Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. Iþróttir •Frank Stapleton. Stapleton áfram hjá Man. Utd. Frank Stapleton, fyrirliði írska landsliðsins, hefur ákveðið að vera áfram hjá Manchester United og mun hann skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið nú í vikunni. Stapleton, sem er nú í mjög góðri æfingu, helur end- umýjað samning sinn, sem rann út í júní sl., vikulega fram til þessa. Þess má geta að United bauð Stapleton fyrst eins árs samning en breytti síðan boði sínu í tvö ár. -sos Juventusí deilu við sjónvarpið Forseti Juventus, Giampiero Boniperti, hefur bannað leikmönn- um félagsins að ræða við frétta- menn ítalska ríkissjónvarpsins RAI. Boniperti taldi að starfsmenn sjónvarpsins hefðu mjög hagrætt myndum frá leik Juventus gegn Empoli. Reynt að láta leikmenn Juventus líta kjánalega út og gefið þá mynd af leiknum að sigur Ju- ventus, 0-1, hefði verið ósann- gjam. „Ekki nóg með það,“ sagði forsetinn, „þeir kölluðu Sergio Brio morðingja." Hann skoraði sigurmarkið í leiknum. Starfsmenn sjónvarpsins svör- uðu strax. „Ef leikmaður eða leikmenn bijóta af sér á leikvelli og fá aðvörun þá sýnum við það. Við samþykkjum ekki neina rit- skoðun." -hsím Dani til Stjómar eins og her- togi á nýlendutímanum - segir ieikmaður hjá Brann um Tony Knapp Enginn frá Juventus Lokaslagurínn að heflast í Svíþjóð - Malmö FF, Gautaborg, AIK og Norköping berjast um meistaratitilinn ~ ~ n t/.ii..iii nv -.un.L'L-. Orslit urðu þessi: unum 22 í deildakeppninni, 37 stig. Gautaborg, varð markakóngur í deild- uunrmigur j , pjoo-.__ Öster-Hammarby..........0-0 Gautaborg kom næst með 31 stig, AIK inni og skoraði 13 mörk. Hann hefur Nú er aðeins úrslitakeppni fjögurra Halmstad-Örgiyte.2-0 25 stig og Norköping 21 stig. Þessi nú gert samning við ítalska 1. deildar efstu liðanna í Allsvenskan eftir í Djurgárden-Elfsborg.3-0 fjögur félög munu beijast um sænska félagið Empoli og leikur með því á sænsku knattspymunni og mestar lík- AIK-Brage..........3-0 meistaratitilinn. Þess má geta að lið næsta keppnistímabili. Liðið varð í 5. ur taldar á að Malmö FF verði Gautaborg-Malmö FF.0-1 Teits Þórðarsonar, Öster, hafriaði í 6. sæti í 2. deildinni ítölsku í fyrra en meistari í ár. Norköping-Kalmar...0-1 sæti með 20 stig. var flutt í 1. deild vegna afleiðinga Síðasta umferðin í deildakeppninni mútumáls sem kom upp á Ítalíu eins fór fram um síðustu helgi. Malmö FF hlaut flest stig í umferð- • Johnny Ekström, sem lék með og komið hefur fram í fréttum. -SK • Tony Knapp - hertoginn af Brann. „Hann er eins og hertogi frá mestu veldistímum breska heimsveldisins. Stjómar hér eins og þeir gerðu í ný- lendum í Afríku,“ sagði Brann-leik- maðurinn Morten Normark nýlega í einu norsku blaðanna um Tony Knapp, þjálfara Brann og fyrrum landsliðsþjálfara fslands í knattspym- unni. Það er annað hvort í ökkla eða eyra hjá leikmönnum Brann. Annað hvort dá þeir Knapp eða hata. Normark átti ekki upp á pallborðið hjá Tony - missti sæti sitt í aðalliðinu og áttu meiðsli nokkum þátt í því. „Mér var sparkað frá félaginu," sagði hann enn- fremur, „og ég hef aldrei kynnst annarri eins harðstjóraþjálfun og hjá honum.