Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1986, Blaðsíða 21
20
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1986.
21
Iþróttir
Við
hornfánann
Blautt hjá Þrótturum
Yfirleitt halda knattspymu-
deildir félaga uppskeruhátíðir í
lok keppnistímabilsins ár hvert
og 2. deildar liðið hjá Þrótti var
engin undantekning þar á. Það
sem hins vegar vakti athygli var
að leikmenn sem skara þóttu
fram úr öðrum voru verðlaunað-
ir með vínflöskum. Kosnir voru
efhilegustu leikmennimir,
markahæsti leikmaður liðsins
verðlaunaður og sá sem oftast
nennti að mæta á æfingar og
annar fyrir einstaka þrautseigju
og dugnað. Theódór Guðmunds-
son, þjálfari liðsins í sumar, hefur
ákveðið að hætta með liðið og
að skilnaðargjöf fékk hann „fall-
byssukoníak’* frá leikmönnum
eins og það var oröað í fréttatil-
kynningu.
Guöjóntil HSÍ
Undirbúningur íslenska lands-
liðsins í handknattleik fyrir
ólympíuleikana í Seoul ver stig-
vaxandi með hverjuxn degi enda
margt sem gera þarf. Nú mun
þriðji starfsmaðurinn á skrifetofu
sambandsins vera að hefja störf
en það er enginn annar en Guð-
jón Guðmundsson, aðstoðarmað-
ur Bogdans landsliðsþjálfara.
Framarar æfðu líka á nótt-
unnl
Ég sagði frá því hér í blaðinu
um daginn að úrvalsdeildarlið
KR heföi lent í umtalsverðum
vandræðum vegna leiðtogafúnd-
arins nýafstaðna KR-ingum var
úthýst úr fþróttaliúsi Hagaskóla
og æfðu þeir að næturlagi. Fram-
arar lentu í svipuðum vandræð-
um en fengu hins vegar mun
færrri æfingar í staðinn fyrir
aðstöðuna í Hagaskólanum. Af-
leiðingin að stórum hluta: 40
stiga tap í Keflavík í síðasta leik
liðsins í úrvalsdeildinnl
Skritin málalok
íþróttaunnendur margir muna
eftir því er einn þekktasti frjáLs-
íþróttamaður landsins, Elías
Sveinsson, meiddist alvarlega á
fæti er hann var við æfingar í
Baldurshaga. Bleyta var á
hlaupabrautinni og var hún
ástæðan fyrir slysinu sem gerði
það að verkum að Elías varð að
hætta í frjálsum íþróttum sem
• hann haföi þó stundað manna
best um áraraðir og sýnt einstak-
an dugnað og fómfysi við
æfingar. Eins og eðlilegt má telj-
ast fór Elías í skaðabótamál
vegna þessa og nýverið féll dóm-
ur í undirrétti og tapaði Elías
málinu. Mörgum finnst þetta
vægast sagt furðulegt og vart er
hægt að hugsa sér annað en að
hann vinni málið fyrir Hæsta-
rétti en þangað hyggst hann
áfrýja málinu.
Muggur
MUGGUR
•Mér fannst eins og ég heyrði
í fallbyssu eitt kvöldið um daginn
þegar ég var í þann veginn að
sofiia.
