Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1986, Side 30
42 2 * it •i NAFN VIKUNNAR Paul Simon - You can call me Al (WB) Það er nokkuð langt um liðið frá því síðast heyrðist til Paul Simon en biðin hefur verið þess virði því hér fer hann á kostum með bravúr og stæl. Lagið er í nokkrum rappstíl - það er að segja að söngurinn er að hluta til talaður eða ruglaður. Eins er smá fönk- keimur af laginu en þetta er afbragð allt saman. AÐRIR MINNI SMÁMENN Berlín - Take my breath away (CBS) Sum lög eru lengi að venj- ast þrátt fyrir að þau séu í sjálfu sér afskaplega ein- föld. Þetta er eitt slíkt, hálfróleg ballaða með nokkuð kröftugum undir- leik og söng sem síast smám saman inn í mann og situr svo föst í nokkurn tíma. Þetta er hins vegar engin meistaratónsmíð; einföld dægurfluga. FRANKIE GOES TO HOLLY- WOOD - Rage Hard (ZTT) Ekki er hægt að ásaka Frankie Goes To Holly- wood um vinsældalista- þjónkún; lög þeirra eru langt því frá að vera að- gengileg við fyrstu hlustun en engu að síður njóta þau gífurlegra vinsælda. Hér eru þeir á svipuðu róli og áður; þéttur taktur og fast- ur ber lagið uppi, alls kyns hljómbrellur notaðar sem krydd og síðan einfalt við- lag. Þetta er þegar orðið vinsælt. ENN MINNI SPÁMENN Denis De Young - This is the time (A&M) Þessi drengur hefur verið að syngja sama lagið í mörg ár, fyrst í nokkur ár með Styx og síðan af miklum krafti eftir að hann gerðist sólósöngvari. Lagið er oft- ast nær kunnuglegt, fengið að láni sem sagt og þetta er engin undantekning frá því. ANITA DOBSON - Anyone can fall in love (BBC) Ef maður ber saman Frankie Goes To Holly- wood og svo þetta lag skilur maður ómögulega að þessi lög skuli verða vinsæl meðal sama fólks. Þetta er væmin vella af verstu gerð, það fer bókstaflega hrollur um mann við fyrstu hlust- un og hann magnast bara við hverja hlustun eftir það. -SÞS- Lionel Richie - Dancing On Ihe Ceiling Dansað á dekki Þá hefur þriðja breiðskífa Lionel Richie litið dagsins ljós. - Loksins, segja aðdáendur hans. Gripurinn hef- ur verið lengi í vinnslu. Engan hafði órað fyrir að Cant slow down platan næði þvílíkum vinsældum. Cant slow down var á LP vinsælda- listum í Bretlandi og Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. Ekki færri en fimm lög af plötunni komust í 10 efstu 'sætin á vinsældalistanum í Bandaríkj- unum. Alveg ótrúlegur árangur. Richie hefur ekki setið agndofa og horft aðgerðarlaus á þessi kraftaverk. Hann undirbjó næsta áhlaup vand- lega. Dancing on the ceiling er í alla staði þrauthugsuð hemaðaraðgerð. Varfæmislega sýnir Richie á sér nýjar hliðar. í stað þess að höfða eingöngu til viðkvæmra tilfinninga, sem tengj- ast ástinni alræmdu, reynir Richie að gera hlustandann að þátttakanda. Og það tekst. Titillagið, Dancing on the ceiling, dunar á danshúsum og hefúr rokið upp vinsældalista. Dancing on the ceiling er fagmann- lega unnin plata. Sem fyrr er það James Anthony Carmichael sem pród- úserar plötuna ásamt Richie. Auk þess kemur Greg Phillinganes nokkuð við sögu. Þó Richie slái á létta strengi, eins og í titillaginu, er hann sjálfum sér trúr. Ballöðumar Ballerina girl og Deep river woman eru til dæmis beint úr uppskriftabókinni. Á plötunni em alls átta lög. Þau mynda sterka heild enda unnin af atvinnumönnum. En það verður að segjast eins og er að á Dancing on the