Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Page 29
tgtíOTHO gAuaMfaMivaiM
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986.
29
Guð hefiir fyrir-
gefið mér bílstuldina
- segir Trausti Finnbogason sem fyrir tveimur árum hafði offan af fyrir sér með eiturtyfiasölu
„Á þessum tíma stal ég 160 bílum,
sem ég man eftir, þótt aðeins 30
þeirra haíi komist á skrá hjá lögregl-
unni. Ég var farinn að sprauta mig
og seldi eiturlyf í stórum stíl en nú
hefur Guð fyrirgefið mér,“ segir 23ja
ára gamall Reykvíkingur í samtali
við DV, maður sem fyrir tveimur
árum var svo djúpt sokkinn í eitur-
lyf og allt sem því fylgdi að aðeins
ræsið blasti við honum.
Trausti Finnbogason heitir þessi
maður eða Tauti, eins og hann var
kallaður í undirheimum Reykjavík-
ur. Hann byrjaði leið sína áleiðis í
ræsið aðeins 11 ára gamall. Tíu árum
síðar hafði hann misst alla lífsvon.
Um það leyti rakst hann fyrir tilvilj-
un á tvo menn sem voru félagar í
trúfélaginu Krossinum. Hann fór
með þeim á samkomu og frelsaðist,
eins og hann orðar það.
Fór að drekka 11 ára
Nú eru tvö ár síðan það var og
hann sýnir engin merki um fyrra lí-
femi sitt. í dag stundar hann fasta
vinnu sem pípari og gengur vel í lífs-
baráttunni.
„Þetta byrjaði allt þegar ég var 11
ára gamall. Mér fannst ég einhvem
veginn alveg ómögulegur og ég veit
rekinn úr skóla. Um þetta leyti byij-
aði ég að drekka og fljótlega fór ég
að drekka um hverja helgi og ekkert
annað komst að.“
- Hvemig náðirðu þér í vín, 11 ára
gamall?
„Þegar þetta byijaði var ég í Voga-
skóla. Mamma gaf mér alltaf 100
kall í nestispening. Ég lét vissan
aðila í skólanum fá þennan pening
á þriðjudögum. Það var nemandi við
skólann sem var eldri en ég. Fyrir
helgamar fékk hann 200 kall hjá
mér í viðbót og í staðinn fékk ég
flösku af bmggi sem hann bruggaði.
þetta var heilmikill bisness hjá hon-
um. Svo vom önnur ráð til að útvega
sér vín. Stundum hékk maður fyrir
utan Ríkið eða talaði við mann sem
þekkti mann og svo framvegis. Um
tíma eimaði maður svo sjálfur. Þá
keypti maður sér brennsluspíritus í
apóteki og eimaði svo. Þetta var
minnsta mál í heimi."
Stal bilum og braust inn
- En höldum áfram með sögu þína...
„Já, ég var á fylliríi í nokkur ár
og gerði ekkert annað, foreldrum
mínum og öðrum til hinnar mestu
óhamingju. Ég var líka í lyfjum alls
konar, einkum geðlyfjum, sem ég
fékk hjá fólki úti í bæ eða læknum.
Ég vann aldrei neitt svo ég fram-
fleytti mér með innbrotum og bíl-
þjófhuðum. Þótt ég muni eftir 160
bílum sem ég stal komust aldrei
nema 30 þeirra á skrá hjá lögregl-
unni. Um tíma var svo engin helgi
með helgum nema brjótast inn ein-
hvers staðar. Einkum voru þetta
sjoppur sem ég braust inn í. Ég var
í þessum innbrotum og bílþjófhuðum
til 16 ára aldurs en þá hætti ég þeim.
Á þessum tíma var ég oft gripinn við
þessi afbrot en þar sem ég var ekki
orðinn 16 ára var ekkert hægt að
gera við mig.