• islenska landsliðið í handknattleik kvenna ásamt Hilmari Bjömssyni þjálfara og Kristjáni Halldórssyni aðstoðarþjálfara. Á mynd-
ina vantar Fjólu Þórisdóttur. DV-mynd Brynjar Gauti
Hitað upp gegn Spánverjum
Landslið íslands í kvennahandknattleik
leikur tvo æfingaleiki gegn Spánverjum
áður en slagurinn í heimsmeistarakeppn-
inni hefst en fyrsti leikur íslenska liðsins
verður þann 31. október en þá verður leik-
ið gegn Portúgal, 2. nóvember gegn
Danmörku, 4. nóvember gegn Austurríki
og 5. nóvember gegn Finnlandi. Liðið sem
heldur utan næsta mánudag er þannig
skipað:
Kolbrún Jóhannsdóttir..............Fram
Gyða Úlfarsdóttir....................FH
Fjóla Þórisdóttir.............Stjömunni
Guðríður Guðjónsdóttir.............Fram
Ama Steinsen.......................Fram
Ingunn Bemódusdóttir...............Fram
Ema Lúðvíksdóttir...................Val
Katrín Friðriksen................. Val
Guðrún Kristjánsdóttir..............Val
Eiríka Ásmundsdóttir............Víkingi
Svava Baldvinsdóttir..............Víkingi
Erla Rafnsdóttir................Stjömunni
Guðný Gunnsteinsdóttir........Stjömunni
Björg Gilsdóttir.....................Köln
Þjálfari er Hilmar Bjömsson, aðstoðar-
maður hans Kristján Halldórsson, sjúkra-
þjálfari Sólveig Steinþórsdóttir og
fararstjórar Helga H. Magnúsdóttir og
Davíð B. Sigurðsson. -SK
-1 Evropukeppni meistaralida í Brussel í kvöld
Amór Guðjohnsen og félagar hans Barcelona með því að verja hveija
hjá Anderlecht mæta Evrópumeistur-
unum Steaua Bukarest í Evrópu-
keppni meistaraliða í Brússel í kvöld.
„Við erum ekki hræddir. Við erum
ákveðnir að leggja Steaua að velli í
þetta sinn,“ sagði Martin Lippens,
þjálfari Anderlecht. Evrópumeistar-
amir leika án fjögurra lykilmanna.
Boloni, Bumbescu og Lacatus em allir
í leikbanni og þá getur markvörðurinn
snjalh, Helmuth Ducadam, ekki leikið
með vegna veikinda. Ducadam, sem
var hetja Steaua í úrslitaleiknum gegn
vítaspymuna á fætur annarri, er hætt-
ur að leika knattspymu vegna
æðaþrengsla í hendi.
„Við munum reyna að ná fram góð-
um úrslitum hér í Brússel og. gera
síðan út um dæmið í Búkarest," sagði
Anghel Iordanescu, þjálfari Steaua.
Þess má geta að félögin mættust í
undanúrslitum Evrópukeppni meist-
araliða á sl. keppnistímabili. And-
erlecht vann þá, 1-0, í Brússel, en
tapaði, 0-3, í Búkarest. Þá léku félögin
saman í æfingamóti á Spáni í sumar.
Gerðu jaíhtefli, 2-2, en Steaua sigraði
svo í vítaspymukeppni.
Iordanescu sá Anderlecht leika gegn
Racing Jet í Brússel um sl. helgi þar
sem belgíska meistaraliðið fór með sig-
ur af hólmi. „Þetta var auðveldur
leikur fyrir Anderlecht sem sýndi ekki
sínar réttu hliðar. Leikmenn liðsins
em miklu betri heldur en þeir sýndu.
Það veit ég frá leiknum á Spáni í sum-
ar,“ sagði Iordanescu, þjálfari Steaua.
Frank Vercauteren, fyrirliði And-
erlecht, sagði að þeir yrðu að vinna
fyrri leikinn í Brússel með minnst
tveggja marka mun til að eiga mögu-
leika á að komast áfram í keppninni.
-sos
• Per Skarup, þjálfari Fram, verður í sviðsljósinu í kvöld er Fram mætir Val i Höllinni. Hér skorar hann með vinstri
hendi gegn KA en hann er jafnvígur á báðar hendur og afar skemmtilegur leikmaður.
„Frábær árangur
að vinna 3 leiki“
•Hilmar Bjömsson, landsliðsþjálf-
ari kvenna í handknattleik.
SyntulOO km
- Landsliðsstúlkumar duglegar í fjáröflun
Það kostar mikla peninga að taka
þátt í heimsmeistarakeppninni á
Spáni og landsliðsstúlkumar hafa
ekki aðeins lagt hart að sér við æf-
ingar heldur einnig til að afla fjár.
