Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. 13 Hver eru bestu kaupin í lambakjöti í Mjög góð kaup í lambakjöti í dag er að kaupa skrokka í heilu og hálfu. Þannig kostar kg 235 kr. ef kjötið er frosið, 223,40 kr. ef það er ófryst. (1. verðflokkur DI). Við báðum Gísla Ámason hjá Af- urðasölu SÍS að sýna okkur hvemig einn skrokkur, valinn af handahófi, gæfi af kjöti í aðra hönd. Við vorum vitni að því að Gísli valdi skrokk af handahófi úr mikilli stæðu af ný- slátruðu kjöti. Gísli setti skrokkinn á vigtina og reyndist þetta vera stærðar lamb, hvorki minna en 17,2 kg. Gísli afklæddi síðan skrokkinn í vinnslusalnum og skar haiin niður eftir „ósk kaupanda" eins og sjá má á myndinni sem þessari grein fylgir. Skiptingin varð eftirfarandi: Læri x2 Hryggur Framhryggur Framhryggssneiðar Slög x2 Súpukjöt Afskurður Samtals Þama vantar upp á 160 g sem hafa farið í sagið. Þessi skrokkur reyndist 5,5 kg 2,25 kg 1,4 kg 1,65 kg 1,7 kg 3,94 kg 0,6 kg 17,04 kg mjög góður, engin aukafita sem maður á að venjast bæði á lærunum og innan á hryggnum en kjötið vel vöðvafyllt eins og það er kallað. Á mörgum heimilum er ekki að- staða til þess að nýta slögin til rúllupylsugerðar og verður að fleygja þeim. Ef við drögum vigt slaganna, sagið og afskurðinn frá heildarvigtinni fáum við 14,74 kg. Skrokkurinn kostaði allur 4.042 kr. Ef við deilum nýtanlegu vigtinni upp í þá krónutölu kemur út kg verð upp á 275 kr. Það er hagstætt verð fyrir neyt- men-a ne Gisli Amason hjá Afurðasölunni sagaði fyrir okkur kjötið af mikilli snilld. DV-myndir Brynjar Gauti Þama er kominn skrokkurinn sem við létum skera fyrir okkur. Lengst til vinstri á myndinni em lærin, fyrir framan þau er hryggurinn, slögin á miðri myndinni. Aftast til hægri er súpukjötið, framhryggsbitinn þar fyrir framan og fremst niðursneiddur framhryggur sem þykir henta mjög vel í grillveisluna. Þessi skrokkur reyndist mjög vel fitu- hreinsaður, engir fituhlunkar eins og oft hefur verið. andann miðað við að kaupa stykkin í verslun með fijálsri smásöluálagn- ingu. Hins vegar er það spuming hvort það borgar sig að kaupa skrokkana í heilu ef hægt er að fá hinar ýmsu steikur á heildsöluverði eins og Af- urðasalan býður upp á núna. Ef það er gert losnar viðkomandi við að henda slögunum ef hann getur ekki nýtt þau. Heildsöluverðið á hinum ýmsu steikum er: heil læri 270 kr., hryggir 281 kr., frampartar 210 kr. og slög 50 kr. kg. -A.BJ. Neytendur Haust- rétturinn kjötsúpa Kjötsúpa hefur í ellefu hundruð ár þótt herramannsmatur á Islandi. Svip- uð súpa er til á þjóðlegum matseðlum flestra landa sem hafa kjöt á boðstól- um á annað borð. Það er misjafrit hvað fólk ber mikið í kjötsúpuna. En gulrófur, gulrætur og laukur eru ómissandi en svo má bæta grænmeti við eftir því sem til er eða hve miklu menn vilja kosta til. Þá eru margir sem nota súpujurtir út í kjötsúpuna og gefur það mjög gott bragð. Sömuleiðis er nauðsynlegt að láta út í hana annaðhvort hafra- grjón eða hrísgrjón og þá gjaman hýðisgrjón. Reiknið með um 200 g af kjöti á hvem. Bæði eToft mikil fita (þótt svo eigi ekki að vera lengur) á súpukjöts- bitum og auk þess talsvert af beinum. Hreinsið kjötið vel, skerið mestu fit- una frá og látið í pott með vatni. Fleytið froðuna, sem kemur, ofan af þegar suðan kemur upp. Saltið og strá- ið hrísgijónum út í pottinn. Hreinsið grænmetið og skerið það í hæfilega stóra bita. Kjötið er soðið í um það bil eina klukkustuind. Græn- metið er soðið með 20-30 síðustu mínútumar. Það er smekksatriði hvort kartöflur em bomar fram með kjötsúpu en ný- uppteknar kartöflur með örþunnu hýði passa óneitanlega vel með slíkri súpu. Þá er einnig hægt að búa til ljósa sósu úr soðinu og bera fram með kjöt- inu og grænmetinu. Þá er sleppt að fsetja gijónin út í soðvatnið. Slíkur réttur nefnist írikassé á erlendu mat- armáli en hvitspað á íslensku og getur verið hreinasta lostæti, léttur í maga og ekki mjög fitandi (ef fitan er fjar- lægð af kjötinu). Hráefhiskostnaður í góða kjötsúpu getur verið ærinn. Ef við reiknum með súpu fyrir fjóra myndum við kaupa 1 kg af góðu súpukjöti sem gæti hæglega kostað 250 kr., ýmislegt grænmeti fyr- ir 250 kr. er hóflega reiknað, þannig að skammturinn gæti hugsanlega kostað 500 kr. eða rétt um 125 kr. á mann. Það er ekki svo slæmt á þessum síðustu og verstu tímum, eða hvað? -A.BJ. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.