Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Page 18
18
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986.
D El LDARSTJÓ RASTARF
Viljum ráða vanan deildarstjóra til starfa í sölubúð sem
selur m.a. verkfæri, byggingavörur og heimilistæki.
Upplýsingar gefur Ölafur Ólafsson kaupfélagsstjóri,
sími 99-8121.
Kaupfélag Rangæinga.
RMl
mi
Borgarspítalinn l|/
Lausar stöður
Starfsfólk óskast í eldhús Borgarspítalans. Hlutastarf
kemur til greina.
Uppl. gefur yfirmatreiðslukona í síma 696600-592.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Safamýri 51, kjallara, þingl. eigandi Jón Þorkelsson, fer fram
á eigninni sjálfri föstud. 10. okt. 86 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Útvegs-
banki islands og Sigríður Jósefsdóttir hdl.
______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Bollagötu 8, kjallara, þingl. eigandi Guðmundur Tómasson,
fer fram á eigninni sjálfri föstud. 10. okt. 86 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er
Bjarni Ásgeirsson hdl.
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík,
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Álfheimum 70, efri kjallara, þingl. eigandi Kristín Þorsteins-
dóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 10. okt. 86 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi
er Hilmar Ingimundarson hrl.
____________Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Kirkjuteigi 5, 2. hæð, þingl. eigandi Ingibergur Þorkelsson, fer
fram á eigninni sjálfri föstud. 10. okt. 86 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru
Landsbanki íslands, Ásgeir Thoroddsen hdl., Málflstofa Guðm. Péturss. og
Axels Einarss., Guðjón Armann Jónsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Jón
Eiríksson hdl„ Þorfinnur Egilsson hdl., Helgi V. Jónsson hrl„ Landsbanki
Islands, Guðmundur Óli Guðmundsson hdl., Sigríður Jósefsdóttir hdl„ Ævar
Guðmundsson hdl„ Baldvin Jónsson hrl„ Jónas Aðalsteinsson hrl„ Tryggvi
Agnarsson hdl. og Tómas Gunnarsson hrl.
______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Álftamýri 38, 3.t.h„ talinn eigandi Elísabet
Rósmundsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 10. okt. 86 kl. 11.30.
Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Áimann Jónsson hdl„ Útvegsbanki íslands,
Þórólfur Kr. Beck hrl. og Veðdeild Landsbanka íslands.
___________________Borgarfógetaembættið I Reykjavik,
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skólavörðustíg 26, 3. hæð, þingl. eigandi Þon/aldur I. Jóns-
son, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 10 okt. 86 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi
er Baldvin Jónsson hrl.
__________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skaftahlíð 28, risi, þingl. eigandi Jóhann Pálsson, fer fram á
eigninni sjálfri föstud. 10 okt. 86 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Ólafur
Gústafsson hrl„ Tryggingastofnun ríkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík,
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Grundarstíg 5 A, þingl. eigandi Sigurgeir
Amarson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 10 okt. 86 kl. 15.15. Uppboðs-
beiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík og Tollstjórinn í Reykjavík.
___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Bergstaðastræti 24, þingl. eigandi Þórir A. Kristinsson, fer fram
á eigninni sjálfri föstud. 10 okt. 86 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Trygg-
ingastofnun ríkisins og Gjaldheimtan í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Flókagötu 5, neðri hæð, þingl. eigandi Andrea Sigurðardóttir,
fer fram á eigninni sjálfri föstud. 10. okt. 86 kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur
eru Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík.
_____Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Háagerði 37, þingl. eigandi Guðmundur Jónsson, fer fram á
eigninni sjálfri föstud. 10. okt. kl. 10.45. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan
í Reykjavík.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Merming
John Locke, samtimamynd.
Eðli og takmörk
ríkisvaldsins
John Locke:
Ritgerð um rikisvald
íslensk þýöing eftir Atla Haröarson
sem einnig ritar inngang.