“ Tveir af leikmönnum Brann, Erik Soler og Ame Möller, mótmæltu þess- um ummælum Morten Normark. Sögðu að þeir og aðrir leikmenn liðs- ins bæm fullt traust til Tony. Og vissulega hefur hann náð þeim ár- angri sem forráðamenn Bergenliðsins ætluðust til. Kom Brann strax á sínu fyrsta ári sem þjálfari þar í l.deildina. -hsím •Johnny Ekström, markaskorarinn mikli, er á förum til ítaliu. - í landsliðinu sem leikur gegn Gríkklandi í kvöld Það verður enginn leikmaður frá Juventus í ítalska landsliðinu í knatt- spymu, sem leikur gegn Grikklandi í Bologna í kvöld. Ár og dagur síðan slíkt hefur skeð. Antonio Cabrini, sem átti að vera í liðinu, getur ekki leikið vegna meiðsla. Slasaðist á vinstra hné í leiknum við AC Milano í Torino á sunnudag og hinn Juventus-leikmað- urinn sem er í landsliðshópnum, Stefano Tacconi markvörður, er vara- maður. Þetta verður fyrsti landsleikur ftala undir stjóm nýja landsliðsþjálfarans, Azeglio Vicini, sem tók við starfinu af Enzo Bearzot eftir HM í sumar. Hann tilkynnti val á liði sínu í gær. Tveir leikmenn em úr piltalandslið- inu, sem Vicini þjálfaði áður. Þá er Sandro Altobelli, Inter, í liðinu óg kemur það talsvert á óvart því eftir HM sagðist hann ekki framar leika með landsliðinu. Aðeins þrír leikmenn ítalska liðsins í kvöld em 26 ára eða eldri, nokkuð annað en var undir stjóm Bearzot. Liðið er þannig skipað: Walter Zenga, Inter, Giuseppe Ber- gomi, Inter, Sebastiano Nela, Roma, Franco Baresi, AC Milano, Bario Bo- netti, AC Milano, Salvatore Bagni, Napoli, Roberto Donadoni, AC Milano, Femando de Napoli, Napoli, Guiseppe Dossena, Torino, Altobelli, og Gianluca Vialli, Sampdoria. -hsím Bremen er úr leik! Werder Bremen var slegið út úr v-þýsku bikarkeppninni í gær- kvöldi af 2. deildar félaginu Allemania Aachen, sem vann sig- ur, 7-6, yfir Bremen í vítaspymu- keppni. Staðan var jöfn, 0 0, í leiknum eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Það var Dieter Burdenski, markvörður Bremen, sem var búinn að verja tvær víta- spymur, sem brást bogalistin. Hann misnotaði sína vítaspymu - skaut fram hjá marki Aachen. -sos Þegar Sheedy neitaði að fara til Islands - kostaði það hann landsliðssæti hjá íram Kevin Sheedy, landsliðsmaður ír- lands og miðvallarspilari Everton, er kominn út í kuldann hjá Jackie Charl- ton, landsliðsþjálfara írlands. Sheedy, sem gaf ekki kost á sér til íslands- ferðarinnar í maí sl. vegna meiðsla í hné, hefur síðan þá ekki varið vahnn í landsliðshóp frlands. Charltpn reyndi allt sem hann gat til að fa Sheedy til íslands en án árang- urs. „Ég var ekki að gera mér upp meiðsli til að sleppa við íslandsferð- ina. Það sýna dagbækur á sjúkrahúsi og einnig getur Howard Kendall, framkvæmdastjóri Everton, vitnað um það,“ sagði Sheedy, sem var ekki val- inn í Evrópuleik gegn Belgíu á dögunum og ekki heldur í hóp fr- lands, sem leikur gegn Skotlandi í Dubhn í næstu viku. Sheedy er sár yfir því að fá ekki aft- ur tækifæri hjá Charlton, sem er kunnur þverhaus. Charlton er ekki tilbúinn að velja Sheedy aftur eftir að hann neitaði að leika með írska lands- liðinu í Reykjavík. -sos Dússeldorf Ungur, danskur knattspymu- maður, Henrik Ravn, sem er 21 árs og leikur með Vejle í 1. deildinni í Danmörku, skrifaði í gær undir samning við Fortuna Dtisseldorf, sem er í neðsta sæti vestur-þýsku Bundesligunnar. Hann dvaldi hjá þýska liðinu um tíma í fyrri viku, lék með Vejle á sunnudag en hélt síðan til Þýskalands til að skrifa undir samning. Það merkilega er þó að Ravn hefur ekki verið fasta- maður í liði Vejle á leiktímabilinu. Hann er hins vegar talinn meðal efnilegustu leikmanna Dana. Tveir íslendingar hafa leikið með Fort- una, Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev. -hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.