Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. Neytendur________________________________________________________________pv Frá þingi Neytendasamtakanna: Frjáls félagasamtök vinna að málefnum neytenda Við erum áratugum á eftir Svíum í neytendavemd Laila Freivalds, forstööumaöur sænsku Neytendamálastofnunarinnar og umboösmaður sænskra neytenda. DV-mynd KAE Þrátt íyrir langa hefð á neytenda- starfi í Svíþjóð og ýmsa sigra sem þar hafa unnist í baráttunni fyrir betri skipan á málum neytenda virð- ast íslendingar hafa betrn- í saman- burði við Svia á einu þröngu sviði neytendamála. Hér á landi eru vörur í búðargluggum betur verðmerktar en í Svíþjóð. Þetta sagði Laila Freivalds, for- stöðumaður sænsku neytendamála- stofnunarinnar og umboðsmaður sænskra neytenda, í upphafi mjög fróðlegs erindis sem hún flutti á þingi íslensku Neytendasamtakanna sl. laugardag. Það er því miður víst ekki mikið meira sem við getum státað af í neyt- endamálum hér á Islandi. I ræðu manna á þingi NS kom fram að Is- lendingar eru áratugum á eftir öðrum vestrænum þjóðum í þessum málum. Laila útskýrði hvemig þró- un neytendastarfs hefur orðið í Svíþjóð. Þar em ekki starfandi sérstök neytendafélög eins og hér á landi. Þar er þetta starf í höndum Neyt- endamálastofnunarinnar, Konsu- mentverket. Sú stofnun starfar í mjög nánum tengslum við fijáls fé- lagasamtök, kvenfélög, samtök elli- lífeyrisþega, öryrkja ásamt verkalýðshreyfingunni en þessi félög vinna að neytendamálum út frá sér- stökum vandamálum sinna félags- manna. Það vom í rauninni þessi félagasamtök sem lögðu gmnninn að bættri neytendalöggjöf sem Svíar hafa í dag. Neytendalöggjöfin þróað- ist á áttunda áratugnum, ný embætti vom stofnuð og neytendalöggjöfin sett. Neytendastofnun á vegum hins opinbera Neytendastofnun hefúr umsjón með öllu neytendastarfi á vegum hins opinbera. Meðal hlutverka stofhunarinnar er að aðstoða heimil- in við að ná sem hagkvæmustum heimilisrekstri, styrkja stöðu neyt- enda á hinum almenna markaði. Það er gert m.a. með því að rannsaka og fylgjast með stöðu neytenda, prófa og rannsaka vöm og þjónustu, fylgj- ast með viðskiptaháttum fyrirtækja, veita upplýsingar og gangast fyrir námskeiðahaldi. Laila Freivald nefhdi sem dæmi um prófun stofnunarinnar á heimil- istækjum að könnun á þvottavélum á sænskum markaði hefði leitt til þess að nú væm ekki til lélegar þvottavélar í Svíþjóð. Engum þvottavélasala dytti í hug að bjóða neytendum annað en fyrsta flokks þvottavélar. Akveðin neytendamál tilheyra sér- stökum embættum. Framleiðsla og dreifing matvæla er undir eftirliti sérstakrar stofnunar, önnur hefur eftirlit með heilbrigðiskerfi og lyfja- framleiðslu. Enn önnur fylgist með framleiðslu á efnavörum, o.fl. I flestum sveitarfélögum er rekin neytendaþjónusta á kostnað sveitar- félaganna sjálfra. Þar fá einstakling- ar aðstoð og ráðgjöf. Á undanfomum árum hefur það færst í vöxt að neyt- endur fái aðstoð við að skipuleggja fjármál heimilanna, koma fjárhag sínum á réttan kjöl þegar of miklu hefur verið eytt með notkun greiðslukorta. Fræðslustarfið mikils virði í mörgum sveitarfélögum er mikil vinna lögð í dreifingu upplýsinga og fræðslu til almennings, félaga og í skólum. Laila sagði að áhersla væri lögð á gerð myndbanda með fræðslu- efni. Komið hefur í ljós að ótrúleg fáfræði er ríkjandi meðal t.d. kenn- ara á því hvað raunverulega er neytendamál og á hvem hátt neyt- endafræðsla ætti að fara fram. Þegar þeim hefur orðið þetta Ijóst em þeir hins vegar mjög áhugasamir um að koma slíkri fræðslu til skila á áhuga- verðan hátt. Laila nefhdi dæmi um