ceiling er fátt nýtt að finna þó Richie leitist við að fara nýj- ar leiðir. Yfirborðið er slétt og fellt en tómahljóðið ómar í fjarska. Karlinn er hins vegar trúr aðdáend- um sínum. Hann þekkir þarfir fjöl- dans. Eftir langa bið er platan komin í heimahöfh, á grammófóna aðdáend- anna. Þeir sem beðið hafa milli vonar og ótta taka gleði sína á ný. Týndi sonurinn er snúinn aftur, frískari en nokkm sinni fyrr. -ÞJV Steps Ahead - Magnetic Rafmögnuð leikgleði Þótt Steps Ahead sé ekki vel þekkt hljómsveit hér á landi þá hefúr hún ekki farið fram hjá neinum sem hefúr áhuga á fúsiondjassi. Uppistaðan í hljómsveitinni er víbrafónleikarinn Mike Manieri, saxófónleikarinn Mic- hael Brecker og trommarinn Peter Erskine. Allir fást þeir einnig við hina ýmsu hljóðgervla með ágætum ár- angri. Það er ekki vitlaust að líkja Steps Ahead við Weather Report. Tón- listarstefnan er áþekk þótt tónlist Weather Report sé ívið þyngri, og svo er annað, Peter Erskine hefur leikið með Weather Report, gerði það áður en Steps Ahead var stofiiuð og gerir það á nýjustu plötu hennar. Það á einnig við um bassaleikarann Victor Bailey, sem er með á Magnetic, sjö- undu breiðskífu Steps Ahead. Enda er Steps Ahead hljómsveit sem starfar í skorpum. Þeir þrír fyrstnefhdu em allir einnig mjög virtir stúdíómenn og upptökustjómendur. Eins og hjá flestum fusionhijóm- sveitum hefúr tónlist Steps Ahead rafmagnast meir og meir með hverri plötu. Þetta er sérstaklega áberandi á fyrri hlið Magnetic sem er geysikraft- mikil. Platan byrjar á hinu grípandi Trains sem gefúr tóninn um hvað koma skal. Saxófónleikur Breckers áberandi. Meira ber á Manieri í næstu tveim lögum, Beirnt og Cajun, og er gaman að heyra hversu vel hefur tek- ist að ná þeim áhrifum sem nöfn laganna benda til. Eftir að þessum þremur kraftmiklu lögum er lokið er gott að slappa af yfir rafrnagnaðri út- gáfu á Ellington standardinum In A Sentimental Mood. Ef seinni hlið Magnetic hefði verið eitthvað álíka og fyrri hliðin hefði heildarútkoman verið frábær, en þvi miður dregur úr þeirri leikgleði sem einkennir hana. Magnetic Love er að vísu nokkuð hressilegt og er það eina lagið sem sungið er. Það er mér ókunn söngkona, Dianne Reeves, sem syng- ur. Góð söngkona sem gaman væri að heyra meira frá. Sumo og All The Ted In China eru einhæf fusionlög með litlum tilþrifum. Það er því tilbreyting að fá djassinn yfir sig í Something I Said. Eins og kemur fram í þessari upp- talningu eru lögin á Magnetic nokkuð misjöfii að gæðum. Þegar Steps Ahead tekst hvað best upp er leitun að skemmtilegri tónlist. Flutningur þess- ara þrautreyndu spilara er, eins og við er að búast, mjög góður. Það er helst að ég sakni að heyra ekki meira víbra- fónleik Mike Manieri en raunin er hér. Þrátt fyrir nokkra annmarka þá er Magnetic plata sem á eftir að verða nokkrum sinnum á fóninum hjá mér. Tónlistin er hressileg gæðatónlist sem má kalla jass með fúsion og rokkívafi eða öfugt. HK Sveinn Hauksson - Alíslenskt þjóðráð FÓSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986. i SMÆLKI Sælnú!... Hljómsveitin Sigue Sigue Sputnic á i nokkr- um erfiðleikum með að fá að halda hljómleika vegna dræms áhuga hljómleikahald- ara. Trommuleikari hljóm- sveitarinnar hefur bætt úr þessu hvað sjálfan síg varðar því að undanfömu hefur hann verið á einkaferðalagi milli réttarsala