Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
FréttLr
Anna Rósantsdóttir dró fram gamla reiöhjóliö eftir að bílnum var stolið.
Dularfultt bíl-
hvarf á Akureyri
Jón G. Hautesan, Akureyri;
„Þjófurinn var ekkert smáræðis
heppinn. Lyklamir voru óvart í bíln-
um. En hann má hafa góða samvisku,
við keyptum bílinn í vor og vorum
ekki einu sinni búin að borga hann,
höfum verið að berjast við það í allt
sumar," sagði Anna Rósantsdóttir,
eigandi ljósdrapplitaðs Lancerbíls sem
stolið var á Akureyri um eittleytið
aðfaranótt laugardagsins 13. septemb-
er. Ekkert hefur til bílsins frést þrátt
fyrir itrekaða leit lögreglunnar.
„Maðurinn minn og tengdafaðir
skruppu upp í Öxnadal íyrr um kvöld-
ið til að ná í Daihatsubíl. Maðurinn
minn ók honum heim en tengdafaðir
minn Lancemum. Þegar þeir komu til
baka fengu þeir sér kafiRsopa eins og
gengur. Það hafa ekki liðið nema
svona 10 mínútur en það var nóg, bíln-
um var stolið á meðan.“
Anna sagði að gríðarleg leit hefði
verið gerð að Lancemum þegar um
nóttina en án árangurs. „Bíllinn hefur
beinlínis gufað upp en ég vona að
hann finnist. Við heitum hverjum þeim
sem getur gefið upplýsingar um bílinn
nokkur þúsund krónum að launum.“
Svona lifur hann út, Lancerinn, Ijósdrapplitaður, og árgerðin er 1981.
Verðbólgan nokkru
meiri en spáð var
- þrjú prosent gengissig á þremur mánuðum
Seðlabankinn hefúr endumýjað
spá sína um þróun helstu verðlags-
vísitalna til ársloka. Er um að ræða
nokkra hækkun frá fyrri spám sem
birtar vom í mars og júní.
Samkvæmt hinni nýju spá, sem
birt er í septeihberhefti Hagtalna
mánaðarins, mun framfærsluvísital-
an hækka um 9,9 prósent frá upphafi
til loka ársins og byggingarvísitalan
um 15,2 prósent. Lánskjaravísitalan
mun hækka um 13,2 prósent milli
janúar á þessu ári og janúar á næsta
ári.
Spáð var í mars að framfærsluvísi-
talan myndi hækka um 8 prósent á
árinu, byggingarvísitalan um 11,4
prósent og lánskjaravísitalan um
10,9 prósent.
Ástæður meiri verðbólgu segir
Seðlabankinn einkum tvær. Gert sé
ráð fyrir að kauptaxtar muni hækka
nokkru meira en áður, eða um 25
prósent milli ára í stað 20,5 pró-
senta, vegna rauðu strikaima
svokölluðu og sérkjarasamninga að
undanfomu. I öðm lagi hafi gengis-
sig orðið meira en reiknað var með.
Þannig hafi meðalverð erlendra
gjaldmiðla hækkað um rúm þijú pró-
sent frá lokum maí til miðs septemb-
er. Á móti komi nokkm meiri
lækkun innflutningsverðs í erlendri
mynt en reiknað hafi verið með í
spánni í vor.
Seðlabankinn hefur einnig birt
töflu yfir þróun raunvaxta. Hafa
þeir hækkað frá síðasta ári vegna
lækkunar verðbólgu.
„Raunvextir sveifluðust hressilega
frá því að vera neikvæðir fyrstu tvo
mánuði ársins upp í tæp 12% í mars
en hafa síðan jafnast á bilinu
3,9-4,5%,“ segirí riti Seðlabankans.
-KMU
Varavöllur Keflavíkur
byggður í Skotlandi?
Svo kann að fara að Atlantshafs-
bandalagið, NATO, byggi varaflugvöll
fyrir Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli
í Skotlandi. Skotar hafa mikinn áhuga
á að fá flugvöllinn til sín, samkvæmt
heimildum DV.
Á vegum NATO hefur í nokkur ár
verið í gangi athugun á staðsetningu
sérstaks varaflugvallar við Norður-
Atlantshaf fyrir flugflota bandalags-
ins. ísland hefur þótt vænlegur kostur.
Málið hefur þó verið talið viðkvæmt.
Yfirmaður Vamarliðsins á Keflavík-
urflugvelli lýsti áhuga NATO á
varaflugvelli á íslandi í viðræðum við
íslenska utanríkisráðuneytið um síð-
ustu áramót. Utanríkisráðuneytið
varpaði málinu til samgönguráðu-
neytis. Þar virðist málið hafa legið
óhreyft síðan.
Hérlendis hefur hugmyndinni um
varaflugvöll NATO verið tekið heldur
fálega. Áhuginn í Skotlandi virðist
mun meiri enda er NATO ekki að leita
að varaflugvelli eingöngu fyrir her-
flugið frá Keflavík heldur fyrir allt
herflug sitt um Norður-Atlantshaf.
