Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
15
Við viljum verkfallsrétt
Oftast heyrir maður tverms konar
mótbárur þegar minnst er á launa-
kjör þorra opinberra starfemanna og
þörfina á verkfallsrétti: Menn segja
ríkið svo óvenjulegan atvinnurek-
anda að venjulegur vinnuréttur gildi
ekki um þá. Þama er m.a. skírskotað
til þjónustu ríkisvaldsins og margs
sem varðar almannaheill. Menn
segja líka að flestir ríkisstarfsmenn
hafi ótal leiðir til aukinna launa auk
þess sem þeir afkasti oft svo litlu að
launin séu þeim rétt mátuleg.
Auðvitað er sannleikskom í öllum
mótbárunum. En þau em léttvæg.
Ástæðumar em einkum þær tvær
að eðli einhvers starfs getur ekki
tekið sjálfsögð mannréttindi af tug-
þúsundum launamanna þegar á
heildina er litið og sú hin að opin-
berir starfsmenn em upp til hópa
samviskusamir og ábyrgðarfullir
menn, rétt eins og meirihluti íslend-
inga.
Skoðum rökin nánar
Ríkið er ekki ofar stéttum
Það er gömul staðhæfing til í borg-
aralegri lög- og hagspeki að ríkið
standi ofar meginandstæðum þjóð-
félagsins; launafólki og þeim sem af
vinnu þess fólks lifa. Ríkisvaldið á
að vera óháður aðili. Reynslan sýnir
annað; hún sýnir að andstæðar fylk-
ingar takast á um gerðir ríkisvalds-
ins og að lyktir átakanna marka í
hvers hag tiltekin ríkisaðgerð er.
Um 90% ríkisstarfsmanna skiptast
ljóslega í báðar þessar fylkingar og
barátta þorra launamanna í opin-
berri þjónustu er ekkert öðmvísi í
kjama sínum en barátta verka-
KjaUarinn
Ari Trausti
Guðmundsson
kennari Menntaskólanum
við Sund
manna í framleiðslunni gegn arð-
söfnurunum þar.
Það hefúr löngum þótt vera eitt
og annað eftirsóknarvert i borgara-
legu lýðrasðisþjóðfélagi. Til dæmis
mannréttindi eins og fúndafrelsi og
frelsi til að semja um kaup og kjör;
og réttur til að leggja niður vinnu
án þess að segja henni upp. Þessi
sjálfsögðu réttindi em ekki sjálfsögð
í öllum öðrum löndum eins og kunn-
ugt er.
í nokkra áratugi hafa opinberir
starfsmenn ekki notið þessa réttar á
íslandi; hluti þeirra fékk meira að
segja fyrst þröngan rétt af þessu tagi
fyrir um áratug. Tregðan til að veita
„eðlilegan" rétt í þessum efnum og
lágu launin, sem boðin em, geta
aðeins talist íhaldssemi í einn stað
og vamaraðgerð í annan; íhaldssem-
in er frá þeim tíma er ríkisstarfs-
menn vom fáir og „hátt settir" upp
til hópa. En vamaraðgerðin er til
komin vegna þess að íslensk yfir-
stétt sér fullvel að það er betra að
deila og drottna yfir sundraðri
launastétt en veita tugþúsundum
verkfallsrétt til viðbótar við þá sem
þegar hafa hann.
Vér erum ekki letidýr
Viðbáran um sukkið, letina og
óreiðuna í ríkisstofiiunum er því
miður alls ekki ástæðulaus. Almenn-
ingur þekkir fjölmörg dæmi um slíkt
og raunar segir sú saga mikið um
hve alþýða manna getur haft lítið
eftirlit með fulltrúum sínum eða
þjónustuaðilum. En þama skyggja
trén á skóginn eins og oft áður.
Kynni flestra af stórum starfshópum
eða vinnustöðum hins opinbera em
á þann veg að það er augljóst að
menn sinna ekki einungis störfúm
sínum að fullu, heldur em fjölmargíir
stofnanir svo vanmannaðar að
starfsmenn vinna þrekvirki. Skoðum
bara sjúkrahús. Að auki þarf ekki
að óttast að slíkt fólk misbeiti verk-
falli eða láti það koma að óþörfu
(verkfoll valda alltaf einhverjum
vandræðum, til þess em þau!) niður
á fólki. Skoðum bara aðgerð fram-
haldsskólakennara sl. vor þegar
margir þeirra treystu sér ekki að
halda uppsögnum til streitu af um-
hyggju fyrir nemendum sínum.
