Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986. Iþróttir [Prentaril ! falsaði! !15miða! i - handtekinn í Laugardai Þegar leikur Vals og Juventus var nýhafirm í gær á Laugardais- vellinum voru áhorfendur með aðgöngumiða með ákveðnum númerum beðnir að gefa sig fram og fá nýja miða. Ástæðan var sú að í ljós kom að fimmtán falsað- ir aðgöngumiðar voru í umferð og þar sem aðgöngumiðamir giltu sem happdrættismiðar voru eigendur þessara fimmtán miða beðnir að gefa sig fram. Sá seki náðist og var hand- tekinn og samkvæmt heimildum DV þá var hér á ferðinni prent- ari um þrítugt. Fölsuðu miðamir voru svo til nákvæmlega eins og þeir einu sönnu enda fagmaður áferð. -SK I Tuttugu í og níu-fiúll I Þegar einum leik er ólokið hjá | íslensku liðunum í Evrópu- ■ keppnunum er markataian orðin I 0-29 eða að meðaltali 5,8 mörk í I leik. Er ekki kominn tími til að ■ leggja fögm lýsingarorðunum og I standa í báðar lappir? -SK " •Ámundi Sigmundsson mátti sín oft lítils gegn fimasterkum vamarleikmönnum Juventus i leiknum í gær. Hér er Ámundi á fullri ferð en sá ítalski hafði betur að þessu sinni sem oftar. DV-mynd Brynjar Gauti Við algert ofurefíi að etja - Valsmenn áttu aldrei möguleika gegn Juventus og töpuðu 0-4 og samanlagt 0-11 í strekkingsvindi og skítakulda öttu Valsmenn kappi við snillingana í Ju- ventus í síðari leik liðanna í Evrópu- keppni meistaraliða á Laugardalsvelli í gær. Juventus sigraði 0-4 og því sam- anlagt 0-11. Leiðinlegar aðstæður settu mark sitt á leik beggja liða og greinilegt að leik- menn Juventus léku í það mesta á 25% hraða í þessum leik og var greinilega formsatriði fyrir þá að ljuka þessum leik og voru þeir fegnir þegar danski dómarinn Ib Nielsen flautaði til leiks- loka. Italimir höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum knattspymunnar en þó voru leikmenn Vals miklir klaufar að skora ekki í það minnsta tvö mörk í þessum leik. Til þess fengu þeir tæki- færi sem þeim tókst ekki að nýta. 0-3 í leikhléi Juventus skoraði þijú mörk í fyrri hálfleiknum. Fyrst Platini, þá Laudr- up með tvö. Platini skoraði síðan fjórða mark Juventus í síðari hálfleik og skömmu íyrir leikslok varði Guð- mundur Hreiðarsson, einn besti maður Vals í leiknum, vítaspymu af miklu öryggi. Þrátt fyrir leiðindaveður og kulda mættu rúmlega sex þúsund áhorfendur á leikinn og hafa þeir eflaust skemmt sér ágætlega þrátt fyrir stóran ósigur Valsmanna sem þó börðust þokkalega og sýndu á köflum skemmtileg tilþrif sem einfaldlega dugðu þó ekki gegn einu besta liði heims. Við algert ofúr- efli var að etja að þessu sinni. Michel Platini gerði ekki nein ósköp í þessum leik en það sem hann framkvæmdi var fúllkomið að venju. Nokkuð bar á Dananum Michael Laudrup í byrjun en eftir mörkin tvö dapraðist hann eins og aðrir leikmenn Juventus. mmm • Michel Platini skorar hér fyrsta mark Juventus gegn Val á Laugardalsvelli i gær. Guðmundur Hreiðarsson, markvöröur Vals, kemur engum vömum við. ^ DV-mynd S í liði Vals bar einna mest á Guð- mundi Hreiðarssyni enda hafði hann lengst af nóg að gera í markinu. Og gaman hlýtur það að vera að veija vítaspymu frá leikmanni í Juventus og var það svo sannarlega rúsínan í pylsuendanum á góðum leikjum hans í sumar. -SK ! Luzem ! ! úr leik ! I - Ceftic og Bröndby áfram ■ I Ómar Torfason og félagar hjá I ■ svissneska liðinu Luzem urðu I I fyrir miklu áfalli í gærkvöldi er ■ I liðið mátti sjá á eftir knettinum I ■ í net sitt þegar aðeins ein og _ I hálf mínúta var til leiksloka í ■ J leik liðsins gegn Spartak I I Moskva. Mark Kuschliew á 89. J I mínútu nægði Sovétmönnunum I ■ til sigurs. Fyrri leik liðanna lauk _ I með markalausu jafntefli í | _ Moskvu. Átján þúsund áhorf- a I endur sáu leikinn. J • Johnston skoraði tvö ■ I Skoski landsliðsmaðurinn, Mo I ■ Johnston, varáskotskónumþeg- I I ar Glasgow Celtic sigraði ■ I Shamrock Rovers frá Irlandi í I ■ gærkvöldi í Evrópukeppni meist- _ I araliða með tveimur mörkum | _ gegn engu. Johnston skoraði ■ | bæði mörkin á 27. og 62. mínútu. I ■ Celtic vann samanlagt 3-0. I I Bröndby í 2. umferð I ■ Danska liðið Bröndby tryggði sér ■ áframhaldandi þátttöku í Evrópu- I I keppni meistaraliða í gærkvöldi með ■ ■ því að ná 2-2 jafntefli í Ungverja- I | landi gegn Honved frá Búdapest. | _ Bröndby vann fyrri leikinn 4-1 og ■ I vann því samanlagt 6-3. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.