Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. 17 Lesendur Subbuskapur við hitaveitu- framkvæmdir Guðmundur Svavarsson skrifar. íbúar Hæðargarðs og gatnanna sem liggja að Almgerði hafa í allt sumar mátt horfa upp á sóðaskap og handabakavinnu við hitaveitu- framkvæmdir meðfram þessum götum. Gauf hefúr einkennt þetta verk og engum hluta leiðslunnar hefur mátt ljúka að fúllu. Rokið er í einn verkþátt í dag og annan á morgun og svo öfugt dagana á eftir. Til dæmis er sturtað nokkr- um hlössum af sandi í dag og möl á morgun og dreifl úr þessu að hluta mörgum dögum seinna. Að sturta hlössunum öllum inn á at- hafnasvæðið virðist mönnum vera fyrirmunað heldur þarf líka að sturta á götumar sem eru útataðar í grjóti, möl, sandi og mold íbúum hverfisins og vegfarendum til mik- ils ama, svo ekki sé talað um spýtnabrakið. Hvemig væri að borgarverk- fræðingur færi á staðinn og tæki síðan þessa verktaka og verk- fræðinga á beinið? góð þjónusta þama á öllum sviðum. Góð þjónusta hjá bHreiða- eftivlHxnu 5692-2768 hringdi: I tilefiii af greinum um lélega þjón- ustu í bifreiðaeftirlitinu get ég ekki lengur orða bundist. Ég hef skipt við bifreiðaeftirlitið síðastliðin 25 ár og er mjög ánægður með þjónustuna á öllum sviðum. Það ætti ekki að ráðast á starfsfólkið heldur frekar að skamma ráðamennina sem fara með stjóm bif- reiðaeftirlitsins, þar er sökin. Ekkert húsnæði er fyrir skoðun bíla og vinnuaðstaðan er mjög bágborin. Það er furðulegt að núna, árið 1986, skuli menn enn vera að skoða bfla úti en eins og við þekkjum öll sem hér búum þá er allra veðra von á íslandi. Mér finnst ekki alltaf hægt að skella skuldinni á ríkisstarfsmenn, þeir eru nú mannlegir eins og við hin. Eða til hvers er eigilega ætlast af þessu fólki þegar vinnuaðstaðan er slík hjá því? Er ekki kominn tími til að standa með starfsfólkinu í staðinn fyrir að vera stöðugt með skítkast út af öllu. Fólk þarf að vera jákvæðari í umgengni hvert við annað og þá ætti allt að ganga betur. Þakklæti til gjörgæsludeildar Landspítalans GB hringdi: Ég vildi koma á framfæri kæm þakklæti til gjögassludeildar Land- spítalans sem var á vakt sunnu- dacsmorguninn 28. september. Eg varð fyrir því að veskinu var stolið meðan ég var á deildinni í heimsókn. Fyrir þeirra snarræði náðist þjófurinn strax og fékk ég því veskiö aftur með öllu innihald- inu. Þakka ég þeim öllum fyrir, þau stóðu sig öll vel. Hver varð vttni að árekstri? Gróa Sigurðardóttir hringdi: Ég var að keyra fyrir neðan Grundargerði og Sogaveg 46 í vest- urátt er bíll fór fram úr mér með því að keyra upp á gangstéttina og ók hann um leið á mig. Var ég á gulbrúnni Lödu en hinn bíllinn var dökkblár Ford með hvítum toppi. Þeir sem sáu þennan atburð vin- samlegast hafi samband við Gróu í síma 77757. Hver hefur týnt kettinum sínum? Guðrún hringdi: Köttur fannst við Fellsmúla, sirka fimm mánaða læða, gráb- röndótt, með hvitan kvið. Þeir sem eiga köttinn vinsamlegast hafi samband við Dýraspítalann. HRINGIÐ r I SÍMA 27022 MTLLIKL. 13 OG15 EÐA SKHIFIÐ Urval ÚRVAL - OKTÓBERHEFTH) ER KOMIÐ Á BLAÐSÖLUSTAÐI ÚRVAL LESTRAREFNIS VIÐ ALLRA HÆFI MEÐAL EFNIS í OKTÓBERHEFTINU MÁ NEFNA: VAR ÞETTA ÞAÐ SEM KOM FYRIR DÍNÓSÁRANA? Vísindamenn hallast nú að því að þróunin hafi ekki verið sígandi, heldur í stökkbreytingum af ástæðum sem beinlínis komu úr heiðskíru lofd! AÐ HAGNAST Á HRYÐJUVERKUM Hér er niöurstaöa höfundarins sú aö umfang hryöjuverka í heiminum stafi fyrst og fremst af þvi aö ákveöin riki beiti þeim óbeint sem baráttutæki og önnur rfid tald ekki mannlega á móti af því aö þau gætu skaöast á því fjárhagslega. NOKKRAR SPURNINGAR UM SPIK Varpaö er fram nokkrum spumingum um likamsfitu, svo þér gefist kostur á aö kanna þekkingu þína á því fyrirbæri. Kannski getur þú slakað af þér einu eöa tveimur kflóum aöeins meö aukinni þekkingu. BÖRNIN MÍN GEGNA MÉR EKKI! Þessa staðhæfingu má fremur kalla viölag en kvæöi og hér skortir ekkert á að foreldrakór- inn taki undir. Hér segja nokkrir foreldrar frá reynslu sinni og uppeldisfræðingur svarar. - Fyrir utan þetta eru 16 aðrir titlar í heftinu og allt stendur þetta vel undir slagorðinu: Fræðandi, fjöl- breytt, fyndið. Náðu þér í októberheftið núna - vertu ÚRVALS lesandi! ÚRVAL, TÍMARIT FYRIR ALLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.