Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986. 5 r Stjómmál Sigur Alberts veldur úlfaþyt - eifið vígstaða blasir við, segir Morgunblaðið „PrófkjQr á vegum Sjálfetæðis- flokksins í Reykjavik til undirbún- ings alþingiskosningunum hafa yfirleitt skapað fleiri pólitísk vanda- mál fyrir sjálfstæðismenn en þau hafa leyst. Svo er einnig um það prófkjör, sem fram fór síðastliðinn laugardag." Þetta eru orð leiðarahöfundar Morgunblaðsins um það prófkjör hérlendis sem flestum sætum ráð- stafar á Alþingi Islendinga. I því börðust að þessu sinni fimmtán frambjóðendur um líklega átta þing- sæti. Albert Guðmundsson kemur út sem sigurvegari. í fyrsta sæti hlaut hann 2.374 atkvæði, rúmlega eitt þúsund atkvæðum fleira en Friðrik Sophusson, varaformaður flokksins, fékk í það sæti. Ekki skorti Albert andstæðinga. Þeir kjósendur í prófkjörinu, sem alveg slepptu því að merkja við hann, voru 2.131 talsins, eða 243 færri en þeir sem settu hann í fyrsta sæti. Þeir sem kusu annan mann í fyrsta sæti voru 3.848 talsins. Andstæðingar Alberts höfðu engan til að sameinast um Ekki hefði þurft mikið til að gjör- breyta útkomu Alberts. Ef til dæmis 60% þeirra kjósenda, sem settu Birgi ísleif Gunnarsson, Ragnhildi Helgadóttur og Eyjólf Konráð Jóns- son í fyrsta sæti, hefðu fallist á að setja „sinn“ mann í annað sæti en Friðrik Sophusson í það fyrsta hefði áttunda sæti orðið hlutskipti Al- berts. Þannig var það grundvöllur að sigri Alberts að andstæðingar hans höfðu engan frambjóðanda til að sameinast um gegn honum. Sjálfur hefur Albert lýst sigrinum sem þrekvirki stuðningsmanna und- ir forystu dótturinnar, Helenu. Óopinber formaður hulduhersins, Asgeir Hannes Eiríksson, sem þurfti að sætta sig við fjórtánda sæti í próf- kjörinu, lýsti því yfir að þeir hefðu smalað 630 nýjum félögum í flokk- inn. Erfið vígstaða í borginni blas- ir við Um árangur Alberts sagði Morg- unblaðið i gær: „I ljósi þeirrar erfiðu stöðu, sem Fréttaljós Kristján Már Unnarsson Albert Guðmundsson hefur verið í undanfama mánuði, fer ekki á milli mála að hann vinnur umtalsverðan vamarsigur með því að ná kosningu í efsta sæti listans. Hitt er jafhljóst, að það atkvæðamagn, sem hann fær í heild, er pólitískt áfall fyrir hann. Það mun óhjákvæmilega valda hon- um erfiðleikum við að leiða Sjálf- stæðisflokkinn í kosningabaráttunni í Reykjavík næsta vor. Erfið víg- staða Sjálfstæðisflokksins í höfuð- borginni blasir við.'“ DV bar þessa skoðun leiðarahöf- undar Morgunblaðsins undir Albert: „Þetta er náttúrlega furðuleg skoðun. En þeir vilja ráða ferðinni í sambandi við Sjálfstæðisflokkinn en geta það ekki. Það er eins og þeim líði illa þegar mér líður vel og gengur vel,“ sagði Albert. Morgunblaðið beinir spjótum sín- um að fleirum: „Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, nær hvorki þeim árangri í þessu prófkjöri að skipa efsta sæti listans né að verða hæstur að atkvæðamagni. Það sýnir veikleika hjá öðrum helsta forystu- manni Sjálfstæðisflokksins, sem er umhugsunarefni fyrir hann og for- ystuna." Álit Þorsteins Pálssonar DV spurði Þorstein Pálsson, for- mann Sjálfstæðisflokksins hvort hann væri sammála þvi að prófkjör- ið hefði skapað fleiri pólitísk vandamál og að erfið vigstaða flokksins blasti við í borginni? „Nei. Ég er ekki sammála því," svaraði formaðurinn. „Skipan efstu sæta á listanum er sú sama og í síðustu kosningum. Þar á verður ekki