Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1986, Page 34
34
A
FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Reglusöm, miöaldra kona óskar eftir
2ja herb. íbúð á hæð til leigu, fyrir-
framgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma
40805.
Ungt par óskar eftir 2ja- 3ja herb. íbúð
Pftvík eða Kópavogi, góðri umgengni
og skilvísum greiðslum heitið. Uppl.
í síma 45547 eftir kl. 17.
Óska eftir að taka á leigu íbúð mið-
svæðis í Reykjavík. Fyrirframgreiðsla
og öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í
síma 23745.
Óska eftir 3ja herb. íbúð í 4 til 6 mán.,
erum 2 í heimili, reglusemi og skilvís-
um greiðslum heitið. Uppl. í síma
37916 eftir kl. 19.
Óska eftir 2-3 herb. íbúð á leigu, örugg-
ar greiðslur, má þarfnast standsetn-
ingar. Tvennt í heimili. Þarf ekki að
S^ra laus strax. Sími 50439 e. kl. 20.
15 Háskólanemi óskar eftir her-
bergi, öruggar mánaðargreiðslur.
Uppl. í síma 29799 eftir kl. 17.
Óskum eftir að taka á leigu íbúð, helst
í austurhluta Kópavogs. Reglusemi
og skilvísum greiðslum heitið. Uppl.
í síma 46965.
Óskum eftir að taka á leigu góða 3-4
herb. íbúð í Reykjavík, við erum 3
fullorðin í heimili, reglusemi og góðri
umgengni heitið. Sími 12737 og 18865.
Árbæjarhverfi. Óska eftir 4ra-5 her-
bergja íbúð í Árbæjarhverfi til leigu
í 1 ‘A-2 ár. Uppl. í síma 671399.
■ Atvinnuhúsriæöi
Til leigu í Hafnarfirði 40 fm bílskúr og
45 fm húsnæði fyrir verslun, iðnað eða
sem einstaklingsíbúð, laust strax.
Sími 39238, aðallega á kvöldin.
Til leigu í austurborginni 63 ferm á
annarri hæð og 50 ferm lagerpláss á
fyrstu hæð. Símar 39820 og 30505.
M Atvinna í boði
Verslunarstarf. Oskum að ráða karl-
mann á aldrinum 25-35 ára til starfa
í verslunar- og heildsölufyrirtæki.
Starfið felst í almennri afgreiðslu,
sölustörfum, lager, vörumóttöku o.fl.
Fjölbreytileg vinna. Þarf að vera dug-
legur stundvís og geta unnið sjálf-
stætt. Góð laun í boði fyrir réttan
aðila. Hafið samband við auglþj. DV
í síma 27022. H-1313
Bakari - aöstoöarmaður. Bakari óskast
til afleysinga í 5-6 vikur, einnig að-
stoðarmaður bakara til frámtíðar-
starfa. N.L.F. bakarí, Kleppsvegi 152,
sími 686180.
Bílaviðgerðir. Viljum ráða nú þegar
vana menn á réttingar- og málningar-
verkstæði, einnig starfsmenn í vakta-
vinnu. Bílasmiðjan Kyndill, Stórhöfða
18, sími 35051.
Ræstingar - aukavinna. Vantar starfs-
kraft til ræstingastarfa 5 daga vikunn-
ar, vinnutími 8-10 (samkomulag).
Hafið samband við auglþj. DV í síma
27022. H-1327.
Húsgagna- og húsasmiðir! Okkur vant-
ar nú þegar húsgagna- og húsasmiði
eða menn vana innréttingasmíði, mik-
il vinna, góð laun fyrir rétta menn.
Trésmíðaþjónusta Gófer, Kársnes-
braut 100, sími 46615.
Seltjarnarnes. Fóstrur eða ófaglært
fólk óskast, ath. ýmis hlunnindi sam-
kvæmt sérkjarasamningi Seltjarnar-
nesbæjar, einnig óskast fólk í
afleysingar. Uppl. gefa forstöðumaður
og yfirfóstra í síma 611961.
Starfsstúlka óskast í sérverslun í Breið-
holti, þarf að hafa þægilega fram-
komu, vaktavinna. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 27022 eftir kl. 19.
H-1322.
Ungan mann vantar á pizzastað.
Vaktavinna. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 27022. H-1321.
Starfskraftar óskast í bón, góð prósenta
í boði fyrir góðan starfskraft. Hafið
samband við auglþj. DV í síma 27022.
H-1125.
Söngkona óskar eftir að komast í góða
hljómsveit sem spilar alhliða dans-
músik. Tilboð sendist DV fyrir 6.10,
merkt „Söngkona 1310“.
4ra herb. íbúð til leigu m/bílskýli. Fyr-
irframgreiðsla. Tilboð og uppl. um
fjölskyldustærð sendist DV fyrir kl.
20 mánudag 6. okt., merkt „Vor 1212“.
