Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. 7 Fréttir Síldarverðið: ekki kostnaði Ná fyrir „Ég held að útgerðarmenn hafi ekki fyrir kostnaði með þessu síldarverði. En það gildir til stutts tima og maður verður að vona að samningar við Rússa takist svo hægt verði að hækka síldarverðið við næstu verðákvörð- un,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, í samtali við DV. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði bullandi óánægju hjá sjómönnum með síldar- verðið sem nú er það sama og fyrir tveimur árum. Óskar sagði óhugsandi að sjómenn næðu hlut á þessu verði. Þeir yrðu að láta tryggingu nægja sem er um 35 þúsund krónur á mánuði. „Sjómenn geta bara ekkert gert, þeir eru samningsbundnir og þótt þeir færu í land eftir réttan uppsagnartíma þá hafa þeir ekki að neinu að hverfa. Útgerðarmenn fara betur út úr þessu þar sem þeir fá 40% hærra úr skiptun- um,“ sagði Óskar Vigfússon. Kristján Ragnarsson sagði að marg- ir útgerðarmenn færu nú á síld vegna þess eins að þeir hefðu ekki að neinu öðru að hverfa og það væri ríkt i huga margra að hafa eitthvað fyrir bát og sjómenn að gera. En það ættu allir að sjá að þetta verð gæti ekki gengið til lengdar þótt menn létu það yfir sig ganga meðan reynt væri til þrautar að ná samningum við Rússa. Kristján sagðist taka undir með sjómönnum og öðrum þeim sem vildu tengja saman síldarsölu til Rússa og olíukaup okkár af þeim. „Fyrst í gildi er viðskiptasamningur milli þjóðanna þá verða þær báðar að halda hann,“ sagði Kristján Ragnars- son. -S.dór. Stjóm SR: Á móti frjálsu loðnuverði „Meirihluti stjómar Síldai-verk- smiðja ríkisins hefur alltaf talið að fast loðnuverð sé heppilegra en fijálst verð. Við vorum þessarar skoðunar í haust en okkur þótti rétt að gera þessa tilraun," sagði Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri, en hann er formaður stjómar SR, eftir að fulltrúi SR í verð- lagsráði beitti neitunarvaldi gegn fijálsu loðnuverði . Kristján Ragnarsson sagði um þetta mál að honum þætti skjóta skökku við að ríkisvaldið skyldi leggjast gegn frjálsu loðnuverði þegar sjómenn og útgerðarmenn væru sammála um að hafa verðið fijálst. Þorsteinn Gíslason sagði aftur á móti að það væm fleiri en SR menn sem væm á móti fijálsu verði á loðnu. Ýmsir verksmiðjueig- endur úti um land væm því einnig andvígir. Það er því ljóst efitir þetta að yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins verður nú að taka til hendinni og ákveða nýtt verð á loðnu um mánaða- mótin og má telja víst að það gangi ekki átakalaust. Sjómenn telja það verðsem nú er, 1700-1800 krónur fyrir tonnið, of lágt en bræðslueigendur telja það of hátt. Meðan verðið er fijálst verða verksmiðjumar að gefa upp fyrirfram hvað þær kaupa tonnið á og gildir það boð í'einn mánuð í senn. Deilt um veg yfir Oddsskarð: Þrjú ólík sjónar- mið um vegarstæðið Að undanfömu hafa verið miklar deilur um nýjan veg yfir Oddsskarð. Hafa þrjú ólík sjónarmið rekist þar á. Vegagerðin var með sínar hug- myndir, Norðfirðingar með sínar og loks Eskfirðingar en það var bæjar- stjóm Eskifjarðar sem ákvað endanlega hvemig nýja vegarstæðið yrði enda liggur vegurinn í gegnum bæinn. Ákvörðun bæjarstjómar Eski- fjarðar var að vegurinn skyldi liggja upp úr miðjum bænum eins og hann er í dag. Vegagerðin vildi aftur á móti að vegurinn lægi í gegnum bæinn og strax upp í hlíðina fyrir ofan þar sem tvær brattar slaufur yrðu