stærðfræði- tíma. Bömin vom öll send sitt í hveija áttina til þess að gera verð- kannanir í verslunum. Svo komu þau aftur, báru saman bækur sínar, bjuggu til h'nurit og samanburðar- töflur. Þegar tímanum var lokið kom snáði, sem fannst reikningur hund- leiðinlegt fag, til kennarans ogsagði: En hvað það var gott að losna við reikning í þessum tíma! Laila nefhdi einnig dæmi um nauð- syn þess að neytendur kynnu skil á ótrúlegustu málum, t.d. á efnafræði, þeir verða að vita hvemig hin ýmsu efni vinna eins og t.d. hvaða áhrif hin ýmsu þvottaefni hafa á vefnaðar- vöm o.s.frv. Þá hefur Neytenda- málastofhun á takteinum fræðslu- efni um vasapeninga, kaup á gömlum bílum o.fl. Efni þetta er selt til skólanna. Neytendaþjónusta sveitarfélag- anna hefur árlega samband við 260 þúsund einstaklinga, en íbúar í Sví- þjóð em 8 milljónir. Úrlausn kvörtunarmála Laila gat um að það væri mikið vandamál þegar neytendur kvarta yfir vöm og fá ekki úrlausn sinna mála. Oft getur neytendaþjónusta sveitarfélaganna hjálpað til og leyst slík vandamál en ef það er ekki hægt geta neytendur snúið til sér Kvörtunarþjónustu ríkisins. Þetta er ekki dómstóll en sker úr deilumálum hratt og auðveldlega. Ákvörðun Kvörtunarþjónustunnar er aðeins tilmæli en flest fyrirtæki fara eftir niðurstöðum hennar. Það kostar ekkert að notfæra sér þessa þjónustu. Þess má geta að svipuð starfsemi er að fara í gang hér á landi en á vegum Neytendasamtakanna, Kaupmannasamtakanna og SIS i stað þess að í Svíþjóð er þessi starf- semi á vegum hins opinbera. Ef ágreiningurinn er utan vald- sviðs kvörtunarþjónustunnar eða ef fyrirtæki neita að fara eftir ákvörð- unum hennar geta neytendur snúið sér til dómstóla. I héraðsdómi er hægt að fá einfaldari afgreiðslu í málum er snerta neytendur. Þau mál ganga hratt fyrir sig og þarfnast ekki hjálpar lögfræðings. Skylda liggur á herðum dómara að hjálpa einstaklingum að flytja mál sín. Umboðsmaður neytenda Laila Freivald er auk þess að vera yfirmaður Neytendamálastofnunar- innar umboðsmaður neytenda. í hans verksviði er m.a. að hafa áhrif á starfshætti fyrirtækja. Ef t.d. fyrir- tæki neitar að breyta auglýsingu eða vöru getur umboðsmaðurinn lagt málið fyrir markaðsdómstólinn og farið þess á leit að fyrirtækinu verði gert að bæta ráð sitt. Þau lög sem umboðsmaðurinn styður sig við eru lög um óréttmæta viðskiptahætti og lög um samnings- bundin kaup. Samkvæmt þeim er hægt að banna fyrirtækjum að villa um fyrir neyt- endum með auglýsingum eða annars konar sölumennsku. Ekki má villa um fyrir neytendum með t.d. útliti sem ekki svarar til raunveruleikans. Bannað að fullyrða með stóra letrinu eitthvað sem síðan er dregið til baka með smáa letrinu. Sönnunarskylda hvílir á fyrirtækjunum. Árlega eru 3 þúsund auglýsingar sem neytendur telja vafasamar eða rangar kærðar til Neytendamála- stofhunarinnar. I langflestum tilfell- um fallast fyrirtækin á að breyta viðskiptaháttum sinum samkvæmt tillögum stofnunarinnar. Aðeins 20 mál á ári koma til kasta verslunar- dómsins. En það eru ekki aðeins villandi söluaðferðir sem eru vandamál hjá neytendum. Enn alvarlegri er skort- urinn á upplýsingum. Neytandinn fær ekki þær upplýsingar sem hann þarf í raun og veru á að halda. Hann fær ekki upplýsingar um efhi og eig- inleika vörunnar, hvort fatnaður láti lit eða hvort nauðsynlegt sé að fá fagmann til þess að tengja ákveðið rafmagnstæki. Algengasta krafan er að verð vöru sé gefið upp. Af ein- hverri undarlegri ástæðu, sagði Laila, eru sænsk fyrirtæki ekki sér- staklega fús á að auglýsa verð á vöru og þjónustu. íslenskir neytendur kannast vel við þetta. Það