-KMU
NATO er að leita að svæði undir varaflugvöli fyrir allt herflug sitt um Norður-
Atlantshaf. DV-mynd KAE
í dag mælir Dagfaii
Langur tími er liðinn siðan fréttir
hafa borist af Hafskipsmálinu. Það
mál var eiginlega gleymt og grafið
og ef Hjálparstofhun kirkjunnar og
Bandalag jafiiaðarmanna hefðu ekki
hjálpað upp á sakimar, hefðu menn
bókstaflega drepist úr leiðindum.
Hjálparstofhunin þurfti að hætta við
fjáröflun vegna þess að í Ijós kom
að reikningar stofnunarinnar hafa
aldrei verið endurskoðaðir og stjóm-
in vill fá að vita hvað varð um
peningana, sem söfhuðust síðast áð-
ur en hún fer að safna á ný. Vonandi
lifa þeir þessa seinkun af í Súdan,
en erfiðari verður sjálfsagt þessi töf
fyrir starfsfólkið á Hjálparstofinun-
inni, sem ekki má við því að safnanir
falli niður, ef það á að lifa af. Rauði
krossinn mun þó bjarga því sem
bjargað verður og taka við samskot-
um fyrir hönd Hjálparstofhunarinn-
ar meðan úr því fæst skorið hveijir
séu mest hjálpar þurfi.
Bandalag jafiiaðarmanna gerði
meira heldur en að fresta sinni för.
Það lagði sig einfaldlega niður, sem
er vissulega hreinlegra, þegar í ljós
kemur að hvorki peningamir né at-
kvæðin skila sér í kassana. Leifamar
af Bandalaginu hafa ákveðið að
ganga í Alþýðuflokkinn, sem verður
nú að vara sig á þeim Bandalags-
mönnum, ef meiningin er að Al-
þýðuflokkurinn haldi lífi fram yfir
næstu kosningar. Eftir að Hjálpar-
stofiiunin varð að gefast upp við að
hjálpa bágstöddum, vegna þess að
reikningamir verða endurskoðaðir,
gat ekkert komið í veg fyrir andlát
Bandalagsins og Alþýðuflokkurinn
mun hljóta sömu örlög, nema sér-
stakt eftirlit verði haft með hinum
nýju stuðningsmönnum, sem hafa
reynslu í því að koma flokkum fyrir
kattamef.
Annars er aldrei vita hver lifir
krísumar af og hver lifir þær ekki
af. Það sést best á Hafskipsmönnum,
sem nú em risnir upp á afturfætuma
og famir að bíta frá sér. Þeir em
ekki dauðir úr öllum æðum.
Eftir að forsvarsmönnum skipafé-
lagsins hafði verið haldið í yfir-
heyrslum og tugthúsum um nokkra
vikna skeið í sumar tókst slíkt vin-
fengi með þeim og rannsóknarlög-
reglumönnum, að Rannsóknarlög-
regla ríksins léði öðrum
forstjóranum kontór og síma og
fijálsan aðgang að skjölum málsins.
Forstjórinn hefur síðan setið við og
yfirheyrt rannsóknarlögregluna og
hefur nú samið átta hundmð blað-
síðna skýrslu þar sem hann flettir
ofan af ofsóknunum á hendur sér
og fyrirtækinu.
Þessari skýrslu hefur verið dreift
og kennir þar margra grasa. Verður
ekki farið út í þá sálma að sinni en
lýst aðdáun og undrun á þeirri gagn-
sókn sem nú er hafin að undirlagi
rannsóknarlögreglunnar sem hefúr
veitt alla þessa aðstoð til að sak-
bomingamir geti náð rétti sínum.
Án hennar aðstoðar og fulltingis
hefði Ragnar Kjartansson aldrei get-
að samið vamarræða sínu eins og
hann skýrir frá. Við lestur skýrsl-
unnar þvælist það fyrir almenningi
hver er sekur og hver er saklaus og
þess má jafnvel vænta að almenn-
ingsálitið snúist við í stað þess að
afekrifa Hafekipsmennina sem ó-
tínda glæpamenn. Eins og allir vita
er almenningsálitið æðsti dómarinn
í landinu. Nú bendir nefnilega flest
til þess að sökin sé ekki síðri eða
minni hjá þeim sem rannsakað hafa
málið og heimtað yfirheyrslur og
fangelsi yfir saklausum mönnum.
Fógetarétturinn má fara að vara sig
og saksóknari og skiptaráðendumir,
svo ekki sé talað um pólitíkusana,
sem hafa kynt undir ásakanir og
rógsherferð á hendur heiðarlegum
businessmönnum. Þetta fer jafnvel
að verða spuming um hver kærir
hvem.
Þegar svo er komið, að fyrrverandi
Bandalagsmenn em á harðahlaup-
um út úr þrotabúi Bandalags jafnað-
armanna, þegar Hjálparstofhun
kirkjunnar fer undan í flæmingi fyr-
ir ríkisendurskoðuninni og aiþingis-
mönnum sem vilja kæra hana og
þegar skiptaráðendur leggja á flótta
undan sakbomingum, þegar allt
þetta gerist í einu vetfangi, fer að
verða spuming um það hver sé bág-
staddastur. Þarf ekki flóttamanna-
hjálp Sameinuðu þjóðanna að beina
sjónum sínum að þeim íslensku
flóttamönnum, sem hafa þurft að
taka til fótanna undan réttvísinni
og sakbomingunum og kjósendun-
um?
Dagfari
Flóttamannahjálpin