Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Side 26
26
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
r KYNNIR: ,
NYJU HUSNÆÐISLAfflN
•r
*
/(
IANTIL
ORICUSPARANDI
ENDURBÓTA
Þá þarf sérstök verklýsing og kostnaöar-
áætlun, gerðar af trúnaðarmanni stofnunar-
innar, að fylgja lánsumsókninni. Lánið getur
numið allt að 70% af endurbótakostnaðinum
en fer þó ekki yfir kr. 1.588.000,00. Lánstím-
inn er allt að 21 ári. Um lánsréttinn og aðild að
lífeyrissjóði gildir hið sama og áður hefur verið
talið.
[Jjl TILENN
FREKARI
’ ÁHERSLU
Hvort sem þú byggir, kauþir nýtt eða notað,
gildir ávallt sama meginreglan:
Kauþi lífeyrissjóður þinn ekki skuldabréf af
Húsnæðisstofnun fyrir 55% af árlegum ráð-
stöfunartekjum sínum, þá skerðist lánið til þín
í hlutfalli við kauþ hans.
VIÐHVAÐ
ERU
FRAMAN-
GREINDAR
.LÁNS-
FJARHÆÐIR
MIÐAÐAR?
Þær eru allar miðaðar við byggingarvísitölu
270 stig í seþtember 1986 og munu síðan
taka breytingum í samræmi við breytingar á
henni. Grunntölurnar, sem reiknað er frá, eru
frá því í janúar 1986 og þær er að finna í Sam-
komulagi aðila vinnumarkaðsins frá 26.2. sl.
og lögum nr. 54/1986 um Húsnæðisstofnun
ríkisins.
FRAMHALD
SKYLDU-
SPARNAÐUR
UNGMENNA
Öllum einstaklingum á aldrinum 16-25 ára,
sem ekki hafa formlega undanþágu, er skylt
að leggjatil hliðar 15% af launum sínum, i því
skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga
/íbúðarkauþa.
Launþegar á skyldusþarnaðaraldri eru
hvattir til að fylgjast gaumgæfilega með því að
launagreiðendur dragi lögboðinn skyldusþarn-
að af launum og geri skil til Veðdeildar Lands-
banka íslands.
Hafi það brugðist er þeim bent á að snúa
sér til lögfræðings, sem fer með málefni
skyldusþarnaðar hjá Húsnæðisstofnun ríkis-
ins, Laugavegi 77, 101 Reykjavík.
Sími: 91-28500.
BREYTINGAR
Á LÁNUMÚR
BYGGINGAR-
SJÓÐI
VERKAMANNA
Lán úr sjóðnum mega nú nema 85% af
þeim kostnaðargrundvelli, sem Húsnæðis-
málastjórn samþykkir.
Heimilt er að hækka lánshlutfallið í allt að
90% ef um sérstaklega erfiðar fjölskyldu- eða
fjárhagsástæður er að ræða.
Einnig er heimilt að veita sérstök lán til allt
að þriggja ára til þeirra, sem eiga í verulegum
erfiðleikum með útborgun.
AUGLÝSING ÞESSI
ER BIRT AÐ
HÖFÐU SAMRÁÐI
OG í SAMVINNU
VIÐ FÉLAGSMÁLA-
RÁÐUNEYTIÐ OG
ALÞÝÐ USAM BAN D
ÍSLANDS
RAÐGJAFAR-
STÖÐ FYRIR
HÚS-
BYGGJENDUR
OG IBÚÐA-
KAUPENDUR
Ráðgjafarstöð stofnunarinnar hefur með
höndum ráðgjöf til handa lántakendum. Þeim
stendur þar til boða þjónusta ýmissa sérfræð-
inga, t.d. verkfræðinga, viðskiþtafræöinga,
lögfræðinga, arkitekta, bókhaldsmarina o.fl.
aðila. Fólk er eindregið hvatt til að notfæra sér
þessa þjónustu, sem byggir á mikilli reynslu.
Stöðin er oþin kl. 8-16 daglega, sími 28500.
HVERNIG
GETURÐU
FENGIÐ
FREKARI
UPPLÝSINGAR?
Þær geturðu að sjálfsögðu fengið með
ýmsu móti. En taktu með varúð uþþlýsingum,
sem berast manna í milli eða söluaðilar veita,
þótt vel séu meintar og gefnar í góðri trú.
Hafðu samband við Húsnæðisstofnunina
sjálfa, sem opin er kl. 8-16 daglega, sími
28500. Auk þess verða á næstunni haldnir
kynningarfundir víða í landinu, þar sem sér-
fróðir menn um hina nýju löggjöf og fram-
kvæmd hennar munu flytja erindi og svara
fyrirsþurnum. Kynningarbæklingar eru fyrir
hendi í Húsnæðisstofnuninni, Félagsmála-
ráðuneytinu, Byggingaþjónustunni,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík og á skrifstofum
sveitarfélaga í landinu.
Húsnæðisstofnun ríkisins
Laugavegi 77. 101 Reykjavík. Sími 28500