atriði virðist mjög útbreiddur kvilli þeirra sem auglýsa vöru og þjónustu, að þeir vilja ógjaman að verð komi frarn í auglýs- ingum! Hættulegir hlutir burt af mark- aðinum Sænsku lögin um óréttmæta við- skiptahætti gefa einnig möguleika á að banna hættulegar vörur, sem geta hugsanlega valdið slysum á fólki. Þannig hafa sænskir neytendur losnað við af markaðinum lélega bamabílstóla, hættuleg leikfóng, lé- leg slökkvitæki, stiga sem ekki standast lágmarkskröfur o.m.fl. Vegna þess hve lögin um órétt- mæta viðskiptahætti em með almennu orðalagi er það túlkun lag- anna sem hefúr ákveðið þær kröfur sem gerðar em til auglýsinga og vöm. Neytendamálastofhunin gefúr árlega út fjöldann allan af leiðbein- andi reglum sem kveða á um hvað stofhunin álítur eðlilegar kröfur. Þar er að finna t.d. reglur um póstkröfu- auglýsingar og póstvörulista, hvað átt er við með tilboðsverði, hvemig upplýsingar skulu gefnar um elds- neytisnotkun bíla, hvemig upplýs- ingar skulu gefnar vegna kostnaðar við lánsviðskipti, öryggiskröfur fyrir leikfong, húsgögn handa bömum, reykskynjara og stiga o.fl. Til em um 50 leiðbeinandi reglur fyrir hinar ýmsu verslunargreinar. Flestar Ijalla um kröfur til upplýsinga í öryggis- skyni. Lög um samningsbundin kaup em önnur af tveimur þýðingaimestu lögunum í Svíþjóð sem starfsemi Nejhendanefndarinnar styðst við. Þau hafa gert kleift að koma í veg fyrir óaðgengileg skilyrði í kaup- samningum fyrirtækja. í dag er búið að fara yfir samningsskilmála bíla- sala, sjónvarps- og hljómflutnings- tækjasala, raftækjasala og byggingarfyrirtækja. Verslun fyrir alla Eitt af verkefrium Neytendastofn- unarinnar er „verslun fyrir alla“. Það felur í sér að ganga úr skugga um hve aðgengilegar verslanir em fyrir eldra fólk og fatlaða. Er mælst til þess við verslunareigendur að þeir fjarlægi skilti eða annað sem er til óþæginda fyrir sjóndapra eða hindrar fólk í hjólastólum að komast auðveldlega leiðar sinnar. Þá hefúr stofnunin samvinnu við aðrar stofnanir ríkisins og fyrirtæki við að kanna íbúðir sem gerir eldra fólki kleift að bjarga sér sjálft í stað þess að þurfa að flytja á elliheimili. Unnið er að þvi í samvinnu við sam- tök kaupmanna að verslanir í dreif- býli þurfi ekki að hætta rekstri en slíkt getur gert fólki ókleift að búa í dreifbýli. Laila benti á að þeir sem em ung- ir og hafa bíl til umráða geta keypt inn hvar sem verslanir em staðsett- ar. Þeir sem em annaðhvort aldraðir eða fatlaðir geta ekki farið langar leiðir til þess að versla. Ef verslun á einhverjum stað leggst niður þýðir það að byggð getur hugsanlega lagst niður einnig. Laila lauk máli sínu á því að geta þess að í Svíþjóð væri gott ástand í neytendavemd á alþjóðlegan mæli- kvarða. En hún sagðist ekki telja að lög og reglur væri þýðingarmest í þessum málaflokki heldur væri það áhugi almennings. Ef neytendur vilja ekki öðlast þekkingu, reynslu og möguleikann til þess að hafa áhrif er neytendavemd lítils virði, sagði Laila. Hún sagði að hún vildi ráð- leggja íslendingum að sníða sér neytendalöggjöf eftir íslenskum þörfum en ekki eingöngu eftir sænskri fyrirmynd. Hún sagði einnig að það gleddi hana sannarlega að sjá að á þingi Neytendasamtakanna væri saman- komið ungt og áhugasamt fólk sem ynni að neytendamálum í sínum frí- tíma. Og ekki síst gladdi það þennan sænska neytendamálafrömuð að sjá að meðal íslenskra áhugamanna um neytendamál em íjölmargir ungir karlmenn. Lauslegri þýðingu á fyrirlestri La- ilu Freivalds var útbýtt á þinginu en þýðinguna annaðist Steinar Harðarson, stjómarmaður NS. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.