Nei - gagnrýni á léleg vinnuskil
minnihluta eða dylgjur um að full-
orðið fólk beiti fyrir sig gamalmenn-
um á sjúkrahúsum eða straumrofi í
viðvörunarkerfi almannavama við
launabaráttu em útúrsnúningar.
Hvað framundan?
Sem betur fer hafa opinberir starfs-
menn tekið frumkvæðið af ríkisvald-
inu í bili í samningsréttarmálum og
lagt eigin frumvarpsdrög fyrir samn-
inganefnd ríkisins. Þar er kjami
málsins sá að félög opinberra starís-
manna fá réttindi í líkingu við rétt
ASÍ o.fl. Ekkert minna dugar.
Bandalag háskólamanna var búið
að lýsa yfir vantrausti á Kjaradóm
fyrir fullt og allt og verður nú í nóv-
ember að standa við orð sín um að
sækja mál ekki aftur til hans. Þá er
spurt: Hvað gerir BHMR (R fyrir
ríkisstarfsmenn)? Ef núverandi rík-
isstjóm hefur ekki stjómvit eða
samþykki umbjóðendanna í valda-
kerfinu fyrir því að ganga að kröfum
opinberra starfsmanna um lýðræðis-
leg mannréttindi, þá hljóta ríkis-
starfsmenn að taka sér sinn rétt sem
fótur er fyrir bæði í stjómarskrá og
ýmsum fjölþjóðlegum réttindayfir-
lýsingum.
Loks er vert að geta þess að hin
stóm sambönd opinberra starfs-
manna em að athuga með stofnun
eins kjarasambands þessa fólks;
raunar áratugum of seint. En þvi
miður sést minna eða heyrist til
umræðna meðal opinberra starfs-
manna „í grasrótinni11 um horfúr og
viðbrögð við seinagangi ríkisvalds-
ins í samningsréttarmálinu sem er
með vilja gerður. Eða vilja ríkis-
starfsmenn verða að kosningadúsu
flokka sem bítast um að stjóma til
málamynda með litlum tilbrigðum
og em alltaf að bisa við að sætta
andstæðu öflin af ótta við lýðræðis-
leg völd alþýðu manna?
Ari Trausti Guðmundsson
„En varnaraðgerðin er til komin vegna
þess að íslensk yfirstétt sér fullvel að það
er betra að deila og drottna yfir sundraðri
launastétt en veita tugþúsimdum verk-
fallsrétt til viðbótar við þá sem þegar hafa
hann.“
Stefna Sólheima
Að undanfömu hefur hópur fyrr-
verandi starfsmanna á Sólheimum í
Grímsnesi beitt sér fyrir skrifum
gegn stefnu Sólheima og stjómun,
síðast í kjallaragrein í DV 24. sept-
ember sl., undirritaðri af Jóni H.
Bjarnasyni, skólabílstjóra og fyrr-
verandi starfsmanni. Mætti halda
að mikið ófremdarástand ríkti nú á
Sólheimum og sundurlyndi og deilur
milli starfsfólks og stjómar spilltu
daglegu stárfi. Svo er ekki. Af Sól-
heimum er allt gott að frétta og þar
gengur lífið sinn vanagang í sátt og
samlyndi.
Efiiislegt innihald þessara skrifa
er annars vegar gagnrýni á þá stefnu
sem mótað hefur starfsemi heimilis-
ins og þróun síðustu árin, hins vegar
aðdróttanir í minn garð varðandi
starfshætti. í daglegu starfi mínu er
ég ábyrgur gagnvart stjóm heimilis-
ins og mun svara fyrir gerðir mínar
gagnvart henni, en öllum aðdróttun-
um þessa hóps vísa ég alfarið á bug
og mun ekki ræða á opinberum vett-
vangi í einstökum atriðum.
Um stefúu heimilisins er hins veg-
ar eðlilegt að skoðanir séu skiptar
og um hana stöðug umræða. Helsta
gagnrýni hópsins á stefiiu Sólheima
er eftirfarandi:
1. Að meðferðarstarf á Sólheimum
sé í molum.
2. Að uppbygging sé of mikil og ör.
3. Að stefna í starfsmannamálum
leiði til þess að af Sólheimum
hverfi starfsfólk, búsett í héraði,
en í stað þess komi óhæft
starfsfólk.
Mun ég hér leitast við að svara
þessari gagnrýni.