settar á hann til að hann næði svipaðri hæð og göngin í gegnum Oddsskarð. Til þess að þessi hug- mynd yrði að veruleika hefði vegurinn þurft að fara í gegnum nokkur hús efst í bænum, þ.e. rífa hefði þurft húsin en það taldi bæjar- stjóm af og frá enda um gamla byggð að ræða. Norðfirðingar vildu svo aftur á móti að vegurinn lægi í gegnum bæinn, út í Helgustaðahlíð og upp Sellátradal beint niður af göngunum í gegnum Oddsskarðið en þessi leið er mjög brött. Hins vegar töldu Norðfirðingar hana mun snjóléttari en þá leið sem nú væri farin. Fjárveiting er í nýja veginn á fjár- lögum næsta árs og nú standa þama yfir mælingar á honum. -FRI Þessa daga er unnið að viðgerð á hitakerfinu undir grasvellinum í Laugardal, en þegar átti að kveikja á því nú í haust er kólnaði hitnaði það ekki. Samkvæmt upplýsingum DV er ekki vitað hversu kostnaðarsöm viðgerð- in verður en nú er reynt að finna hvar bilunin er. Það getur tekið tímana tvo þar sem leiðslan undir vellinum er 42 kílómetrar að lengd. Fisksala: -KÞ/DV-mynd GVA Alsey VE setti sölumet í Hull Álsey VE setti nýtt sölumet í Engj- landi í gærmorgun þegar fyrir 23,3 lestir fengust rúmar 1,6 milljónir króna eða 71,05 krónur fyrir kílóið. Að sögn Jóhönnu Hauksdóttur hjá LÍÚ er þetta hæsta meðalverð sem fengist hefur fyrir fisk í Englandi en hún benti á að þarna hefði verið um lítið magn að ræða. Togarinn Vigri RE seldi í gærmorg- un í Grimsby 141 tonn fyrir rúmar 8,7 milljónir króna eða 61,89 krónur með- alverð á kílóið sem þykir mjög gott. Þá seldi Brettingur 138,5 lestir í Bre- merhaven fyrir 8,1 milljón króna, meðalverð 59,07 krónur fyrir kílóið. Þykir það einnig góð sala. Ástæðan fyrir svo háu fiskverði bæði í Þýskalandi og Englandi er mik- ill fiskskortur um þessar mundir. Auk þess em skipin með betra hráefhi nú þegar farið er að kólna í veðri. -S.dór. Nýtt rit um þjóðarétt komið út Út er komið ritið „Agrip af þjóða- rétti“ eftir Gunnar G. Schram prófess- or og alþingismann. Er þetta fyrsta ritið um þjóðærétt sem út kemur hér á landi, en útgefandi er Úlfljótur. Þjóðairéttur er sú grein lögfræðinnar sem fjallar um það hvaða reglur gilda í samskiptum ríkja veraldar. í bókinni er gerð grein fyrir grundvallaratriðum þjóðaréttarins og það skýrt hvemig hann tengist íslenskum lögum og hvemig þjóðaréttarreglur gilda hér á landi. Með auknum samskiptum Is- lands við önnur ríki á alþjóðavett- vangi hefur mikilvægi þjóðaréttar sem hluta íslenskrar réttarskipunar farið vaxandi. Er bókinni ætlað að veita fræðslu og upplýsingar um þau atriði öllum þeim sem á þvi hafa áhuga. Fjallað er m.a. um það hvemig túlka á reglur íslenskra laga í samræmi við þjóðarétt og gerð grein fyrir þeim reglum hans sem gilda um landhelg- ina, efnahagslögsöguna og landgmn- nið. Em þar rakin meginatriði hins nýja hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ísland gerðist aðili að 1985. Gerð er grein fyrir fiskiveiðirétt- indum ríkja innan og utan efhahags- lögsögunnar, m.a. laxveiðum á úthafinu og rétti strandríkisins í þeim efnum. Þá er rætt um meðferð utan- ríkismála og hvaða friðhelgi og undanþága frá lögum erlend sendiráð og sendifulltrúar njóta hér á landi. -MS Nýkomin borðstofuhúsgögn Nýjar vörur í öllum deildum Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best Munið Barnahornið á 2. hæð. JSS KORT VtSA Jór. Loftsson hf. _ Hringbraut 121 Simi 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.