i Bretlandi. Ray Mayhew, en svo heitir kapp- inn, komst fyrst i kfandur er hann kastaði flösku á áheyr- anda á hljómleikum siðastlið- ið vor og hefur ekki verið dæmt endanfega i þvi máli, en Mayhew gengur á meðan laus gegn tryggingu. Og til að hafa eitthvað að gera á meðan kom hann fyrir rétt á dögunum vegna óspekta ng yf irgangs fyrir utan nætur- klúbb i mai. Fékk hann drjúga sekt fyrir vikið. En hann var ekki fyrr kominn út úr þeim réttarsalnum en hann var handtekinn á ný og að þessu sinni ákærðurfyrir misþyrm- ingar á fyrrverandi sambýlis- konu sinni í júní siðastfiðn- um. Ef svo heldur fram sem horfir eni ekki miklar líkur á að Sigue Sigue Sputnic kom- istyfirhöfuð i hljómleika- ferð.,. Andy Taylor gitarleik- ari í Duran Duran hefur dvalist vestanhafs að undanförnu og tróð þar upp fyrir skemmstu á útihljómleikum ásamt litt þekktum aðstoðarmönnum. Sólóplata með Andy er vænt- anleg á markaðinn i október og sögusagnir herma að hann sé búinn að slíta samstarfi við Simma sjóhund og hina Durankallana... U2erkomin ínni stúdíóið enn einu sinní og enn og aftur er það Brian Eno sem stýrir upptökum... Nokkrar líkur eru á þvi að Springsteen aðdáendurfáí væna jólagjöf i ár. CBS hljóm- plötufyrirtæki Springsteens hefur nefnilega í hyggju að gefa út tvöfalt albúm með goðínu og stefnir að þvi að koma því á markaðinn rétt fyrir jól... Ekki eru allirsvert- ingjar jafnóvinsælir í Suður Afríku, Lionel Richie er til að mynda fádæma vinsæfl þama suðurfrá og til marks um það má nefna að nýja platan hans, Dancing On The Ceiiing, hafði selsl í 60 þúsund eintökum, áður en hún kom á markað- Alíslensk bjartsýni Það skal tekið fram þegar í upphafi þessarar umfjöllunar að platan, sem skoðuð er, kom út fyrir allmörgum vikum og hefúr ekki komist að hér vegna anna, en hafa skal í huga að betra er seint en aldrei. Ekki verður það af Sveini Haukssyni skafið að kjarkmaður er hann. Hann gaf út plötu á eigin vegum fyrir nokkr- um árum og hefur vart riðið feitum hesti frá þeirri plötuútgáfúnni því ekki var platan góð. Engu að síður ræðst Sveinn nú í aðra plötuútgáfu og ætlar líklegast að freista þess að rétta sinn hlut frá því síðast. Því miður fyrir hann held ég að það gangi treglega en þó verður að segjast að mikið hefiir Sveini farið fram frá þvi síðast. Á þessari plötu er meiri heildarsvipur en þeirri fyrri, lögin öllu samstæðari. Hér er Sveinn á rólegu nótunum, jaðrar við vísnatónlist á köflum og lætur þetta allt nokkuð vel í eyrum. Galli er þó hversu tilbreytingarlaus lögin eru og um margt lík hvert öðru. Öll uppbygging þeirra er í svipuðum dúr og hefði þar kannski mátt bæta úr með fjölbreyttari útsetningum. Þá vill brenna við að ljóð falli illa að lögum og er það sérstaklega áber- andi í laginu um appelsínugula borgarstarfemanninn. Það er jafh- framt eina lagið sem Sveinn syngur sjálfur og með allri virðingu fyrir hon- um ferst honum gítarleikur miklu betur úr hendi en söngur. Batnandi manni er best að lifa, segir máltækið, og við má Sveinn Haúksson vel una. -SþS- inn. Alltfyrirframpantanir. .. . A væntanlegri plötu Cyndi Lauper er heilt stóó af stjömum: The Bangles, Nile Rodgers og Billy Joel, svo einhverjar séu nefndar. Dúett med Patti Labelle var hent út á síðustu stundu vegna deilna unr ágóöahlut Labelle. . . sæl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.