Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. Spumingin Borðar þú rjúpur? Helgi Þrastarson: Nei, ég hef aldrei smakkað rjúpur. Þorlákur Ásgeirsson: Ég borða þær til hátíðabrigða og fínnst þær góðar ef þær eru matreiddar á réttan hátt. Elsa Hafsteinsdóttir: Ég borðaði rjúpur þegar ég var krakki og man helst eftir beinunum. Bjarni Brandsson: Ég hef aldrei smakkað rjúpur og mér finnst vera vond lykt þegar verið er að elda þær. Sigríður Einarsdóttir: Já, og mér finnst þær mjög góðar en ég gæti samt ekki skotið þær. Alda Viggósdóttir: Ja, ég hef kannski borðað eina fyrir löngu sið- an. Lesendur DV 8SPy “ 5 < JJr! Ökumaður þakkar sendibílstjóra frá Þresti fyrir greiðvikni. Afbragðs þjónusta sendibílstjóra Ökumaður hringdi: Um daginn var ég að aka vestur í bæ í bifreið minni sem var nýkomin af verkstæði. Skyndilega drap bif- reiðin á sér og neitaði alfarið að fara í gang aftur. Ég hringdi því á sendi- bílastöðina Þröst til þess að fá bíl til að draga minn á verkstæði. Þegar sendibíllinn kom á staðinn vildi bílstjórinn prófa að gangsetja bifreiðina sem ekki vildi í gang. Fannst honum ansi litlu muna að hún færi í gang og spurði því hvort hann mætti ekki bara kíkja á þetta. Ég játaði því að sjálfsögðu. Þama krukkaði hann svo í bifreiðina i um það bil kortér og viti menn, honum tókst að koma henni í gang. Fyrir þessa viðgerð borgaði ég síðan 310 kr., gjaldið fyrir að fá sendibifreiðina á staðinn. Þetta kalla ég afbragðs þjónustu sendibílstjóra og vil ég þakka fyrir hana. Skyr vinsælt á leiðtogafundinum Ólafur Torfason hringdi: Vegna greinar er birtist í DV þriðju- daginn 14. október, er ráðamenn þjóðarinnar voru með nemendum Haga- og Melaskóla, vil ég koma eftir- farandi á framfæri til að útiloka allan misskilning. Mjólkursamsalan í Reykjavík hafði matarbás í skólanum meðan á leið- togafundinum stóð. Gafst það mjög vel og er gott eitt um það að segja. Mjólk- usamsalan gaf þar fjöldamarga skammta af skyri, einnig mjólk og rjóma. Það sem gæti hafa valdið misskiln- ingi í greininni, eða kom ekki nógu skýrt fram, var að Mjólkusamsalan gaf krökkunum íspinnana, það voru ekki ráðamenn þjóðarinnar eða borgin sem stóðu að því. Skrum í Ríkisútvarpinu Sveinn Sigurðsson skrifar: Ég vil mótmæla því fáheyrða skrumi sem Ríkisútvarpið (rás 1) hefur nýlega tekið upp í dagskrárkynningum þeim sem það sendir dagblöðunum. Hér á ég við kynningu á þættinum Tónlist- armaður vikunnar. Vegna nafns þáttarins mætti ætla að tónlistarmað- ur vikunnar væri jafnan sá sem unnið hefur einhver afrek þá vikuna. En það er öðru nær. Tónlistarmaður vikunnar er oftast einhver afdankaður skalla- poppari. Núna síðast var það Björvin Halldórsson. Hann var í dagskrár- kynningu kynntur sem liðtækur gítar- og munnhörpuleikari sem hefur verið í flestum vinsælustu hljómsveitum landsins. Þvílíkt skrum! Þvíh'k fjar- stæða! Var Björgvin kannski í Greifunum, Skriðjöklum, MX 21, Stuðmönnum, Egó, Þursaflokknum, Rikshaw, Peli- kan, Hljómsveit Ingimars Eydal, Grýlunum eða Spilverkinu? Ó-nei, hann var nú bara í Chance, Hljóm- sveit Björgvins Halldórssonar og nokkrum öðrum uppbrunnum skalla- popphljómsveitum. Um hljóðfæraleik hans er best að hafa sem fæst orð. Að lokum vil ég þakka Vilborgu á Bylgjunni fyrir gott lagaval. Það a að birta myndir af kynferðisglæpamönnum 3213-2421 hringdi: Ég vil þakka þá rögg sem DV hefur nú.tekið á sig með því að birta mynd af Steingrími Njálssyni. Náttúrlega öorum til vamaðar gegn honum og hans líkum er fremja slík níðingsverk á saklausum bömum og þeir hafa aldr- ei þurft svo mikið sem taka smárefs- ingu fyrir. Það er dálítið einkennilegt hvað yfirvöld vilja hylma yfir svo hryllilega glæpi sem þessa því þeir em af versta tagi, því getur enginn neitað. Á meðan hægt er að birta myndir af peningaþjófum, sem jafnvel aðeins liggja undir grun, ætti að sjálfsögðu að gilda það sama um kynferðisglæpa- menn er dómarar hafa fullvissað sig um að hafi framið verknaðinn. Á meðan þessir kynbrengluðu menn, sem taldir em til sjúklinga, fá sam- viskulaust að setja glæpi sína yfir á herðar saklausra bama sem sitja mega með þá til lífstíðar, ef þau þá hafa ekki þegar gripið til örþrifaráða. Síðan em þessir kynferðisglæpamenn afsak- aðir með því að þeir séu nú, greyin, sjúklingar. Allt í lagi, þá á að lækna þá en það er líka greinilegt að þeir verða ekki læknaðir nema þeir séu hreinlega van- aðir og tökum við þá með í dæmið að það sé lágmarksaðgerð. Síðan á að leiða þá á gapastokk til þess að fólk geti hrækt á þá. Kannski þá færi þess- um sjúklegu glæpum fækkandi. Er póstþjónustan enn á sauðskinnsskónum? Léleg póstþjónusta Sigurður Jónsson skrifar: Ég kaupi DV í lausasölu öðm hvom. Er það aðallega vegna þess að ég er búsettur úti á landi og fengi blöðin ekki til mín fyrr en tveggja til þriggja daga gömul ef ég væri áskrifandi og þykir mér lítið varið í dagblöð eftir að þau hafa náð þeim aldri. Þama er fyrst og fremst lélegri póst- þjónustu um að kenna og er alveg fúrðulegt að maður sem býr fyrir aust- an ^all skuli ekki geta fengið dag- blöðin samdægurs. Við höfúm síma, tölvur, beinar sjónvarpsútsendingar á milli heimsálfa en hræðilega seinvirkt póstkerfi. Þama mætti verða bót á hið fyrsta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.