Markmiðið er virk meðferðar-
stofnun
Sólheimar skilgreina sig sem með-
ferðarstofiiun og alla starfsemi sína
sem meðferðarstarf. Markmið með-
ferðarinnar er að gera þeim sem á
Sólheimum búa kleift, hverjum eftir
eigin getu og hæfileikum, að lifa lífi
sem veitir hamingju og tilgang. For-
senda þess að þetta megi takast er
að jafiivægi sé á milli aðstæðna og
umhverfis annars vegar og getu og
KjalJaiirm
Halldór Kr. Júlíusson
forstöðumaður Sóiheima
líf á Sólheimum hefur verið með
miklum blóma á síðustu árum. Ber
þar fyrst að nefna fastar skemmtanir
og hátiðir bæði innan og utan stað-
arins. Þrjú frumsamin leikrit hafa
verið færð upp á Sólheimum og farið
með eitt þeirra í leikför um landið
og til Norðurlanda. Tvær leiknar
kvikmyndir hafa verið framleiddar
og málverkasýningar haldnar.
íþróttastarf hefur verið með blóma
og er skemmst að minnast einnar
stærstu íþrótta- og fjölskylduhátíðar
fatlaðra sem haldin hefur verið hér
á landi, Sólheimaleikanna 1986.
Skátastarf er nýjung í félagslífi á
Sólheimum, en þátttaka Sólheima-
skátanna á landsmóti skáta í Viðey
vakti verðskuldaða athygli. Hér er
aðeins það helsta nefnt í félgslífi á
„Mætti halda að mikið ó£remdarástand
ríkti nú á Sólheimum og sundurlyndi og
deilur milli starfsfólks og stjómar spilltu
daglegu starfi. Svo er ekki.“
hæfileika einstaklingsins hins vegar.
Þetta jafiivægi er sérstaklega mikil-
vægt á þremur sviðum mannlífsins,
þess er lýtur að félagstengslum og
félagsþroska, þess er lýtur að greind
og vitsmunaþroska og þess sem lýtur
að tilfinningalífi og tilfinninga-
þroska. Til starfeemi sinnar þurfa
Sólheimar aðstæður til félagslífe til
að efla félagsþroska, vinnustofúr til
örvunar vitsmunaþroska og heimili
þar sem fólk getur búið við aðstæður
sem efla tilfinningatengsl. Þannig
er stefiit að því að heimilið verði
virk meðferðarstofnun á öllum svið-
um þar sem meðferðin felst i því að
búa á staðnum og taka þátt í starf-
semi heimilisins.
Án þess að kasta rýrð á þá sem
hér hafa stjómað áður er það álit
mitt að innra starf á Sólheimum
hafi verið í stöðugri framför á síð-
ustu árum. Mikilvægur árangur
hefur náðst í meðferð margra vist-
manna sem áttu við mikla vanlíðan
að stríða af ýmsum ástæðum. Félags-
Sólheimum og dæmi nú hver fyrir
sig hvort staðurinn sé „geymslu-
stofnun", eins og Jón H. Bjamason
fullyrðir.
Verulegar úrbætur í hús-
næðismálum Sólheima
Hvað stefiiu í uppbyggingu varðar
hafa stjómendur heimilisins verið
gagmýndir fyrir að byggingafram-
kvæmdir og fjármögnun þeirra
yfirgnæfi annað starf á Sólheimum.
Aðstæður á Sólheimum hafa löng-
um verið erfiðar vegna húsnæðis-
skorts. Stefna heimilisins í
húsnæðismálum hefur verið að bæta
hið fyrsta úr aðstöðunni. Á síðustu
árum hefur líka veruleg úrbót átt sér
stað með tilkomu nýrrar visteining-
ar, 5 starfemannaíbúða, húsnæðis
fyrir þijár vinnustofúr og félags-,
samkomu- og íþróttaaðstöðu í nýju
húsnæði. Byggingaframkvæmdir
hafa eðlilega sett mark sitt á daglegt
starf á staðnum, enda annað óhjá-
kvæmilegt, en af þeirri ástæðu er
ráðist í endurbætur af slíkum krafti
til að röskunin standi sem skemmst
yfir. Sólheimar eru sjálfeeignarstofn-
un og hafa löngum leitað til fleiri
aðila en hins opinbera varðandi fjár-
mögnun byggingaframkvæmda. Ég
tel það gæfú Sólheima að halda opnu
og lifandi sambandi við þá sem
áhuga hafa á starfeemi heimilisins.
