Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
Fréttir
„Það er allt í fullum gangi og búið
er að setja nefhdir sem sjá um hinar
ýmsu hliðar þótt enn sé ekki að fullu
ljóst hvemig þetta verður allt sam-
an,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra í samtali við
DV.
Steingrímur sagði að Birgir Þorg-
ilsson ferðamálastjóri hefði umsjón
með hótelmálunum og Ferðaskrif-
stofa ríkisins hefði verið gerð að eins
konar upplýsingamiðstöð fyrir út-
lendingana sem hingað koma. Þar
væri hægt að fá allar upplýsingar
um land og þjóð. Yfir öryggismálin
hefðu verið settir Þorsteinn Geirs-
son, ráðuneytisstjóri í dómsmála-
ráðuneyti, Böðvar Bragason,
lögreglustjóri í Reykjavík, Þorgeir
Þorsteinsson, lögreglustjóri í Kefla-
vík, og Ami Sigurjónsson, deildar-
stjóri í útlendingaeftirlitinu. Þá
hefði Magnús Torfi Ólafsson, blaða-
fúlltrúi ríkisstjómarinnar, verið
settur blaða- og fréttamönnum til
aðstoðar.
„Hótel Saga, Hótel Ijoftleiðir og
Hótel Esja hafa verið rýmd vegna
sendinefndanna sem koma með leið-
togunum og vonandi komast þær
allar fyrir á þessum stöðum. Annars
höfum við ekki fengið nákvæmar
upplýsingar um það hversu fjöl-
mennar sendinefridimar verða.
Þá sýnist okkur hótelvandinn vera
að vaxa og langt út fyrir borgina.
Öll hótelin í Reykjavík em þegar
orðin full og nú er verið að athuga
með hótel í nágrenni Reykjavíkur,
svo sem í Hveragerði, á Selfossi,
Hvolsvelli, Hellu, í Keflavík, Bor-
gamesi og Valhöll á Þingvöllum.
íslendingar
vinveittir
gyðingum
- segir forsætjsráðherra
„Ég hef ekki heyrt það að gyð-
ingar ætli að fjölmenna hingað
til lands vegna fimdarins í mót-
mælaskyni. Hérlendis er engin
andstæða gegn gyðingum svo ég
skil ekki hvað þetta fólk ætti að
gera hér,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra í
samtali við DV.
Á öðrum stað hér í blaðinu er
sagt frá því að gyðingar hafi fyr-
ir alllöngu ákveðið að efna til
mótmæla við næsta fund þeirra
Reagans og Gorbatsjovs. Velti
þeir nú fyrír sér þeim möguleika
að koma til íslands í þessu skyni.
Þá segir í Reutersskeyti, og er
það haft eftir Shcharansky, að
ástæðan fyrir því, að ísland var
valið sem fundarstaður, sé sú að
hér séu engir gyðingar. Þess
vegna sé engin hætta á því að
gyðingar verði með uppþot til að
sýna samstöðu með sovéskum
gyðingum.
„Ég sé litla ástæðu til að óttast
þetta. ísland hefúr alltaf verið
mjög vinveitt ísrael á alþjóðleg-
um vettvangi. Hér em nokkrir
gyðingar búsettir og ég veit ekki
betur en mjög gagnkvæmur
skilningur ríki milli þeirra og
annarra."
-KÞ
Steingrímur Hermannsson í bandarísku sjónvarpi:
Þurfd sjálfur að sjá
um undirbúninginn
Óskar Magnússan, DV, Washington;
Tvær stærstu sjónvarpsstöðvar
Bandaríkjanna fluttu í gærkvöldi við-
töl við Steingrím Hermannson forsæt-
isráðherra um leiðtogafundinn.
Önnur stöðin hafði eftir Steingrími
að íslendingar væm svo fáliðaðir að
hann hefði sjálfur orðið að taka þátt
í undirbúningi leiðtogafúndarins.
Stöðvamar sýndu báðar myndir af
snjókomunni í Reykjavík í gær, en líka
fallegar og mjög jákvæðar sumar-
myndir úr borginni.
Sjónvarpsstöðvamar gerðu þó
nokkuð mikið mál úr því að forsætis-
ráðherra væri menntaður í Bandaríkj-
unum. Auk þess ræddi önnur stöðin
við Böðvar Bragason, lögreglustjóra í
Reykjavík, og hin við Bjarka Elíasson
yfirlögregluþjón um öryggisþátt leið-
togafúndarins.
alK í fullum gangi, segir forsætisráðheira
Einnig er verið að athuga með skól-
ana á Laugarvatni, gistiheimili og
einkaheimili. Ég hef heyrt að alls
staðar séu allar símalínur rauðgló-
andi vegna þessa. Nú, svo þarf einnig
að sjá þeim fyrir ferðum sem gista
utan Reykjavíkur. Það á eftir að
athuga."
- Hvað með öryggismálin?