Hiö íslenska bómenntafélag, Reykjavík
1986
John Locke er einn áhrifamesti
heimspckingur sögunnar. Ritgerð
hans um ríkisvald, sem fyrst kom
út árið 1689, lásu allir frjálslyndir
menn í Norðurálfimni og Vestur-
heimi á átjándu og nítjándu öld.
Stofnendur Bandaríkjanna, bylting-
armennimir frönsku og höfundar
dönsku og íslensku stjómarskránna
vom allir hver með sínum hætti
lærisveinar Lockes. Það er því fagn-
aðarefni, að þetta stórmerka rit skuli
komið út í flokki lærdómsrita Bók-
menntafélagsins í ágætri þýðingu
Atla Harðarsonar. Það verðskuldar
svo sannarlega rækilegri umsögn en
hér getur að líta, en ég skal þó reyna
að gera grein fyrir nokkrum aðalat-
riðum kenningar Lockes um eðli og
takmörk ríkisvaldsins og sumum
þeim annmörkum, sem fræðimenn
hafa þóst sjá á henni.
Frjálshyggja Lockes
IRitgerð um ríkisvald boðar Locke
þá stjómmálakenningu, sem hlaut á
nítjándu öld nafhið frjálshyggja eða
líberalismi. Samkvæmt henni er rík-
ið umfram allt til þess að vemda
borgarana, líf þeirra, frelsi og eignir.
Til þess að gegna þessu hlutverki
setur ríkið þeim almennar reglur og
framfylgir þeim með valdi. En eðli
málsins samkvæmt takmarkast
þetta vald þess af réttindum borgar-
anna til frelsis og eigna. Ef ríkið fer
út fyrir takmörk sín, þá geta ein-
staklingamir „áfrýjað til himna“
eins og Locke orðar það - risið upp
og hrint valdsmönnum af höndum
sér. Þetta gerðu þeir á Englandi
1688, en þar var Locke sjálfur í hópi
byltingarmanna, í Bandaríkjunum
1776 og Frakklandi 1789.
Einn meginkjaminn í kenningu
Lockes er, að einstaklingar þiggi
réttindi sín til frelsis og eigna frá
Guði, en ekki mönnum. Þessi rétt-
indi séu ekki samkomulagsatriði
mannanna, heldur náttúrleg í þeim
skilningi, að þau séu til, áður en rík-
ið komi til sögu. Þau geti því ekki
horfið með neinu valboði. Locke
hugsar sér í upphafi ríki náttúrunn-
ar, þar sem menn njóti fulls frelsis
og engin ein stofrmn hafi það vald,
sem ríkinu er gjaman fengið. Marg-
víslegt óhagræði er að sögn hans að
slíku stjómleysi, svo að menn kpma
sér að lokum saman um að stofiia
ríkið. Þeir afsala sér tilteknu frelsi
í hendur valdsmanna til þess að geta
betur notið þess frelsis, sem eftir er.
Sáttmálakenníng um ríkið
Locke aðhyllist eins og Hobbes á
undan honum og þeir Kant og Rous-
seau síðar svonefnda sáttmála - eða
samkomulagskenningu: ríkið er
stofriað með sáttmála, sem borgar-
amir gera sín á milli, og af honum
em valdsmenn bundnir. í ríki Loc-
kes eiga lögin að ráða, en ekki
mennimir. Þetta orðaði höfundur
eins flugritsins, sem kom út á sama
tímabili um stjómmál, eftirminni-
lega: Lex, rex. Locke skrifar (57.
grein, bls. 93): „Tilgangur laganna
er ekki að afriema eða takmarka,
heldur að vemda og auka frelsið.
Enda er hvarvetna svo, þar sem fyr-
Bókmenntir
Hannes H. Gissurarson
ir em skapaðar verur færar um að
fara að lögum, að ef ekki em nein
lög þá er heldur ekkert frelsi, því
frelsi er að vera fijáls undan þving-
unum og ofbeldi annarra, og þar sem
ekki em nein lög er þess enginn
kostur."