Fataverslun á Laugaveginum óskar eft-
ir duglegri konu, vinnutími frá kl.
12-18. Uppl. f síma 621383 eða 75576
eftir kl. 19.
Lagermaður óskast i matvöruverslun
í Hafnarfirði. Þarf að hafa bílpróf.
Hafið samband við auglþj. DV í síma
27022. H-1326.
Toppfundurinn
greiðir
gang Rain-
bowmálsins
Óskar Magnússon, DV, Washingtan:
Æðstu embættismenn í Hvíta hús-
inu hafa fengið aukinn áhuga á
íváinbowmálinu í kjölfar þess að
ákveðið var að halda leiðtogafundinn
á íslandi. Ljóst er hversu mikið áfall
það yrði ef alvarlegir hnökrar yrðu á
samkomulagi því sem nú er til með-
ferðar í bandaríska þinginu, nú þegar
augu alheimsins beinast að íslandi.
Því hafa menn búist við því að sam-
komulagið hljóti samþykki utanríkis-
málanefiidar öldungadeildarinnar í
dag og á fúndi sjálfrar öldungadeildar-
innar í kvöld. Þá er ekki annað eftir
en staðfesting forsetans. Æðstu menn
í Hvíta húsinu fylgjast nú grannt með
gangi mála og beita áhrifum sínum til
þess að ekkert fari úrskeiðis í dag.
Jafiivel þótt svo ólíklega færi að
samkomulagið kæmist ekki á dagskrá
öldungadeildararinnar fyrir þinglok
er opin millileið í gegnum fulltrúa-
deildina. Ef sú leið yrði farin leiddi
það til þess að samkomulagið hlyti
bráðabirgðagildi þar til öldungadeild-
in hefur samþykkt það. Ekki er líklegt
að á þessa leið reyni. Bjartsýni manna
hefur aukist mjög með tilkomu leið-
togafúndarins.
Fylgst með yfirheyrsfum i Rainbowmálinu í utanrikismálanefnd öldungadeildar-
Tsjnar.
Rainbowsamkomu-
lagið fýrir öldunga-
deildina í kvöld
Óskar Magnúæon, DV, Washingtcn:
Samkomulag íslendinga og Banda-
ríkjamanna í Rainbowmálinu, verður
tekið fyrir utanrikismálanefiid öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings í dag.
Ekki er gert ráð fyrir að málið mæti
mótspymu í nefridinni. Síðan er gert
ráð fyrir því að sjálf öldungadeild
þingsins muni greiða atkvæði um
ínálið seint í kvöld að bandarískum
tíma.
Þá á samkomulagið aðeins eftir að
hljóta staðfestingu Bandaríkjaforseta
og tekur formlega gildi þijátíu dögum
eftir að Bandaríkjaforseti hefur stað-
fest það með undirskrift sinni.
Rainbowsamkomulagið var rætt við
yfirheyrslur í utanríkismálanefndinni
í fyrradag og komu þar ekki fram sér-
stök mótmæli að hálfu Rainbow-
manna.
Heimsmeistaraeinvígi Karpovs og Kasparovs í Leningrad:
Jafnteflisleg
biðstaða eftír
þófkennda skák
„Ég veit að hvítur stendur betur
en ég veit líka að staðan er jafri-
tefli,“ sagði sovéski stórmeistarinn
Eduard Gufeld eftir uppskipti á
hrókum og drottningum í 21. ein-
vígisskákinni í Leningrad í gær. Orð
hans eru einkennandi fyrir barátt-
una í skákinni og eiga einnig vel við
um biðstöðuna. Karpov hefur betri
peðastöðu og möguleikamir liggja
harns megin en samt hlýtur staðan
að vera jafntefli.
En nú er teflt til síðasta peðs í
Leningrad. Aðeins fjórum skákum
er ólokið í einvíginu og staðan er
hnífjöfn, tíu - tíu. Kasparov heldur
titlinum á jöfiiu og því þarf Karpov
að knýja fram sigur í a.m.k. einni
skák af þessum fjómm. Hann bíður
færis og ljóst er að hann semur ekki
jafntefli á ótefldar stöður. Öldungur-
inn David Bronstein sagðist búast
við því að Karpov tefldi biðskákina
áfram í hundrað og tuttugu leiki!
Kasparov lagði Grúnfelds-vömina
til hliðar í gær og þótti aðdáendum
hans tími til kominn eftir ófarir í
síðustu skákum. í staðinn tefldi
hann drottningarindverska vöm og
fyrstu 15 leikimir vom endurtekning
frá tveggja ára skák þeirra félaga
úr einvíginu endalausa í Moskvu.
Kasparov breytti fyrr út af alfara-
leiðum og svo virtist sem hann hefði
kynnt sér leyndardóma stöðunnar
betur. Allténd gat hann verið án-
ægður með afraksturinn. Staðan að
vísu örlítið lakari en jafiiteflisblær-
inn yfirgnæfandi.