Stórgræddi á eiturlyfjasölu
Þegar ég var 16 ára fannst mér
brennivínið ekki orðið nóg svo ég
fór að prófa hass og smám saman fór
ég út í sterkari efiii og fór að sprauta
mig með amfetamíni. Ég hafði í mig
og á á þessum tíma með eiturlyfja-
sölu. Ég flutti þó aldrei neitt inn
sjálfur heldur var í samböndum við
slíka menn sem margir hveijir eru í
þessu ennþá. Ég stórgræddi alveg á
þessu.
Það var aldrei neitt mál að kom-
ÆFINGASTOÐIN, ENGIHJALLA 8.
UPPLÝSINGAR OG INNRITUN,
SÍMAR 46900 - 46901 - 46902.
Stór hópur i heróini
Svona byijaði ég á sprautunum og
svona gerist það oftast. Nú er meira
að segja farið að blanda heróíni í
amfetamínið til að koma fleirum á
bragðið. Þótt lögreglan haldi því
fram að ekkert heróín sé komið
hingað til lands er það hópur 30 til
40 manna sem notar það að stað-
aldri.“
- Hvemig koma þessi eiturlyf til
landsins?
„Þau koma mikið með bátunum
og í gegnum póstinn. Einnig með
flugfarþegum. Yfirleitt er það fólk
sem kemur vel fyrir, sem ekki er á
sakaskrá, er smyglar því. Það er
nefiiilega mikið atriði að þeir sem
eru að smygla þessu séu ekki á saka-
skrá.“
Sat tvisvar inni
- Lentir þú aldrei í útistöðum við
fQcniefiialögregluna á þessum árum?
„Jú, ég sat tvisvar inni, einu sinni
i hálfs mánaðar einangrun. Svo var
hasshundurinn stundum sendur
heim til mín.“
- Reyndir þú aldrei á þessum árum
að losna út úr þessu?
„Jú, en það var bara svo erfitt.
Trausti Finnbogason. „Guft bjargaði mér úr viftjum eiturlyfjanna.“
ast yfir þessi efhi ef viljinn var fyrir
hendi. Það er fullt til af þeim og
fullt af fólki sem er að reyna að losna
við þau. Um það leyti sem ég hætti
í þessu var hann orðinn stór hópur-
inn sem var farinn að sprauta sig
og sá hópur hefur farið vaxandi.
Ég man eftir því þegar ég spraut-
aði mig fyrst. Þá var ég orðinn vanur
því að taka amfetamínið í nefið. Ég
stóð uppi eitt kvöldið og átti ekki
neitt en þurfti nauðsynlega að fá
eitthvað. Ég fór á skemmtistað hér
í bænum, þar sem ég vissi að mitt
fólk hélt til, og bað um skammt. Þá
var mér sagt að annað hvort fengi
ég mér sprautu eða ekki neitt. Það
er nefhilega þannig að þeim sem
nota sprautumar líður illa og þeir
vilja að öðrum líði illa líka.
Einu sinni fór ég í meðferð til SÁÁ
en ég hélt mér ekki hreinum nema
í þrjá mánuði, þá fór allt í sama far-
ið aftur. En ég bjargaðist. Það er sem
sagt hægt að bjarga þessu fólki og
ég veit um fjölda fólks, sem ég var
með á þessum tíma og er enn á kafi
í eiturlyfjunum, sem vill láta hjálpa
sér. En það vantar aðstöðu fyrir
þetta fólk, heimili þar sem það getur
dvalið til þess að koma undir sig
fótunum á ný. Ég var svo heppinn
að foreldrar mínir vildu alltaf hjálpa
mér þótt ég slægi lengi vel í útrétta
hönd þeirra. Sumir hafa engan til
að halla sér að ef þeir vilja losna
úr viðjum eiturlyfjanna og þetta fólk
þarf eitthvert heimili," segir Trausti
Finnbogason sem segir Guð hafa
bjargað sér.
-KÞ
DV-mynd GVA