Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. 3 Fréttir Úttekt Miðlunar á augtýsingamarkaðinum: Fjólmiðlar velta tæpum 2 milljörðum Upplýsingafyrirtækið Miðlun hefur gert úttekt á auglýsingamarkaðinum hérlendis. Þar kemur fram að velta fiölmiðla síðasta ár, frá október i fyrra fram til septemberloka í ár, nam tæp- um 2 milljörðum, þ.e. ef aðeins er miðað við brúttóverð auglýsinga en ekki tekið tillit til mismunandi afslátt- ar sem einstaka fjölmiðlar veita og verðið reiknað til núvirðis. Inni í þessari tölu er ekki tekið tillit til útiauglýsinga, auglýsinga í lands- málablöðum, bíóauglýsinga og auglýs- ingastarfs sem fólgið er í styrkjum. Innbyrðis skipting fjölmiðla á aug- lýsingamarkaðinum er þannig: Dagblöð 54,9% Sjónvarp 13,4% Rás 1 18,9% Rás 2 4,5% Bylgjan 0,5% Tímarit 7,8% Hvað dagblöðin varðar þá var aug- lýsingamagn þeirra á fyrrgreindu tímabili rúmlega 3,2 milljónir dálk- sentímetra. Reiknað var með brúttó- verðinu 330 kr. á dsm en ekki tekið tillit til sérstaks verðs vegna litauglýs- inga, staðsetningar eða afeláttarkjara og þóknunar til auglýsingastofa. Sam- kvæmt þessu veltu dagblöðin rúmlega milljarði kr. Ef litið er á innbyrðisskiptingu dag- blaðanna kemur í ljós að Morgun- blaðið hirðir stærsta kökubitann með rúmlega 50% markaðarins, DV kemur næst með um 25% markaðarins og Tíminn hefúr um 10%. Afganginum skipta Þjóðviljinn, Dagur, Alþýðu- blaðið og Helgarpósturinn á milli sín. Sjónvarpsauglýsingar á þessu tíma- bili voru alls tæpar 67 klukkustundir eða 239.659 sekúndur að andvirði tæp- lega 259 milljónir kr. Utvarpsauglýs- ingar námu alls (rás 1, rás 2 og Bylgjan) um 462 milljónum kr. Hér skal tekið fram að Bylgjan hefúr að- eins starfað einn mánuð á þessu tímabili. Timarit veltu svo 147,3 millj- ónum kr. Á blaðamannafundi sem forsvarsmenn Miðlunar e&idu til kom fram að útvarpsauglýsingamar voru annars vegar reiknaðar sem orð á rás 1 eða bæði sekúndur og orð á rás 2 og Bylgjunni sem hafa leiknar auglýs- ingar. I báðum tilfellum var farið eftir gjaldskrá viðkomandi fjölmiðla. Hvað timaritin varðar kom fram að tekin Á þessu súluriti sést annars vegar hlutdeild blaðanna I september 1985 (strik- aða súlan) og hins vegar staðan i siðasta mánuði (dökka sútan). hefðu verið 15 stærstu tímaritin og síðan áætlað auglýsingamagn í öðrum. Sveiflur á markaðinum Eins og fram kemur á þeim linuritum sem birt eru hér eru miklar sveiflur á auglýsingamarkaðinum eftir árstím- um. Engum ætti að koma á óvart að markaðurinn nærhápunkti í desember vegna jólanna og dettur svo verulega niður um sumarmánuðina júní til ágúst. Hvað dagblöðin varðar í heild sést svo að tveir aðrir toppar eru á árinu, mars/apríl og í maí. Sennilegar skýringar eru annars vegar auglýsing- ar í tengslum við fermingar og hins vegar sveitarstjómarkosningamar sl. vor. Ef htið er á samanburð á einstökum dagblöðum á þvi tímabili sem úttekt Miðlunar nær yfir sést að Morgun- blaðið og Þjóðviljinn em í sókn, Alþýðublaðið stendur nær því í stað 68.0 50.0 40.0 30.0 20.0 10.0 , ........% ...e-,... „■■e-................-.«•■■■ -'-s-- ■'T -B-.---B--.__ 0 1 Hóv Dei Jaii FeE Mars ftpril Hal Jání Júli hgást Sept Á þessu linuriti sést skipting blaðanna innbyröis hvað varðar magn auglýs- inga og hvemig það hefur þróast á tímabilinu. en D V og Tíminn hafa dalað nokkuð. Athyglisvert er að auglýsingamagn á rás 2 hrapar verulega í síðasta mán- uði er Bylgjan tók til starfa og var auglýsingamagn Bylgjunnar nær tvöf- alt á við magnið á rás 2. Á fundinum vömðust forráðamenn Miðlunar, þeir Hallur Leopoldsson og Ámi Zophon- íasson að leggja nokkuð út áf þessu, Bylgjan hefði starfað of stuttan tima til að hægt væri að gera raunhæfan samanburð á þessum tveimur stöðvum á þessum vettvangi. -FRI ÞYSKU KOSTAGRIPIRNIR 1987 ERU KOMNIR Betur búnir en nokkru sinni fyrr V.W. Golf — mest seldi bíll í Evrópu fráto. 471.000.- V.W. Jetta — írábœr íjölskyldubíll éf) 0 HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 Þróun auglýslnga I dagblöðunum I helld frá október 1985 til sfðasta mánaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.