Það hafa þær gert meðal annars með
því að synda maraþonsund í Laugar-
dalslauginni á meðan þeirfélagar
Reagan og Gorbatsjov ræddu málin
í Höföa. Nokkuð safnaðist af pening-
um en stúlkumar hafa ekki fengið
mikinn stuðning frá HSÍ. Vonandi
að allt þetta endalausa puð skili sér
í góðum árangri og góðri reynslu til
handa stúlkunum.
-SK
• Helmut Ducadam, markvörður
Steaua Bukarest, getur ekki leikið
gegn Amóri Guðjohnsen og félög-
um hans i Anderlecht í kvöld vegna
veikinda
Karatelandslíðið
til Skotlands
- Budo Cup og landsleikir á dagskrá
íslenska landsliðið í karate er á för-
um til Skotlands þar sem það tekur
þátt í Budo Cup á laugardaginn og
leikur síðan landsleiki gegn N-írum
og Skotum á sunnudaginn í Glasgow.
Fimm karatemenn fara til Skot-
lands. Atli Einarsson, KFR, sem er
jafhframt landsliðsþjálfari, Ámi Ein-
arsson, KFR, Ævar Þorsteinsson,
UBK, Ólafur Wallevík, Þórshamri, og
Halldór Svavarsson, KFK.
f Budo Cup keppa allir í sínum þyngdar-
flokkum en síðan verður sveitakeppni
þegar keppt er við N-íra og Skota. Lands-
liðið á möguleika á sigri gegn N-írum en
Skotar eru aftur á móti geysilega sterkir.
Þeir eiga tvo menn í bresku sveitinni sem
tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögun-
um í Ástralíu.
-sos
r^-j
j nja rortsmoiiui i
I Strákamir hans Alans Ball í Portsmouth I
unnu í gærkvöldi góðan sigur gegn Derby
I Counfy í 2. deild ensku knattspymunnar. |
■ Lokatölur 3-1. Þrír aðrir leikir fóru fram í _
I 2. deild. Plymouth vann Ipswich 2-0, Hudd- ■
I ersfield vann Shrewsbury 2-1 og Sunder- I
land og Reading gerðu 1-1 jafntefli. _
I Auk leikjanna í 2. deild í gierkvöldi fóru fram I
■ fiölmargir leikir í 3. og 4. deild. Úrslit: Bolton 1
I fllackpool 1-0, Boumemouth-Doncaster 3-2, I
I Carlisle-Bury 2-1, Chesterfield-Wigan 4-3, I
IDarlington Gilfingham 1 1, Fuiham Bristol ■
Rovers 2-2, Notts County-Middleslxno 1-0, Port |
IVale Swindon 3 4, WalsaU-Kotlierham 4-1 og _
York Chester 1 1. Úrslit í 4. deild: Alderehot- I
Cambridge 4-1, Crewe-Colchester 1-1, Roch- *
Idale-Hereford 2-0, Torquay Lincoln 0 1, I
Tranmere-Scunthorpe 1-0, og Wolves-Halifax I
r -sk j
KR-ingar sigruðu í köflóttum leik
- KR sigraði Keflavík, 66-62, í „feluleik“ í gærkvöidi
„Þessi sigur kemur á réttum tíma
hjá liðinu og við látum ekki staðar
numið því nú verður stefiian tekin enn
lengra. Það getur ekkert lið bókað
sigur fyrirfram gegn okkur og vonandi
tekst okkur að komast í úrslitakeppn-
ina þegar upp verður staðið," sagði
hinn eldhressi KR-ingur, Þorsteinn
Gunnarsson, við DV eftir sigur liðsins
gegn Keflvíkingum í íþróttahúsi
Hagaskóla í gærkvöldi. Lokatölur
leiksins urðu 66-62 eftir að staðan í
hálfleik haföi verið 36-27 KR í vil.
Iæik þessum var frestað vegna leið-
togafundarins á sínum tíma en tilvilj-
un réði því að DV vissi af leiknum í
gærkvöldi.