„Nú, það er allt í fullum undirbún-
ingi. Öiyggisverðir leiðtoganna em
að koma til að kanna aðstæður á
þeim stöðum þar sem leiðtogamir
munu fara um. íslendingamir, sem
settir hafa verið í það mál, munu
starfa með þeim. Þá hefur verið talað
um að á gamla Melavellinum verði
útbúin aðstaða fyrir þyrlu til að vera
til taks. Einnig mun Vamcirhðið
taka þátt í öryggisgæslunni."
- Hvemig verður búið að þessum
mikla fjölda blaða- og fréttamanna?
„Því er ekki að neita að við höfúm
áhyggjur af pressunni. En við mun-
um reyna að búa vel að þeim. Þessa
stundina er einkum talað um að
gera Hagaskóla að blaðamannamið-
stöð og þá þyrfti að gefa krökkunum
frí í viku. Þá hefur mönnum dottið
í hug að í Háskólabíói verði haldinn
blaðamannafundur leiðtoganna í lok
fundarins en þetta á allt eftir að
koma í ljós mjög fljótlega.
Okkur er mjög í mun að þetta fari
allt sem best fram og við munum
gera okkar ýtrasta til að svo verði,“
sagði Steingrímur Hermannsson.
-KÞ
Melavöllurinn í morgun: þar verður þyrluflugvöllur á meðan leiðtogafundurinn stendur yfir.
DV-mynd: Brynjar.
Helgí Agústsson: Kallaður
heim til að stjóma samskiptum
við fjölmiðla.
Fjölmiðlar:
Helgi heim
til skipulagn-
ingar þjónustu
við fréttamenn
Helgi Ágústsson, sendiráðs-
fúlltrúi í .Washington, hefúr
verið kallaður heim til íslands
til að undirbúa og skipuleggja
þjónustu við fjölmiðla vegna
leiðtogafundarins. Helgi kom til
landsins í morgun. Hann mun fá
marga sér til aðstoðar, þar á
meðal Jón Hákon Magnússon
og Sigríði Snævarr deildarstjóra.
Á þessu sviði er mikil undir-
búningsvinna framundan þar
sem talað hefúr verið um að 2-3
þúsund fréttamenn komi sem er
einsdæmi í sögu landsins. -KB
Fréttamenn
famir að
streyma til
landsins
Fréttamenn eru þegar famir
að streyma til landsins vegna
leiðtogafundarins um aðra helgi.
í gær komu hópar frá bandarísku
sjónvaipsstöðvunum ABC og
NBC. Voru þeir að kanna að-
stæður og strax í gær voru fyrstu
fréttapistlamir sendir. í kvöld er
svo von á japönskum sjónvarps-
fréttamönnum.
Japanamir verða með um 50
manna lið hér á landi og hafa
þeir tekið á leigu allt Farfúgla-
heimilið við Sundlaugaveg. Þá
hefúr NBC sjónvarpsstöðin
bandaríska tekið á leigu Hótcl
Örk í Hveragerði eins og hún
leggur sig. Verða þeir með milli
80 og 100 manna lið hér á landi.
Annars em öll hótel í Reykja-
vík og nágrenni að verða sneisa-
fúll. Hótel Saga, Esja og
Loftleiðir hafa verið tekin undir
sendinefridir leiðtoganna, en
ekki er enn vitað nákvæmlega
hversu stórar þær verða. -KÞ
öryggismálin rædd: Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á Keflavikurflug-
velli, Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, og
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, bíða eftir þvi að fá að ræða
viö forsætisráðherra um undirbúning leiðtogafundarins..
2000 manns
hafa bókað
Þegar hafa hátt í 2000 manns bókað
flug til íslands síðan í fyrradag vegna
leiðtogafúndarins og bæði Flugleiðir
og Amarflug hafa sett á fjölda auka-
ferða.
Hjá Flugleiðum hafa tæplega 1500
manns bókað flug og hjá Amarflugi
hátt í 400.
Flugleiðir hafa sett á 7 aukaferðir.
8. og 9. október verða aukaferðir til
London og til Bandaríkjanna þann 6.
og 7. Þá verður aukaflug frá Kaup-
mannahöfn þarrn 8. og annað frá
Lúxemborg með viðkomu í London og
þann 13. verður aukaflug til New
York.
Amarflug hefúr aukið sætarými í
vélum sínum frá Amsterdam og Ham-
borg 7., 9. og 11. október og verða auk
þess þann 9. með aukaflug frá Amst-
erdam.
Samkvæmt upplýsingum DV munu
bæði flugfélögin bæta enn frekar við
ef þarf. Ér það stefha hjá báðum að
reyna eftir megni að mæta allri eftir-
spum.
Flestir þessara tæpu 2000 manna em
frétta- og blaðamenn frá öllum helstu
löndum Evrópu og Asíu og einnig frá
Bandaríkjunum. -KÞ