Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 16
yt •NoATVn ' 0 16 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. Spumingin Hefur þú greitt framlög í sjóð Hjálparstofnunar kirkjunnar? Rannveig Sif Sigurðardóttir af- greiðslustúlka: Já, það hef ég gert og tel ég þetta mjög þarft framtak. Tómas Sveinsson: Já, og tel ég þetta þjóna góðum tilgangi. Oskar Þorvaldsson: Mamma og pabbi hafa gert það. Anna Einarsdóttir nemi: Nei, það hef ég reyndar ekki gert en tel þessa stofnun samt mjög þarfa. Arndís Guðmundsdóttir kennari: Já, það hef ég gert. Ingunn Helgadóttir starfsstúlka: Já, ég hef greitt framlög til Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Lesendur dv Enn um hvali Guðrún Á. Runólfsdóttir skrifar: Mikil umræða hefur skapast nú und- anfarið um hvalveiðar. Ég tel það vera mjög af hinu góða og sýnir best hve málið tekur til margra. Almenningur vill fylgjast með og mynda sér eigin skoðanir og það er af því góða. Það er aldrei heppilegt að láta bara berast með straumnum - með þeim er hæst láta í sér heyra. Einn er sá maður sem umfram flesta hefur haft sig og sínar skoðanir í frammi og hefur vart frá honum farið orð án þess að fjölmiðlar komi því vel og dyggilega á framfæri. Það er alveg gjömingum líkast hve hans málstaður fellur í góðan jarðveg hjá íslenskum blaða- og fréttamönnum. Ég á hér við forstjóra þess fyrirtækis sem hefur at- vinnu af hvalveiðum, Hvals h/f. Nú er það út af fyrir sig ekkert undarlegt þó hann geri sitt besta til að fá að halda þessum veiðum áfram. Undir því er sjálfsagt hans afkoma í húfi. Það er aftur fullkomið ábyrgðarleysi af stjómvöldum að taka upp þennan málstað og útbúa kjánalega einfalda afsökun fyrir áframhaldandi hvalveið- um undir yfírskyni vísindanna. Veiðamar em nú með öðrum orðum mest og best í hag hvalanna sjálfra. Með því að veiða þá á nú að komast að því hve margir séu eftir í sjónum (væntanlega að þeim frátöldum sem við veiðum í þessum merka tilgangi). Ég er alveg undrandi á því að við skulum ekki geta haggast frá þessum gamaldags aðferðum. Það hefur verið reynt að koma á framfæri að til séu heppilegri aðferðir tilj að komast yfir meiri og áb}ugari þekkingu á hvölum en þessar aðferðir eiga ekki upp á pallborðið hjá sjávarútvegsráðherra. Skýring hans mun vera að alltof mik- ill kostnaður sé þeim samfara. Nú fær fyrirtækið Hvalur h/f góða dúsu fyrir að veita afnot af stöðinni „Við megum ekki eyða hvalastofninum. og skipum og fyrir þekkingu á veiðun- um og þeir selja afurðimar - gegn þessu heldur það áfram starfsemi sinni eins og áður eða nánast það. Þess hagur er auðsær. En hvað erum við að gera? Liggur okkur svona á að komast að niðurstöðu að við getum leyft okkur að halda áfram svona miklum veiðum á meðan margt bendir til að við séum um það bil, ef ekki búin, að ofveiða hvali svo jaðrar við útrýmingu að minnsta kosti sumra tegunda. Við skuldum náttúrunni og þeim dýrategundum sem við höfum vérið og erum að eyðileggja. Ég held að það sé kominn timi til að byrja á ein- hveijum afborgunum í stað þess að halda áfram að stækka skuldina. Við skulum hætta bamalegum afeökunum og tilbúningi og byrja að nefha hlutina sínu réttu nafni. Þessar veiðar hafa tæpast það að fyrsta mikilvægi að auka vísindalega þekkingu á hvaln- um. Þama em, því miður, þau hin hörðu gildin í fyrirrúmi eða með öðr- um orðum þeningar. Svo fylgir með góður slatti af ómerkilegri einþykkni. Sumum finnst það vera óþolandi und- anlátssemi að láta undan rökum annarra í þessu máli. Sannleikurinn er auðvitað sá að það hefúr aldrei verið neitt til að láta sér þykja miður að hlusta á rök annarra og að taka þeim vel, sérstaklega ef þau standast manns eigin. Þetta kjánalega stolt okkar íslendinga á ýmsum svið- um líkist helst minnimáttarkennd á háu stigi. Sælgætisát hjá skólabömum Áhvggjufull móðir í Breiðholtinu skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist. Ég þurfti að fara út í verslun, sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég varð alveg undrandi. Frímínú- tumar voru yfírstandandi í Breið- holtsskóla og vart varð þverfótað fyrir bömum sem voru að versla i sölutum- um í grennd við skólann. Þetta vom ekki bara unglingar að fá sér að reykja i frímínútum, heldur var þama hópur af bömum sem enn em svo ung að þau fá manni í hendur bréf þegar skól- inn hefst að hausti þar sem sem stendur skýrt og skorinort að ekki séu leyfðar búðarferðir eða yfirleitt að fara af skólalóðinni í skólatíma og - bömin eigi að hafa með sér gott og hollt nesti í skólann. Ég á bam í ellefu ára bekk og annað í níu ára bekk og er maður að reyna að láta bömin hlýða þessum reglum. En hvað þýðir að setja reglur sem ekki er farið eftir? Hvar em forr- áðamenn skólans? Ég myndi ætla að eðlilegra væri að einhveijir af starfe- mönnum skólans fylgdust með ferðum bamanna því ekki tel ég það hollt nesti fyrir bömin að fá sér sælgæti og gosdrykk í frímínútunum, né fyrir yngstu nemenduma yfirleitt að hlaupa út í sölutuma og sjá hvað er spenn- andi hjá unglingunum að fa sér að reykja. Byrja þá þessi yngri böm bara „Böm eiga að hafa hollt nesti i skólann.“ ekki ennþá fyrr að reykja? Það er jú vitað að yngri bömin líta upp til ungl- ingamia, og er það ekki það sem við viljum reyna að fyrirbyggja að bömin byrji að reykja. Eigum við nú ekki, foreldrar og kennarar, að taka hönd- um saman um að bömin virði þessar reglur og senda þau með hollt nesti í skólann í stað þess að senda þau með peninga fyrir sælgæti eða einhveiju öðm og bijóta þar með þessar reglur. „Kettir og hundar eru sauðmeinlaus dýr og eiga því aö fá að vera á höfuð- borgarsvæðinu.“ Dýrin í borginni Dýravinur skrifar: Oft hefúr verið talað um að banna katta- og hundahald á höfuðborgar- svæðinu, en hvers vegna? Flest gf þessum trygglyndu dýrum eru sauð- meinlaus. En eigendur þeirra dýra sem em grimm hljóta að skilja það að þeir ættu ekki láta húsdýr sín ganga laus um götur borgarinnar. Ég vona að dýrayfirvöld taki eitthvert mark á mér því ég veit að góðir dýraeigendur myndu fóma mörgu til að halda heim- ilisdýrum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.