Leikurinn fór frekar rólega af stað
í byrjun en þegar fíða tók á fóru KR-
ingar að síga jafnt og þétt fram úr og
héldu afltaf fimm til níu stiga forskoti
fram að hálfleik. Keflvíkingar virkuðu
óvenjudaufir í fyrri hálfleik og ekki
bætti það úr skák að einn af máttar-
stólpum liðsins, Jón Kr. Gíslason, var
langt frá sínu besta í leiknum og skor-
aði til að mynda ekki eitt einasta stig
í fyrri hálfleik.
Keflvíkingar komu mjög ákveðnir
til leiks í seinni hálfleik og skoruðu
strax tvær körfur í röð og minnkuðu
muninn niður í fimm stig og héldu
margir að þetta væri upphafið að ein-
hverju enn meira, en það reyndist
ekki raunin því þessi munur átti eftir
að haldast á liðunum það sem eftir
liföi leiksins, þó var aðeins þriggja
stiga munur á liðunum þegar um tvær
mínútur voru eftir, en KR-ingar svör-
uðu jaftiharðan fyrir sig og héldu
Keflvíkingum ávallt í hæfilegri fjar-
lægð þangað til yfir lauk.
Lið KR spilaði þennan leik þokkalega,
inn á milli sáust góðir kaflar hjá liðinu
en stundum vildi leikur liðsins riðlast svo-
lítið en þeim verður líklega ekki skota-
skuld úr að lagfæra þá hluti með tímanum
þvi mikið býr í liðinu og það er til alls
líklegt í vetur ef rétt verður á málum hald-
ið. Bestir í liði þeirra voru Guðni, sem er
gríðarlega sterkur leikmaður, og Garðar
Jóhannsson, emnig átti Ástþór ágæta
spretti.
Keflvíkingar þurfa ekkert að örvænta
þrátt fyrir tapið, þetta var ekki þeirra dag-
ur og sumir leikmenn liðsins langt frá sínu
besta. Guðjón og Gylfi voru þeir einu sem
spiluðu af eðlilegri getu.
Stigin, KR: Guðni 21, Garðar 14, Ástþór
9, Matthías 8, Ólafúr 6, Guðmundur 4,
Skúli 2 og Þoreteinn 2.
fBK: Guðjón 17, Gylfi 14, Sigurður 8,
Jón 7, Hreinn 6, Ólafur 6, Falur 2, Matti 2.
v -JKS
Ron Atkinson yrðir
ekki á Jesper Olsen
Viðureign Fram og Vals
stórieikur 3. umferðar
- Heil umferð í 1. deild karla í handknattleik í kvöld
Heil umferð fer fram í 1. deild fslands-
mótsins í handknattleik í kvöld. Tveir
þeirra fara fram í Laugardalshöll en einn-
ig verður leikið í Hafnarfirði, Akureyri
og Kópavogi.
Stórleikur þessarar umferðar er tví-
mælalaust viðureign Fram og Vals en
leikurinn fer fram í Laugardalshöll í kvöld
klukkan 21.15, strax og leik Víkings og
Ármanns lýkur en hann hefst klukkan
átta. Framarar hafa aðeins leikið einn
leik í mótinu til þessa en þeir sigruðu KA
frá Akureyri með 25 mörkum gegn 16 og
þóttu sýna góð tilþrif. Per Skárup er
greinilega á réttri leið með liðið og er það
hald margra að Fram hafi burði til að
blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn
í ár. Valsmenn eru líka með sterkt lið og
marga snjalla leikmenn innanborðs. Tap
liðsins gegn Víkingi í síðustu umferð kom
nokkuð á óvart en víst engu að síður að
Valsliðið verður í einu af fjórum efstu
sætunum þegar upp verður staðið
Hvað gera Blikarnir?