Skákin var ekki sérlega skemmti-
leg fyrir áhorfendur og blaðamönn-
unum leiddist þófið. Undir lok
setunnar vom fæstir með augun á
sýningartöflunum. Og sovésku stór-
meistaramir hrúguðust fyrir framan
sjónvarpið og horfðu á landa sína
flétta á knattspymuvellinum. Þar
vom öllu meiri tilþrif í gær heldur
en á taflborðinu
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garrí Kasparov
Drottningarindversk vöm.
I.d4 RflS 2.c4 e6
Það fór þá eins og svo margir
bjuggust við: Kasparov leggur
Grúnfelds-vömina á hilluna og teflir
varfæmislegri byijun. Drottningar-
indverska vömin, sem hefst með
næsta leik svarts, sást margsinnis í
fyrsta einvígi þeirra félaga (þvi sem
engan endi tók), en í síðasta einvígi
fékk hún hvíld.
3.Rf3 b6 4.g3 Ba6 5.b3 Bb4+ 6.Bd2 Be7
7.Bg2 6 0 8.6-0 d5 9.Re5 c610.Bc3 Rfd7
ll.Rxd7 Rxd7 12.Rd2 Hc8 13.e4 dxc4
14.bxc4 b5 15.Hel
Þessi sama staða kom upp á tafl-
borðinu í 6. skákinni í einvíginu
endalausa í Moskvu sem tefld var
26. og 27. september 1984. Þeir hafa
haft tvö ár til þess að endurbæta
taflmennsku sína í þeirri skák. Þá
varð framhaldið: 15.-Rb6 16.cxb5
cxb5 17.Hcl Ba3 18.Hc2 Ra4 19.Bal
Hxc2 20.Dxc2 Da5 og önnur eins
hrúga hafði aldrei sést á kantinum
í heimsmeistaraeinvígi, hvað þá á
knattspymuvellinum. Kasparov
náði öflugu frumkvæði í næstu leikj-
um en Karpov sneri vöm í sókn og
vann eftir snúið hróksendatafl.
Eftir 15.-Rb6 var hvítur talinn
leika betur 16.c5! með betri stöðu.
Þess vegna hafa fræðimenn, með
Sovétmanninn Jusupov í broddi
fylkingar, stungið upp á næsta leik
Kasparovs.
15.-bxc4 16.Dc2 Dc7!
En þetta er endurbót hans á áður
tefldum skákum. Hann býr sig undir
að mæta hvítum á miðborðinu með
c7-c5, eða e7-e5, eftir atvikum. Ef
nú t.d. 17.BÍ1 væri 17,—c5! 18.d5 exd5
19. exd5 Rb6 sterkt og svartur næði
yfirhöndinni. Riddaratilfærsla
Karpovs í næstu leikjum miðar að
því að treysta tökin á d5 en þá
sprengir svartur upp með e-peðinu.
17.RD e5 18.Re3 exd4 19.Bxd4 Bc5
20. Bxc5 Rxc5 21.Rxc4 Hfd8 22.Hadl
Svartur hótaði í ýmsum tilvikum
22.-Rd3 og 22.-Hd4 og tvöfalda hrók-
ana í d-línunni.
22.-Hxdl 23.Hxdl Hd8 24.Hxd8 Dxd8
25. h4 Dd4 26.Db2!
Skemmtilegur leikur, sem er
mögulegur vegna máthættu í borð-
inu. Eftir drottningakaupin á hvítur
ofurlítið frumkvæði vegna heilbrigð
ari peðastöðu sinnar.
26. -Dxb2 27.Rxb2 flB 28.f3 Kf7 29.Bfl
Bb5! 30.KE
Auðvitað drepur hann ekki bisk-
upinn og lagar svörtu peðastöðuna
og gefur honum möguleika á að
skapa fjarlægan frelsingja.
30.-Ke6 31.Bc4+ Kd6 32.Ke3 Rd7 33.f4
Rb6 34.Bg8 h6 35.Rd3 Rd7 36.Kd4 c5+
37.Kc3 Bc6 38.RÍ2 Rb6 39.Bb3 Ra8
40. Kd3 Rb6
Karpov ráðgerði 41.Rg4 og siðan
e4-e5 eða Rg4-e3. Nú má mæta
leiknum með 41.-c4+ 42.Bxc4 Rxc4
43.Kxc4 Bxe4 o.s.frv.
41. Bc2
Biðstaðan. Kasparov (svartur) lék
biðleik. Karpov á betri peðastöðu
og getur þæft taflið lengi áfram. En
spáin er jafiitefli. „Þetta er dautt
jafntefli. Hvítur á enga möguleika
til sigurs," sagði Alexander Khalif-
man, Evrópumeistari unglinga, og
hélt áfram að horfa á sjónvarpið.