun á því máli. Hins vegar hitti ég á vellinum fjölda fólks, sem í lét í ljósi ánægju og þakklæti með alla umgjörð leiksins. Sitt sýn- ist hveijum. Malbikun á versta tíma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.