Breiðablik hefur, eins og Fram, aðeins
leikið einn leik í mótinu vegna frestunar
á leik liðsins gegn Stjömunni. í fyrsta
leiknum vann Breiðablik stórsigur gegn
FH og kom sá sigur nokkuð á óvart. Fróð-
legt verður að sjá hvort Blikunum undir
stjóm Geirs Hallsteinssonar tekst að
fylgja þessari góðu byijun eftir en í kvöld
leika Blikar gegn Haukum og fer leikur-
inn firam í fþróttahúsi Hafnarfiarðar
klukkan átta.
f Digranesi í Kópavogi leikur Stjaman
í kvöld gegn FH og má þar reikna með
sigri Stjömunnar ef marka má úrslit síð-
ustu leikja. Leikurinn hefet klukkan átta.
Síðasti leikurinn, sem á dagskrá er í
kvöld, er leikur KA og KR og fer hann
fram í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst
klukkan átta.
Júlíus markahæstur
Júlíus Jónasson í Val er nú markahæst-
ur í f. deildinni en hann hefur skorað 16
mörk í tveimur leikjum. Hannes Leifeson,
Stjömunni, kemur næstur með 12/6 mörk
í einum leik. Sex leikmenn hafa skorað
11 mörk. Þeir em: Jakob Sigurðsson,
Val, Valdimar Grímsson, Val, Friðjón
Jónsson, KA, Óskar Ásmundsson, Ár-
manni, Guðmundur Guðmundsson,
Víkingi, og Óskar Armannsson, FH, en
hann hefúr skorað níu markanna úr víta-
köstum.
-SK
- segir Hilmar Bjömsson, þjátfari kvennalandsliðsins
FIRMAKEPPNI
Hin árlega firmakeppni IR í innanhússknattspyrnu
verður haldin dagana 1.-2. og 8.-9. nóv. 1986 í
íþróttahúsi Breiðholtsskóla. Vegleg verðiaun fyrir 3
efstu sætin. Nánari upplýsingar í síma 75013 (Þor-
kell) milli kl. 15 og 17 virka daga fyrir 30. okt.
„Samkvæmt fyrri árum vitum við
að landslið Austurríkis og Dan-
merkur em sterkari en okkar lið en
um lið Portúgals og Finnlands vitum
við svo að segja ekki neitt,“ sagði
Hilmar Bjömsson, landsliðsþjálfari
kvennaliðs íslands, í samtali við DV
í gærkvöldi. Hilmar er á leið með
íslenska landsliðið i heimsmeistara-
keppni kvennalandsliða, c-keppnina,
sem fram fer á Spáni dagana 31.
október til 9. nóvember. ísland leikur
í riðli með Portúgal, Danmörku,
Austurríki og Finnlandi. Leikið er í
tveimur riðlum og tvö efetu liðin í
hvorum riðli komast áfram og feika
sín á milli um tvö laus sæti í b-
keppninni.
„Betra lið nú en í fyrra“
„Ég held að það sé alveg ömggt
að íslenska landsliðið er betra núna
en það var í fyrra. Hvort það svo
dugar verður að koma i ljós. Stelp-
umar hafa aldrei æft eins vel og nú,
nánast allt sumarið, bæði lyflingar
og hlaup, og þær hafa lagt á sig gíf-
urlega mikla vinnu. Þá hefur það
einnig hjálpað til að mörg félagslið-
anna hafa byrjað einum mánuði fyrr
að æfa en áður.“
- Hvaða vonir gerir þú þér um
árangur á heimsmeistaramótinu,
hvaða árangur sættir þú þig við?
„Það er dálítið erfitt að segja til
um það vegna þess að við vitum
ekki mikið um lið Portúgals og Finn-
lands. Það er alltaf erfitt að leggja
af stað í stórmót og vita lítið um
andstæðingana. Ég er þó sannfærður
um að ef okkur tekst að vinna þrjá
leiki er það frábær árangur. Og það
yrði langt fyrir ofan þann gæðaflokk
sem íslenska kvennalandsliðið hefúr
verið í síðustu árin,“ sagði Hilmar
Bjömsson. -SK
• Ron Atkinson þykir ekki riða feit-
um hesti frá samskiptum sinum við
Jesper Olsen.