breyting. Hins vegar bætast við í þingsæti, sem ætla má að Sjálfstæðisflokkur- inn fái í kjölfar breyttra kosninga- laga, ungir frambjóðendur, Geir Haarde og Sólveig Pétursdóttir. Þetta eru ungir og glæsilegir fúlltrú- ar nýrrar kynslóðar í flokknum. Ég tel að þeir muni styrkja mjög fram- boð flokksins. Það er meginbreyt- ingin sem verður. Að öðru leyti er þetta svipuð nið- urstaða og var í síðasta prófkjöri hér í Reykjavík. Að vísu kom flokkurinn þá út með heldur slakari útkomu en annars staðar á landinu en ég vænti þess að með tilkomu fulltrúa nýrrar kynslóðar inn í væntanleg þingsæti munum við styrkja okkar stöðu.“ - Ollu úrslit prófkjörsins þér von- brigðum að einhveiju leyti? „Nei.“ - Morgunblaðið segir að útkoma Friðriks Sophussonar sýni veikleika hans. Ertu sammála þessu? „Ég sé ekki hvemig er hægt að draga þessa ályktun. Friðrik var i þessu sæti í síðasta prófkjöri sem varaformaður flokksins. Þannig að ég sé ekki að það séu nein rök fyrir þessari ályktun," svaraði Þorsteinn. Hvað segja önnur flokksmál- gögn? Lítum í málgögn andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Alþýðublaðið segir í leiðara í gær: „Prófkjörið hefur ekki styrkt stöðu Sjálfstæðisflokksins hvernig sem á það er litið. Það er aðeins spuming hversu alvarlegar afleiðingarnar verða.“ Þjóðviljinn segir: „Niðurstöður í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík eru dapurleg uppákoma fyrir þá sem meta póli- tískt siðferði einhvers, því þrátt fyrir tengslin við Hafskipsmálið, eitt versta spillingardæmið í sögu lýð- veldisins, vildu langflestir sjálfstæð- ismenn fá Albert Guðmundsson i efsta sætið.“ Tíminn hlakkar yfir úrslitunum: „Héðan úr herbúðum andstæðing- anna berast Sjálfstæðisflokknum heillaóskir með Albert Guðmunds- son og honum er jafnffamt óskað innilega til hamingju með íhaldið.“ Áhyggjur leiðarahöfundar Morg- unblaðsins verða lokaorðin í þessari samantekt: „Hætta er á að Sjálfstæðisflokkur- inn nái ekki þeirri sóknarstöðu í kosningabaráttuni í Reykjavík sem vænta mætti vegna pólitískra svipti- bylja, sem búast má við á tindinum, eftir það, sem á undan er gengið. Albert Guðmundsson hefur sýnt að hann hefur mikið pólitískt þanþol. Hitt er annað mál hvört það dugar Sjálfstæðisflokknum í næstu kosn- ingum.“ -KMU Það er eins og Morgunblaðsmönnum liði iila þegar mér gengur vel, segir Aibert. afmælisafsláttur út október. Hárgreiðslustofan Desirée, Grettisgötu 9, sími 12274. TOGGURHR SAAB UMBOÐIÐ Bíldshöfða 16 - Símar 681530 og 83104 Seljum Idag Saab 900 GL árg. 1980, 3ja dyra, dökkblár, beinskiptur, 4ra gíra, ekinn aðeins 67 þús. km. Verð aðeins kr. 275 þús. Saab 900 GLI árg. 1982, 4ra dyra, hvítur, beinskiptur, 5 gíra, ekinn aðeins 48 þús. km. Mjög fallegur bill. Verð aðeins kr. 360.000,- Saab 900 GLS árg. 1982, S dyra, 5 gira, ekinn 84.000 km. grænn. Verð 350.000,- Saab 900 GL árg. 1982, 5 dyra, Ijósblár, beinskiptur, 4ra gíra, góður bíll á mjög góðum kjörum. Qpið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma^^r n AMCI Jeep GÆÐI - ÖRYGGI - GLÆSILEIKI Wagoneer, Cherokee ÁRGERÐ 1987 Hver bíll frá AMC er hannaður að óskum hvers kaupanda með það fyrir augum að hann verði ávallt stoltur og ánægður með sinn AMC. riAMC Það er valið. ri AMCI Jeep Aðalsmerki IEGILL 7 / VILHJÁLMSSON HF. / Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200-77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.