Eignarrétturinn er að sögn Lockes
ekki samkomulagsatriði fremur en
einstaklingsfrelsið. Hann er með
öðrum orðum kominn til sögu, áður
en ríkið er stofriað. En getur ekki
verið, að hann rekist á frelsið? Hvers
vegna má einn maður girða af land,
kalla það sitt og banna öðrum afnot
af því? Segir Locke ekki á einum
stað (25. grein, bls. 66), að Guð hafi
gefið mönnunum jörðina með öllum
hennar gögnum og gæðum í samein-
ingu? Til þess að leysa þennan vanda
hefiir Locke allflókna kenningu um,
hvemig menn geti eignast gæði í
ríki náttúrunnar. Þeir verða að eign-
ast þau með vinnu, og þeir mega
ekki skaða aðra, þegar þeir slá eign
sinni á þau. Locke bendir ennfremur
á, að sá, sem bætir gæði jarðarinnar
með vinnu sinni, er ekki að gera
öðrum mein. Öðm nær. Hann er í
rauninni að auðvelda þeim lífsbar-
áttuna.
Kenning Lockes gagnrýnd
Kenningu Lockes um upphaf og
eðli ríkisvaldsins má gagmýna með
margvíslegum hætti. Félagshyggju-
menn geta bent á, hversu ósöguleg
hún er. Hugtök eins og einstaklings-
frelsi og eignarréttur hafa orðið til
innan ríkisins. Þau em afeprengi
langrar sögu: menn hafa smám sam-
an tileinkað sér þær reglur, sem
frelsinu em nauðsynlegar. Þeir hafa
lært þessi hugtök í glímunni við
valdið. Og þau hafa sett að segja lít-
ið gildi utan ríkisins.
Markaðshyggjumenn og stjóm-
leysingjar geta hins vegar bent á,
að lög og ríkisvald em sitt hvað.
Við þurfum ekki að seilast langt til
skýringar. íslenska þjóðveldið frá
930 til 1262 er dæmi um mannlegt
samlíf, þar sem allir lutu sömu lög-
um, þótt ríkisvald í fyllstu merkingu
orðsins fyrirfyndist ekki. Það var
auðvitað ekki fullkomið, en líklega
Var það miklu mannúðlegra en þau
ríki, sem stóðu á sama tíma annars
staðar í Norðurálfunni, því að þar
hérjuðu konungar og hirðmenn
þeirra gjaman á þegna sína af miklli
grimmd. Höfum við íslendingar átt-
að okkur á því, hversu einstakt
skipulag okkar var á þjóðveldisöld?
Locke og nútíminn
Ég held, að John Locke eigi miklu
meira erindi við nútímann heldur
en margan kann að gruna. Þá á ég
ekki aðeins við það, að flestar stofn-
gnir okkar em sem betur fer reistar
samkvæmt kenningu hans og ann-
arra frjálslyndra hugsuða seytjándu
og átjándu aldar, svo að við þurfum
í rauninni að skilja Locke til þess
að skilja okkur sjálf. Ég er ekki held-
ur að skírskota til þess eins, að
kenning Lockes hefur nýlega verið
endurvakin og efld að rökum af
bandaríska heimspekingnum Robert
Nozick (eins og ég lýsi í þessum ár-
gangi Skimis, tímarits Hins íslenska
bókmenntafélags).
Ég er einkum að vísa til þess, að
í dagsins önn verðum við að halda
fast í þau almennu réttindi, sem saga
okkar og siður hafa helgað. Við
megum alls ekki leyfa valdsmönnum
að þyngja skattbyrði okkar úr hófi
fram, og við skulum ekki heldur
þola þeim nein forréttindi. Þeir eiga
að lúta sömu lögum og við. Hvers
vegna getur ríkið innheimt háa
dráttarvexti af ógoldnum opinberum
gjöldum, á meðan við fáum ekki
sömu vexti, þegar það þarf að endur-
greiða okkur fé? Hvers vegna má
Ríkisútvarpið innheimta afiiotagjöld
af okkur, þótt við höfum sum engin
afiiot af því, þar eð við hlustum á
einkaútvarpsstöðvar? Með kenn-
ingu sinni ætti Locke að auðvelda
okkur að svara slíkum spumingum.