Haukur L. Hauksscm, DV, Kaupiuaimahöfri:
„Ef ástandið verður öllu lengur
svona hér á Old Trafford þá fer ég fljót-
lega,“ sagði danski landsliðsmaðurinn
Jesper Olsen, sem leikur með Manc-
hester United. Eftir að Remi Moses
sló hann niður á æfingu hefur Ron
Atkinsson, framkvæmdastjóri United,
sem laug um atvikið í blöðin, ekki
heilsað Olsen þegar hann kemur á
æfingar.
Þess má geta að aðeins átta leik-
menn United mættu á æfingar í sl.
viku. Margir af leikmönnum liðsins
vom þá að leika með landsliðum Skot-
lands, Englands og írlands. Atkinson
mætti þá heldur ekki á æfingar. Hann
skrapp í stutta ferð til Mallorca.
-sos
Amór og fé-
lagar mæta Evr-
ópumeisturum
íþróttir
•Þorstéinn Páll Hængsson kom
á óvart á Akranesi.
Þorsteinn
vann Brodda
örugglega
Siguigrir Sveinssari, DV, Akranesi:
Þorsteinn Hængsson gerði sér
lítið fyrir og vann öryggan sigur á
Brodda Kristjánssyni á Atla-mót-
inu í badminton sem fór fram hér
á Akranesi. Broddi vann fyrstu
lotuna 15-13 en síðan yfirspilaði
Hængur hann og vann með yfir- *
burðum í næstu tveimur iotunimi,
15-5 og 15-3.
Elísabet Þórðardóttir varð sigur-
vegari í einliðaleik kvenna. Hún
vann lngu Kjartansdóttur 11-3 og
12-10.
•Ámi Þ. Hallgrímsson og Jó-
hann Kjartansson urðu sigurveg-
arar í tvíliðaleik karla. Unnu
sigur, 15-10, 9-15 og 51-11, á þeim
Þorsteini og Brocida.
•Elísabet og Þórdís Edvili
urðu sigurvegarar í tvíhoaleik,
kvenna. Lögðu þær Ingu ög Krist-
ínu Magnúsdóttir að velli, 15-3 og
15-4.
•Kristín og Broddi sigruðu í
tvenndarkeppninni þegai’ þau
kepptu við Ingu og Þorstein, 12-15,
17-14 og 15-10.
Allir þessir keppendur em úr
TBR og em landsliðsmenn í had-
minton. -SOS
Þjálfári
Mexíkó
er hættur
Júgóslavinn Velibor Milut-
inovic, landsliðsþjálfari Mexíkó í
HM, hefur sagt starfi sínu lausu.
Aðstoðarmaður hans, Mario Vel-
arde, tekur við liðinu og fær það
verkefni að koma Mexíkómönnum
í úrslitakeppni HM á Ítalíu 1990.
-sos
Mmningarhlaup
Á sunnudag fer fram hið úrlega
minningarhlaup um Jóhannes Sæ-
mundsson iliróttakennara. Keppl
verður í boðhlaupi, 4x2000m umhverfts
tjörnina í opnum flokki karla op.
3x2000m í opnum flokki kvunna. Einn-
ig verður opinn einstaklingsflokkur
karla og kvenna ásamt skólaboðhlaupi
nemenda .MR. Skráning og afhending
númera verður i anddyri MR frá kl.
9.00 til 9.30. Keppnin liefsl í Tjamar-
götunni kl. 10:00 i boðhlaupi karla og
10:25 í boðhlaupi kvenna. Ki. 10:50
hefst skólaboðhlaup nemenda MR og
kl. 11:40 einstaklingsflokkar karla og
kvenna.
Einarskoraði
áttamörk
Einar Guðmundsson skoraði
átta mörk firir Selfyssinga þegar
þeir unnu ömggan sigur, 26-20,
yfir UMlB (Isafjörður og Bolung-
arvík) í 3. deildar keppninni í
handknattleik. Selfyssingar hafa
byrjað vel, unnið þijá fyrstu leiki
sína.