Heimilið stóð m.a. á sl. ári fyrir vel
heppnaðri fjáröflun til byggingar
samkomu- og íþróttahúss á Sól-
heimum. Þessarar fjáröflunar, sem
flestir minnast í dag sem einstæðs
afreks einstaks manns, frekar en
fiáröflunar, er höfðað til í gagnrýni
sem sníkja, skrums og sýndar-
mennsku. Slík ummæli dæma sig
sjálf.
Skýr stefna varðandi starfs-
fólk Sólheima
Stefna heimilisins varðandi starfs-
fólk hefur verið skýr. Leitast hefúr
verið við að ráða hæft fólk, þ.e. fólk
með menntun eða reynslu er lýtur
að því starfi sem það hyggst vinna
á Sólheimum. Þessi stefria er sjálf-
sögð og þarfnast ekki frekari rök-
stuðnings. í öðru lagi hefur það verið
stefna heimilisins að ráða að öllu
jöfriu fólk úr héraði til starfa, en
gagnkvæmir hagsmunir heimilisins
og nágrannabyggðanna liggja þar til
grundvallar. Þessi tvö stefriuatriði
kunna við fyrstu sýn að virðast
mótsagnakennd. Þegar litið er til
þeirra breytinga, sem hafa átt sér
stað hvað varðar þessi tvö atriði á
sl. fiórum árum, eða frá því þessi
stefna var mörkuð, kemur eftirfar-
andi í ljós:
Fjöldi Starfsfólk Fagleerðir
búsett
starfsfólks í Ámessýslu starfemenn
31/12 '82 29 6 4
1/9 ’86 30 19 13
Þessar tölur bera með sér að bæði
starfefólki með faglega þekkingu,
svo og starfefólki, búsettu í héraði,
hefur hlutfallslega fiölgað til muna.
Að auki hefur að jafiiaði um 10
manna hópur iðnaðarmanna, flestir
úr héraði, haft atvinnu á Sólheimum
á sl. ári vegna byggingafram-
kvæmda.
Heimihð hefur af fyrmefndum
hópi verið gagnrýnt fyrir að ráða
annars vegar útlendinga til starfa í
nánast launalausa vinnu en hins
vegar fólk með ýmis vandamál, svo
sem vegna neyslu áfengis. Það er
rétt að á Sólheimum vinnur fólk af
erlendum uppruna, fólk með góða
menntun, getu og' hæfileika sem
vinnur hér gott starf. Hér er einnig
að störfum fólk sem átt heftir við
ýmis vandamál að stríða, svo sem
vegna áfengisneyslu, hæft fólk sem
af sjálfedáðum hefur yfirunnið eigin
veikleika. Sólheimar eru stoltir af
að hafa þetta fólk í þjónustu sinni
og sjá ekki á hvem hátt það er
ámælisvert. Sólheimar hafa einnig
haft samstarf við samtök alþjóða
ungmennaskipta um dvöl eins
skiptinema tímabilsbundið á heimil-
inu. Tilgangur slíkrar starfeemi er
að stuðla að auknum skilningi þjóða
á milli og munu Sólheimar halda því
samstarfi áfram.
Að lokum er heimilið gagnrýnt
fyrir fæð starfefólks almennt. Stjóm
heimilisins hefur lengi verið þeirrar
skoðunar að fleira starfefólk þurfi til
að sinna því meðferðarstaifi sem
unnið er á Sólheimum og hefúr
heimilið af þeirri ástæðu farið fram
á fiölgun stöðugilda í tillögum sínum
til fiárlaga á síðustu árum. Þeim til-
lögum hefúr hins vegar ávallt verið
synjað.
Að lokum þetta: Stefna Sólheima
er skýr, bæði hvað varðar meðferð-
arstarf, uppbyggingu og starfe-
mannahald. Heimilið hefur á
undanfömum árum náð miklum ár-
angri í endumýjun og uppbyggingu
á aðstöðu sinni og starfefólki með
revnslu og menntun hefúr fiölgað
hlutfallslega. Með því hefúr verið
lagður grundvöllur að þróttmiklu
meðferðarstarfi. Umræða um stefiiu
heimilisins er nauðsynleg til að það
þróist og veiði lifandi meðferðar-
heimili og munu stjómendur heimil-
isins draga þann lærdóm af
ofangreindri gagnrýni sem þeir telja
heimilinu koma til góða. Gagnrýni
á ávallt rétt á sér, en hún á að vera
til að bæta - ekki eyðileggja.
Halldór Kr. Júlíusson